Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐSINS 5 erð í verið íyrir 40 árum. UM^VERFERÐIR bænda og bændasona hefir fátt verið skráð, en um þær væri hægtfjað skrá margs konar sagnir. Þessar ferðir, sem alt af voru farnar að vetri og oft í byljum og stórhríðum voru tíðum hreinustu þrekvirki. Oftast fóru menn þessar ferðir gangandi og voru marga daga á leiðinni enda var leiðin oft löng og erfið. — Þessar ferðir eru nú hœttar fyrir löngu, því að nú er hægtað þjóta um góða vegi á fáum klukkutímum sömu leiðina, sem áður var gengin á viku. Á þessum ferðum urðu oft slys og sum svo ægileg, að menn muna þau enn og segja frá þeim, eins og þegar fjöldi manna varð úti á Mosfellsheiði fyrir aldamót. Þórður Jónsson á Eyrarbakka, prýðilga greindur maður og veQriiíær segir í eftirfarandi grein frá fyrstu för sinni í verið, en hann fór hana fyrir 40 árum, þá|16 ára gamall, austan úr Rangárvallasýslu, út Flóa, um Eyrarbakka, yfir Ölfusá á ís, uin Þorlákshöfn, Selvog og Herdísarvík til Grindavíkur. Hann lenti í versta veðri, var úthýst og gatst upp og varð reiður við félaga sina, er þeir ráku hann á fætur, eftir að hann hafði Iagst fyrir í dúnmjúka mjöllina og var að sofna — síðasta blundinum. AÐ VAR VETURINN 1896, sem ég fór fyrst til sjó- róðra, þá ekki fullra 16 ára að aldri. — Ég var ráðinn há- seti í Grindavík — enda þótt mér væri þá sú atvinna með öllu óþekt fyrirbrigði. Árar hafði ég ekki séð, nema tvær litlar báts- árar á læknum heima, en víst sjaldan fengið að snerta á þeim. Þeir eldri og reyndari sögðu auð- vitað, að slíkar árar væru ekki annað en lítil mynd af árum, sem notaðar væru á hafskipum. En hvað um það. Ég var ráðinn faáseti í Grindavík, átti að fá faeilan hlut og róa með ár. Ég var lengi búinn að þrá þá stund, að komast „í verið“, því xnikið hafði ég heyrt af því sagt, faversu „sjóaralífið“ væri karl- mannlegt og eftirsóknarvert. Yf- irleitt leit ég upp til þeirra — einkum yngri mannanna —, sem "bað frægðarverk höfðu af hendi leyst að „róa út“, enda höfðu þeir margar sögur að segja eftir faeimkomuna úr verinu af svaðil- förum og hæystiverkum sínum í viðureigninni við Ægi. En slíkar sögur voru vísar til að valda róti, ©g auka æfintýraþrána í hinum ungu drengjasálum, sem ekki voru enn búnir að fanga þá ham- ingju, að „róa út“. Og inú loksins var þá IkiDmið að því fyrir mér, að fara „í verið.“ Burtfarardaguri'nn var upprunn- Jnn og skilnaðarstundin ’komin. Ja, hemni getur nú stundum fylgt sársauki. Ég hafði frá fæðingu verið hjá ástríkum foreldrum, og mú kiom að því, að eitthvað gerð- iíst í hinu innna;, í sálinni; sökniuð- ur vegina missis foreldxaumhyggj- unnar — og æfintýraþráin eftir því að kanna ókunna vegi. Var víst ekki langt frá því að mér vöknaði um augu við slíkan skiln- að. En slík sálsýki hefir vafa- laust jafnað sig bráðlega eftir að faafa kvatt ættingja og vini — með kossi auðvitað — og með- tekið þeirra heillaóskir og bless- anir frá föður og móður. Við vorum 6 félagarnir, allir úr Ásahreppi í Rangárvallasýslu, sem ætluðum til Grindavíkur til sjóróðra. Ferðafélagar minir voru allir eldri en ég, röskir menn um tvítugt. Það var siður, að vermenn voru reiddir eitthvað af fyrsta áfang- anum, og fór sú reisa jafnan eftir því, hvað heimxekstrarmað- urinn var leiÖitamur við ver- mennina. Þetta, að fá að þjóta áfram á rífa-hjarni yfir ár og vötn á skaflajárnuðum gæðingum af staö í verið, var eitt af skemti- atriðum sjómenskunnar í þá daga, og það ekki síður þó að jafnaði dinglaði stór ferðapoki aftan við eða í hnakknum og flengdi reiðskjótann í nárann við hvert fótmál hans. I þetta skifti vorum við félag- arnir reiddir að Loftstöðum í Flóa. Eftir það tóku við okkar tveir jafnfljótir og ferðapokarnir voru lagðir á axlimar. Ferðapoki minn, sem hafði inni að halda föt mín og nesti, var veginn hednia og reyndist 40 pund, og þótti mér ekki mikiö fyrir því að ganga með hann um baðstofugólfið heima, en mér þótti hann ekki alllítiö þyngjast, þegar ég fór að þreyta gönguna með félögum mínum með hann á mjóum herðum. EYRARBAKKI var fyrsti á- fangastaður okkar. Þar átt- um við félagar allir góða kunn_ ingja. Eftir nokkra viðdvöl þar og góða hressingu héldum við til Þorlákshafnar, yfir ölfusá á ís. Veður var hið bezta þenna dag, hæg norðankæla, en syrti í lofti er leið á daginn. Ferðin til Þor- lákshafnar gekk okkur vel, en síðast urn kvöldið var talsvert farið að snjóa. í Þorlákshöfn var okkur tekið ágætlega, en með því að þröngt var um gistingu fyrir okkur alla í bænum, kusum við okkur næt- urstað í sjóbúð Jóns á Hlíðar- enda, hins fræga og ágæta for- manns, en rúmföt og annan nauð- synlegan útbúnað fengum við úr bænurn út í íbúöina. Leið okkur þarna hið bezta, sváfum vært og hugðum gott til næsta dags. Var þá ákveðið að fara til Krísu- víkur. En þrátt fyrir allar góðai' vonir og ferðaáætlanir, var svo ástatt. um fötaferðartíma, að á var skollinn norðangaddbylur og ekki ratfært og þess vegna ekki um annað að gera en sitja kyr, þar til upp stytti. Við tókum það til bragðs, að búa sem bezt um okkur þama i búðinni og einnig að ná sam- bandi við heimilisfólkið. I stuttu máli: við vorum þarna veður- teptir allan daginn í bezta yfir- læti, fengum alt, sem okkur van- hagaði um með litlu eða engu verði. Og þá var það líka, sem ég sá í fyrsta sinn hinn landskunna merkismann, Jón Ámason Danne- brogsmann, sem um fjölda ára var mest umtalaður allra Sunn- lendinga og viðurkendur þeirra mestur höfðingi. Hann var talinn vera hvorttveggja í senn: allra manna ráðríkastur og harðastur í horn að taka, og þó mildin og manngæzkan sjálf. Hann var um fjölda ára eigandi og ráðamaður Þorlákshafnar, algerlega ein- valdur konungur, sem allir út- vegsmenn og sjómenn í Þorláks- höfn urðu að hlýða skilyrðislaust eða fara þaðan burt að öðmm kosíi. Eftir þeim sögnum, sem ég hafði af Jóni Árnasyni og á því þroskastigi, sem ég var á á þess- um tíma, var álit mitt á honutni eitthvað svipað og á guði almátt- ugrnn ,eins og honum var lýst í tólfta kafla í mínu sæla Helga- kveri, sem ég kunni um þessar miundir spjaldanna á milli eins og

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.