Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 6
JÓLABLAÐ „faðirvorið“. Jón gat haft það til, alveg eins og himnafaðirinn, að Jjola engar mótgerðir sinum lundirmönnum og reka pá hreint og beint úr sínu ríki, sem ekki vildu hlýða boði hans og banni. Maður, sem svona var líkur guði á himnum, hafði ég hugsað mór að gengi ætíð með gylta hnapparöð framan á maganum og svarta skó á fótunum, eins og ég hafði séð sýslumanninn með heima í ímínu héraði. Þetta fanst mér og ekki hvað sízt af pví, að Jón var einnig hreppstjóri. Það olli mér pví ekki lítillar lundrunar, að hitta — í fyrsta sinn — penna mann inríi í pakk- húsi, sitjandi á kassa í alvenju- legum bændafötum og einnig með kúskinnsskó á fótunum, al- veg eins og ég og félagar mínir. og vera að telgja til botníkerald. Ég glápti lengi á penna mikla mann og geðjaðist strax vel að honum og datt mér pá víst ekki i hug, að ég mundi síðar verða honum jafn kunnugur og raun varð á. Jón var mesti æringi og gam- Ansamur og gerði óspart að gamni sínu við okkur félagana, en afleiðingin af nærveru okkar á smíðaverkstæði hans varð sú, að hann gætti sin ekki betur við smiðið en svo, að hann tálgaði of mikið utan af kirnubotninum, svo hann reyndist ekki nothæfur í ílátið, — og jók pað ekki lítið á gleði pessa fundar. Eins og áður er sagt, varÖ ég síðar mjög nákunnugur Jóni Árnasyni, og er hann með merk- ustu mönnum, sem ég hefi kynst. AÐ MORGNI næsta dags var að mestu stytt upp og kom- ið sæmilegt veður, en pó var hann pykkur í lofti og sjáanlegt, að slik uppstytta var ekki annað en stundarfriður. Við kvöddum og pökkuðum góðar viðtökur í Þorlákshöfn og lögðum af stað aleiðis í Selvoginn. Færð var ekki sem verst, pví snjóinn hafði rek- ið í skafla. Um miðjan dag fór að snjóa, en lygnt veður var fram eftir degi. Við stóðum dálítið við í Sel- vogi, borðuðum par og drukkum kaffi, og sumir okkar hittu par góða kunningja og nutu góðs af. En af pví veður var ekki svo slæmt — pó alt af snjóaði — og dagur ekki nærri að kvöldu konr- inn, var ákveðið að halda til Herdisarvikur. Eftir pví sem leið að kvöldi, versnaði veður og færð, herti frost og vindur fór vaxandí, og eftir nokkurt hnjask og erfiði náðum við Herdísarvík, og var pá skollinn á naumast ratfær norðanbylur, í Herdisarvík bjó pá bóndi nokkur ættstór og vel efnurn bú- inn, en að ýmsu leyti mjög ólík- ur sínum ættmönnum. Hann neit- aði okkur félögum um nokkurn greiða, pó peningar væru í boði frá okkar hendi, en kvað okkur heimila gisting í verbúðum nokkrum, er voru skamt austur frá bænum. Þá var útgerð nokk- ur í Herdísarvík, en sjómenn ekki komnir pangað, pví að ver- tíð byrjaði par ekki venjulega fyr en mn mánaðamótin Þorra og Góu. Eftir tilvísan húsbóndans tók- um við okkur náttstað í einni verbúðinni. Heldur var óvistlegt í pessu gistihúsi, pví drjúgum hafði snjóað inn um opinglugga- göt, og var pað okkar fyrsta verk að troða rudda úr rúmbálkunum upp í götin. Við snæddum nú af nesti okkar feitt kjöt, brauð og harðfisk, en heldur var petta alt óvistlegt, pví ekki var laust við að vetrar- ríkið hefði komið við pessakjarn- góðu fæðu, og ekkert var kaffið. Það var alls ekki um annað að gera en að berja sér, bíta á jaxl- inn og bölva til hugarléttis, bölva öllu pessu andstreymi, og par með öllum húsbændum, sem pessum vandræðum stjórnuðu, kaffileysinu, bylnum og kuldan- um. Það er ekki að orðlengja pað, að parna húktum við alla nótt- ina hálfgaddaðir og snjóugir ým- ist dottandi uppi í rúmbálkunum, sitjandi upp við súðina, eða í tuski hver við annan til pess að líkamshitinn minkaði ekki um of. En pegar loksins tók að lýsa af degi, var tekið að ráðgast um hvað gera skyldi. Okkur var öll- um ljóst, að við penna kost var alveg ógerningur að búa, — út í Krisuvík urðum við að íkomast með illu eða góðu. Veður var hið versta, norðangaddbylur með óttalegum hrinum lOg ólátmn, pví að í Herdísarvík er mjög mi'kið misvindi í ínorðan átt. Eftir nokkurn viðbúnað lögðium við af stað fyrst heim að bæn- um og náðum tali af húsbóndan- um eftir nokkra erfiðleika. Neit- aði hann eins og kvöldinu áðiur að selja okkur nokkurn gneiða, en vegna pess, að einn af félög- um okkar hafði verið svo fyrir- hyggjusamur að hafa með sér kaffi — ólagað — pá var pað síðasta úrræðið, að biðja bönda um heitt vatn til pess við fengj- um pó einhverja hressingu, eftir Kætursetiurnar í kuldanum. Bóndi neitaði pví hvorki né ját- aði, en vísaði okkur inn í lítinn smiðjukofa, er var aus.tur við bæj- arhúsin og stóð út af fyrir sig. Nok'kru síðar kom hann með fcet- il með vatni í og kveikti upp í smiðjunni, en við hituðum og brugguðum í pkkur petta ágæta ketil-kaffi — engin var kaffikann- an — og lofuðum við guð og pennan kaffifélaga okkar fyrir hans fyrirhyggju og náttúrlega húsbóndann fyrir alla hans um- hv.ggju fyrir okkar hag! Af pví að rúmmál smiðjunnar yar mjög af skomum skamti og leyfði varla slikan gestafjölda, hlaut ég sess við hurðina, sem illa féll að stafni; átti ég í mestu brösum með að verjast .bví, að snjógusurnar evðileggðu ekki fyr- ir mér hið góða kaffi., en bær stóðu sífellt inn um glufurnar. — Eftix pessa næturgistingu í Her- dísarvík, sem hér er jýst, hafði ég ekfci pangað komið bar til vorið 1930 að ég var á skemtiferð par um slóðir, og var pað bá mitt .fyrsta verk, að setjast í sama krókinn við hurðina í smiðjukof- anuin, par sem é.g drakk kaffið góða 1896. Hann var par enn á '&tfis stað, aiveg nyuppgjörður. En hinn gestrisni bóndi var horf- imn! EFTIR kaffidry'kkjuina kvödd- um við bómda og tók hann lítið undir slíkt vinahót. Ekki sá- um við fleira fólk á pessum bæ en bóndann. Við lögðum pví næst af staÖ út í hríðarveðrið í beirri von, að við inæðum Krísuvik. Alltaf var sami bylurinn, en stiundum grilltum við fjallið skammt frá o,kkur iog á meðan var öllu ó- hætt um rétta leið. En færðin var alveg orðin vioðaleg, pví að ekki var hægt að velja veginn í svríírta bylnum, en landið gjótótt og ó- slétt. Þetta gat ekki verið ein- leikinn fjandi; piessi veðrátta hlaut að vera tengd við gjörn- inga, hvort heldur sem slíkum háska var stefnt að okkur eða öðrum. Það gat líka vel verið, áð en væri til einhver slæðingur af Vestfirzkum galdramönníum, sem væru að gera seið að einhverjum óvinum, og við sakleysingjarnir austan úr sveitum gildum af, en nokkuð var pað, að veðráttan var hin versta. Rúmsins vegna, verð ég að fara fljótt yfir sögu, en seint um kvöldið náðum við Krísuvík, — preyttir og pjakaðir, iog er pað pó ekki langur vegur, sem kunn- ugt er, milli Herdísarvíkur og Krisuvíkur. 1 Krisuvík fengum við hinar á- gætustu viðtökur; par bjó pá Árni Gíslason fyrrum sýslumaður. Við fengum ágæt rúm að sofa í iog alt sem við purftum með mjög litlu verðt \i& vorum parna veðurtept- ir inæsta dag, pví altaf var sami norðanbylurinn, en parna lifðum við \dð gleði og allsnægtir. En nú lá okkur á að fá gotí veður síðasta áfangann, sem var mokkuð langur og allerfiður — Krísuvíkurhálsar. Að morgni ann- ars dagsins, er við dvöldum í Krísuvík var stytt upp að mestu, en útlit fyrir áframhaldandi harð- indaveður. Við bjuggum okkur tii ferðar eftir beztu föingum, og nú voru nestispokarnir teknir að létt- ast, enda pess ekki vanpörf, pví tung var færðin og erfiðar brekk- ur upp að fara. Félagar minir ruddu brautina til skiftis, en ég naut peirra hlunninda, að gangá síðastur, af pví að ég var minst- ur og lakastur kraftiamaður. Á pessari leið eru tveir nafnkunn- ir staðir — en geta pó vel verið fleiri — Drykkjarsteinn, og Mél- tunnuklif. Drykkjarsteinn hafði fyr á öld- um, pegar pessi leið var pjóð- leið Sunnlendinga, pá náttúru, að í honum praut aldrei gott og svalandi drykkjarvatn, og petta vatnsból var jafnvel vígt af Guð- mundi Hölabiskupi, en hver getur ígrundað hæð og dýpt mannlegra hrekkjabragða, pví sagan hermir, að einn lánleysinginn hafi orðið til pess að setja ópverra í petta vatnsból, til pess að peir, sem næstir komu að steininum gætu ekki svalað porsta sínum, en sú var trú — og kannSke góð, — að guð léti ekki að sér hæða. Því við Ijetta hrekkjabragð breyttist náttúra steinsins pannig, að aldreí síöan er vatn í steiminum, nema í ^ignimgatíð. 3g segir sagan, að pessi hrekkjalómur hafi dáið úr piorsta við hann, nokfcru síðar. EGAR við félagar komum að Drykkjarsteini í petta sinn, var par ektoert vatn, aðeins ís- klumpur í vatnsskálinni. Við át- um pvi snjóinn við porstanum, sem var ærið nóg af á pessum slóðum, en pað var álitið allóholt göngumóðum mönnum að eta snjó við porsta, og ef til vilí! hefi ég gjört heldur mikið af pví pennan dag, pví nokkuð ofan við Hraun i Grindavik gafst ég alveg upp —• í eima skiftið á æfinni, — og mér er pað ógleymanlegt,. hvað mér fannst félagar mínir jnisbyrma mér með pví að vera að reka mig á fætur, eftir að ég hafði lagst fyrir í snjónum. Það var komið kvöld og svarta- bylur; ég hafði enga löngun til til að komast til bæja, mér famnst pað óumræðileg sæla að liggja í dúnmjúkri snjósænginni og láta kalda mjöllina leika um vangana og sofna, sofa til eilífðar. En pessu fékk ég ekki að ráða, pví eftir að ég hafði tafið ferð fé~ laga minna með silaskapnum, tóku peir til siinna ráða. Ewm

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.