Tíminn - 06.03.1964, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.03.1964, Blaðsíða 4
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON T f M I N N, föstudagurinn 6. man 1964. — SUNDERLAND og MANC. UTD. léku á miðvikudaginn í öðru sinni í bikarkeppninni og varð aftur jafnteflí 2:2, eftir fram- lengdan leik. Geysilegur áhugi var á leiknum og er talið að u:n 50 þúsund manns hafi staðið fy- ir utan völlinn á meðan á leikn- um stóð, en hátt í 70 þúsund sáu leikinn. Miðherji Sunderland, Sharkey, skoraði fyrsta markið í leiknum, en Lavv jafnaði fyrlr United. Þannig stóð, þegar venju legum leiktíma lauk. í framleng- ingunni skoruðu liðin eitt mark hvort, og verða því að leika >' þriðja sinn. Nokkrir leikir hara farið fram að undanförnu > deildunum og þessi úrslit helzt. 1. deild: Burnley-West Ham 3:1; Stoke-Chelsea 2:0; Sheff. Wed.- Livrepool 2:2, — 2. delld: Prest- on-Leeds 2:0. Á SUNNUDAGINN kl. 1 e. h. Iicfst í Skálafelli, úrslita- keppni i firmakeppni Skíða- ráðs Keykjavíkur. Um hundrað firmu taka þátt í keppninni að þcssu sinni. Keppnin er forgjafa-keppni og keppa saman ungir og gamlir skíðamenn. Reykjavíkurmeistarar og aðr ir sigurvegarar frá síðastliðn- um sunnudegi, mæta til keppni þessairar. Verðlaunaafhending ásamt sameiginlegri kaffidrykkju, verður í KR-skálanum að móti loknu. • Skíðarað Reykjavíkur varð 25 ára á þessu starfsári og mót í tilefni þess verður haldið um leið og firmakeppninni er lok- ið Mót þetta er 4ra manna sveitakeppni í svigi, ein sveit frá nverju félagi, Ármanni, Val, ÍR og KR. Fyrirkomulagið er þannig. að 4 öeztu menn úr hverju fé- lagi mynda sveit (án flokka- skiptinga) Heiðursforseti Í.S.I., Bene. dikt G. Waage verður móts- Framhald á bls. 19. LEIKA / DA 6 STJÓRN IÞRÓTTASAMBANDS ÍSLANDS heiðraði í gær I hófl í Þjóðleikhúskjallaranum íþróttafólklð hér að efan. Jón Þ. Ólafsson hlaut gull- merki ÍSÍ fyrlr að setja 10 met árið 1962. Ríkharður Jórtsson hlaut fagran blkar fyrir frábær afrek I knattspyrnunni, en s. I. sumar lék hann slnn 30. landslelk fyrir ísland. Hrafnhildur Guðmundsdóttir hlaut gullmerki ÍSf fyrir að setja 10 met s. I. ár, og Guðmundur Gíslason hlaut silfur- bikar fyrlr frábæran árangur f sundl, en s.l. ár settl hann sitt 60. íslandsmet. Nánar verður skýrt frá þessu I blaðinu á morgun. (Lj.m.: Tíminn-KJ). 1 dag hefst i Tékkóslóvakíu lokakeppni 16 landa í heimsmeist- arakeppninni i nandknattleik. ís- lenzka landsliðið leikur sem kunn ugt er i C-riðii. en í þeim riðli eru auk íslands. Egyptaland, Sví- þjóð og Ungverjaland Fyrsti leikur íslands er í dag og verður gegn Egyptum Um egypzkan handknattleik er lítið vitað, en áhugi á handknatl- leik hefui verið mikill í Egypta- landi síðustu ár. í undanrásum léku Egyptar m a gegn Sýrlend- ingum og settu þá markamet, skor uðu 40 mörk. en fengu ekki nema 13 mörk á sig Á morgun mæta íslendingar Svíum ,sem fyrir fram eru taldir hafa mestar iíkur til að sigra í riðlinum Á mápudag verður svo leikið gegr Ungverjalandi. — Tvö efstu lið úr hverjum riðli leika svo í 8 landa keppninni svoköll- uðu. Núverandí aðalstiórn KR: TaliS frá vinstri: Ágúst Hafberg, Gunn- ar SigurSsson, Sveinn Biornsson, Einar Sæ- mundsson, formaSur, Þorgeir SigurSsson og Birgir Þorvaldsson. 65 ár Irá stofnun KR að efla lið sitt og árangurinn lét ekki á sér standa. 1924 vann KR fimm knattspyrnumót af sex og 1926 vinnast öll mót. Um og eftir 1930 er KR lang- sterkasta knattspymuliðið, — varð íslandsmeistari 1931—’32, og ’34. Eftir þetta verður langt hlé. íslandsmót vinnst ekki aft ur fyrr en 1940 — og enn verð- ur langt hlé, því íslandsmót vinnst næst 1948. En þótt ís- landsmót ynnust ekki á þessu tímabili, unnust Reykjavíkur- mót og önnur mót af og til. Fyrir utan knattspymuna lét KR fljótlega að sér kveða á öðrum sviðum. Góðir frjáls- íþróttamenn fylltu KR-hópinn, t. d. Kristján Vattnes, Sveinn Ingvarsson, Ólafur Guðmunds- son, Sverrir Jóhannesson og Garðar S. Gíslason. Og um eða eftir 1940 koma fram á sjónar- sviðið kappar eins og Brynjóll ur Ingólfsson, Jóhann Bern- harð o. fl. Þá má ekki gleyma Gunnari Huseby og Skúla Guð- mundssyni. Sund var mikið iðk að hjá félaginu og átti KR oft góðu sundknattleiksliðið á að skipa. Mikil gróska var í skíða starfseminni, hnefaleikar voru mikið iðkaðir og handknattleik ur var tekinn á dagskrá. 1946 varð Gunnar Huseby Evrópu- meistari í kúluvarpi og aftur 1950. Þá varð Torfi Bryngeirs- son einnig Evrópumeistari í langstökki. Þetta eru hiklaust frægustu frjálsíþróttasigrar ís- lendinga fyrr og síðar, ef afrek Vilhjálms Einarssonar eru und- anskilin. Sem fyrr segir, unnu KR-ing- ar íslandsmeistaratitil í knatt- spyrnu 1948. Þeir létu ekki þar staðar numið. 1949 vannst ís- landsmót og einnig 1950 — og aftur 1952. Árið 1952 er merki- legt í sögu KR, því á þessu ári var vígður nýr grasvöllur fé- lagsins við Kaplaskjólsveg og ári síðar er glæsilegt félags- heimili á sama stað tekið í notk un. Á næstu árum var svo unn ið við að gera endurbætur, hús- ið stækxað og fleiri vellir tekn ir í notkun. Síðustu tíu árin eru einkar glæsileg í sögu KR. Með til- komu hins ágæta félagssvæðis og um æið bættrar æfingaað- stöðu verða framfarir örar. Knattspyrnumenn félagsins hafa öll þessi ár verið í fylk- ingarbriósti og marg sinnis orð- Framhald á bls. 19. Svipmesta íþróttafélag landsins, KR, á 65 ára af- mæli um þessar mundir. Enginn veit með vissu hvaða dag marzmánaðar 1899 félagið var stofnað, en stofn- endur þess voru nokkrir ungir og áhugasamir piltar. KR er elzta knattspymufélag landsins og bar nafnið Fótboltafélag Reykjavíkur fyrsta æviskeið sitt. Margt hefur drifið á daga KR í 65 ár. Stofninn var smár í byrj- un, en hann hefur vaxið og eflzt með ámnum. Eg held að ekki sé ofmælt, að í dag sé KR ekki einungis svip- mesta íþróttafélag landsins, heldur og það öflugasta. Óhugsandi er að gera 65 ára sögu KR ýtarleg skil í stuttri blaðagrein, enda verður ekki farið út í þá sálma hér, en samt reynt að stikla á stóru. Allt fram til ársins 1923 var knattspyma eina íþróttagrein- in, sem KR hafði á stefnuskrá sinni. En 1923 verða þáttaskil. Þá tók Kristján L. Gestsson við formennsku og eitt fyrsta verka hans var að fá samþykkta stór- aukna starfsskrá. Frjálsíþrótta æfingar hefjast hjá félaginu, sund er tekið á dagskrá og skíða- og skálafcrðir hófust. — Og 1929 færa KR-ingar út kví- arnar jg kaupa „Báruna“ og var hún gerð að íþróttahúsi félagsins. Með Kristjáni störf- uðu margir dugnaðarmenn, — Guðmundur Ólafsson, Benedikt Waage, Stefán Gíslason, Jón Pálsson og síðast en ekki sízt Erlendur Ó. Pétursson, sem síð ar tók við formennsku 1931 og var formaður KR nær óslitið til dauðadags 1958. Eins og hjá öllum félögum skiptust á skin og skúrir á íþróttasviðinu hjá KR hvað sigra og afrek snerti. Fyrsta íslandsmótið í knattspymu fór fram 1912 og varð KR sigur- vegari, en næstu árin mátti KR lúta í lægra haldi fyrir Fram. Reykjavíkurmót vinnast af og til næstu árin, en eftir 1920 verður veraleg breyting á. KR haíði unnið markvisst að því 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.