Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 9
Jóhannes stundaði nám við Gagn1 fræðaskólann á Akureyri og lauk síðan teiknikennaraprófi frá Hand-1 íðaskólanum. Starfaði hann eftir! það um skeið sem teiknikennari í ; Reykjavík. Síðan vann hann nokk-1 ur ár á skrifstofu Sambands ís-1 lenzkra samvinnufélaga, unz hann var ráðinn skrifstofustjóri full- trúarráðs Ffamsóknarfélaganna í Reykjavík. Því starfi sagði hann lausu 1960, er hann gerðist auglýs-' ingastjóri Vikunnar, og gegndi hann því starfi til dauðadags. Jóhannes Jörundsson var bráð- greindur maður og atorkusamur starfsmaður að hverju sem hann gekk. Á unglingsárum sínum stundaði Jöhannes sjó á vélbátum. Minntist hann þeirra starfa jafnan með mik- illi ánægju, og leyndi það sér ekki, að hugur hans stóð mjög til sjó- sóknar og útgerðar. Átti hann raunar ekki langt að sækja þann ^ áhuga, þar sem hann átti ættir' að rekja til landsfrægra sjósókn- ara og útgerðarmanna við Eyja- fjörð. Skrifstofustörf voru of þröngur stakkur fyrir þá miklu athafna- þrá, er Jóhannes bjó yfir. Störf, er enn meira reyndu á persónulegt framtak, áttu betur við hann. Hann vildi hafa viðfangsefni, sem hann þurfti að takast á við. Jóhannes Jörundsson var einn af forustumönnum í hópi ungra Framsóknarmanna. Hann var kjör- inn í stjórn Sambands ungra Fram- sóknarmanna árið 1956 og átti þar sæti síðan. Sem stjórnarmaður í þessum samtökum og sem starfs- maður Framsóknarfélaganna hér f Reykjavík vann Jóhannes þýðing- armikið starf fyrir Framsóknar- flokkinn, sem seint mun verða fullþakkað. Jóhannes var listfengur og unni fögrum listum, einkum þó málara- list og tónlist. Sjálfur var hann á- gætur teiknari, en hafði of lít- inn tíma aflögu frá daglegum störf um til þess að sinna þeim hugðar- efnum sínum sem skyldi. Enn er þó ótalinn mestur og beztur mannkostur Jóhannesar Jörundssonar, en það var góðvilji hans og rík löngun til að veita öðr- um liðsinni. Eg hef fáum mönn- um kynnzt, sem höfðu jafn mikla ánægju af því að greiða götu ann- arra og Jóhannes, enda veit ég með vissu, að þeir eru margir vanda- lausir sem kveðja hann með sárum söknuði. söknuði, þótt söknuðurinn sé sár- astur hjá þeim nánustu. Jóhannes var kjarkmaður, og lét ógjarnan undan síga fyrir erfið leikum, sem á vegi hans urðu. Það j er til marks um kjark hans og; manndóm, að þótt honum væri fullljóst ^lt frá unglingsárum, að læknar spaðu honum ekki langlífi, einsetti hann sér að bera þá byrði einn og hlífa ástvinum sínum við því að fylgjast með heilsufari sínu. eins og það raunverulega var Hanu fylgdist hins vegar sjálf- ur með framþróun læknavísind-. anna á sviði hjartasjúkdóma og i var ákveðinn til hinztu stundar að ganga undir skurðaðgerð erlend ! is, þegar þess yrði kostur. Fór hann til Danmerkur fyrir nokkr- um árum til rannsóknar. Jóhannes var góður heimilis-1 faðir, og var einnig ánægjulegt að j heyra, hve mikla umhyggju hann bar fyrir móður sinni og systkin- j um, en þar á milli var innilegt j s-amband, eins og bezt má verða. ! Jóhannes lagðist í sjúkrahús 1. maí sl. og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Kjarkur hans bilaði aldrei í hinni erfiðu sjúkdómslegu. Við fráfaii Jóhannesar Jörunds- sonar er einum færra af ungum mannkostamönnum meðal okkar. Sjálfur trúði Jóhannes því, að fram hald væri á lífi manna, þótt þeir hyrfu héðan. og hafði reynsla hans fært honum sannanir í þeim efn- um, sem hann treysti. Jóhannes kvæntist árið 1952 Þór- eyju Skúladóttur, ágætri konu, og eiga þau fjögur börn. Heimili þeirra er með myndarbrag, og þar var gott að koma. Við hjónin þökkum Jóhannesi Jörundssyni góðvild hans og vin- áttu, sem aldrei bar skugga á. Konu hans og öðrum ástvinum vottum við dýpstu samúð. Kristján Thorlacius Þótt dauðinn sé það atrið'i hins eilífa hringleiks tilverunnar, sem flestum er hversdagslegra og meiri nauðsyn á, er hann þó sá gesta er sízt er velkominn og aldrei verð ur vanizt; ævinlega eru veigar hans jafn beiskar og svipuhöggin sár. Aldrei þó sárari en „þegar öflgir ungir falla“, þá er „sem sígi í ægi sól á dagmálum.“ Jóhannes Jörundsson hlaut að yfirgefa þennan heim í blóma lífs- ins; hann var á þeim aldri er eldur æskunnar enn brennur glatt á arni sálar, en hugur og hönd hafa jafnframt mótazt af marghátt- aðri reynslu hins fullorðna manns. Aldrei er maðurinn líklegri til af- reka en á því æviskeiði. Okkur, sem áttum því láni að fagna að njóta félagsskapar og samstarfs Jóhannesar heitins, mun hann seint úr minni líða. Hann var glæsimenni í sjón og raun, list- fengur með ágætum og atorku- maður til allra starfa. Hverjum manni var hann betur máli farinn; munum við félagar hans í samtök- um ungra Framsóknarmanna lengi minnar f rábærrar frammistöðu hans á fundum og mannamótum. Þar naut hann sfn vel, skýr í orði og rökfastur og hreif áheyrendur með þeirri heilbrigðu baráttugleði, er einkennir hvern djarfan mann. Hörð átök fyrir opnum tjöldum an, sem eitruðum vopnum vegur voru honum vel að skapi; atferli þeirra, er halda þann dreng bezt- úr skúmaskotum, fyrirleit hann að verðleikum. Ungur skipaði Jóhannes sér und- ir merki Framsóknarflokksins og starfaði síðan í þágu hans af frá- bærum dugnaði og ósérhlífni. Var hann um skeið erindreki flokksins og gegndi einnig margvíslegum störfum öðrum á vegum hans. Mun varla ofmælt, að með honum hafi flokkurinn misst eitt sinna glæsi- legustu foringjaefna. Hér skulu þó ekki raktar harma- tölur, enda mundi slíkt sízt að skapi Jóhannesar sjálfs; að hætti sannra karlmenna veitti hann glað- ur og reifur viðtöku gjöfum skapa norna, hvort heldur þær voru góð- ar eða illar. Með þeim hug mun hann og hafa lagt upp í sína hinztu ferð. Jóhannes! Jafnframt því, að ég af heilum hug tek þátt í harmi fjöl- skyldu þinnar og frænda, sé ég þeim huggun búna í þeirii full- vissu, að maður sem þú verðir j aldrei algert herfang dauðans.' Áfram muntu lifa í hugum okkar allra, sem þekktum þig, eiga hlut- deild í sál okkar, verund okkar. Að fullu verðurðu aldrei frá okkur tekinn. Far heill, vinur, til fegurri ver- aldar. Dagur Þorleifsson Voru því kynni okkar allnáin þann tíma, er hann starfaði hjá fulltrúaráðinu. f því starfi nutu sín vel frábærir skipulagshæfileik ar Jóhannesar og framúrskarandi dugnaður hans. Hann var ákafa- maður mikill og gerði miklar kröfur til okkar samherja sinna, en þá ekki síður til sjálfs sín. Hann vildi vinna verkið strax en ekki fresta því til morguns, enda hefur hann eflaust lengi grunað, að honum væri ekki ætlaður lang- ur vinnudagur { þessu lífi. Eins og þeir vita bezt, sem reynt hafa, kynnast menn náið í stjórnmálabaráttu og þvi tel ég mig hafa þekkt Jóhannes heitinn vel, enda þótt kynnj okkar yrðu ekki svo ýkja löng. Fyrir störf hans á þessum vettvangi vil ég hér með leyfa mér að þakka, jafn framt því sem ég flyt honum að leiðarlokum hugheilar þakkir mín ar fyrir samstarf okkar og sam- skipti. Jóhannes var maður ákveðinn í lund, geðríkur nokkuð og fylgdi fast eftir þeim málkstað, er hann taldi réttan. Því hlaut hann á stundum að lenda á öndverðum meið við ýmsa þá, er hann átti skiptj við á stjórnmálasviðinu, og er engin ástæða til að leyna því, En hinu má þó heldur ekki gleyma, að öll hans barátta var hreinskiptin og heiðarleg. Enginn þurftj nokkru sinni að vera í vafa um það, hver afstaða hans var til manna og málefna. Jóhannes var baráttumaður og kjarkmaður með afbrigðum, það sýndi hann oft en þó aldrei svo; glöggt sem í sínu síðasta stríði,' því að veikindi sín bar hann af yfirburðakarlmennsku. sem aldrei i brást. Mikill sjónarsviptir er a^ frá- falli slíkra manna og sárt að horfa á þá kallaða héðan á svo ungum j aldri. Um slíkt þýðir að sjálf-1 sögðu ekki að tala, enda skal það I ekki gert. Fullvíst er líka, að harmatölur voru hjnum látna sízt, að .skajpí/Ejfj&hjákvæmilega veld-j ur dauði hans mikilli sorg hjá kunningjum hans og vinum. Mest t ur harmur er þó kveðinn að hinni ungu eiginkonu hans og litíu börn unum. Sendj ég þeim hér með | mínar innilegustu samúðarkveðj-; ur og einnig móður hans og systk- inum, tengdamóður og öðrum' frændum og venzlafólki. Fátækleg j (Framhald á 15 síðu) SEXTUGUR: Hannes Jónasson verkstjórl, Akranesl Hannes í Norðtungu, eins og hann er venjulega nefndur á Akranesí — verkstjóri í Röra- steypu Akraneskaupstaðar — er sextugur í dag. Hann er fæddur 24. júlí 1902 í Fagradal á Hólsfjöllum. Faðir hans Jónas Fr. Kristjánsson var ættaður af Fjöllunum, en móðir hans Sigríður Jóhannesdóttir frá Akureyri. Hún var seinni kona Jónasar. Þegar Hannes er 8 ára flytur fjölskyldan til Vopnafjarð- ar og þremur árum síðar deyr móðir hans. Voru bræðurnir 5, allir ungir að árum. Af fyrra hjónabandi Jónasar eru tvær syst ur á lífi. Við þetta áfall hætti fað ir Hannesar búskap og fjölskyld- an dreifðist. Eftir það ólst Hann- es upp á ýmsum stöðum við mis- jöfn kjör. Var hann síðan um hríð vinnumaður í Vopnafirði og víðar nyrðra. Sumarið 1928 ræðst hann sem plægingarmaður til Búnaðarsambands Borgarfjarðar og er þar viðloðandi til 1932 að hann flytur á Akranes, þar -sem hann hefur átt heima síðan. Hannes hóf vinnu hjá Akranes- kaupstað við röragerð 1946 og hef ur hann síðan starfað við hana og verið verkstjóri síðustu 8 ár- in. Vaxandi kaupstaður þarf að halda á miklu magnj af rörum og gangstéttarhellum. Jaf'nframt hefur mikið af framleiðsluvörum röragerðarinnar verið selt víðs vegar um Vesturland. Það var mikið happ fyrir Akraneskaupstað að Hannes skyldi taka að sér röra steypu bæjarins. Undir hans stjórn hefur hagur hennar reynzt góður. Árlega nokkur tekjuaf- gangur og miklar endurbætur ver ið gerðar á húsakynnum og tækj- um, svo að betri árangri yrði náð. Hefur Hannes hugsað um þetta bæjarfyrirtæki, eins og hann ætti það sjálfux, af einstakrj ár- vekni og samvizkusemi, enda ár- angurinn í samræmi við það. Sjálfur er hann víkingur til allr- ar vinnu og varð því snemma eft irsóttuj- verkmaður. Hann er kröfuharður við aðra en gerir þó jafnan mestar kröfur til sín, svo sem siður er góðra drengja. Hannes kvæntist 1932 Ástríði Torfadóttur frá Deildartungu, mik illj ágætis konu. Eiga þau 3 mann vænlega syni: Sigurður, vélvirki, búsettur á Akranesi, kvæntur Svölu ívarsdóttur frá Stykkis- hólmi, Birgir og Jón enn í for- eldrahúsum, enda á æskuskeiði. Þau hjónin eru jafnan j nánum tengslum vifi Borgfirðinga, sem dvelja þar tíðum,-er leið liggur um Akranes. Gestrisni þeirra hjóna er viðbrugðið. Hún er ein- læg og sönn og hafa óvenjulega margir notið hennar Eg veit, að sá fjölmennj hópur tekur í dag undir innilegar hamingjuóskir til Hannesar við þessi tímamót í lífi hans og sendir fjölskyldunni kveðjur sínar. Jafnframt eru þakkaðar margar glaðar stundir, góðvild og tryggð, sem aldrei bregzt. Dan. Ágústínusson. Sextugur: Sigurður Thoroddsen verkfræðingur Sigurður S. Thoroddsen, verk- fræðingur, er fæddur 24. júlí 1902 á Bessastöðum á Álftanesi, sonur hjónanna Skúla Thoroddsen, rit- stjóra og alþingismanns, og Theo- dóru Thoroddsen, skáldkonu. Sig- urður er með öðrum orðum sex- tugur í dag. Sigurður lauk prófi frá Verkfræðiháskólanum í Kaup- Imannahöfn árið 1927. Hann réðst verkfræðingur hjá vita- og hafnar- málastjórninni og vann að hafn- argerðum víðs vegar um landið á árunum 1928—1931. Það ár hætti hann störfum hjá vitamálastjórn- inni og gerðist fyrstur íslenzkra verkfræðinga sjálfstæður verkfræð ingur með eigin verkfræðiskrif- stofu. Fram að þeim tíma unnu verkfræðingar allir í annarra þjón- ustu og flestir sem starfsménn ríkis og bæjar. Síðar gerðist Sigurður hreinn okkar þann tíma, er við unnum, verkfræðilegur ráðunautur í sam- saman hjá SÍS, hin ánægjuleg ræmi við bær reglur og kröfur, | ustu fyrir mig á allan hátt. sem um þá eru gerðar á alþjóð- Leiðir okkar lágu þó enn frek ; legum vettvangi. En þeir mega ar saman eftir að hann gerðist ekki vera verktakar né hafa verzl- framkvæmdastjóri Fulltrúaráðs unarumboð og stunda annað, sem Framsóknarfélaganna í Reykjavík. getur gert þá hagsmunalega árið 1958, en ég var þá formaður bundna öðrum og hamlað því, að Framsóknarfélags Reykjavíkur. I þeir séu algerlega óháðir í fram- í Eg kynntist Jóhannesi Jörunds- syni fyrst f ársbyrjun 1957, er ég byrjaði að starfa hjá Sambandi íslenzkra samvinnuféiaga, en hann var þá starfsmaður þar. Tók ég strax eftir þessum unga manni, enda gat ekki hjá því farið, að Jóhannes heitinn vekti eftirtekt manna, hvar sem hann fór. Hann var stór maður og karl- mannlegur, ljóshærður og bjart- ur yfirlitum og bauð af sér sér- lega góðan þokka. Voru kynni kvæmd ráðunautsstarfsemi sinn- ar. Sigurður er einnig fyrstur hér á landi til að ge ast þannig hreinn verkfræðilegur ráðunautur. Verkfræðistofa Sigurðar hefur starfað með miklum blóma A henni hefur, auk Sigurðar, jafnan verið starfandi nokkur hópur fast- ráðinna verkfræðinga. Hún hefur til þessa verið hin stærsta og þekkt ,asta hér af sínu tagi, þótt nú hafi | a síðustu árum mjög fjölgað sjálf- stæðum verkfræðilegum ráðunaut- um. Það væri langt mái að telja upp i öll þau verk, sem Sigurður og verkfræðistofa hans hafa tekið að sér, uppdrætti, áætlanir og verk- fræðilega umsjón með hinni marg- víslegustu mannvirkjagerð. Þar er um að ræða skipakvíar og hafnir, hafskipabryggjur, hafnargarðar, dráttarbrautir; holræsakerfi, vatns veitur, hitaveitur; vatnsgeyma, olíu geyma; brýr og önnur byggingar- mannvirki stór og smá af ýmsu tagi; fjöldann allan af vatnsafls- vírkjunum og byggingarmannvirkj um annarra raforkuvera víða um land; uppdrætti af hitalögnum svo skiptir möégum hundruðúm og burðarþolsuppdrætti og útreikm- inga sennilega í þúsundatali. Þau eru því orðin æði mörg mannvirk- in í þessu íandi. sem Sigurður Thoroddsen hefur átt hlut að. | Starfsemi Sigurðar á öðrum svið : um en í verkfræðinni hefur þó emnig verið mikii og margvísleg. Framan af stundaði hann kennslu- Framhald á 15. síðu. T í M I N N, þriðjudagurinn 24. júlí 1962. — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.