Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 19
ALÞÝÐUBLAÐSINS 19 I ofsaveðri og hafróti á Atlantshafi. Þá var pað almenn trú að togarar gætu ekki sokkið. r Ur dagbókarblöðum togarasjómanns. OJÓMAÐUR, sem í mörg ár var háseti á togurnm og ^ stundaði þá atvinnu öll fyrstu ár togaranna hefir rítað eftirfarandi grein um eina ísfisksveiðiför, sem hann fór um áramótin 1923—1924. En sú för var hin hættu- legasta og lenti skip hans í hættu um 12 sjómíiur undan Vestmannatyjum. En auk þess, sem grein hans er athyglisverð fyrir frásögn hans af baráttunni við of- veður og hafrót er hún hin merkilegasta fyrir þær lýs- ingar, sem hann gefur af starfi skipsverja í siíkri veiði- för. Sjömpnmslíf á svölium bárum, sýnlr flestum óblíð kjör; ég man vel frá yngri árum eftir margri slíkri för. Það er hægra og hættu minna hendur rétta móti auð inni‘ I stoíu og ylinn finna, en að sækja þangað brauð. J. Þ. VIÐ heldum frá Reykjavík á t-ogara 26. des. 1923 (ann- an jóladag) kl. 8% e. h. í 'krapa- slyddu, en litlum austankalda. — Þegar út á Faxaflóa kom fór að hvessa og gerði austan rok; £>ó var haldið áfram vestur und- ir Svörtuloft á Snæfellsnesi og látið reka undan vindi og sjó, en jió stímað öðni hvoru, til að halda sér í smásævi, þar til veðr- ið lægði. Þá var farið inn á Bœiðaflóa og togað þar til og frá til 28. des. En þar sem lítið var um fisk, var haldið suður á !bó;ginn, suður í Miðnessjó, en þar sem lítið fékkst þar, var farið til Vestmannaeyja. Við toguðum þar ti) og frá, en fengum ekkert nema einn selkóp, sem er þó mj.ög sjaldgæft að fá í troll, og þótti ekki sérlega fiskilegt, svo trollið var tekið inn og vandlega bundið, því nú var aftur komið slæmt austan veður og átti því að fara vestur fyrir land til að leita þar að fiski. þurka vatnið, en hann var víst augnveikur gamli jnaðurinn, því að tárin streymdu stöðugt ofan, í skeggið. „Afi“ tók eftir því. að fólk var nálægt. — Komið þið nær, sagði hann. Af hverju þvoið þið ykkur ekki? Sjáið þið ekki, að Anoka bíður eftir því, að fá að dæla fyrlr ykkur vatninu. Svo kom heimilisfólkið að brunninum, og Anoka dældi vatn- iniu. Þá sagði „afi“: — Hver vill nú dæla fyrir Ao- oku? Allir hlupu að dælunr.i — Öll of sein, sagði „afi“. — Þetta geri ég sjálfur. Komdu bamið mitt og þvoðu þér. „Afi“ var skjálfhentur, þegar hann þurkaði henni. — Hún gerir allt fyrir ykkur, sem þið biðjið hana um. En ef hún biður ykkur að gera eitthvað fyrir sig, þá farið þið að kvarta. Ég endurtek það, sem ég sagði í gærkvöldi: Refsing guðs hvíliyf- ír hverjum þeim, sem móðgar hana. Leitað var víða fyrir Vestfjörð- um, en allsstaðar var mjög lítið af fiski. Trollið rifnaðí í hverju togi, svo að oft varð að skifta um troll, (skifta yfir, sem kallað er) og stöðugar netabætingar. Á mánudagskvöld var hætt að toga vegna austan og norð-aust- an sjóa og roks, og haldið inn á Aðalvík. Voru þangað þá komnir um 20 enskir og íslenzkir tog- arar til að liggja af sér veðrið. Við höfðum þá aflað um 700 körfur. Aðfaranótí 3. jan. var farið út aftur og togað út af Kögrinu. Þar fenigum við dágóðan afla, en þann 5. jan. hvesti aftur af austrx svo að ekki var hægt að toga. 6. jan. var komið betra veður, en haugasjór, og gerðum við ekk- ert annað en rífa. 7. jan. kl. dVa var lagt af stað vestur með fjörð- unum. Bylur var öðru hvoru. En kastað var út af Sléttanesinu og toguð 2 tog, en síðan var látið reka. 9. jan. var alltaf verið að; toga, en kl. 6 e. h. voru bæði trollin svo rifin, að ekki var hægt að láta þau út (kasta) í lengri tíroa. Var þá lagt af stað heim til að taka kol og vatn áður en lagt yrði af stað til útlands. Við hásetarnir héldum að nú yrði farið beina leið til Englands því 3 menn fengu að vera eftir í landi, meðan skipið sigldi með aflann. En í stað þess að fara suður fyrir, var haldið vestur á Breiðaflóa til að fiska til við- bótar. Við fiskuðum þama vel í röská 32 tíma og af því að 3 menn fengu fri, urðum við að bæta þeirra vinnu á okkur og stóðum við því allir uppi í þessa 32 tíma, meðan verið var að fiska og þar til búið var að ganga frá öllu á þilfari til utanferðar, (gera sjóklárt), svo að allt af mætti halda ferðinni áfrarn, hvað sem á gengi, og ekki þyrfti að hafa neinn á þilfari nema það allra minsta. Nú var vel gengið frá öllu. Lifrarfötin, 17 að tölu, voru höfð aftur á, því þá var lifrin ekki brædid jafnóðum. Fyrst voru tunnurnar bundnar með liaujuvir og síðan voru trollvírarnir settir á þær og þeir strengdir með spilinu. Annað trollið var hengilrifið, svo við tókum það fram að hval- bak, bakborðsmegin, fyrir frarn- an framhleragálga, í stað þess að setja það upp á gálgabörin, eins og við gerðum vanalega, af því að við ætluðum að gera við það á leiðinni, ef veður yrði gott. Ég gerði það af garnni, að binda endann á trollpokunum við gálgafótinn og segi í spaugi: „Þetta skal þó alltaf halda.“ Síð- an bundum við yfir trollið eins og við álitum nauðsynlegt. Alian þorsk, sem við fengum síðustu nóttina lögðum við ofan á stí- 'urnar í lestinni eftir að vel hafði verið ísað ofan á annan fisk. Við höfðum fengið lika töluvert af kola, sem við urðum að láta fefst í stíurnair, þar sem við vor- um búnir að fá hátt í mörgum fiskistíum. Eftir að vel hafði ver- ið gengið frá öllu, var skift vökt- um. í f Lagt af stað til Englands. Það var að kvöldi 13. jan. að við lögðum af stað. Vestan sjór og ruddaveður var, en gat þó talist þolanlegt ferðaveður. Fór- um við fram hjá Vestmannaeyj- um 14. jan. í dágóðu veðri, en sjór og vindur föru heldur vax- andi er kom fram á nóttina. Urn morguninn 15. jan. var kominn haugasjór og rok af vestri, en þó var álltaf farið með fullri ferð undan sjó og vindi,(lensað), og þótti okkur skipið verja sig vel áföllum. Þó kom það fyrir, að smá brot skvettust in.n yfir þilfarið, sem fylltu gangana sitt hvoru megin við vélarúmshúsið, en af þvi skipið var létt hlað- ið, reif það sig fljótlega upp úr aftur. En tunnumar, sem voru bundnar aftast á þilfarinu með síðumii fóru nú oftar og oftar í kaf, svo að þær fóru að lyftast o g lo s n a. Við rukum fram úr og færðum lokkur í hlífðarfötm í skyndi og urðum við 3 hérumbil jafnfljótir a'ftur á, en 2 urðu aðeins á eft- ir upp. Nú var svo míkill sjór, að varla var hægt fyrir rnann að halda sér, hvað þá að hægt væri að velta tunnxxm eftir því. Við 3, sem á undan voram, komumst aftur að bát, sem var bundinn á þilfarinu fyrir aftan eldhúsið, og sáunx við, að ekki var viðlit að hreyfa sig neitt, nema skipið væri tekið upp í sjó og vind. Hinir tveir hásetamir biðu eftir lagi undir Hvalbaknum, til að komast til okkar aftur á. Við fáium brotsjó. Nú var hægt á ferð skipsins til að snúa því upp í, en þegar það er að byrja að snúast kem- ur ógurlegur brotsjór, sexn bnotn- aði Síkáhalt fram eftir skipinu, frá eldhúshorni og fram yfir allt skip ið. Gerðist þá allt í senn. Um ieið og sjórinn skall á skipinu, féll það sem sagt á hliðina, svo að sijórinn fossaði niður mn loft- ventiana við reykháfinn niöur í kyndingarrúmið (fírplássið). Rúða, sem var á hurðinni, inni í brúna bakborðsmegin og var að aftan, brotnaði og fossaði sjórinn 'inn í brúna svo aið maður, sem stóð við stýrið þeim megin fékk klofhá stígvél sín full. I brúnni var niðurgangur (bak- borðsmegin) í herbergi skipstjóra og fossaði sjórinn þar niður, svo að skipstjórinn, sem var þar niðri, ætiaði varla að komast upp stigann. Um leið og skipið kastaðist og sjóinn braut fram eftir skip- inu, kipti þaö burtu lóðningar- maskínu, sem boltuð var með 4 boltum í gegn um þriggja þuml- unga þykka trélínu fram við Hval bak. Öll böndin slitnuðu af troll- inu, sem fyr er getið, og bundið vair framan við gálgarm og fór iallt út í sjó, en hékk á kolllín- unni, sem ég batt um gálgann. Þeir tveir hásetar, sem komnir voru upp undir Hvalbak, ætluðu

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.