Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 20
20 JÓLABLA© aö forða sér, Jieg.ar peir sáu sjó- inn, en urðu of seinir. Skipið lá í kafi og annar hásetinn {)rýstist alla leið niður í hásetaklefa með sjónum og J)ar undir eitt rúmið, (koju), en hinn náði taki við nið- urganginn og gat lengi ©kki hreyft sig fyrir sjóprýstingi. Alt komst á flot í hásetaklef- anum. Ofninn fór um með eldi og ösku í margá hluta, pví að sjórinn náði upp undir aðra „koju“-hæð bakborðsmegin. Föt, sængur og koddar fóru á flot og eyðiiögðust hjá sumum. 1 her- bergi skipstjóra, var sjórinn í hné. Við 3, sem komnir vorum aftur á skipið, fengum ekki fyrsta sjó- imn á okkur, en skipið seig niður á hliðina. Ég kastaði mér á meðri belming hurðarinnar, sem aftur var, inn í eldhúsið og ganginn, og hékk þar. Annar hélt sér í bátsböndunum að framan stjórn- borðsmegin og sá þriðji náði í stag, sem lá úr afturmastrinu í afturhúsið við afturenda bátsins. Þegar ég náði fótfestu aftur, fór ég að litast um eftir félögum mínum. Sá ég pá annan standa rétt hjá mér upp í mitti í sjó og hélt hann sér í bátsböndin, sem voru föst í pilfarinu, en bát- urinn var ia]lur á burt. Hinn fé- lagi minn stóð aftur við bakhúsið og héklk þar í stagnum, upp í klof í sjó. Allar lifrartunnurnar bakborðsmegin höfðu sópast í burt. Þiegar við sáum að skipið ætl- aði ekki að rétta sig við eftir á- fallið, vissum við að kolin ieða fiskurinn hafði 'kastast til í skip- inu, og varð því að vinda bráÖan bug að því að lagfæra það. Fé- lágar mínir voru strax sendir nið- iur í kolarúm til að moka til kol- unum með kyndurum og meist- urum. Skipstjórinn stóð á Skyrtunni, allur boldvotur, uppi í brú nneð einum háseta, sem stýrði. Við hin- ir, sem lausir vorum, vorum send- ir iniður á þilfar til að ná inn trollinu, sem flaut aftur með sið- uinni. Fékk þá margur vota brók ■og drjúgar skvettur. En til allr- ar hamingju var annar endinn á trollinu fastur, annars hefði skip- ið að ölium líkindum fengið það í skrúfuna, en þá efast ég stór- lega um að nokkur >okkar hefði haft frá tíðindum að segja. Eklki yar þægilegt í þessu veðri Og sjó að vinna þessi verk á þil- faxinu, þó búið væri að ná skip- iinu upp í, því lengi vel var bak- borðssíðan meira og minua í ’kiafi. Þó réttist það smám saman við kiolamoksturinn niðri. Þiegar við höfðum náð inn trollinu iog bund- ið það til bráðabirgða, voru 2 sendir niður í fiskilest til að at- huga hvort inokfcuð hefði raskast þar. Blasti þá við okkur ófögur sjón. Allur þiorskurinn, sem látínn hafði verið ofan í stíurnar stjórn- borðsmegin, hafði kastast alla leið yfir í stíurmar bakborðsmeg- iin. Eins var með nýjasta kolann, hann hafði kastast yfir í hina síð- una og niður í iganginn milli stí- anna. Allir skipverjar gengu nú að því af kappi að koma öllu í lag, bæði ofan þils og neðan. Þó var verst að eiga við ofninn og rörin, en orðið „ómögulegt” þekkist varla hjá vönum íslenzk- um togaramönnum. Það verður allt að vera hægt, og eins fór hér. Ofninn var vafinn og bundinn með benslavír og kveikt upp, en ekki er ég alveg visis um að öll- um hefði þótt loftgott eða vist- Jegt í hásetaklefanum til að byrja með. Fiður, kol og aska ásarnt járnarusli var út um allt gólf, eftir að sjónum hafði bæði verið ausið og dælt í burtu. Eftir að hafa andæft upp í sjó og vindi í 9 tíma, meðan ver- ið var að koma öllu í lag, var skipinu snúið við, en skipið fyllti sig hvað eftir annað. Eitt skiftið fyllti svo rösklega að spilið undir ilvalbaknum fór alveg í kaf, en til allrar ham- ingju höfðum við látið aftur hurðirnar að hásetaklefunum um leið og byrjað var aftur að lensa svo við fengum Íítinn sjó niður, en þó það mikinn, að eldurinn í ofninum drapst og urðum við þá um tima að forða okkur upp á þilfar, meðan mesta svælan var að rjúka í burtu. Skipið var 'stöðvað í skyndi og snúið upp í og fjaraði sjórinn fljótlega út af þilfarinu. Eftir miðnætti 15. jan. var kom- ið slarkfært veður en haugasjór. Var þá lagt af stað með fullri ferð, því yfirleitt er það við- kvæði á togara. Full ferð eða „stopp“. Skipið fyllti sig hvað eftír annað, en allt slarkaðist af. Það var líka trú skipstjóra al- mennt fram til ársins 1925 — (Hala-veðrið) — að togari gæti ekki sokkjið í rúmsjó(H) Kolalausir i Norðursjónum. Nú fór bæði sjór og veður batnandi, en ferð skipsins hafði tafist að miklum mun við upp- haflega áætlun og kolaforðinn í- skyggilega lítill til aö endast alla leið og ekki bættí það úr, að eftir aö við komum í Norður- sjóinn fengum við mikla þoku, svo að alltaf var verið að pípa, en við það eyddist töluverð gufa frá vélinni frarn ýfir venju. Þetta var til þess,að fyrirsjáan- legt var, að kolin ein, nægðu ekki til Grimsby. En þar sem við áttum ekki eftír nema um 100 mílui var horfið frá því ráði kl- 8 e. h. 17. jan. að brjóta niður fiskikassana og brenna Iifur með, úr þeim 7 fötum, sem eftir voru. Jaftframt þessu voru menn látnir sópa innan kolarúmin og með þessu eldsneyti komumst við inn til Grimsy 18. jan. kl. 9 f.h. Var þá strax byrjað að landa fiskinn og taka kol. Landað var 600 körfum þann dag og daginn eftir landað 1600 körfum. Allur fiskurinn seldist á 1612 stpd. Við fengum bát, ofn, rör og fiski- kassa, allt nýtt, sem sjóvátrygg- ingin varð að borga. Skipstjórinn lét hvern háseta hafa 16 shillinga aukalega fyrir vökur og volk í þessari ferð, og þótti það óvana- legt, að skipstjóri virti slíka vinnu, sem við létum í té að nokkru. Heimleiðin. Eftír að við höfðum tekið allar lestir fullar af kolum og vana- legum nauðsynjum, var lagt af stað heim 20. jan. kl. 4 e. h. Fengum við storm á norða.n yfir Norðursjóinn. Fórum við svo um Pentlandsfjörðinn 22. jan. í sæmi- legu veðri, en töluverður sjór kom á móti okkur utan af Atlants hafinu og vindur fór vaxandi. Eftir að komið var norður fyrir Sólsker, gerði versta veður af vestri með stórsjó, en nú var það framstafninn, sem klauf öld- urnar og tók betur á mótí bárun- um, en kl. 7 e. h. 23. jain. kom stórsjór aftan á skipið og braut alla bakborðsíðu nýja skipsbáts- ins, sem við fengum í Grimsby, svo hann var með öllu ósjófær. 24. jan. breyttist vindstaðan meir í norðvestur, svo að sjór og vind- ur urðu beint á móti. Þótti þá mörgum órölegt að sofa fram í stefni, því líkast var sem skipið væri að skella á klappir. Samt var haldið áfram með fullri ferð, þvi nú vantaði ekki kolin og tíminn er peningsvirði! Við tókum land við Vestmanna- eyjar 26. jan. kl. 7 e. h. í norð- vestan roki og 13 stiga frosti. Þó var haldið áfram til Reykja- víkur og þangað komum við 27. jan. kl. 1 e. h. Þegar við sigldum inn hjá hafnargarðinum, sáumvið ,að í hann var komið stórt skarð, sem ekki var þar, þegar við fór- um út. Við fengum síðar að vita, að það hafði komið í sama veðr- inu, sem við fengum, á útleiðmra um 200 sjómílur frá Vestmanna- eyjum. Við höfðum verið tæpa 7 sólar- hringa á leiðinni heim, en heim- ferðin var vanalega 4V2—5 sólar- hringa. Við bundurn skipið viö hafnargarðinn, stigum á lánd og ertíði og hættur raimu út í busk- ann sem óljós draumur. Við höfö- um sigrað og komisí áfram að settu marki, en báturinn var sett- ur brotinn í land. Þannig er ævi sjómannsins. Þó vil ég taka undir með Jóni Hlíð- arskáldi, og segja: „Frægð er sonum fósturjarðar, fremst að standa í hættu1 og nauð, setn í Ægis-hendur harðar hika‘ ei við að sækja auð. Það er lífæð landsins barna, lítt, sem mætti stöðvast hér; þemian dýra þjóðarkjarna, því er skylt að heiðrum vér. — Af hverjum 1000 mönnum 0g 1000 konium eru 40 karlmenn litblindir, en aðeins 4 konur. * Maðurinn: i gærkveldi, hjá Ol- sen, sagði einhver, að þú værir eins og gömul galdranom. Konan: Og hvað sagðir þú við því? Maðurinn: Ég tók málstað þinn og sagði, að það ætti aldrei að dæma fólk eftir útlitinu. * — Getur sonur yðar virkilega ekki gengið? — Nei, það hefir hann aldrei getað. — Það er hræðilegt! Hvað er hann gamall þessi ungi maður? — Þiiggja vikna. * — Þó undarlegt megi virðast, getur maður mist 40°/o af blóði sínu, án þess að láta lífið. * — 1 ríkinu MaryLainid í Ameríku gietur ninn ákærði sjálfur ákveð- ið sjálfur, hvort hann er dæmd- ur af dómara eða dómnefnid. — Flestir kjósa dómarann. mznummmmmzí enn þá eina! Þú hefir ekki kynst kreppunni enn þá. Nei, ég nota Mána og kemst hjá öllum hugleið- ingum um kreppuna.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.