Tíminn - 24.01.1964, Qupperneq 2

Tíminn - 24.01.1964, Qupperneq 2
. immtudagur, 23. janúar. NTB-Leopoildville. — Þrír ’caþðiskir iprestar frá Belgíu, ’ afa verið drepnir í Kwilu- Iraðinu í Vestur-Kongó. Her- ' g gilda nú í héraðinu. NTB-Dar-Es-Salaam. — Ny- e, forseti Tanganyika, sagði í ig, að ekkert samband væri á ! illi uppreisnarinnar í Tanga- nvika og byltingarinnar á Zanzi : ar. NTB-Genf. — Fulltrúar ammúnistalandanna á afvopn. narráðstefnunni í Genf, réð- ’ ,t harkalega á tillögu Banda- kjanna um kjarnorkuflota fyr- NATO. NTB-Brussel. — Utanríkis- refnd belgíska þjóðþingsins amþykkti í dag að viðurkenna : iínverska Alþýðulýðveldið. Ekki var ákveðið, hvenær það nyndi gert. NTB-Washington. Bandaríkja- íenn sprengdu í dag kjarn- irkusprengju neðanjarðar í fevada-eyðimörkinni. Er það <innur sprengjutilraunin á þessu ílri. NTB-Washington. — Banda- .’íkjamenn hafa ákveðið að skjóta út í geiminn nýjum gervi hnetti, Saturn I, og verður hann stærsti gervihnötturinn, sem hingað til hefur verið skot- ;ð út í geiminn. Honum verður skotið frá Kennedyhöfða 27. janúar. NTB-London. — Ráðherra- nefnd Evrópusambandsins (WEU) hóf fundi sína í London í dag, og mun ræða ýmis al- þjóðamál. NTB-Moskva. — Iðnaðarfram leiðsla Sovétríkjanna jókst um m% árið 1963, og er það langt- um meiri aukning, en gert var NTB-Brussel. — Eurospace hóf í dag ráðstefnu um smíði geimskipa. Um 300 sérfræðing- ar taka þátt í ráðstefnunni. NTB-Zanzibar. — Sendifull- trúi Kfnverska Alþýðulýðveld isins, Liu Kan, kom í dag til hins nýstofnaða sendiráðs Rauða-Kína í Zanzibar. NTB-Nicosía. — Vart var við þrjár kröftugar sprengingar i Nikósíu í dag, og sköðuðust nokkrir hættulega. NTB-París — Jean Bichon, sem ákærður var fyrir samsæri um að myrða de Gaulle for- seta, var í dag dæmdur í 20 ára fangclsi. ráð fyrir í síðustu sjö ára áætl- uninni. NTB-Bonn. — Sovétríkin óska ekki eftir að endurnýja verzlunarsamning sinn við V- Þýzkaland, sem gekk úr gildi síðustu áramót. NTB-Moskva. — Valery Gisc- ard Destaing, fjármálaráðherra Frakklands, kom í dag til Moskva, og mun hann ætla að fcemja um aukinn útflutning Frakka til Sovétríkjanna. För Robert Kennedys til SuSaustur-Ásíu hefur borið árangur: Vopnahlé á N-Borneó NTB-Bangkok, 23. janúar Róbert Kennedy, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir á blaðamannafundi í Bangkong í dag, að Thailand hefði verið beðið um að hafa eftirlit með vopnahléinu á Borneó, sem Malaysía og Indónesía hafa samið um. Talið er, að vopnahléð hef jist í lok janúarmánaðar. Kennedy kom til Bangkok frá Djakarta, þar sem hann ræddi við Sukarno Indóníuforseta. Náðist þar samkomulag um að vopnahlé skyldi gert á Norður-Borneó, þar sem órekstrar á milli indónesískra hermanna og hermanna Bretlands og Malaysju hafa skapað mikla hættu. Vopnahlé þetta opnar leið ina til viðræðna á milli deiluaðil- anna, og gæti leitt til friðsamlegr- ar lausnar á deilunni, sem hófst þegar Malaysíusambandið var stofnað í haust sem leið. Robert Kennedy, sem er sérleg- ur sendimaður Johnsons, forseta Bandaríkjanna, hefur um skeið átt viðræður við Macapagal, forseta Filippseyja og Abdul Rahman, forsætisráðherra Malaysíu. Sukarnó upplýsti í dag, að deilu aðilarnir myndu bráðlega koma saman til viðræðna í Bangkok. — Engin skilyrði fylgja þessum við- ræðum — sagði hann. — Hvorki Indónesía né Filippseyjar hafa við urkennt Malaysíusambandið. Tals maður brezka utanríkisráðuneyt- isins sagði í dag, að þeir vildu ekkert um vopnahléssáttmálann segja, fyrr en Robert Kennedy kemur til London á morgun til við- ræðna við Richard. Butler, utan- ríkisráðherra, og Duncan Sandys, samveldismálaráðherra. f Washing ton eru menn mjög ánægðir með þann árangur, sem Kennedy hefur náð. HERMANNAUPPRHSNIUGANDA BREZKIR HERMENN FLUTTIR FRÁ KENYA TIL UGANDA AÐ ÓSK STJÓRNARINNAR NTB-Kampala, 23. janúar Hermenn í bænum Jinja í Uganda gerðu í dag uppreisn gegn brezkum liðsforingjum sínum og hertóku Felix Onama, innanríkisráðherra Uganda, þegar hann kom til þess að ræða kröfur hermannannna um hærri laun. Milton Obote, forsæt- isráðherra landsins, bað þegar í stað Breta um að senda her- lið til landsins, og kom það þangað seint í kvöld frá Kenya. Hermennirnir, sem uppreisnina gerðu, munu vera um 150—250 að tölu. Uppreisnin hófst sneir.tna í morgun (Uganda-tími). Fyrsta til kynningin um hana kom frá brezk um herforingja, sem hringdi frá herstöðinni í Jinja til vinar síns í Kampala. Sagði hann að her- mennirnir hefðu gert uppreisn og að brezku liðsforingjarnir væru fangar þeirra. Hann sagði enn fremur, að allt væri rólegt í her- búðunum og að ekki hefði komið til neinna bardaga. Fjölskyldur brezku liðsforingj- anna búa sig undir að yfirgefa Jinja, sem er iðnaðarbær um 30 kílómetra frá Kampala. Verðir eru á ýmsum stöðum í bænum. f tilkynningu frá Onama, innan- ríkisráðherra Uganda, sem hann sendi út í gærkvöld, var sagt, að rfkisstjórnin í Uganda hefði gert sérstakar öryggisráðstafanir eftir uppreisnina í Tanganyika. Lagði hann áherzlu á, að stjórnin bæri fullt traust til brezku liðsforingj anng og að ríkisstjórnin ræddi nú kröfur hermannanna um hærri laun og betri aðstæður í herbúðun- um. Þetta er þriðja uppreisnin, sem gerð er í Austur-Afríku s.l. tvær vikur. i FRÉTTIR AF LANDSBYGGÐINNI SK-Vestmannaeyjum, 23. jan. í fyrrinótt þegar Hafrún IS 400 var að leggjast hér að bryggju, gerðist það, að skipið fór allt í einu að bakka og lenti á 4 bátum, sem allir skemmd- ust nokkuð. Skipstjórinn hafði verið við stýrið, og ætlaði hann að taka aftur á bak, sem hann og gerði, en sló síðan ekki af aftur, og hélt báturinn áfram að bakka þar til hann lenti á bátunum. í ljós kom, að liðið hafði yfir skipstjórann í brúnni, og töldu læknar það hafa verið af of- þreytu. Einn af bátunum mun verða I nokkra daga í slipp sökum þessa slyss. IK-Siglufirði, 23. jan. Það er ósköp dauft hérna á Siglufirði núna, bæði í atvinnu- lífi og skemtanalífi. Eins og kunnugt er af fréttum, eru 36 Sigl'firðingar nýfarnir tii Akur- eyrar til starfa í tunnuverk- smiðjunni þar, en hinir, sem atvinnulausir urðu við brunann mikla um daginn, hafa ekki aðra vinnu en bátana, og veiði hefur verið sáralítil. Það eru helzt börnin, sem ekki láta at- vinnuleysið á sig fá, og skemmta sér við félagslífið í skólunum. MS-Reyðarfirði, 23. jan. Veður hefur verið með ein- dæmum gott hér að undan- förnu þar til á miðnætti síðast liðnu. Þá skall á ofsarok á norð- austan og stóð það í 2—3 klukkustundir. Fauk járn af nokkrum þökum hér í þorpinu, aðallega af tveimur íbúðarhús- um og nokkrum skúrþökum. Enginn var á ferli þegar þetta vildi til, svo ekkert tjón varð á mönnum. Úrkoma fylgdi ekki þessu mikla roki, aðeins fáein snjókorn, en annars er allt autt hér í kring. MG-Frostastöðum, 23. jan. f fyrradag var mjög fjölsótt- ur bændafundur á Hólum. Þar var mættur Gunnar Guðbjarts- son, formaður Stéttarsambands bænda, og talaði hann um verð- lagsmálin og verðlagsgrund- völlinn. Talsverðar umræður urðu á eftir, og kom fram mikil óánægja bænda með verðlags- málin. Fundinn sóttu á að gizka 120 manns. GJ-Vatnsdal, 23. jan. Á fundi Veiðifélags Vatns- dalsár, sem haldinn var á sunnudaginn, voru samþykktar breytingar við samþykktir fé- lagsins. Aðalbreytingin er í því fólgin, að nú verður alki neta- veiði hætt í Vatnsdalsá.#'á sam- þykti fundurinn einnig að láta meta ána til arðs að nýju. Veiðifélagið hefur fengið leyfi fyrir sjö stöngum í Vatns- dalsá í sumar, ef net verða ekki lögð. Ekki er enn búið að ganga frá leigusamningum fyrir sumarið, en það verður vænt- anlega gert, áður en langt um líður. KS-Eskifirði, 23. jan. Hingað hafa komið tveir bát- ar með síld síðustu dagana, og hefur hún öll farið í bræðslu. Helgi Fl'óvents kom með 900 tunnur í gær, en áður hafði Sól- rún komið með 800—900 tunn- ur. Gæftir hafa verið stirðar hjá bátunum hér, sem allir eru á útilegu. Fyrir nokkru fór mb. Jón Kjartansson til Færeyja til þess að sækja þangað verkafólk til starfa á vetrarvertíð, og er hann nú kominn aftur með 10— 12 manns. ÞS-Djúpavogi, 23. jan. Um miðjan dag í gær kom Mánatindur hingað með síld, sem hann hafði fengið í Með- allandsbugt. Fóru 150 tunnur í frystingu en skipið fór síðan með afganginn, sem voru um 850 tunnur í bræðslu á Fá- skrúðsfirði. Þykir mönnum gott að fá síldina til frystingar, til þess að auka atvinnu hér á staðnum. GÓ-Bíldudal, 23. jan. Tíð hefur verið fremur risj- ótt frá því á nýári, og síðustu dagar hafa verið mjög umhleyp ingasamir. Bátarnir hafa róið, en afli þeirra verið lélegur, enda veðurfarið ekki þannig, að þeir hafi getað lagað sig tii við veiðarnar. Tveir bátar verða gerðir hér út á vetrarvertíð. Annar þeirra, Andri, er byrjaður veiðar, en hefur aflað illa, en hinn, Pétur Thorsteinsson er í vélarhreins- un í Reykjavík, og er hann væntanlegur um helgina. Fimm rækjubátar eru gerðir út héðan. Aflinn hefur verið heldur lélegur eftir áramótin, og rækjan bæði smá og léleg, hins.vegar gekk veiðin mun bet- ur fyrir áramótin. Jörð er alauð og greiðfært til Patreksfjarðar, og þykir það tíðindum sæta á þessum tíma árs. Á næstu helgi verðúr hald- ið hér þorrabl'ót með pomp og prakt, eins og venja er til. BS-Ólafsfirði, 23. jan. Fiskurinn, sem veiddist i gær, var með vænsta móti, og eru menn tiltölulega bjartsýnir á að fiskveiðarnar fari nú að glæðast, ef gæftir verða. En hér hefur að undanförnu verið stöðug vestanátt, sem er mjög óhagstæð til sjósóknar. Bátarn- Iir gátu ekki róið í dag vegna veður. MG-Frostastöðum, 23. jan. Sönglíf er með miklum blóma hér í Skagafirði í vetur, hvorki meira né minna en þrír karla- kórar starfandi af fullum krafti. í karlakórnum Heimi, sem starfað hefur á fjórða áratug samfleytt, eru menn vestan Héraðsvatna. Jón Björnsson á Hafsteinsstöðum, hefur stjórn- ,að kórnum frá upphafi, og auk hans eru nokkrir, sem hafa sungið með frá stofnun kórsins. Ingibjörg Steingrímsdóttir frá Akureyri, hefur starfað með kórnum í vetur og leiðbeint söngmönnum. Nú ætlar hún að fara að leiðbeina körlum aust- an Héraðsvatna, en kórinn þar heitir Feykir og er u.þ.b. þriggja ára. Honum stjórnar Árni Jónsson á Víðimel. Loks er svo karlakór á Sauðárkróki, sem var víst ekki formlega stofnaður fyrr en í haust. Ög- mundur Svavarsson stjórnar honum, og í vetur hefur kórinn notið tilsagnar Snæbjargar Snæ bjarnardóttur. SV-Akranesi, 23. jan. Bátar héðan fóru á sjó í gær, en þeir hafa legið inni í heila viku. Höfrungur II kom í dag af síldveiðunum fyrir sunnan, með 3—400 tunnur, og er Har- aldur væntanlegur þaðan á næstunni. NH-Hofsósi, 23. jan. Hér hefur verið vita dauður sjór að undanförnu, og eru bátar hér að hugsa um að hætta róðrum, en fara að reyna við smásíld hér inni á firðinum Smásíld hefur ekki verið veidd hér áður, öðru vísi en dregið fyrir hana upp við sand í beitu En eitthvað verður til bragðs að taka í þessu gæfta- og afia Framhald á 15. síðu. 2 TÍMINN, föstudaelnn 24. lan&ar ?Qf~i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.