Tíminn - 06.03.1964, Side 6

Tíminn - 06.03.1964, Side 6
Þegar ég fyrir fáum dögum frétti lát míns góöa vinar og gamla skólabróður Ingimundar Ámasonar, setti huga minn hljó'ð an og dapran. Og er mér aðeins ivekn dögum síðar barst and- látsfregn þjóðskáldsins Davíðs Stefánssonar, komu mér ósjálf- íátt í hug orð Bólu-Hjálmars: Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld o. s. frv.“ Undan hinni hinztu för verður engínn leystur. En í þessu sambandi verður manni einnig að spyrja: Hvar er sá hreini tónn, sem eitt sinn var sunginn? Og hvar er gleði þess bjarta hláturs, sem er þagnaður? Ljóð er varðveitt á bók og hljóm ar á segulbandi. En það lifir ekki þar. Hið Ijúfa Ijóð, hinn hreinni tónn og gleði hins bjarta hláturs, þetta lifir aðeins í sál þess, sem skóp það og í hjörtum þeirra, sem það vermir og mun halda áfram að verma um ókomna tíð. Þann ig eiga verðmæti andans eilíft líf á jörðu. Þau eru gjafir, sem hvorki eyðast né glatast, né heldur verða þar nokkru sinni frá okkur teknar. En spekingum þessarar aldar látum við eftir að deila um það, hvort skáldið eigi sál og hvort það sé sennilegt, að það séu hin- ii dauðlegu og dauðu líkamir mannanna, sem skapað hafi og gefið okkur hin eilífu verðmæti andans. Ingimundur Árnason var fædd- ur 7. febrúar 1895 að Grenivík í Suður-Þingeyjarsýslu, sonur hinna merku prestshjóna þar, séra Árna Jóhannessonar Árnasonar bónda é Víðihóli á Hólsfjöllum og konu hans Valgerðar Karólínu Guðmundsdóttur frá Brettingsstöð um á Flateyjardal. Hann lauk prófi úr Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1915, dvaldi síðan heima um skeið við búskap og önnur störf, unz hann fluttist alfarinn til Akureyrar 1925, þar sem hann gerðist starfsmaður Kaupfélags Eyfirðingá. í þjónustu þess á Ak- ureyri í nærfellt 40 ár innti hann af hendi ómetanlegt starf sem skrifstofumaður, skrifstofustjóri og síðan fulltrúi framkvæmda- stjóra. Þegar karlakórinn ,,Geysir’‘ á Akureyri var stofnaður 1. des- ember 1922, átti hann ekki aðeins sinn þátt í því, heldur varð söng stjóri kórsins frá byrjun og. gegndi því starfi að mestu óslitið síðan. Auk þess tók hann virkan þátt í félagsmálum á Akureyri, og þótti hvarvetna vel fyllt það sæti, er hann skipaði- Ingimundur Árnason var sér- bennilegur maður bæði í sjón og raun, ógleymanlegur öllum þeim, sem kynntust honum, og gæddur þeim persónulegu töfrum, sem dfluðu honum trausts og vinsælda hvar sem hann fór. Lífsfjör hans var óviðjafnanlegt, hlátur hans 'vo bjartur, gleði hans svo ein- læg og sönn að unun var að vera ( návist hans. Hann var prýðilega greindur og átti óbilandi starfs- orku og starfsþrek meðan heilsan leyfði, hlýr og elskulegur í við- roóti, unni heitt fegurð og gleði, en átti þó í sál sinni djúp mikill- ar alvöru, þótt öldur gáskans léku oft á yfirborðinu. f karlakórnum Geysi á Akureyri vann hann með kunnáttu og smekkvísi, lipurð og lífsfjöri þrekvirki, sem Akureyr- ingar og raunar þjóðin öll fá hon um seint fullþakkað. Og starfa hans í þágu KEA og samvinnu- hreyfingarinnar mun lengi verða minnzt þar með þökk og virðingu. Ingimundur kvæntist 6. maí 1916 Guðrúnu Ámadóttur banka- gjaldkera á Akureyri, Eiríkssonar hinni ágætustu konu. Eiga þau fjögur böm á lífi, sem öll eru uppkomin. Heimilis þeirra hjóna er vinum þeirra ljúft að minnast. Þar skipaði alúðin, gestrisnin og gleðin öndvegið. Eg bið góðan Guð að blessa það heimili og þær Ijúfu minningar, sem við það eru tengdar, ekki aðeins í sál eigin MINNING Ingímundur Árnason söngstjóri konu og barna, heldur og í brjóst- um þeirra mörgu vina, sem þar íundu yl og hlýju, og áttu þar hugljúfar stundir. Og ég leyfi mér að ,votta ekkju hans og börnum ástvinum og frændum innilega samúð og hluttekningu í harmi þeirra. En sú er líkn þeirra, er lifa og sakna góðs drengs, að þeim hefur einnig verið gefið það að fá mikils að njóta og eiga fleira að þakka af allri sál og hug. Eg hitti minn góða vin og gamla skólabróður Ingimund Árnason að cins fáum dögum áður en hann kvaddi þetta líf. Og ég fann enn í fari hans hlýju hinna horfnu daga, sá brosið ljóma í svip hans, glampa gleðinnar kvikna í aug- unum, og hlustaði á hans bjarta hlátur. Eg er þakklátur fyrir það, að mér skyldi auðnást að eiga þessa stund með honum og án þess að á hana bæri nokkurn skugga þyirra örlaga, sem biðu hans- Það er gott að vita ekki af mikið fyrir, en vera þó viðbúinn, þegar kallað er. Eg geymi samveru stundirnar horfnu í þakklátu lijarta- Og ég ætla að lifa í þeirri trú að hinn hreini tónn og gleði hins bjarta hláturs sé eilífvarandi cg hafið yfir takmörk dauðans. Sveinn Víkingur. Ingimundur Árnason er dáinn. Það hefur slegið á þögn í okkar litlu veröld. Það er autt sæti í stofunni, hún er tómleg- og minnir á yfirgéfið hús- Það var aldrei aúðh i kring um Ingimúnd- Jafn- vel í þögninni var söngur- Hann hafði þann persónuleika, sem fyllti stofuna. Það geislaði frá hon um orku og fjöri. Hjarta hans var heitt og það var sönghjarta, sem aldrei lá á liði sínu. Það var ekki að undra þótt það þreyttist að lokum. Það hafði verið ósérhlífið og örlátt á sönginn og sálarylinn. Ingimundur varð á barnsaldri organisti í Grenivíkurkirkju hjá föður sínum, séra Árna. Músík gáfa var einn af sterkustu eðlis- páttum hans.Á Grenivík æfði hann einnig sinn fyrsta söngflokk og aöngstjóri Geysis á Akureyri varð hann við stofnun kórsins 1922 og stjórnaði honum í 33 ár. Árið 1934 var hann aðalhvatamaður að stofnun Söngfélagsins Heklu, Sam bands norðlenzkra karlakóra. í stjórn þess átti hann lengi sæti. Söngfélagið Hekla hafði úrslita þýðingu fyrir líf og starf karlakór anna á Norðurlandi. Það var að nokkru leyti stofnað til minningar um Magnús Einarsson tónskáld og söngkennara og yfir því sveif andi þeirra gömlu Heklunga, sem fóru frægðarför til Noregs undir stjórn Magnúsar. En eigi að síður hefir alla tíð svifið yfir því andi Ingi- mundar Árnasonar. Með fordæmi sínu, áhuga og eldlegu fjöri gaf hann því líf í upphafi og með sterkum persónuleika sínum varð hann því alla tíð orkugjafi. Það þarf enginn að halda að söngmót Heklu, þar sem safnað hefur verið saman tvö til þrjúhundruð söng- mönnum austan frá Reykjaheiði og vestur undir Holtavörðuheiði, bafi komið af sjálfu sér. Til þess cð slíkir viðburðir gerist þarf töfra þá, sem Ingimundur Árnason var einmitt svo auðugur af. í stjórn Tónlistarbandalags Ak ureyrar átti Ingimundur sæti- Tón listarbandalagið hefur verið hin mesta lyftistöng fyrir tónlistarlíf í höfuðstað Norðurlands. Tónlistar menntun og tónlistarþroski var eitt af áhugamálum Ingimundar, enda lagði hann drjúgan skerf til þeirra hluta. En Ingimundur Árnason var ekki aðeins söngtnaður og söng- stjóri, hann var einnig samvinnu- maður í þess orðs beztu merkingu. Starfskröftum sínum fórnaði hann Kaupfélagi Eyfirðinga og þar gekk hann að störfum af heilum hug. Og eðliskostir Ingimundar nutu sín harla vel innan samvinnuhreyf ingarinnar. Trúmennska í störfum, tryggð við hugsjónir, hagnýt lífs reynsla, fjör og fórnfýsi eru ó- metanleg verðmæti fyrir samvinnu félögin. Ingimundur átti sinn þátt í að setja svip á athafnamesta kaupfélag landsins. Hann átti oft sæti á aðalfunducn Samb. ísl. sam vinnufélaga, þar sem hann var í einu tillögugóður fundarmaður og hrókur alls fagnaðar. Samvinnu- menn minnast hans með djúpri þökk og virðingu. í 33 ár var nafn Ingimundar Árnasonar og nafn Karlakórsins Geysis eitt og hið sama í huga þjóðarinnar. Ekki aðeins Akur- eyri, heldur og Norðurland alit og þjóðin öll standa í þakkarskuld | við Ingimund, vegna söngstjórnar hans. Hann flutti hróður Akureyr- ar um landið allt og hróður þjóð arinnar út fyrir landsteinana, hvað eftir annað. Skuldin verður ekki greidd Ingimundi hér eftir. Hún verður aðeins goldin í lífi og starfi með ávöxtun þess arfs, er hann gaf þjóðinni- Tímarnir breytast og mennimir með. En engin breyt ing verður slík, að ekki sé þörf fyrir áhuga, orku, gleði og per- sónuleika tnanna eins og Ingimund ar Árnasonar. Hann var í einu foringi og félagi, söngstjóri og söngmaður. Það fannst ef til vill aldrei betur, en þegar hann sté upp á stól í fjölmennu samkvæmi og stjómaði almennum söng, hreif alla með í sönginn og rödd hans sjálfs hljómaði hreimmikil, sterk og björt yfir söng allra liinna. Það er ekki undur, þótt söknuð setji að hjarta manns, þeg ar sú rödd er þögnuð. Norðurland hefur breytt um svip við andlát Ingimundar Árnasonar. Hljómar þess verða aðrir en áður. En það er gæfa hverjum tnanni, sem kom- izt hefur í snertingu við persónu leika hans, tekið í heita höndina, hlýtt á hjartanlegan hláturinn og numið af vörum hans alvöruorð, hvort heldur sögð um söng eða samvinnumál. Páll H. Jónsson frá Laugnm. KarlS. Magnússon, og Gunnar H. Karlsson, Hofí i. Þú héfúr hvorki hönd né hiig blíft um þína daga: Ungur má, en gamall skal, segir málshátturinn. Sí og æ eru menn irnir iminntir á þessi sannindi og sú mynd blasir við augum, að þeir stofnar mannfélagsins, sem þrosk aðir voru um síðustu aldamótin, eru nú grisjaðir hlífðarlaust með sigð dauðans- Öll byggðarlög eiga sinn kafla í þessari sögu Nýlega er fallinn traustur stofn af vettvangi skaftfellskra bænda. Karl S. Magnússon bóndi á Hofi í Öræfum lézt að heimili sínu 5. febr. s- 1., 79 ára að aldri. Karl var fæddur í Skaftafelli 20. jan. 1885. Foreldrar hans voru Magnús Sigurðsson bóndi þar og kona hans Guðný Þorsteinsdóttir Magnús var ættaður frá Hofi, en Guðný var grein á hinum trausta ættarmeiði, sem kenndur er við Skaftafell. Magnús var atorkumað ur, heimilið stóð fjárhagslega á gömlum merg og þótti þá svo traustur steinn í grunni sveitar- félagsins, að því var við brugðið. En Magnús féll frá fyrir aldur fram. Þegar hann var um fertugt, varð hann fyrir slysi, er dró hann til bana. Ekkjan hafði þá á fram- færi mörg börn, er öll voru innan fermingaraldurs. Hún hélt samt áfram búskap og réð til sín vinnu roenn. Bjargaðist heimilið þannig nokkur ár. En jafnskjótt og bræð urnir fengu þroska til, færðist f(jr sjá heimilisins á þeirra hendur Karl var meðal elztu systkinanna. svo að það féll í hans hlut að gerast fyrirliði í þessum ötula liópi æskumanna. Enn er skýr og lifandi frásögn ir, af landnámsmanninum, er vildi ekki lúta konungi og gerast þjónn bans, þótt boðið væri, heldur njóta írelsis á óðali sínu. lét fjárafla sínn við búskapinn standa mörg um fótum, sótti verk sitt af slíku kappi, að samverkamenn hans vönduðu um og þótti snemma ris- íð — og var hamrammur til átaka, þégár mikið lá við. Aldir líða, en svipur landsins er hinn sami og manneðlið breyt ist ekki meira en svo, að víða tná finna líkingar frá fortíð í nútíð. í Skaftafelli er landslag stór- brotið og sérstætt: skógivaxnar blíðar, snarbrött fjöll og víðáttu rnikil, Skeiðará undir hlíðinni og stærsti eyðisandur landsins fram undan. Landsgæði eru að ýmsu leyti mikil, en þau eru dreifð og einungis á færi hraustra manna að nytja þau, svo vel sé. Karl ólst upp við þessa aðstöðu og þarna liðu vordagar ævi hans. Hann unni frjálsræðinu og bjó yfir mikilli starfsgleði. Hann vildi láta fjárafla sinn við búskap inn standa mörgum fótum, — enda áttu bræðurnir allir þar óskilið mál, — nytja sem bezt haglendi í fjöllum, skógarhögg til elds- r.eytis, áður en rafmagn var leitt í bæinn, selveiði við sjó fram og trjáreka af fjöru. Var þá ekki látið standa í vegi, þótt leiðin til sjáv ar sé nokkrir tugir km. eftir Skeið arársandi og yfir Skeiðará að sækja. Karl gekk að störfum með frá bærri árvekni og atorku, svo að stundum var á orði haft, að á þeim bæ væri snemma risið. Hjá honum fór saman vakandi áhugi, fjör og mikil starfsorka, — svo að hann var hamhleypa við verk, þegar mikið lá við. Þegar Karl var 32 ára, kvæntist hann Sigríði Pálsdóttur frá Svína felli. Er hún af góðu bergi brotin og ein af stórum systkinahópi. Vorið 1918 hófu þessi hjón bú- skap á einu býlinu á Hofi og hafa með aðstoð barna sinna búið þar samfleytt fram að þessu. Þeir.i varð þriggja barna auðið og ólust þau upp í föðurgarði. Eldri dóttir- in gerðist húsfreyja á Hnappa- völlum, en yngri systkinin hafa alltaf átt heimili á Hofi, þótt son urinn yrði að dveljast langdvöl- um annars staðar, svo sem síðar segir. Á Hofi eru skilyrði til búskapar frábrugðin því sem þau eru í Skaftafelli og ekki hægt að treysta á vetrarbeit sauðfjár. Karl hafði ekki lengi búið á Hofi, er hann lagaði búskapinn eftir staðháttum þar. Hann aflaði mikilla heyja, fóðraði vel bústofn sinn og sýndi honum mikla nærgætni tkki sízt hestum sínum. Var þetta augljóst og svo vel kunnugt sveit ungum Karls, að þeir voru þess fullvissir, að vel ýrði fyrir þeim grip séð, er væri undir hans hendi. Hér kom til ekki arðsvon einungis, heldur nærgætni við málleysingjana — heilhugar þjón usta við hið gróanda líf. Karl var greiðvikinn, þegar úl hans var leitað, og gestrisinn. Iíeimilið er í næsta nágrenni við kirkju og samkomuhús. Þangað hefur leið sveitunganna legið á flest mannamót. Margir þeirra mega minnast þess og þakka það, hve oft þeir hafa fengið án end xrgjalds góðan beina í þessum bæ. Hvar sem Karl gekk að starfi í hópi sveitunganna, vann hiann kappsamlega, vildi ávallt leggja vel fram að sínum hlut og væ?.i einhverju lofað, skyldi við það staðið afdráttarlaust, hve mikla fyrirhöfn sem það kostaði. Þannig leið síðari hluti ævinn ar við samfellt starf á sama stað. Síðustu árin var starfsfjörið lam að, en heilsubrestur og andstreymi crðið þungt í skauti. II. Sem hetja barst þú harmana og sárin. Hinn 5. janúar 1922 eignuðust hjónin á Hofi, Karl og Sigríður, o'reng, er var skírður Gunnar Hall dór. Hann náði góðum þroska, var vel skýr, gæddur ríkum áhuga til starfa, kappsamur verkmaður. T í M I N N, föstudagurinn 6. marz 1964. — 6

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.