Tíminn - 06.03.1964, Síða 7

Tíminn - 06.03.1964, Síða 7
HLAUP í SKAFTÁ Framhald af 1. sfSu. brún á litinn og lagði af henni brennisteinsfýlu. Þetta var ekk- ert stundarfyrirbrigði, því að með hverjum klukkutíma sem leið hækkaði yfirborð árinnar og hún gerðist ófrýnilegri á að líta. Sagði húsfreyjan í Skaftárdal Tímanum í dag, að svo ör væri vöxturinn, að hann mætti greina með berum augum. Klukkan fjögur mældi Odd- steinn Kristjánsson, vatnamæling- ar maður frá Raforkumálaskrif- stofunni, vatnsmagnið í ánni, og hafði yfirborð hennar þá hækkað um tvo metra frá kvöldinu áður. í þau tvö skipti, sem Skaftá hef- ur hlaupið áður, hefur hún verið svona eina viku að afkasta því, sem hún hefur afkastað í dag, og má af því marka kraft hlaupsins. Klukkan átta í kvöld hafði Tím- inn samband við Svein Gunnars- son, bónda í Flögu í Skaftártungu, og sagði hann, að ekki væri svo gott að gera sér grein fyrir gangi hlaupsins, þar sem dimmt væri orðið, en hraði vatnsins virtist frekar aukast en hitt. Rétt er að gera sér grein fyrir því, að það er takmarkað hvað áin hækkar yfirborð sitt. Eftir það flæðir hún yfir bakkana og breiðir úr sér. Sagði Sveinn, að hún hefði þegar myndað allmikið flóð. Fréttaritari Tímans á Klaustri á Síðu skýrði okkur frá því klukk- an fjögur í dag, að hann fyndi ekki brennisteinslykt, en Skaftá væri þar orðin kolmórauð. Rétt eftir þetta jjjrjuðu Klausturbúar að finna fýluna og hefur hún auk- izt æ síðan. Fyrsta hlaupið í Skaftá, sem vitað er um, var árið 1955. Það var allmikið og fannst brenni- steinslyktin til Akureyrar, Húsa- víkur og víðar. Næsta hlaup er árið 1959, en ekki nema smá- hlaup. í bæði þessi skipti er ekki nærri eins mikill kraftur og fyrir- gangur í hlaupunum og nú er. íbúar Skaftártungu telja hlaup þetta í alla staði óvenjulegt. Dr. Sigurður Þórarinsson sagði Tímanum í dag, að orsök hlaups- ins í Skaftá gæti verið jarðhiti innan jökulsins eða eldsumbrot. Ekki væri gott að segja um það að svo stöddu, hvort væri. Þegar um hlaup vegna jarðhita er að ræða, safnast saman bráðinn snjór, sem jökullinn þarf að losa sig við. Skaftá rennur undan Vatnajökli, norðvestur af Síðujökli þar sem heitir Skaftárjökull, og þaðan rennur hún í suðvestur niður Ör- æfin. Síðan rennur hún í gegnum Skaftártunguna, meðfram Skálar- heiði og ut á Síðu. Þar rennur hún hjá Kirkjubæjarklaustri í Landbrotsvötn, þar sem hún renn- ur til sjávar. Árið 1954 varð allmikið hlaup í Skeiðará, en ekki lagði neina lykt frá því norður í land. Eðlilegra virðist vera, að jarðhitinn í jökl- inum, sem mestur er í kringum Grímsvötn, orsaki hlaup í Skeið- ará, en ekki Skaftá, en úr því eiga jarðfræðingarnir eftir að skera. Rétt er að geta þess, að hinn 26. febrúar, rétt fyrir miðnætti, sást á mælum veðurstofunnar, að jarð skjálfti hafði orðið 10—20 km vestur af Grímsvötnum, en þar mun Skaftá eiga upptök sín. Síðustu fréttir: Blaðið hafði samband við Reyni hlíð í Mývatnssveit um tíu í kvöld og fannst pá greinileg brennisteins lykt þar. Þoka og mistur var yfir fjöllum i suðri, og sást því ekki til Vatnaiökuls i dag. Þá höfðu þær fregnir borizt í Mývatnssveit að svo mikil brennisteinslykt væri á Grímsstöðum á Fjöllum að lyktin fyndist greinilega af fólki sem kæmi inn í hús. eftir að hafa verið úti dálitla stund. T í M I N N, föstudagurinn 6. marz 1964. — Þeim þótti Steinbeck ör í skapi (í vetur fór bandaríska nóbel- skáldið John Steinbeck í boði til Sovétríkjanna og heimsótti þá m. a. bækistöðvar stórblaðs ins Izvestia, þar sem blaðamað- ur átti viðtal það við hann, er hér fer á eftir). Hann er mikill að vallarsýn, stikar stórutn fram og aftur um skrifstofuna og styður sig fram á svartan kvistóttan göngustaf. Hann dregur annað augað i pung, einblínir með hinu á ani- litin í kringum sig og segir: ,,Það gleður mig að vera staddur hér meðal blaða- manna. Mér finnst ég vera einn af ykkur og lít á ykkur sem jafningja. Þegar ég var strák- ur, byrjaði ég að læra prent- verk og stóð löngum við letur kassann. Prentlærlingar eins og ég voru kallaðir „djöflar“, trúlega af því að þeir voru allt af útataðir prentsvertu." Og Steinbeck var lönguin síðar á ævinni í tengslum við blöð og prentara, því að auk skáldrita sinna hefur hann allt af annað veifið ritað beint fyr ir blöð og tímarit á ferðum sínum víða um heim. Á styrj- aldarárunum kærði hann sig ekkert um að sitja heima í helgum stein. Hann tók saman föggur sínar og fór um borð í herflutningaskip ásamt hundr uðum landa sinna og hélt til Evrópu. Þar var hann tíður gestur á herflugvöllum. Þegar þýzku nazistarnir gerðu loft- árásir á London af mestri heift, var Steinbeck í hópi þeirra, sem börðust við óvin- inn. Seinna fór hann á vígvell ina í Norður-Afríku, var meðal þeirra, sem gengu á land á Sikiley, hélt síðan áfram ferð- inni yfir Ítalíu, hafði ritvélina ætíð nærhendis. Fréttapistlar hans, sem birtust jafnóðum í New York Herald Tribune voru siðan gefnir út í bókinni „Once there was a war“. Sjálf- ur kveðst hann hafa fallizt á að gefa út þessa bók til að minna fólk á það sem gerzt hafði í stríðinu í þeirri von að svo „hörmuleg mistök" end urtækju sig ekki. „Fari svo að menn fremji slíka heimsku að stofna enn til styrjaldar, yrði hún vissulega hin síðasta i héiminum. Og enginn verður til frásagnar um hana“, sagði Steinbeck, er bók hans kom út. Og nú, þegar við stöndum andspænis skáldinu, fer ekki milli mála, að hati hann nokk urn hlut í heimium. þá er það strið. Skáldið styður afvopn- un heils hugar og honum er mikið í mun, að bundinn sé endir á ótta meðal manna. Hann talar með fyrirlitningu um amerísku kenninguna um „jafnvægi óttans." „Óttinn er mjög hættulegt fyrirbæri", segir Steinbeck. „Eg hef aldrei á ævinni séð nokkurn mann, sem í hjarta sínu skalf ekki af hræðslu, þótt hann væri herklæddur frá hvirfli til ilja- Óttinn neyðir okkur til að vopnast. Það verð ur að útrýma óttanum. Eina leiðin til að sigrast á honum er að stofna til samskipta með al þjóða og skilnings manna á meðal. Þegar við veltum því fyrir okkur, hvað greini á milli Bandaríkjamanna og Rússa, og hvað sameini þá, getum við dregið af því aðeins eina skynsamlega ályktun: Það er fleira líkt með okkur en ólíkt. Það er þetta, sem við verðum að ræða og rita um og leggja áherzlu á. Um land sitt talar Stein- beck með sannri tilfinningu og lotningu. Það leynir sér ekki, að hann ann þjóð sinni og þekkir hana mætavel. Enda hefur hann oft tekið mal sinn og ferðazt um land sitt milli fjalls og fjöru, og það kveðst hann gera „til að gleyma ekki landinu.*' - Síðustu bílferðina um landið fór hann með hund- inum sínum Charlie og um þá ferð fjallar hin ágæta bók hans „Travels with Charlie“ „Charlie dó fyrir nokkrum mánuðum“, sagði Steinbeck við okkur og skipti litum. Hann fór úr einum ham í ann an á meðan hann ræddi við okkur, ýmist skellihló hann eða fylltist hryggð eða ræddi af reiði og fyrirlitningu um það sem hann hataðist við og barst í tal. Höfundurinn, setn reit Þrúgur reiðinnar, einhverja djarflegustu bók aldarinnac, gat ekki farið blíðlegum orð- um um kynþáttahleypidóma landa sinna. „Nú stendur yfir bylting í heimalandi mínu, bylting Negr anna“, segir Steinbeck. „Eg vildi óska, að þið ættuð kost á að sjá fréttamyndirnar af Frelsisgöngunni, andlitum fólksins, sem kom gangandi langar leiðir til höfuðborgarinn ar Washington til að berjast fyrir mannréttindum og frelsi. Það er hrífandi sjón að horfa á þessa byltingu. Öll stjómar kerfi taka breytingum, ekl;i sízt á hinum síðustu timum. Og Ameríkumenn eru öðruvísi en þeir voru áður fyrr, og Amer- íka er heldur ekki söm. Einu sinni var ég spurður, hvort ég tryði á framtíð Ameriku. Og ég mundi vara hinu sama nú og ég gerði þá: Ef ég tryði ekki á framtíð Ameríku, gæti ég alveg eins skorið af mér hausinn". Auðvitað spurðum við Stein- beck margra spurninga um ritstörf hans, bókmenntir í Bandaríkjunum og áform hans. En skáldinu er lítið um það gefið að tala um sjálfan sig JOHN STEINBECK og hvað hann hefur á prjónun- um. „Að skrifa er fyrir mig líkt og draga andann“, svarar skáld ið. „Og ég á bágt með að lýsa því, hvernig, hvers vegna eða til hvers ég anda. Einn af rit höfundum ykkar spurði mig einu sinni hver væri tilgangur lífsins. Þá vafðist mér tunga um tönn. Ég held ég hafi ekki getað sagt annað en eitt- hvað á þessa leið: Þegar ég cr svangur, hugsa ég fyrst og fremst um mat. Þegar mig þyrstir, leita ég eftir einhverju til að svala þorstanum. Og þegar ég á eitthvað vantalað við fólk, þá sezt ég við að skrifa bók.“' Steinbeck hefur látið frá sér fara meira en þrjátíu bæk- ur, og eru skáldsögur, simásög- ur og greinasöfn hans mis- jöfn, bæði að efni og gæðum. Sumt er ekki til að státa af. T. d. er útgáfa fyrstu bókarinn- ar nokkuð, sem Steinbeck getur ekki fyrirgefið sér nú orðið. „Þá bjó ég uppi i fjöllum og átti að gæta bús þar“, segir hann. „Þetta var ósköp lítið verk og löðurmannlegt og ég hafði nógan tíma. Þá fór ég að skrifa. Og árangurinn varð léleg bók, sem útgefandi tók að sér að gefa út, sem aldrei skyldi verið hafa.“ Seinna á ævinni kom einhver dragbítur á ritferil skáldsins. Bókmenntafræðingar telja yfir- leitt Steinbeck hafa hálfgert dagað uppi um tíma á fimmta áratugnum. Einn þeirra, Lisk, seim hefur sérstaklega kynnt sér ritferil Steinbecks, telur orsakarinnar að leita í fráfalli Edwards Ricketts, sem var nán asti vinur og samverkamaður skáldsins. Þeir sömdu í sam- einingu þá bók. sem skáldinu er einna kærust, „Sea of Cort ez“, sem út kom 1941. Rickett. sem var líffræðingur, hafði mikil áhrif á Steinbeck og mót aði talsvert skoðanir hans. Aðr ir bókmenntafræðingar telja hins vegar, að sú hríð, sem aft urhaldsöflin í Bandaríkjunum gerðu að frjálslyndum mönn- utn og ofsóttu þá, hafi lamað skáldgáfu Steinbecks um tíma. „Það hefur alltaf verið hætta á fasisma í Ameríku“ segir Steinbeck. „Afturhaldsöfl hafa sífellt skotið rótum í jarðvegi þar, og er hægt að rekja það alla leið til tíma byltingarinn ar, að ég ekki tali um McCarthy og hans samherja, og hann haf ið þið sjálfsagt heyrt um.“ Steinbeck telur Arthur Mill er mesta leikritaskáld núlifandi og einkum nefnir hann leikrit ið „Sölumaður deyr“, sem sér stakt afrek á ferli hans. Um Dreiser fórust Steinbeck orð á þessa leið: „Dreiser er faðir nútímaskáldsögunnar amer- ísku“, en bætti svo brosandi við: „En hann skrifaði tnjög lélega ensku. Eg býzt við, að bækur hans njóti sín miklu bet ur í þýðingum". Er við spurð- um um Faulkner og áhrif hans á áðra ameríska höfunda, svar aði Steinbeek dálítið gremju- lega, af hverju sem það var: „Ritverk mín eiga ekkert skylt við Faulkner." Þá spurðum við hann um rit- verk þau, sem Hemingway hefði látið eftir sig í handriti. „Eg er nákunnugur ekkju Hemingways“, svaraði hann. „Hún hefur að vísu mörg hand rit, en handrit er ekki ætíð það sama og fullsmíðuð saga. Ann ars minntist Hemingway á það í mín eyru, að hann hefði lo-c ið við skáldsögur, sem ekki hafa enn verið gefnar út.“ Steinbeck kvaðst hafa fylgzt af áhuga með umræðunum í Leningrad fyrir nokkru, þar sem rætt var um örlög skáld- sögunnar á 20. öld. Nokkrir héldu því fram, einkum rit- höfundar frá kapitalisku lönd- unum, að á okkar öld, einkum á henni ofanveðri, á hinum hraðfleyga tíma kjarnorkunnar væri skáldsagan deyjandi bók- menntaform og kæmu önnur minni eða samþjappaðir í henn ar stað. Þegar við spurðum Steinbeck um álit hans á þessu, svaraði hann stór- hneykslaður: “Hvernig getur nokkrum manni dottið í hug að segja annað eins? Skáldsagan líður ekki undir lok fyrr en rithöf- undar hætta að draga andann og bókmenntir eru ekki lengur skapaðar. Ekki hætti ég að skrifa skáldsögur meðan ég lifi.” “Hverja skáldsögu yðar þyk- ir yður vænst um?” “Það á ég bágt með að segja. Ég missi áhuga á skáldsögum mínum um leið og ég hef lokið við þær af því að ég veit allt, sem í þeim gerist. Eg veit hvernig þær urðu til. Eftir það hef ég ekki áhuga á öðru en því sem á eftir að gerast óunnum verkum í framtíðinni. Síðan spyrjum við hann um vinnubrögðin “Eg skrifa allt með blýanti, nota aldrei ritvél. En það er svo sem sama, með hverju skrifað er, aðalatriðið að hafa eitthvað að segja, sem er þess virði að festa það á blað. Eg hef yndi af alls konar tónlist, jazz engu síður en annarri. Þó get ég ekki neitað því, að ég er meira gefinn fyrir svokall- aða alvarlega músík, fer oft á tónleika. Og ég les allt, sem ég fæ upp í hendurnar, líka leynilögreglusögur og skrítlur Sennilega hef ég þó mest gam an af sagnfræði. Það er gleði- legt, að við höfum eignazt marga bráðefnilega rithöfunda vestra seinni árin. þeir hafa bæði mikla hæfileika og eru Framhald á 9. siðu. /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.