Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUBLAÐSINS 13 þúfu við hlið sér og bauð henni til sín með bliðu brosi. En stelpan skellihló og snéri baki við honum. „Nú finst mér margt skrítið vera á seiði hér í fjölhmum," sagði hún iog hvarf í skóginn eins og lítil álfamey. „Halló, halló, hó,“ kallaði Gjá- bakkakallinn og kastaði brauð- snúðnum níður í 'skjóðuna svo að smjörlíkið skvettist til. „Bíddu, bíddu, ég get spáð fyrir þér!“ En stelpan var gjörsamlega horfin og um því dottin niður af stólnum. „Hva — hvað, — og ég, sem sit nakin,“ sagði hún, og teygði pils- ið sitt niður, svo að það hyldi brúna og þrýstna leggina. „Puff, þetta vil ég ekki heyra,“ svaraði Gjábakkakallmn. „Þú þarft ekki að setja upp þennan feimnisvip. Ég er nú svo sem vanur að sjá svona sitt af hverju af þessu taginu.“ Hann settist niður á auðan stól hafði ekkert skilið eftir. Hún virt- ist ekki vera til 1 það. Það var þá bezt að sleppa henni, enda mundu áreiðanlega vera fleiri og betri stelpur til hér í þessu fjalli. Hann kastaði skjóðunni á bakið og gékk beint í áttina til gráa selsins. Nú varð hann að fara að sjá sér fyrir húsnæði yfir nótt- ina. Næturnar voru kaidar, svona hátt uppi á fjöllum. 17 INUM TÍMA SEINNA stóð ■*-á Gjábakkakallinn fyrir utan gráa selið í birkiskóginum. Hann strauk skegg sitt, setti upp fal- legasta og blíðasta svipinn, sem hann átti tii og gékk inn. „Go-kvöld,“ sagði hann og hneigði sig herralega. Selsstúlkan sat við arineldinn og hafði sokkaskifti. Hún vár ung og bráðfalleg, með tvær langar og þykkar brúnar fléttur niður eftir bakina. Hún kiptist svo hastarlega við, og hún var næst- og tók munnhörpuna upp úr vasa sínum. „Nú skalt þú fá að heyra „Set- ervalsinn“,“ svo stakk hann munnhörpunni inn í skeggið og blés nokkra lokkandi tóna. Takt- inn sló hann með stígvélahælnum svo að það kvað við í kofanum. Stelpan gat ekki annað en farið að hlæja. Hún flýtti sér að draga upp um sig sokkana og binda þá fasta með rauðu sokkabönd- unum. Valsinn hljómaði svo ynd- islega dillandi, að hún gat ekki varist því að hreyfa nettan fótinn eftir hljómfallinu. Hún hafði ekki dansað vals síðan á jólunum og það /var svo hræðilega langt síð- an. Þegar hann hafði leikið um stund, hætti hann og lét munn- hörpuna aftur í innri jakkavasa sinn og greip eftir óhreinum kaffibolla, sem stóð á borðinu. „Ég get spáð fyrir þér, þetta er bollinn þinn, býst ég við,“ sagði hann, og hló yfir alt sitt skeggjaða andlit. „Ja, þetta er bollinn minn.“ — Stúlkan roðnaði út undir eyru. Hún hafði alveg gleyint að þvo tupp, í eftinniðdag. Gjábakkakallinn tók bollann, veifaði honum þrisvar yfir höfði sér og góndi svo grafalvarlegur í hann. „Hm,“ sagði hann og hristi höf- uðið. „Nei, nei, nei,“ sagði hann o g augun urðu einkennilega starandi og dularfull. „í Jesú nafni, hvað er það eig- inlega sem þú sérð,“ spurði stúlkan, og dró andann ótt og títt. Hún var orðin náföl. Gjábakkakallinn strauk sér spekingslega yfir skeggið og stundi. Það var eins og hann vildi strjúka af sér eitthvað slæmt. „Nei, það er ekkert hættulegt,“ sagði hann; „en þú verður að yfirstiga marga erfiðleika, áður en þú færð hann.“ Hann velti og snéri bollanum fyrir sér og rannsakaði hann á ný. Og alt í einu lýstist upp alt skeggjaða andlitið og varð að einu sólskinsbrosi. „O, hvert í logandi; en sú framtíð, sem bíður þín,“ sagði hann og sló á lærið. „Þú verð- ur rík og hamingjusöm alla þína æfi.“ Selsstelpan var öll eintóm augu og eyru, >og neðri vörin lafði lítið eitt miður, rauð og vot. Gjábakkakallinn sleikti út urn. Hún gekk til hans, gægðist yfir öxl hans ofan í bollann. „Er þetta satt?“ spurði hún trúgjörn. „Eins satt og að ég heiti Hall- björn,“ svaraði Gjábakkakallinn drýgindalega, og hallaði sér að ungmeyjunni. „En segðu mér, lukkunnar pam- fíll, get ég fengið að vera hér í nótt?“ „Ja, en hvaða náungi ert þú eiginlega?“ Fólk kallar mig Gjábakkakall- inn, en annars er ég Ástarbrand- ur, æfintýramaður, spámaður og spilari,“ sagði hann hreikinn og augun ljómuðu framan í stúlk- una. „Ja-æja, ja-há,“ sagði stúlkan og hugsaði sig dálítið um, um leið og hún fitlaði við flétturnar sínar. „Þú verður þá að sofa þarna uppi á loftinu,“ sagði hún loksins og benti upp í mæninn. „Je e nú hræddu um þa,“ sagði Gjábakkakallinn himinlifandi. — Hann skelti af sér skjóðunni. „Bara, ef ég ætti nú hveitiköku, smjör og rjómakaffi," sagði hann svo, og varð eins og rjómi í aug- unum, en andlitið brosti alt sam- an. „Ætl ekki verð einhve rá me þa,“ sagði stúlkan búrkonulega. Ef það var rétt, að hún yrði sterkrík, þá gerði ekki mikið til, þó að hún spandéraði svolítið á þennan spámann. Hún bar góð- gætið á borð. „Seztu nú hérna, og verði þér að góðu.“ Gjábakkakallinn var nú alveg í essinu sínu; hann át og át, þar til hann ætlaði að springa. Þessi selsstelpa var bara hreinasti eng- ill. Ætli hann ætti að biðja henn- ar eða bara . . .? Slík manneskja mundi sóma sér vel á Gjábakka, ó, þú himinsins herra. Úti var farið að dimma rnjög og það lýsti svo notalega frá glóðinni í stónni. Gjábakkakall- inn stóð upp frá borðinu, þakkaði fyrir matinn og hneigði sig. — Stelpan gat ekki annað en farið að hlægja. Svona skrítinn karl hafði hún ekki séð fyr á æfi sinni. Það var bara eintóm gleði og hlátur alt i kring um hann. „Spilaðu Setervalsinn aftur,“ bað hún. „Sjálfsagt, fa,gra jómfrú,“ svar- aði hann og vatt sér léttilega að stólnum. „Eigum við kannske að dansa?“ sagði hann, og augun urðu skökk eins og á Kínverja. „O, nei, ekki held ég það, og svo kannt þú það ekki, býzt ég við,“ hló stelpan. Gjábakkakallinn spratt upp og smellti með fingrunum. „Komdu bara stúlka mín,“ sa,gði hann eins og drengur, þá skal ég sýna þér hvað ég get.“ Með annari hendinni stakk. hann munnhörpiunni inn í skeggið og roeð hinni greip hann utan um stelpuna. Hún streittist fyrst í stað, svolítið á móti, en þetta var alt of hlægilegt. Hún varð að láta svo lítið undan. Þetta var beinlínis upplífgandi, þó að gam- all væri hann orðinn. Gamli Skeggi lék á als oddi og þau sveifluðust urn litlu stofuna, sjö sinnum fram og aftur, en þá var hún búin að fá nóg. Annars hefði hún viljað dansa lengur, hefði hann ekki verið svona gamall og skeggjaður. „Hvernig fanst þér? — Gat ég það ekki?“ spurði Gjábakkakall- inn og stakk kitlandi fingrinum undir hendina á stúlkunni. „O-jú, þú varst ekki sem verst- ur,“ svaraði hún og skvetti til fléttunum. Hún settist svo á stól- inn við arininn og strauk sér um mjaðmirnar. Henni fanst að þessi spámaður væri alldjarfur og hún var þegar farin að sjá eftir því að hafa leyft honurn að vera í nótt. Ef til vill var þetta venju- legur stelputogari, og jafnvel einn af þeim verstu — einn af þeim, sem ekki lét sig. Það væri víst bezt að hún klifraði sjálf I

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.