Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 8
 /■ / íxwfo 'Æm ÆBKUNNAR ÆBKUHHAR ÍÉi iiii— Jóhannes Jörundssen, fyrrum erindreki, Fæddur 29. 4. 1931. Sú harmafregn, að Jóhannes Jör- undsson væri látinn, kom mjög sárt við vini hans og velunnendur. Hann var að sjá í fullu fjöri og þrótti: lífsins átti aðeins þrjá tugi ára i að baki, fæddur í Hrísey 29. april | 1931, samt sem áður hafði hann \ komið furðu miklu í verk og lokið' stóru dagsverki, var nú í skyndi kallaður brott. Eg kynntist Jóhannesi heitnum fyrir 10 árum, þá var hann að þroska og efla hina uppvaxandi æsku höfuðstaðarins, með því móti að miðla þeim af þekkingu sinni og list. Listamaður var Jóhannes og hygg ég hann hafi löngum haft hug á meiri þátttöku í listsköpun er fram liðu stundir, en önn líð- andi dags krafðist starfs hans á öðrum sviöum. Jóhannes Jörunds- son var glæsimenni, hafði góða framkomu og kunni vel að koma fyrir sig orði og mynda hugsun sina skýrt og hreint frammi fyrir hlustendum sínum. Hann fékk því fljótt hóp aðdáenda og var kjörinn til forustu og framkvæmda, enda jafnan þar að verki, er mest þurfti við og ekki alltaf sem greiðust brautin framundan. Skapmaður var Jóhannes og átti stutt að.sækja marga góða eiginleika í ætt frá Hrísey. Harður var hann í horn að taka, væri réttu máli hallað. enda óx flest það er hann lagði sig fram um að ljúka við og varð sæmd hans jafnan'meiri og hlut- ur hans betri við þau verk er hann vann, hann vár maður er óx með verkum sínum. Mikinn og ágætan þátt tók hann í málefnum ungra Framsóknarmanna hér í Reykjavík og víðar um land. Bæði átti hann sæti í stjórn FU.F. í Reykjavík og landssamtaka ungra Framsókn armanna um mörg ár og var í stjórn sambands ungra Framsókn- armanna nú er hann féll frá. Hann var erindreki Framsóknarflókksins um sinn og hafa ekki margir verið svo ungir kvaddir til slíkra starfa. Engum einum manni frekar á félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík að þakka vöxt sinn og velgengni en Jóhannesi Jörunds- syni. Við minnumst hans bezt, félagar í F.U.F. með öflugu starfi, líkt og honum var kært að vinna. Eg þakka Jóhannesi fyrir öll vel unnin störf í þágu F.U.F. fyrr og síðar. Hann var kvæntur Þór- eyju Skúladóttur og hafði þeim orðið fjögurra barna auðið. Eiginkonu, bömum, móður og systkinum, sem svo mjög eiga nú sárt að binda, sendi ég samúðar- kveðjur fyrir hönd allra ungra Framsóknarmanna í Reykjavík. Matthías Andrésson H A U S T Þú haustsins hljóð'i blær ert hulinn mér. f dimmu húmj hlær f huga mér, það lífsins litaflóð, sem limið ber. Þa'ð sefur sólarglóð í sálu þér. Þú auða grenigrein hvar geym'ir þú þitt Ijóð, þitt skart? Und stein, í von og trú á vorsins ljós og lit og langan dag, um sífellt sóíanglit o.T sunr.arbrag. Þvf hvar sem húmið hlær þinn hugur fer. Þú haustsins hljóð'i blær ert hul'inn mér. Jóhannes Jörundsson. Það var ókyrrð í þingsalnum, deilur loguðu undir, loftið var lævi blandið. Þá gekk til ræðu- stóls hár maður vexti og gjörvu- legur. Innan stundar^ fór þrumu- raust hans um húsið, í fáum, hnit- miðuðum setningum gerði hann grein fyrir afstöðu sinni til máls ins, dró upp skýra mynd af því, sem um var að ræða og skildi eft- ir í hugum þeirra, sem á hlýddu. Það kom kyrrð f salin'n, deilurn- ar hjöðnuðu og andrúmsloftið hreinsaðist. Dómur var fallinn; Jóhannes Jörundsson hafði talað. Jóhannesi Jörundssyni voru gefnir fleiri hæfileikar en ég hef fundið hjá nokkrum öðrum manni. Listamaður var hann af guðs náð, ræðusnilldin var aðeins eitt af mörgu. Forystuhæfileikarn- ir voru ótvíræðir; hið skapand; listræna eðli hans samfara ólg- andi orku til stórátaka gerðu hann að glæsilegum foringja. Þá var það og hans höfuðkostur, hversu glöggskyggn hann var og fljótur afs finna kjarna hvers máls. Það var aldrei neitt hik á honum, þótt þyrftj að taka stórar ákvarðanir á stuttum tíma. Og óhræddur var hann að leggja tii orrustu fyrir þann málstað, sem hann taldi réttan vera. Sýnilegt ofurefli skelfdist hann ekki. Félagsmálaforinginn, ræðusnill- ingurinn, málarinn og skáldið Jó- hannes Jörundsson er fallinn í valinn. Enginn mun hafa vitað það. betur en Jóhannes sjálfur, hversn tvísýn sú barátta var, er hann síðast háði, en enginn mun hafa verið bjartsýnni á farsælan bata. Og óskelfdur mætti hann því of- urefli, sem enginn fær unnið. Aldrei gleymi ég þeirri stundu, er ég sá Jóhannes í fyrsta sinn. Það var norður á Siglufirði. Hann stóð í stafni báts, sem renndi að bryggju og henti til mín landfest- um. Mér fannst ég sjá þarna skyndilega fulltrúa hinna fornu víkinga, og undraðist ekki, er hann síðar sagði mér ættir sínar. Hákarla-Jörundur úr Hrísey var langafi hans, Jóhannes Jörunds- son skipalóðs var afi hans og faðir hans var Jörundur Jóhannes son var formaður og vélstjóri í Hrísey. Móðir Jóhannesar, María Pálsdóttir, er ættuð úr Suður-Þing eyjarsýslu, fædd í Borgargerði í Höfðahverfi, komin af dugmiklu sæmdarfólki. Frá fyrstu stundu bundumst við vináttuböndum. Þau bönd hafa aldrei slitnað, heldur styrkzt. Og þótt einstaka sinnum hafi skoð- anamunur skipt okkur millj hópa, þá hefur taugin aldrei rofnað; sönn vinátta endist lengur en deilur um dægurmál. Nú er mér sá vandi á hönd- um að kveðja þig, vinur og bróðir. í fyrsta lagi fyrir hönd allra ungra Framsóknar manna oa þakka. þér ómœld- an skerf þinn . tíl samtaka þeirra. í ö&ru lagi sem nán- asti vinur og samherji i þau átta ár, sem við höfum báð- Dáínn 14. 7. 1962. ’ aZZar árstiðirnar og talaðir þar í líkingamáli um eigið lif. Þeir, sem einhvern tíma lesa þau stuttu en snjöllu kvœði j öll, munu skilja, að höfundur inn átti ekki von á langllfi í hinum jarðneska likama, en horfði þó bjartsýnn og stör- huga til hins ókunna: SUMAR Þú svala sumarnótt óg sef hjá þér, þá aiit er oiftið hljótt, ti'I ynd'is mér. Far heill til framandi yndis stranda. Örlygur Hálfdanarson. ir starfað a.ð (élagsmálum inn an Framsóknarflokksins. Minningarnar og þakklœtið fyrir samverustundirnar streyma fram, en tungan er treg að hrœr&st. Má ég ekki, Jóhannes, nota þín eigin orð■? Þú hittir œtíð í mark. Mig langar til að birta litla kvæð ið, sem þú nefndir Vor. Þar sem þú í fáum orðum segir alla þína lífs sögu. Þú b&nn- aðir mér œtíð að segja ióilki frá hinum alvarlega hjarta- sjúkdómi, sem þú varst lost- inn strax í œsku. Og fœstir vissu, að þú eyddir mörgum œskuárum í sjúkrahúsum norðan lands cg sunnan. Þannig leið þitt œskuvor. En fœrri vissu, að erlendir lœkn- ar kváöu upp yfir þér dauða- dóminn fyrir 10 árum og að þú gekkst hvern dag til verks vitandi það, að fullnœg ing dómsins gat komiö á hverri stundu. En hvi skyldi ég þegja lengur? V O R Eg Sit á sjávarströnd og syrgi þig þú vorsins villiönd, sem waktir mig af blundi barndóms míns og bernsku fárs, með hörpu hjarta þíns / og harma sárs. Eg vaki er vorið dvín, ó, villiönd, hve sárt ég sakna þín á sjávarströnd. Jóhannes, við, sem erum enn á þessari jarðneskn sjáv- arströnd, söknum þín. Þitt skarð verður aldrei fyllt aitur. Mestur söknuður og harmur er kveðinn konu þinni og börnunum fjórum. Megi guð gefa þeim og móður þinni og systkinum þótt ekki vœri nema örlitið brot af æðru- leysi þínu og kjarki og bjart- sým og létta þeim hina erf- iðu göngu, sem nú er fram- undan án þinnar samfylgdar Móður þinni er það minnis- stœðast að þú varst blíðiynt barn, að frá þér stafaði œtíð sérstakur Ijómi og að þú gazt hujggað öðrum betur á örlaga cg raunastundum. Eg veit, að þú munt vaka yfir öllu, sem þér var kœrast og minningin um þig verður þeim mest huggun. Þú varst undir það búinn að sigla frú þessan strönd ttt hinnar, sem enginn þekkir. Þér var tamt að nota hafið sem likingu i kvœðum þinum. í kvœðinu Sigiing segir þú m. a.: Við nyrzta haf ég siigli súðarbyr, og saltur úði hafsins er sem fyrr, éjgin geisiabaugur um mitt forna -fiar ’ í fölu ljósi sólar yfir mar. Svefninn langi hefur lokað augu.m þínum. SiaHnain er hafin inn í sumarnóttina til tyrirheitnn landsíns handan ha.fsins Enn vil ég no+a hin piain orð um leið og ég kveð Ma hinzta sinni Þú ortir um í dag kveðjum við Jóhannes Jör- undsson í hinzta sinn. Þegar ég nú rita nokkur minningarorð um þennan gamla vin og samherja, þá renna ósjálfrátt upp í huga minn fjölmargar'^myndir úr samstarfi okkar á undanförnum árum. Þess- ar myndir birtast mér bjartar og hreinar. Samstarf manna getur verið á marga vegu. Það er ekki ætíð að menn eigi samleið, þótt þeir stefni að sama marki, en ég átti því láni að fagna að eiga sam- leið með Jóhannesi, og mér er það fyllilega Ijóst. að það skarð sem rofið er í raðir ungra Fram- sóknarmanna verður vandfyllt. Það var sama að hvaða verki Jóhannes gekk, alltaf var hann mestur verkmaður. Sérstaklega minnist ég þess er hann stjórnaði skrifstofum Framsóknarmanna í Reykjavík. Þar vann hann frábært starf í ómældum vinnustundum. Eg á einnig góðar minningár um samstarf okkar Jóhannesar í sam- bandi ungra Framsóknarmanna og gleymi aldrei hinum mikla krafti sem ávallt fylgdi starfi hans, brenn andi áhuga hans fyrir framgangi samtakanna og trúarinnar á að barátta okkar myndi bera góðan árangur. Eg minnist þeirra stunda þegar við ræddum framtíðina, i hversu hugumstór hann var og setti markið alltaf hærra og lengra en hinir Jóhannes, ég þakka þétr allt þitt mikla starf í þágu samtaka ungra Framsóknarmanna. Sérstak- í lega þakka ég þér þá miklu orku | sem þú gafst okkur samstarfs- ! mönnunum. Eftirlifandi konu þinni og börn- j um, móður og systkinum sendi ég I mínar innilegus-tu samúðarkveðjur. Markús Stefánsson Jphannes Jörundsson, auglýs- ingastjóri andaðist í Landspítalan- um 14. þ.m., og fer útför hans fram í dag. Jóhannes var fæddur í Hrísey 29. apríl 1931, og var hann því að- eins rúmlega 31 árs. er hann lézt. Hann ólst upp í Hrísey hjá for- eldrum sínum, Jörundi Jóhannes- syni, útgerðarmanni, og Maríu Aldísi Pálsdóttur Faðir hans er lát inn fyrir nokkrum árum. Á barnsaldri veiktist Jóhannes hastarlega af hjartasjúkdómi, er hann háði harða baráttu við um nokkurra ára skeið. og var honum þá vart hugað líf En brátt hresst- ist hann svo. að hann hóf störf og leiki á ný, eins og aðrir jafn- aldrar hans. T I M I N N, þriðjudagurini! 24. júlí 19G2. — 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.