Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐSINS 7 foætti poka minura á sig og svo hékk ég emhvemvcginn utan í hinum til skiftis niður að Hrauni í Grindavík. Það var klomið að háttatíma er við komum þangað, og versta veður. Á Hrauni var tvíbýli og skiftum við okkur til gistingar á báða bæina, og hét sá Gísli, er ég hlaut gistingu bjá, og mun ég seint gíeyma þeim góðu viðtökum er við fiengum þar, og sömu sögu höfðu þeir að segja er gist höfðu i hinum bænum. Daginn eftir var ég alveg eins og Jíýsleginn túskildingur, alveg afþreyttur. Allir ætluðum við utar í yíkina í J órager ðars ta ða h verfi og Staðarhverfi, og áttum því eftir aðeins lítinn spöl. Daginn •uftir fór hv-er til sinna væntan- iegu héimkynna í góðu veðri, og var það sjöundi dagurinn frá því að við fórum að heiman. Ég átti að fara að Kvíadal í Staðarhverfi til aldraðra hjóna er þar bjuggu og hétu Eyjólfur og Vilborg. Þau voiu merkishjón og iireyndust mér ágætlega og voiu þau ánægð með mig, eftir því sem þau sögðu. Var ég hjá þeim tvær vetrarvertíðir í bezta gengi, þau voru bæði nokfcuð fom í háttum; Eyjólfur húsbóndi minn var einnig formaður minn og átti haun skipið sjálfur, sem við rér- æm á, með rá og neiðia, en það var sex manna far. Áður en ég íór á sjó, „prófaði" hann mig í fcristilegum fræðum, hvort ég 'kytnni sjóferðabæn og faðir vor, tog varð ég að lesa hvorutveggja fyrir honum upphátt, til þess að jhann gæti gengið úr skugga um að ég hefði ekki neinar blekking- ar í frammi, og þegar ekkert var að athuga við mína guðfræðilegu þekkingu, sem viðkom sjöróðmm, var ekkert til fyrirstöðu að fara stneð mig á sjóinn. Vilborg húsmóðir mín, var gæðakona og lét sér einnig ant «m að mér Iiði sem bezt. Húnt kunni ráð við hverjum kvilla og öllum „slæðingi“, sem gerði vart við sig. Til dæmis um læknis- vflóma hennar var það, að síðari vertíðina, sem ég var hjá þessum hjónum, geisaði innantökufarald- ur um alt Staðarhverfi. — Blóð- kreppusótt var það kallað, en -ekki veit ég hvort það var rétt- nefni. — En við þessum kvilla jþekti húsmóðir mín ugglaust uieðal, sem var þannig bruggað, að gamla konan hnoðaði saman rúgmjöli og kaffikorg og bjó til úr þessu deigi eins konar kökur og bakaði ofan á glóð, en ekki á pönnu eða bökunarhellu, því með jþví að koma við slík bökunar- áhöld var álitið að kökurnar mistu sinn lækningamátt. Kök- Ittr þessar reyndust ágætt læknis- meðal, svo öllum batnaði undra fljótt og vel, sem þeirra neyttu. Þessi góðu hjón og mínir fyrstu vandalausu húsbændur held ég að séu bæði dáin. Við hásetar Eyjólfs 6 að tölu sváfum í sjóbúð svokallaðri. Þessi sjóbúð var lélegt hús, gerð upp með „refti“ og torfum. Okk- iur félögum leið þar ágætlega. Liags maður minn hét Bjarni Ólafsson og var böndi í Martteinstungu- götu í Holtahreppi; hann var bróðir húsmóður minnar, Vilborg- ar. Ég held þau hafi verið Skaft- fellingar að ættemi. Bjarni lags- maður minn var mjög lítill vexti, en knár og ágætur sjómaður. Hann hiafði þau hlunnindi að þurfa ekki að koma í verið fyr en alt var komið „til gangs“ vegna tengda simia við formann- inn. Bjarni þessi yar hinn bezti leiðsögumaður unglinga, framúr- skarandi hreinlyndur og undir- hyggjulaus. Hann varaði bæði mig og aðra unga menn rnjög við tóbaks- og áfengisnautn og fleiru, er að skaða gat<orðið. Hann áleit, að hann ætti sérstak- lega ítak í mér vegna þess, að hann réði mig til þessa útróðurs. Ég kunni vel að meta umhyggju hans fyrir mér, tog urðum tvið vinir hinir mestu. Hann áminti mig um að hlýða öllum settum reglum viðvíkjandi sjómensfcunni og bætti þar um, sem á brast hjá sjálfum formanninum. Reglur þessana öldruðu manna fyrir dag- inn voru taldar og engu var gleymt. Fyrst á morginana átti að signa sig á móti austri og helzt að sigina sig yfir brókinni, áður en íarið var í hama. Við skinnstalkk- iinn átti að hafa þá aðferð, að smeygja sér fyrst í ermarnar og 'signa sig á tur en sta'.rknum var smeygt yfir höfuðið. Síðan var gengið til skips og lagað til í skipinu það sem með þurfti og síðan teknar skorður skipsins. Þegar skipið var orðið laust, tóik fiormaðurinn ofian sjóhattinn og gerði krossmark yfir skutinn. Þetta endurtóku svo allir háset- arnir og gerðu krossmark hver yf- ir sínu rúmi á skipinu, og sagði hver maður um leið: „Leggið hendur á það I Jesú nafni.“ Síð- an var sett niður og á flot. Þeg- ar skipið var komið á flot, tók fiormaðurinn ofan höfuðfat sitt — ef ekki var því verra veður, en það var fyrirgefið, þó eklki væri tekið ofan, ef mjög var vont veð- ur. Fyrst byrjaði hann bænagerð- ina á signingunni, síðan var lesin sjófierðabæn og „Faðir vor“ og signingin endurtekin að lokum. Þetta var látið nægja, þar til maður var háttaður á kvöldin. En svo ég segi frómt frá, þá fanst mér stundum heldur mikið „af því góða“ og nenti svo ekfci að lesa, einkum þegar gott var veð- ur og ég sá enga hættu nálæga, en krossaði mig um leið og hin- ir, svo alt sýndist í lagi hjá mér. Slíku leyndarmáli þiorði ég eng- um að trúa fyrir, ekki einu sinni mínum góða vini, Bjama lags- mainni mínum, sem hafði þó með- gerð með öll mín leyndarmál. Einn af félögum mínum var á svipuðum aldri og ég og var úr Biskupstungum. Honum varð eitt sinn sú skyssa á, að hann kalaði í miðri bæmagerðinni: „Róið þið nú, strákar!" Hann fékk auðvitað ofianígjöf fyrir sitt andvaraleysi í trúarefnum. Á rúmsjó voru einnig settar reglur, sem varhugavert var að brjóta, svo sem að aldrei átti að nefna á sjó naut, hest eða hrút og ýms fleiri nöfn. Þá gátu „sjó- vítin“ verið í of mikilli ná- lægð og heyrt slíkt og velt um skipinu. Líka var það alveg bann- að að syngja á sjó, það var stór- hættulegt vegna ýmsrar óheilla- 'hættu í sjómum, og einnig framúr- skarandi ófiskilegt. Það ákvæði átti ég verst með að halda, þó sérstaklega þegar búið var að setja upp segliin, vegna þess hve ég var söngelskur iog hafði aldrei vanist öðru en því, að mega syngja þegar ég vildi. En ekfci var annars kostur en beygja sig fyrir jámhörðum aganum, en úr því bætti mikið, að í landlegum voru engar hömlur lagðar á sönglist míina, og oft var það að þá komu aðrir sjómenn til okfcar og út af þeim heimsóknum varð samsöng- ur mikill. Þá voru sungin sálma- lög og þjóðlög, margrödduð. Auðvitað íór það eftir þvi, hvað memn voru langt komnir áleiðis á þeirri listabraut. Ainnars var á þessum timum imikið sungið é meðal alþýðufólks á ferðalögum, í réttum og samkomum, mikiu meir en nú gerist. Nú þorir eng- iinn að láta heyra í sér vegdffi gagnrýni listamannanma margra ára lærðu, sem nú era á hverju leiti. Þá voru hiinir yngri meim held- ur ekki eins ákafir í pólitík og nú á dögum, enda lá höfðingjavaldið þá yfir landinu og alþýða manna treystist eigi til að „deila við djöfúliinn". Oftast var aðalum- ræðuefnið búskaparhugleiðingar í eiinhverri mynd, rætt um viljuga hesta, sterka áburðarhesta, góðar kýr og notasæl ábýli, ásamt afla- brögðum við sjó, sem hafði mikið að segja að væru í góðu lagi, einnig fyrir afkomu sveitamanna. Sumir vinnumenn í sveit, sem voru dúglegir, höfðu lika að laun- um fyrir ársvinnu sína hálfan vertíðarafiann, ásamt 3—4 aær- fötum, og þóttu það ágæt kjör, ef slíkir menn voru í góðum skip- rúmum. Að lokum fullyrði ég það, að þegar alt gekk slysalaust í ver- inu, fór enginn vonsvikinn úr því. Þar hittust mienn úr öllum lands- fjórðungum og lærðu margt nyt- samt hver af öðrum. Dvölitni í ver- inu var mörgum alþýðumannin- um eiina skólaveran á æfinni. Kaupkjör mín þessa fyrstu ver- tíð voru þau, að ég átti að fá 10 krónur fyrir hvert hundrað af þorski og ýsu, er ég fengi til hlutar, og fæði og húsnæði að auki. Ég fékk 300 fiska til hlutar og því 30 krónur, og þótti slíkt vel að verið með mig, unglinginn og óvaninginn. Þórður Jónsson. — 1 Ameríku era prentuð dag- lega 56 milljónir frímerkja með 70 mismunandi verðgildi, allt frá 1/2 œnti til 5 dollara, og þau eru prentuð í 25 mismunandi litum. ♦ » -V í Bamdaríkjunum hafa 300 menn og 15 konur líftryggt sig fyrir fjárupphæð frá einni milljón dollara til sjö milljónir dolLara hvert. * — Fyrir nokkram öldum síðan var það siður margra bænda að sofa með fæturna á koddanum. Þeir álitu sem sé, að fætumir yrðu harðar úti í erfiði dagsins, en höfuðið, og þörfnuðust þar af Leiðandi betri aðbúnaðar á nótt- unni. * — Stærsta gimsteinasafn, sem sögur fara af, er í eign indverska furstans Aga Khan; það er met- ið á 2500 milljónir króna. Ijösijnd er góð endurminmng, þess vegna velja allir, sem það skilja, Atelier-IJ ósmyndlna frá Ljósmyndastofu Sigurðar Guðmundssonar, Lækjaigötu 2. Simi 1980, Heimasími 4980. xmsmsamsxmm

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.