Tíminn - 06.03.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.03.1964, Blaðsíða 14
Ljósir litir eru vorboðinn RITSTJ'ÓRI: OLCA AGÚSTSDÓTTIR 1. HI3 ný|a hálsmál Pierre Cardlns á dagkjól úr grófu efni. Kraginn er þrefaldur úr Hvítu donegal. 2 Svartur kocktail kjóll úr organza. Volant í ermum og ne8an á jakka, me8 hlnu nýja V-hál|máli. Model: Christlan Dior. 3. Kragalaus vordragt í hinum nýja bleik-brúna vorlit, með angorablússu í appelsínugulum lit. 4. Hvítur kjóll úr silki-organza me5 brúnum rósum. Undlr mlttlsslðum jakka meS manséttuermum, er ermalaus kjóll. Um hálsinn er bundin’ slæða úr sama efni. Hatturinn er úr brúnu strái. Vortízkan á einu bretti Ilér birtuni vi8 myndir af vortízk- unni, eftir aS hún hefur farið und ir skurðarhnífinn hjá fram- leiðendum og búin undir fram. leiðslu. Þegar tízkan hefur verið sýnd í Paris, þurfa framleiðendur kvenfatnaðar að sverfa af henni hclztu vankantana og öfgarnar, í Eturban í Afríku hefur nú verið stofnaður höfuðverkjar- klúbbur, og þeir Suður-Afríku- búar, sem þjást af sífelldum höfuðverk, hittast þar reglu- lega og gefa hver öðrum góð ráð. svo að hún henti fyrir fatafram- ieiðslu. Þó eru alltaf framleiddar módelflíkur, sem eru eftirsóttar og seldar á hærra verði. Ein af fallegustu kápum vors- ins er ljósa kamelhárskápa Béves, með mjúkum axlasaum, íþræddu belti úr leðri, og með vösum. — Kápan cr bæði létt og hlý. Þessi hvcrsdagskjóll cr úr ull- ar-jersey, og eitt af liinum vin- sælu Citymódelum. Hann er með mjóu belti, sem er hnýtt lauslega og með gylltum hnöppum. Honum fylgir klútur, sem er hafður sem trefill eða höfuðfat. Dragt úr smáköflóttu tweed, í brúnum, og livítum lit teiknuð af Junex. Ermarnar eru út í eitt, með smá vasalokum og mjóu hnýttu belti. Léttur og sléttur er þessi kvöld- kjóll eftir Ajcos úr hvítu diolen- cloqué, við hann er borin gróf háls fcsti. I Kvöldkjóll tciknaður af Pcrtex1 úr baðmull með sl,óru mynztri, í lit j unum svörtu, hvítu og brúnu. í J rauninni er þetta sítt pils, sem Parísardömur eru einna hrifnastár af, og við það er höfð svört blússa úr tergal-chiffon. I NÚ SEM STENDUR er enginn tízkukóngur i París síðan Dior lézt, heldur margir smáfurstar. Ber tízkan þess greinileg merki í hinum furðulegasta klæðnaði. — Allir eiga þó sameiginlegt að gera konuna kvenlegri og töfra fram yndisþokka hennar. Mildir lítir eru vorboðinn, bleik rautt .appelsínugult, ljósblátt og ljósgrænt eru þeir litir, sem mest ber á. Þó eru engin takmörk sett t .d. eru dragtirnar bleikrósóttar, teinóttar, köflóttar eða alveg ein- litar, í fyrrgreindum lituin. Sið pils úr stórmynztraðri baðm- ull eða úr grófu efni, má telja REKNIR FYRIR OFFITU í Bandaríkjunum gerir her- inn nú mikla herferð gegn feit- um hermönnum. 31 árs gamall officer í flughernum, Harold Sacana, var t. d. rekinn úr starfi, þar sem hann sýndi sk'.p un hersins um að grenna sig ekki nógu mikla virðingu. Hon um hafði verið sagt að losa sig við átta kíló, en þegar hann mætti í skoðun var hann enn — einu kílói of þungur og því rekinn tafarlaust. Það stoð aði ekki, þó hann ásakaði lækni sinn fyrir að hafa ekki sýnt megrunarkúrnum nægilegan áhuga og héldi því fram, að hann hefði svelt sig í fjóra daga, án þess að léttast um meira en 3/4 úr kílói Sacana er talinn einhver bezti flug- maðurinn í sinni deild og vonandi grennist hann svo af vonzku, að hann geti sótt um starfið aftur. til algerrar nýlundu í samkvæmis- klæðnaði. Við þau eru hafðar blússur, með hringlaga kraga, eða með áföstu slipsi, sem er hnýtt lauslega að framan. Síðir sam- kvæmiskjólar ná einungis niður á ökla, og eru annaðhvort erma- lausir eða með víðum stórum erm- um. Kvöldkjóiarnir eru skreyttir með perlusaum eða plíseringum og knipplingum, en rúsínan í pylsu endanum er að stórrósóttir og dropóttir kjólar virðast ætla að slá í gegn og hafa þeir þegar náð miklum vinsældum á ítalíu. Það hefur aldeilis hlaupið á snærlð hjá okkur konum, þvi að frægur skrúðgarðaarkitekt Robert Burlo Marx er farlnn að teikna skartgrlpl, sem þegar njóta mlkilla vinsælda. Hann er fæddur I Sao Paulo I Brasilíu og m. a. þekktur þar sem landslagsmálari, lelrkerasmiður, og leturgrafari. Skartgripir hans eru undir japönskum og indverskum á- hrifum, og sumir segja að þelr lik- ist grindverkum, og eru elnungls framleiddir úr eðalsteinum og skíra- gulli. Eyrnalokkar og þungir skart gripir eins og armbönd, hálsfestir cg hringir eiga auknum vinsældum að fagna. Þeir sem stúlkan sýnlr eru úr skíra gulli og teiknaðir af Robert Burle Marx. 14 T í M I N N, föstudagurinn 6. marz 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.