Tíminn - 06.03.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.03.1964, Blaðsíða 13
Klappað—stappað UNGLINGARNIR, sem sóttu miðnæturskemmtunina í Háskólabíói, skemmtu sér konunglega, og fögnuSu íslenzku hvellibjöllunum, sem kalla sig Hljóma, með lófaklappi og stappi og blístrl, sem vlrBist eiga vel viB þessa tegund hljómlistarmanna, gítarleikara með hárið niður í augum. Raunar sáust þess merki meSal áhorf- enda að hvellibjöllu-hárgreiðslan sá að ryðja sér til rúms hér í Reykjavík (sjá mynd tll vlnstri). Ekkl er hægt að segja annað en þetta hafi verið vel heppnað kvöld, þvf hvað sem annars kann aS verða sagt um hávaSann, þá er þvi ekki að neita, að æskan verður að fá sína útrás, og engin hætta á ferSum meSan látin er duga háreistln ein. Ölvaður maSur var vaidur að því að unglingarnir hlustuSu á hljómlistlna af meira kappi en titt er hér, en aftur á móti mun hann ekki hafa þolað hárgreiðslu þeirra Hljóma-pilta. Þannig var fjöriS allt eð þakka eða kenna því, að Hljóma-piltar (neðst fil hægri) gleymdu aS greiða sér áður en þeir tróSu upp. Efri myndin hér að neðan var tekin þegar sá ölvaði vék af leikvanginum vIS mikil fagnaSarlæti. Tll hllðar eru hamingjusamir áheyrendur og hér að ofan er Savanna-tríóið, en það hafi greitt sér og gerði mikla lukku. (Ljósm.: TÍMINN KJ). T í M I N N, föstudagurinn 6. marz 1964. — í 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.