Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1936, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUBLAÐSINS 9 SIGURJÓN FRIÐJÓNSSON FRÁ LITLULAUGUM: EG LEITAÐI AÐ ORÐI I. VEITAPRESTUR sat við borð og skrifaði: „Ég leitaði að orði. Leitaði að iausnaiiorði. Og ég fann pað ekki. Var það hamingjuvegur? — eða vegur til óhamingju? Vegur til lífsins? — eða dauðans? Styrkur? — eða veiklun, sem leiddi til glötunar? Var pað styrkur og hamingju- gjafi, samhjálpareðlið, sem í mönnunum bjó? Eða var hitt heldur, að pað væri hin sér- dræga, ískalda ósvífni, er leiddi til sigurs og ánægju? Var pað samhjálp, er mestu skifti — eða samkeppni? „Komm- únismi“? — eða „fasismi"? Krist- indómur? — eða heiðni? — — Var pað sannleiksleitin; efinn og leitin? Eða var pað trúin?“ Prestur stóð á fætur og gekk um gólf. — Var pað hamingja — eða óhamingja, hjónabandið, sem hann var í? Þeir höfðu haft fæði hjá sömu matsölukonu tveir skólabræður, guðfræðinemar, síðustu háskóla- iárin í Reykjavík. Og höfðu báðir orðið ástfangnir af sömu stúlk- unni; dóttur húsmóðurinnar. Hann sjálfur ný-guðfræðingur. Ólafur hneigður að eldri stefnu. Sjálfur áleit hann sig finna guð í manninum; sjálfum sér fyrst og fremst; sínu eigin sálarlífi; sam- úð sinni og hjálparvilja. Ólafur treysti á hið gamla „innblásna“ fitningarorð. Og í Ibaráttunni um stúlkuna hafði hann — ólafur — orðið sigurvegarinn. í fyrsta á- hlaupinu. Hann var stór maður vexti og fríður sýnum, alúðlegur í viðmóti og með mikið sjálfs- traust og framahug. Og kvenfólk bar mikið traust til hans. Óbil- andi traust — að pvi er virtist. Já; pví miður hafði hann unnið sigur. I fyrstunni. En er leið á síðasta veturinn hafði hann dreg- lið sig í hlé; hvað sem olli. Ekki grunlaust um, að honum hafi pótt annað kvonfang vænlegra til mannvirðinga. Og Anna hafði orðið svo undarlega fálát og dutlungafull. Og þá hafði hann sjálfur — Sveinn — kornið til sögunnar. Með „guð í mannin- im“. Guð, sem er umburðarlynd- ur og stöðugur í kærleikanum. Komið með samúðina, ástúðina, hjálpsemina; hinn eina guð, sem maðurinn raunverulega þekkir. Jafnvel pað, að fyrsta bamið hennar gat ekki verið hans barn, talaði hann ekki um. Að gefa alt; fyrirgefa alt — var það ekki f yrirmyndin ? En — hafði hjónabandið svo orðið honum til hamingju? Eða Eftirfarandi smásögu sendi Sigurjón FriðjónssonSunnu- dagsblaðínu til birtingar nýlega. Segir hún frá and- legri baráttu sveitaprests, sem hrökklaðist frá kjóli og kalli og gerðist verzlunarmaður, en pó á lausum kili. henni? — Var samhjálpareðli mannsins honurn styrkur? — eða til veiklunar? Mundi pað vera hin sérdræga, ískalda, tilfinningar- lausa ósvífni, sem beinast leiddi til sigurs og ánægju ?---- II. RESTSKONAN stóð við stó og eldaði mat. Hún var hjálparstúlkulaus pessa stundina. Og reyndar oftar. Það var orðið dýrt vinnufólkið og erfitt að ná í pað. Maðurinn sískrifandi; með jiugann í skýjunum — að henni fanst. Sískrifandi bollaleggingar og leiðbeiningar fyrir aðra, en kunni pó ekki eigin fótum forráð; ekki að sjá fjölskyldu sinni far- borða. Bar ekkert skyn á henn- ar eigin óskir. — Og svo var annað. Hún gat ekki gleymt Ól- afi. Ekki hætt að prá hann — og ekki gleymt pví, að hann hafði brugðist henni. Ekki treyst honurn — og ekki öðrum heldur. Ekki mönnunum — og ekki guði. Þóttist Ólafur ekki vera erind- reki guðs — nú orðinn eftir- sóttur prestur? Og hafði hann ekki svikist undati merkjum æðsta boðorðs kristindómsins, á- stundan kærleikans? Slitið trú- festina; sterkasta bandið við guð? — Ef til vill var pað satt, sem Sveinn hafði sagt, að mað- urinn hafði enga örugga, „inn- blásna“ vitnisburði um guð og eiginlega enga vitnisburði, aðra en sínar eigin tilfinningar. Eins og pær voru pá líka stöðugar! — Og ef guð var í Sveini — pá var pað að minsfa kosti ekki sá guð, sem hún þráði. Nei; Ólafur var þ,að, sem hún práði; hita- straumurinn, sem um hana fór, þegar hann nálgaðist hana; kvöldstundirnar, sem pau gengu saman á götum Reykjavíkur, eða sátu inni á veitingahúsum; stund- um við vín í lokuðu herbergi. — Allar pessar samverustundir voru svo sérstaklega ljósar í minni hennar. Fyrst andspyrnuöflin; löngunin til að vera hjá honum — og beigurinn og tilhneigingin til að forðast hann. Svo hin hvíldarlausa óþreyja; vafi og ó- þreyja. Og að lokum nautnin í faðmi hans. -r- Nei; að lokum svik. Illmannleg svik. — Þegar hún var að pvo gólfið i setu- stofu peirra hjónanna, vaknaði (oft í henni sterk löngun til að vita af Ólafi í næsta herbergi, ganga svo þangað með skítuga, rennvota gólfduluna og slá hann með henni af öllum kröftum — beint í andlitið. Hún elskaði Ólaf ennpá; þráði hann að minsta kosti. En hún hataði hann þó ennpá meira. Svein elskaði hún ekki. Og hat- aði þó. Og jafnvel ennpá meira fyrir pá sök, að hún fann, að í rauninni hafði hann ekkert til pess unnið. Annað en það, að ganga eftir henni. Hvað vildu karlménnirnir kvenfólkinu eigin- lega — annað en pað, að kom- ast yfir pað?-------Það var satt, að Sveinn hafði rétt henni hjálp- arhönd, par sem hún stóð á flæðiskeri. En í hvaða skyni? — — Þetta minti hana alt af eink- um á það, sem hún hafði mist; snerti hana sem ýfing á gömlum sárum og varð í hennar fáláta, stóra skapi að ólgusjó sifeldrar gremju, reiði, haturs og fyrirlitn- ingar. Iskaldrar fyrirlitningar. Og jafnvel einkum þegar talað var mest um samúð og kærleika. Kærleikur! 'Ekki nema pað pó! Skárri var það nú kærleikurinn —' í „guðsmanninum" honum Ól- afi, til að mynda! — — III. RESTURINN var reyndar vinnukonulaus. En hann hafði vinnumann, eða vetrarmann öllu heldur, til að hirða skepn- urnar. Fleira var fullorðna fólk- ið á heimilinu ekki. En börnin þrjú; elzta barnið stálpaður drengur. Vetrarmanninn hafði prestur fengið fyrir milligöngu skoðanabróður og vinar í kaup- staðnum. Og ráðningin var hugs- uð sem góðverk, frá öllum hlið- um. Því vetrarmaðurinn var raunar hálfgerður strokumaður; flóttamaður frá lögreglu á öðru landshorni. Hafði tekið eitthvað lítils háttar frá húsbónda sínum og hlaupið burt með pað. Og átti nú sakamálskæru yfir höfði. Auðnuleysingi, sem hvergi hafði höfði að að halla. Og nú var presturinn einmitt nýlega kom- inn úr langferð, til pess gerðri, að greiða úr vandræðum hans. — En pegar eftir heimkomuna harði presti orðið grunsamt um, að ein- hver samdráttur myndi hafa orð- ið með konu hans og vetrarmanni um fjarvistartímann. Og pó hann teldi sér tæplega samboðið að njósna mikið um petta, gat hann ekki setið svo á sér, að hann væri alveg laus við pað. Kona hans og vetrarmaður urðu þess vör, að hann var stundum á gægjum um framferði þeirra. Og heimilislífið gerðist æ erfiðara og illbærilegra. IV. RESTUR var nú einn og hljóður í skrifstofu sinni og gerði ýmist að rita nokkur orð á blað, eða ganga um gólf. — Var pað hamingja? — eða óhamingja? — pessi vilji til að láta gott af sér ieið? Var pað styrkleikur? — eða veiklun, sem óbilgjarnir samferðamenn not- i færðu sér, hlutaðeiganda til skaða, á ýmsa lunid? Voru pað undirstöðusannindi jarðlífsins, að sigurinn yrði alt af þeirra meg- in, er ósvífnastir voru og athuga- minstir um annara velfarnað? Var það í rauninni svo, að jarð- lífið væri ekki pess vert að lifa pví — nema fyrir vonina eina um betra líf, eftir hinn svokall- aða dauða? — Báðum pessum manneskjum, sem nú voru að svíkja hann, hafði hann gert alt pað gott, sem hann kunni skyn á og gat. Og hver voru launin? Hvað pað sem við lá? Ekki ein- ungis missir konu, sem honum pótti vænt um, og heimilis, sem var hans eina heimili, heldur einnig brestur í hans aðal hjálp- arhellu, trúna á „guö i mannin- um“. Trúna á pað, að góðvildin væri sigursælasta aflið í mann- eðlinu. — — Samúðin, góðvildin, hjálpsemin; petta eina, sem mennimir höfðu verulegt fram yfir dýrin: Var pað hamingja? — eða óhamingja? Styrkur? — eða veiklun, sem leiddi til glötunar? Efinn um pað pjáning fæðingar til nýs og betra lífs? — eða vörður niður á við, til samfélags við dýrin? Og síðan út í óskapn- að og hið mikla, eilífa tóm ? — Og presturinn gekk um gólf, hugsaði, settist og ritaði: Ég leit- aði að orði; lausnaorði. Og ég fann pað ekki.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.