Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.07.1962, Blaðsíða 15
2. síðan nákvæmlega þau sjónarhorn, semj leikstjórinn vill að áhorfendur sjái leikendurna úr? Nota um- hverfið sem mótleikara? Nei,1 Griffith var hér inni á nýjum brautum. Nú á dögum fást svo margir á- hugamenn við kvikmyndatöku, að það ætti að vera ónauðsynlegt að benda á þýðingu þess, að klippa myndir og setja saman af mörgum löngum atriðum. En árið 1915 var sú aðferð enn þá algeng að segja eins mikið og hægt var í löngum atriðum til að jhalda sviðsblænum. Þar sitja menn jú og móttaka atburðarás- ina í löngum þáttum. Griffith skar niður, brytjaði þráðinn nið- ur í smábúta og setti þá sáman í vissa hrynjandi, sem mótaðist af efninu. Þá kom „Fæðing þjóðar“ fram. Á þessum tímum voru langar kvikmyndir (yfir klukkustund) sjaldgæfar, og þriggja tíma mynd hryllingur. En enn einu sinni voru það áhorfendurnir sem úr- skurðuðu, hver væri snillingur og hver ekki. Mynd Griffiths hafði gífurlegan framgang. Hún kost- aði 100.000 dollara, sem þá þótti geysiupphæð, en nú myndi varla duga fyrir kynningaratriðunum framan við bandaríska stórmynd. Fyrir 1930 hafði hún hins vegar þegar gefið af sér 20 milljónir dollara. Vissulega segir fjárhagslegur framgangur eða hrun ekkert um gæði kvikmyndar. Auk þess eru í myndinni nokkur hreinlega frá- hrindandi atriði. Sagan gerist á dögum borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum. Faðir Griffiths var höfuðsmaður í liði Suðurríkj- anna, og sonurinn eifði skoðun hans á svertingjunum óbreytta. í myndinni eiu atriði, sem enn þá vcrka ógeðfelld. Ku-Klux-Klan er hafið til skýjanna, þannig að félagsskapurinn er látinn bjarga kvenhetjunni, Elise Stoneman (Lilliaþ Gish) úr höndum svert- ingjaskríls. Þetta atriði og önn- ur, sem vöktu andúð, komu af stað æsingum um gjörvöll Bnda- ríkin. En samt er „Fæðing þjóðar" átakanleg hetjusaga einmitt um fæðingu þjóðar, baráttuna, innri átökin, sigur annars aðilans og ósigur hins. Griffith lagðfi á- herzlu á að lýsa uppbyggingu Suðurríkjanna eftir ófriðinn, og það er dæmigert að í myndar- lok giftist unga Suðurríkjastúlk- an ungum manni úr Norðurríkj- unum. Hámark myndarinnar er morð- ið á Lincoln. Það er mikilfeng- legt í öllu tilliti, bæði stjórn- málalega, mannlega og mynd- rænt í einfaldri harmsögu mynd-j arinnar. Skuggarnir á veggnum.l sem kvikmyndin er samansett af, j eru hér stórfenglegt skáldverk. j Því er hægt að halda fram, að „Fæðing þjóðar" sé eina mynd-j in, sem mönnum beri að sjá, kunni þeir að meta kvikmyndir, sem listgrein og þá um leið þærj eilífu mannlýsingar, sem í þeim. birtast. Þessi mynd er frum- j myndin. i Það væri hægt að nefna fjöl- mörg nöfn manna, sem gerðust kvikmyndaleikstjórar eftir að hafa séð „Fæðing þjóðar“.-Á vor- um dögum sjá rfienn hana með svipuðu hugarfari og leikrit eft- ir Shakespeare. * (Þýtt úr Ekstrabladet eftir grein Bent Grastens). yiÐAVANGUR Framhald af 2 síðu. urra. En óliætt mun að full- yrða, að bændastéttinni eða einstökum bændum er engin hætta búin af ofrausn þjóðfé- lagsins, þótt það bætti að ein- hverju leyti hið stórkostlega tjón á ræktuðum löndum, sem hvarvetna blasir við á hinum norðlenzku kalsvæðum. Þingeyingar lýsa sig Framhald af 7 síðu kunna að fara við forráðamenn Efnahagsbandalagsins um þessi mál og skorar eindregið á þau að engar ákvarðanir verði teknar um neins konar aðild íslands að því án þjóðaratkvæða. Skorar fund- urinn á sem flest félagssamtök og landsmenn alla að hefja sem virk- asta baráttu gegn þátttöku þjóðar- innar í þessum samtökum." Samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna. N Ingi Tryggvason, fundarritari Teitur Björnsson, fundarstjóri Hann fylgdi meg kappi fram því' máli, sem hann tók að sér, og vildi ógjarnan láta hlut sinn. Hann var stórhuga hugsjónamaður, en einn! ig dugmikill athafnamaður. Jó- hannes hefði efalítið orðið mað- ur stórra átaka og afreka, ef hon-. um hefði enzt heilsa og lif. Við fráfall hans hefur því orðið mikill mannskaði, en aðstandend- um hans og vinum getur verið það nokkur raunabót, að í hugum þeirxa, sem kynntust honum, mun lengi geymast mynd þessa vaska og stórhuga efnismanns. Þ. Þ. Jóh. Jörundsson Framhald af 9. síðu org megna einskis til að bæta þeim það, sem þau' hafa misst, en það skulu þau vita, að samúð allra kunnugra eiga þau á þessum sorgardegi. Einar Ágústsson. Jörund;ssyni urðu ekki löng. Þau Náin kynni mín af Jóhannesi hófust fyrst að ,ráði vorið 1959, en Jóhannes var þá framkvæmda- stjóri fulltrúaráðs Framsóknarfé- laganna í Reykjavík. Það hvíldi því á herðum Jóhannesar að stjórna kosningaskrifstofu Fram- sóknarflokksins í Reykjavík bæði við vorkosningarnar og haustkosn ingarnar 1959. Það starf leysti Jó- hannes af hendi ,rneð góðum ár- angri og eru þessi orð ekki sízt skrifuð til ag minnast með þakk- læti ánægjulegrar samvinnu við Jóhannes frá þeim tíma. Það þurftj ekki að vinna lengi með Jóhannesi til þess að gera sér ljóst, að þar fór enginn hvers dagsmaður. Hann var mikill áhugamaður, frjór í hugsun og úrræðagóður og framtakssamur í bezta lagi, Hann átti gott með að tala fyrir máli sínu og var því sér lega laginn í því að fá menn til starfa. Hann var og allra manna fúsastur til að leysa úr vanda ann arra og hjálpaði það ekki sízt til, að hann átti jafnan liðs kost. Skaplyndi Jóhannesar fannst mér oft minna á hina fornu fs- lendinga, eins og þeim er lýst í sögum. Ha'nn var mikill vinur vina sinna, einarður og hreinlyndur. Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu mér samúð og vinar. hug við andlát og jarðarför konu minnar, PÁLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, S’tóragerSi 18. Fyrlr mína hönd og annarra vandamanna, Magnús Bergsson. Sigurður Thoroddsen Framhalrl a' 9 nðu störf með verkfræðinni og var vin- sæll kennari. Hann sat á Alþingi árin 1942—1946, átti sæti í milli- þinganefnd um raforkumál og var í raforkuráði um nokkurra ára skeið. Hann hefur verið í Lands- bankanefnd og í flugráði og setið f'ugmálaráðstefnur erlendis. Hann á sæti í náttúruverndarráði og í íáðgjafanefnd raforkumálastjórnar innar í virkjunarmálum. Sigurður hefur tekið virkan þátt í félagsmálum verkfræðingastétt- arinnar. Hann er nú formaður j Verkfræðingafélags fslands. Hann er einnig formaður í Félagi verk- jfræðilegra ráðunauta. Áður hefur hann haft formennsku á hendi í Byggingarverkfræðingadeild V.F.Í. Hann hefur skrifað mikið í tímarit V.F.Í. og gegnt mörgum og marg- víslegum s-törfum í félaginu. Hann hefur átt sæti í undirbúningsnefnd um þeirra tveggja ráðstefna ís- lenzkra,- sem haldnar hafa verið 1960 og 1961. Á síðari ráðstefn- um, sem fjallaði um orkulindir landsins og hagriýtingu þeirra í stóriðju, flutti hann yfirlitserindið um vatnsafl íslands. Kunnugt er, að Sigurð'ur er æði mikilhæfur listmálari og listteikn- ari. Hann hefur þó ekki, að því er mér er kunnugt, sýnt myndir sin- ar opinberlega nema í eitt skipti, _en hann hélt. sýningu á skopteikn- irigum, én Sigurður hefur frá- bæra hæfileika sem skopteiknari. Hinir listrænu hæfileikar Sgurð- ar koma einnig fram á ýmsum öðr- um sviðum, og hefur hann raunar sér til gamans reynt sig við vel flestar greinar listiðkunar og alls staðar tekizt betur en vel, og ekki eru þær fáar ánægjustundirnar, sem hann hefur veitt stórum kunn- ingjahópum með hljóðfæraslætti og söng, enda Sigurður þekktur fyr ir að vera jafnan hrókur alls fagn aðar. Skrúðgarðaarkitekt er Sigurður góður þegar honum sýnist svo að fást við það. Bera heimagarðar við hús þau sem hann hefur búið í ! þess vitni. í sumarbústaðarlandi j sínu hefur hann auk þess mikla j trjárækt. En þess er heldur ekki ' langt að' minnast, að hann hlaut fyrstu verðlaun i samkeppni um framtíðartilhögun Klambratúns sem skrúðgarðs. Af öllum hinum miklu og mark- verðu verkfræðistörfum Sigurðar Thoroddsen held ég raunar, að rannsóknir hans og athuganir á virkjunarskilyrðum vatnsafls ís- lands sé og muni verða talið hið allra athyglisverðasta. Hann hefur, eins og áður er sagt, gert áætlanir um mjög margar vatnsaflsvirkjan- ir víða um landið. En allsnemma Þökkum hjartanlega auSsýnda samúð vlS andlát og útför eigln- manns míns, föður okkar og tengdaföður EINARS EINARSSONAR Krosshúsum, Grindavík. Ellen Einarson, Edda M. Einarsdóttir, Þórður Waldorff, Ása L. Einarsdóttir, Benóný Benediktsson Emma H. Einarsdóttlr, Ólafur iÁ. Jónsson. hóf hann jafnframt allsherjarathug un á því, hver væri hin álitlegasta heiidartilhögun á virkjun fallvatna landsins til fullrar beizlunar á gjör- völlu' vatnsafli íslands. Gerði laus- legar áætlanir um fullvirkjun í öll- um stórám landsins, dró upp mynd af heildarvirkjun vatnsaflsins og gerði þær kostnaðaráætlanir eða ágizkanir, sem unnt var að gera með því að styðjast nær eingöngu við herforingjaráðsuppdrætti af landinu. Þetta verk Sigurðar er brautryðjandaverk, sem hann vann fyrst og fremst af persónulegum áhuga fyrir þessum málum og not- aði að verulegu leyti tómstundir s-ínar til. Við þær áframhaldandi rannsóknir á vatnsaflinu og virkj- unarskilyrðum, sem nú og síðar fara fram, verður þessi fyrsta heild armynd af fullvirkjuðu vatnsafli landsins frumhugmynd, sem unn- ið er út frá. Að sjálfsögð'u verður, eftir nákvæmar rannsóknir, mörgu breytt frá frumhugmyndinni. En þegar ég ræði um starfsemi Sig- urðar á þessu sviði, kemur mér í hug starf föðurbróður hans, Þor- valds Thoroddsen, á öðru sviði, nefnilega rannsókna á jarðfræði íslands, brautryðjandastarf, sem hefur mikla og varanlega þýð'ingu, þótt aðrir komi síðar og byggi þar ofan á, auki við og endurbæti. Ætlun mín var ekki að birta neina afrekaskrá Sigurðar Thorodd sen, verkfræðings, og læt ég það nægja, sem nú er sagt, þótt mikið sé ónefnt af störfum og verkum hans, sem ástæða væri til að minnast á við slíkan áfanga sem sextugsafmæli markar, en tækifær- ið vil ég nota til að þakka honum hans merku og mikilvægu störf á sviði virkjunarrannsókna og í þágu orkumála landsins, og óska honum, konu hans og börnum af “hjarta hamingju og blessunar. Jalcob Gíslason HI jóðfæra verkstæðið Bændur! HESSIANSTRIGI fyrir heyyfirbreiðslur 72“ breið- ur fyrirliggjandi. — Verðið hagstætt. Sendum gegn póstkröfu um land allt. FriSrik Jörgensen Ægisgötu 7 Símar: 11020 og 11021 Bíll til sölu Uppgerður Dodge Weapon, 1942, % tonn til sölu. Sími 14828 frá kl. 9—12 og 1—5 virka daga. Fiskverkunarstöðvar HESSIANSTRIGI fyrir saltfisk og skreið í breidd- um 50“, 34“ og 21” fyrirliggjandi. Friðrik Jörgensen Ægisgötu 7 Símar: 11020 og 11021 Bankastræti 6 ALLS KONAR VIÐGERÐIR Á STRENGJAHLJÓÐFÆRUM IVAR PETERSEN hljóðfærasmiður Símar 20329 — heima 8 j um Brúarland T f M I N N, þriðjudagurinn 24. júlí 1962. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.