Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 13
t...<*. IÞRDTTIR IÞROTTIR Frá fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum. Döns-ku drengimir frá Holbæk léku aftur hér á laugardaginn. í 2. flokki urðu úrslit þáu, að Vest mannaeyingar sigruðu aftur með fjórum mörkum gegn tveimur, eða nokkru minni mun en í fyrri leik þessara liða. Leikurinn var mun lakari en fyrri leikurinn og tals- verð harka og voru Danirnir þar upphafsmenn. Þá fór fram leikur í 3. flokki og var hann skemmtilegur fyrir áhorfendur, þrátt fyrir það, að ekki var skorag mark í leiknum. Dönsku drengirnir léku því hér Sovétríkin sigruðu Sovétríkin sigruðu Bandaríkin í fjórða skipti í röð í landskeppni í frjálsum íþróttum um helgina í Kaliforniu. Hlutu þau saman- lagt 173 stig gegn 169 stigum Bandaríkjamanna. í karlagrcin- um sigruðu Bandaríkjamenn með yfirburðum 128 stig gegn 107, en það nægði ekki, þar sem sovézku konurnar hlutu 66 stig gegn 41. Tvö heimsmet voru sett. Valery Brumel sfökk 2,26 metra í há- stökki og Harold Conolly kastaði sleggju 70,66 metra. Nánar verð ur sagt frá keppninni á morgun. fram og var á tímabili sóknarharð- astur KR-inga og var dálítið skemmtilegt að sjá bakvörðinn í einvígi á vítateigi andstæðingsins! Ef til vil hafa KR-ingarnir fallið ;í sömu gröf og Akurnesingar gegn ísafirði á dögunum. Þeir sóttu of ákaft og öftustu varnarleikmenn. eins og t. d. Hörður, fóru alveg upp undir vítateig Akraness, þar sem oftast myndaðist mikil þvaga. Þrátt fyrir ákafa sókn KR-inga fyrstu mínúturnar voru það Akur- nesingar, sem tóku einnig foryst- una í þessum hálfleik, hvað mörk snerti og skoruðu glæsilegt mark. Á 9. mínútu óð Þórður upp kantinn, lék á Hreiðar, og hélt áfram alvcg upp að endamörkum. Þaðan sendi hann fastan bolta fyrir markið og Ingvar kom hlaupandi að á réttu augnabliki. Hann kastaði sér á boltann á markteig og skallaði fast á mark ið. Skauzt knötturinn undir Heimi, sem hafði kastað sér og reyndi að verja með fótunum, en tókst ekki, þar sem skallbolt- inn var bæði snöggur og fastur. Glæsilega gert hjá Þórði og Ing- vari, sem sýndu oft á tíðum mjög skennntilegan samleik, enda gjör þekkja þeir spil livors annars. Nú var KR-ingum nóg boðið og tóku leikinn alveg í sínar hendur, en Ákurnesingar fannslj þeir vera búnir að gera nóg og fóru allir í vörn að undanskildum Þórði og Ingvari, sem seinna í hálfleiknum tókst tvisvar að skapa mikla hættu við mark KR-inga. sem gættu sín ekki í sókninni og fóru of framar- lega. í annað skiptið varði Heimir fast skot frá Þórði með hökunni, að því er bezt varð séð. Vel gert hjá Heimi. Ekki þarf að fjölyrða svo mjög um það, sem eftir var leiksins, því að dæmið var skýrt. KR-ingar, fjóra leiki, töpuðu þremur en j gerðu eitt jafntefli. Á laugardags kvöldið sátu þeir boð bæjarstjórn ar, fóru síðan á dansleik, og héldu til Reykjavíkur með Herj- | ólfi um nóttina. — HE. pressuðu, en Akurnesingar vörðust og hugsuðu nú ekki lengur um neinn samleik, aðeins að halda mörkunum tveim og reyndu því að j koma knettinum sem lengst í burtu frá marki, ef ekki fram á völlinn, þá bara út af. Og nú voru það KR-ingar, sem voru óheppnir. Ellert Schr'am átti hörkuskot í stöng og Gunnar Fel. nokkru síð- ar. Bjarni Fel. var kominn einn á vítateiginn og átti f einvígi við Ilelga, sem missti knöttinn til Gunnars, sem skaut í stöng. Á 18. mínútu átti Gunnar skot í hliðarnet og svo mætti lengi telja. En það var ekki fyrr en á 30. mínútu, að knötturinn lá í neti Akranessmarks ins, og þá fyrir mistök varnarinnar. Gunnar Fel. komst fram hjá tveim varnarleikmönnum Akra- I ness og hljóp þá af sér. Helgi hljóp út úr markinu, en Gunnar I renndi knettinum rólega fram I hjá honum í netið. Hófst nú alveg sérstakur kafli í : leiknum, mínútustríðið. KR-ingar [ sóttu meira af kappi en forsjá og stundum voru flestir leikmenn safnan komnir í einni bendu á víta- ' teig Akraness. Akurnesingar vörð ust vel og virtust staðráðnir í að ' halda markinu og virtust hugs^a i um það eitt, því að vart brá fyrir j spili hjá þeim. Mikið var um spörk út af, harka færðist í leikinn, j hróp á leikvelli og utan vallar ætl- uðu allt að æra, og áhorfendur risu á fætur í æsingunni. Margir leikmarina skullu saman og nokkr- ir lágu í valnum, m. a. Tómas, sem lá óvígur í þrjár mínútur, án þess að leikurinn væii stöðvaður. Ör- vænting einkenndi leik beggja liða síðustu mínúturnar og báðir aðilar kepptu við klukkuna. Á 40 minútu gerðu KR-ingar annað markið sitt úr rangstöðu og var það ekki til að draga úr spenn- unni. Eins og sjá má af framansögðu voiti KR-ingar óheppnir að gera' ekki fleiri mörk í seinni hálfleikn-1 um. Eins marks sigur Akraness, verð'ur þó að teljast sanngjarn. j þótt markatölurnar hefðu átt að i vera hærri. Akurnesingar léku i mun betur í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik lögðust þeir í vörn eftir síðara markið og buðu hætt-J unsi heim með vægast sagt djarfri! taktík. og KR-ingar gengu á lagið. j MæSgurnar í Vestra-liðinu. Talið frá vinstri: Lóa, Birna, Unnur og Rannveig (dóttir Lóu). — Ljósm.: TÍMINN, RE. Hingað mamma! „Hingað mamma", hróp- aði guilfalleg stúlka í Vestra frá Ísafirði á hand- ® knattleiksmótinu í Kópa- vogi og hinum yngstu með- al áhorfenda fannst þetta svo snjallt, að lengi vel hljómaði meðal þeirra „hingað mamma". Það mun fátítt hér á landi ef ekki einsdæmi, að móðir og dótt ir leiki í sama liðinu eins og þarna skeði — og hve •ilofsvenður er ekki áhuginn og dugnaðurinn. sem þarna kemur fram. En það var líka önnur stúlka í Vestra- liðinu, sem með fullum rétti gat einnig kallað "hingað mamma", því það voru ekki einar mæðqur, sem léku í liðinu, heldur tvennar, en til þess kom ekki, þar sem hún lék í rnarki Vestra — og gleymdi sér því ekki í hita augna- bliksins við mark keppi- nautanna. Og mæðurnar í liðinu eru systur, Lóa og Unnur Konráðs dætur, sem um langt árabil hafa leikið handknattleik og keppt með Vestra við góðan orðstír. Þær eru kannski ekki alveg eins harðskeyttar og hér áður fyrr — en áhuginn og dugnaðurinn er hinn sami. Þó þær eigi hvor um sig nokkur börn hafa þær ekki lagt hand- knattleikinn á hilluna og nú er svo komið að dæturnar keppa við hliff þeirra í liðinu. Þetta er vissulega til mikillar fyrirmyndar og það hlýtur óð vera dásamleg skemmtun fyrir móður að geta keppt með dótt- ur sinni á íslandsmóti í skemmtilegri og hollri íþrótt. íslandsmótið i Kópavo.gi — fyrsta landsmótiff, sem þar er háð, hefur heppnast mjög vel og fjölmargir áhorfendur hafa fylgzt með leikjunum. Það hef ur og sett mikinn svip á mótið hve þátttakendurnir eru víða að af landinu. Vissulega eru liðin hér úr,nágrenninu, Hafnar firffi, Kópavogi og Reykjavík, harðskeyttust — en stúlkurnar frá ísafirði og Vestmannaeyj- um hafa stöðugt unnið á og leikir þeirra orðið betri og betri, þótt sigrarnir hafi ekki hlaðist upp. En þátttaka þeirra hefur haft mikla þýðingu. Tvö lið á mótinu, FH og Ár- mann, eru enn taplaus í meist- araflokki, hafa bæði leikið þrjá leiki og unnið alla. Breiðaþlik hefur leikið fjóra leiki, unnið þrjá og tapað einum, og því með sex stig eins og FH og Ármann, en þessi þrjú lið eiga eftir að leika innbyrðis leiki sína og úrslit því óviss enn. — Víkingur er með fjögur stig úr fjórum leikjum — vann m. a. Breiðablik. — KR er með 2 stig úr þremur leikjum og Vestri tvö stig úr fimm leikj- um. Stúlkurnar úr Vestmanna- eyjum hafa enn ekki hlotið stig. f 2. flokki eru allar líkur til þess, að Ármann vinni sinn riðil, og Breiðablik sinn, og leiki því til úrslita í þessum flokki. Margir ipikir fóru fram á mótinu um helgina og urðu úr siit þessi: Meistaraflokkur: > Ármann—Vestri 9—2 F.H.—K.R. 9—3 Víkingur—Breiðablik 6—5 Ármann—Vestm.eyjar 13—2 Víkingur—Véstri 9—3 F.H.—Vestri 13—3 Breiðablik—ÍBV 15—2 yestri—ÍBV 2—1 Ármann—Víkingur 7—5 K.R.—ÍBV 7—5 Breiðafclik—Vestri 9—0 2. flokkur: Breiffablik—FH 8—4 Ármanun—Víkingur 8—3 Mótið heldur áfram á laug- ardaginn kemur og fara þá fram þrír leikir í 2. fl. Á sunnu dagskvöld verða tveir leikir í meistaraflokki og leika þá m.a. Ármann og Breiðablik. I.IÐIN Akurnesingar mættu nú heil- steyptari til leiks en áður í sumar. Tilraunin með Boga á kantinum í fyrri hálfleik tófest vel, þótt um- deilanleg sé, en með taktíkinni í seinni hálfleik tefldu Akurnesing- ar á tæpasta vað, en samt ef ti) vill unnið leikinn á ruglingi þeim. sem þetta oilKí liði KR. Ingvar og Þórður J. voru langbeztu menn liðs ins og tilþrif þeirra á stundum, var það bezta. sem sást í leiknum. Má merkilegt teljast ef landsliðið má vera án hr iða Þórðar og leikni og dugnaðar og krafts Ingvars. Helgi var öruggur í markinu, léttur og rólegur og virðist nú kominn í „form“.. Rikharður er mikiil styrk- ur fyrir liðið, sérstaklega ..mór- alskt“ og hvatti hann félaga sína óspart til dáða. Ef til vill má segja, að hann gen of mikið af því að kalla á knöttinn til sui, þar sem spilið dregst með því of mikið inn á miðjuna. Auðséð er, að bezt er fyrir liðið að Þórður sé á kant- inum og Ingvar ætti að leika fram- liggjandi innherja, en Ríkharður afturliggjandi miðherja og byggja upp, því að hann færist of mikið í fang með því að leika stíft bæði í sókn og vörn. Þá sýndi Tómas athyglisverðan leik. KR-ingar voru óákveðnir í byrj- un leiksins og það kostaði þá sig- urinn. Þeir pressuðu of stift í seinni hálfleik og því fór sem fór. Garðar var bezti maður liðsins og vann mikið Þá sýndi Hreiðar góð- an leik að vanda, en hafði ekki í fullu tré við Þórð. Ellert virðist r,ú vera búinn að ná fullu úthaldi og er mjög duglegur, og einn af fáum í liðinu. sem ber það við að skjóta af löngu færi. Fyrir slíka slíka menn er einmitt þörf í úrvals liði. Sigurþór „hvarf“ í fyrri hálf- leik, en átti góðan leik í þeim seinni, enda hafði hann frjálsar hendur. Er hann efnilegur leik- maður, en ekki nógu reyndur enn. Heimir virðist taugaóstyrkur, en | varði þó oft vel — mörkin voru ; óverjandi og hann ekki sakaður um þau. Höiðuri gerði mikla skissu ; í seinni hálfleik með því að sækja \ svo langt fram, en við það þrengd- í ist of á þingi í sókn KR í seinni hálfleik. Bjarni sýndi góðan leik í ; fyrri hálfleik, en varð hálfpartinn utanveltu í þeim seinni. Dómari var Valur Benediktsson. — B.G. íslandsmótið í úti handknatt- leik karla heldur áfram í kvöld á íþróttasvæði Ármanns. Þá fara fram tveir leikir Lmeistaraflokki milli Víkings og Ármanns, og ÍR og KR. Einnig verða tveir leikir í 3. flokki. Fyrst keppa Ármann og FH, síðan Valur og KR. Markhæstir í 1. deild Markhæstu leikmennirnir á fslandsmótinu i 1. deild eru nú þessir: Steingr. Bjönnss., Akure. 8 Gunnar Félixson, KR 6 ÞórSur Jónss., Akran. 6 Grétar Sigurðss., Fram 5 Ingv. Elísson, Akranesi 5 Ellert Schram, KR 4 Skúli Ágústsson, Akureyri 4 Guðm. Óskarsson, Fram 3 Matth. Hjart.arson, Val 3 T í M I N N, briðjudagurinn 24. júlí 1962. - 13 .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.