Tíminn - 06.03.1964, Blaðsíða 9
Þorsteinn Örn
Ingólfsson
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult
er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
Þegar við félagar Þorsteins frétt
um lát hans, áttum við bágt með
að sætta okkur við það. Okkur
fannst öllum svo stutt síðan hann
var meðal okkar, fjörugur og full
ur af lífsþfótti, þrátt fyrir þau
veikindi, sem hann átti við að
stríða. Þorsteinn fæddist 5. janúar
1945. Foreldrar hans eru hjónin
Ingólfur Sveinsson lögregluþjónn
og Klara Halldórsdóttir. Árið 1961
hóf Þorsteinn nám í vélvirkjun í
Vélsmiðjunni Héðni og átti því
1 námsár cftir, er hann lézt. Áður
hafði hann lokið námi í Gagn-
fræðaskóla verknáms, en þar lágu
leiðir okkar fyrst saman. Þor-
steinn var hrókur alls fagnaðar,
hvar sem hann kom og tók drjúg-
an þátt i allri félagsstarfsemi.
Engan okkar, vinnu- og skólafé-
laga hans, óraði fyrir því, þegar
hann lagðist í sjúkrahús fyrir rúm
um hálfum mánuði, að þaðan ætti
hann ekki afturkvæmt, en þar
andaðist hann 2?.. febrúar. Við fé-
lagar hans og vinir, sem áttum
þess kost að kynnast honum, minn
umst hans með virðingu og þökk.
Foreldrum hans og systkinum
votta ég mina dýpstu samúð. Minn
ingin um þennan góða dreng mun
lifa í brjóstum okkar vina hans
um ókomna tíð.
Blessuð sé minning þín.
Skólabróðir
Þóranna Þwgikdóttir
F. 2. maí 1879.
Dáin 11. sept. 1963.
Var því rúmlega 84 ára er hún
lézt á heimli sínu eftir margra
ára vanheilsu og mikið af þeim
tíma verið rúmföst, en notið sér-
stakrar ástúðar og umhyggju eftir
lifandi eiginmanns, Þórðar Hjálm
arssonar og sona sinna, og ann-
arra þeirra, er dvalið höfðu á
heimilinu lengri eða skemmri
tíma, enda mikils virt og metin
sæmdarkona af öllum þeim er
henni kynntust.
Nú er hún til foldar fallin og
hefur verið búið sitt síðasta jarð-
neska hvíurúm í Hofskirkjugarði
í námunda við foreldra sína og
önnur náin skyldmenni, sem horf
in eru á undan henni, samkvæmt
algildu lögmáli lífs og dauða.
En sálirnar sameinast hinum
megin grafar í eilífri sælu hjá al-
heimsföður og skapara Ijóss og
lífs.
Oft verður manni það á að
staðnæmast um stund, þegar ein-
hver sérstök atvik lcoma fyrir.Nú
við fráfall Þórönnu á Háleggsstöð
um læt ég hugann reika milli
30 og 40 ár aftur í tímann. Það
var á kyrrlátu haustkvöldi, að við
fjórir félagar, gangnamenn úr Ós
landshlíð héldum heim að Háleggs
stöðum þeirra erinda að biðjast
þar gistingar nóttina á milli
gangnadaganna. Húsbóndinn stóð
úti á hlaðinu og heílsaði okkur
vingjarnlega að vanda og bauð
okkur strax að ganga í bæinn,
svo við þurftum ekki að hafa fyrir
því að gera uppskátt erindið.
Svo vanir voru Deilddælingar að
Á VÍÐAVANGI
rauninni betur en hinir bjart-
sýnustu þorðu að vona.“
Já, það er ekki sama á hvaða
sjónarhól menn standa, er þeir
líta á málin, og ekki heldur,
hvaða hagsmuna menn hafa að
gæta. Og nú veit þjóðin það, að
til eru þeir menn í þessu þjóð-
félagi, sem tclja að „viðreisn-
in“ hafi tckizt, meira að segja
betur en þeir þorðu að vona.
Skyldu það vera verkamenn,
sjómenn eða bændur? Það er
gott að menn glími við ráðn-
ingu gátunnar um það, hvaða
ágætu bjartsýnismenn það eru,
sem finnst „viðreisnin" hafa
tekizt jafnvel enn betur en þeir
þorðu að vona. Það er rétt hjá
Mogga, að þeir eru til, en það
er ekki mjög fjölmenn stétt.
taka á móti til gistingar gangna
og útréttarmönnum með stórri
rausn, að þeim móttökum mátti
líkja við stórveizlu og algengt
var það þegar til hvílu var gengið
og allir aðkomumenn gátu farið
að njóta næðis næturinnar, að eng
inn af heimafólkinu svaf í bað-
stofunni, hafði þá gengið úr
rúmum og eftirlátið öðrum til af-
nota. Ekki mun vera hægt að
komast lengra í gestrisninni.
Hafi allir hér í dalnum
káera þökk fyrir ógleymanlegar
móttökur, konur og karlar, lífs og
liðnir.
Þetta umrædda kvöld gengum
Við með Þórði til baðstofu og
höfðum meðferðis nestistöskur
okkar. Ég minntist þess, að Hall-
dór heitinn á Miklabæ, sá sæmdar-
maður var einn okkar fjórmenn-
inganna. Eftir að við höfðum tek-
ið okkur sæti fórum við að athuga
nestisbitann. Ég vil geta þess,
að þarna var fósturbarn hjón
anna, stillt og prútt í framkomu
og hélt sig alltaf í námunda við
fóstra sinn. Ilalldór hefur haft
næmasta skilning okkar á þörf
og löngun barna. Hann smyr
brauðsneið og réttir að barninu
og segir því að borða þennan
bita.
Rétt í þessu kemur húsmóðirin
inn með sínum alkunna virðuleik
og með sinni fáguðu framkomu*
Eftir að hún hafði heilsað okkur
spyr hún okkur hvort við séum
votir í fæturna, ef svo sé, þá ætli
hún að taka sokkaplögg okkar og
þurrka þau. Ber þetta sérstakan
vott Um nærgætni og góðvild í
okkar garð. Eftir að þetta atriði
hafði verið afgreitt, snýr hún sér
að barninu, klappar mjúklega á
kollinn á því og segir: ”Þú mátt
ekki sníkja mat fré gangnamönn-
unum“. Halldór á Miklabæ varð
fyrir svörum og sagðist hafa .gert
þetta að gamni sínu án þess að
nokkurt tilefni hefði verið til af
barnsins hálfu. Mér fannst þetta
atvik lýsa húsmóðurinni á þann
hátt, að hún væri öruggur
leiðbeinandi og hollur ráðgjafi
þeim börnum sem hún réð yfir,
enda fullvíst að synir og fóstur-
dætur hafa virt að verðleikum
hennar móðurlegu umhyggju. Ég
sá að barninu brá og í augunum
glitra tár. Bar það ótvíræðan vott
um ást þá og virðingu sem barn-
ið bar fyrir fóstru sinni og hefur
fallið þungt að gera henni nokkuð
á móti skapi. Húsbóndinn fylgdist
vel með hvað barninu leið, tók
það á kné sér, strauk blíðlega
vanga þess með vinnulúnu hönd-
um, hallaði því að brjósti sér og
þar með hafði barnssálin náð sínu
jafnvægi aftur. Þarna kom fram
föðurleg umhyggja húsbóndans.
Ég veit ekki hvort nokkur man
þetta atvik annar en ég, oft hefur
því skotið upp í hug mínumi
En mér hefur alltaf fundizt þetta
nokkur mælikvarði um Háleggs
staðahjónin. Er ekki eðlilegra að
foreldrar leiðbeini börnum, en
börn foreldrum? Á þessum árum
sem síðan eru liðin hafa orðið
stórfelldar breytingar í uppeldis-
málum og uppeldisfræðingar og
sálfræðingar hafa komið til starfa
í þjóðfélaginu. Útskrifast betri
æska í dag úr foreldrahúsum
heldur en fyrir 30 til 40 árum,
sem þetta atvik er tengt við?
Ekki er ég maður til að dæma
slíkt. En eitt má ég heldur full-
yrða, að manni finnst bilið milli
æsku og elli sífellt vera að breyta
um afstöðu til margra mála.
Framtíðin sjálf verður óhlutdræg-
ur dómari.
Þau Háleggsstaðahjón eru bor-
in og barnfædd þar í dalnum og
hafa fest þar rætur, sem staðið
hafa af sér alla storma, hafa notið
þar unglings, fullorðins og elliár-
anna, hafa séð skúra og skin og
stutt hvort anhað af hug og hjarta
Þessi orð eru fátæklég og óful-
komin, en með þeim vildi ég samt
mega leggja litið lauf í minningar
T f M I N N, föstudagurinn 6. marz 1964. —
MINNING 1
Framhald al 6. síðu
Framtíðin virðist brosa við svo
vel gerðum manni. Hann er
hneigður til búskapar og átthaga
ástin býr honum í barmi.
En snemma ber að nokkurn
skugga. Heilsan er ekki traust, —
þetta, sem hverjum manni er
dýrmætast hér í heimi. Skugginn
er þó ekki stór í fyrstu. Læknis
ráða er leitað. Hinn þróttmikii,
ungi maður harkar af sér. Hann
styður föður sinn í starfi og geng
ur víða vasklega fram til verka í
bópi sveitunganna. Ekki má sköp
um renna. Hægt og/ hægt skyggir
æ meira á birtu þroskaáranna. All
ir vandamenn gera sitt bezta og
mildar móðurhendur hlúa að. Það
veitir styrk — og þó ekki nægileg
an. Heimilið er kvatt. Læknavís-
indunum er treyst til áhrifa —
mikilla verka. Dvalarstaðir verða
Landspítali, Sjálfbsjörg, Heilsu-
hæli náttúrulækningafélagsins,
Sólvangur. Allt kemur fyrir ekki.
I.íkaminn vérður lamaður, en
andinn er heill — og leitar oft
til átthaganna.
Þannig líða mörg ár- En 17.
febrúar s. 1. lauk 42 ára ævi þessa
manns. Hvíldin kom þá mild og
ljúf, eins og léttu laufi lyfti blær
frá hjarni.
HL
Á sar.na heimili hafa eiginmaður
og einkasonur, faðir og bróðir ver
ið kvaddir hinztu kveðju með
nokkurra daga millibili. Sveitung-
arnir hafa verið þátttakendur í
helgri athöfn og vinir í fjarlægð
hugsa til heimilisins með söknuði,
þakklæti og djúpri samúð. Roskin
húsfreyja, sem ávallt i blíðu og
stríðu hefur borið um ranninn
íjós trúar, kærleika og þoigæðis
befur margs að minnast á þessum
tímamótum í Hfi heimilisins. Hún
ikransinn um Þórönnu á Háleggs-
stöðum um leið og ég votta
eftirlifandi eiginmanni, sonum,
fósturdætrum og skyldmennum og
vinum mína dýpstu samúð.
G. J.
ÞANN 21. september s. 1. fór
útför Þórörmu Þorgilsdóttur, hús-
freyju á Háleggsstöðum í Deildar-
dal í Skagafirði, fram frá Hofs-
kirkju á Höfðaströnd, að viðstöddu
fjölmenni, en hún andaðist á heim
Framhald á 16. síðu.
getur minnzt þeirrá daga, þegar
allt lék í lyndi, fjölskyldan stóð
sdman að starfi og lét sér annt um
gengi heimilisins. (Hún getur
minnzt þeirra daga, þegar allt
lék í lyndi, fjölskyldan stóð sam
an að starfi og lét sér annt um
gengi heimilisins). Hún getur
minnzt andstreymisins þegar það
var að skýrast smátt og smátt, að
iæknar gátu ekki unnið bug á
sjúkdómi sonarins, og þegar heilsu
brestur hafði bugað þrek aldur-
hnigins eiginmanns, er aldrei
hafði hlíft sér við erfiðum hand-
tökum, meðan fjörið þoldi. En
hún mun þá jafnframt minnast
þess sem vandamenn og vinir hafa
veitt henni, einkum dóttirin, er
á síðari árum hefur verið brjóst-
vörn heimilisins með þeim árangri
að verða ein af hetjum hversdags
lífsins.
Menn geta spurt, hvers vegna
einum eru búin þessi lífskjör og
öðrum hin. Fyllsta svarið mun
veitast með þessum orðum trúar-
skáldsins:
Lát svo geisa iögmál fjörs og
nauða,
lifið hvorki skilur því né hel.
Trú,þú: upp úr djúpi dauða
drottins rennur fagrahvél-
P.Þ.
STEINBECK
ákafiega vandvirkir, mér kem-
ur fyrst í hug Jack Kerouac,
sem hefur breytzt í seinni tíð.
Hann byrjaði með ýmsar til-
raunir, en nú hefur hann náð
þroska. Það er verst við suma
okkar ungu höfunda, sem stund
um eru kallaðir .bítnikar', að
þeir vita hverju þeir eru á móti
en gera sér ekki grein fyrirhvað
þeir viija í staðinn. Það er
ekki nóg fyrir rithöfúnd að rífa
niður, hann verður að sétja eitt
hváð fram í þess stað.“
Við spyrjrjn skáidið um ab-
strakt-listina, hvort hún sé leit-
andi tilraun.
„Að vissu marki er hún það.
Það er til góð og gild abstrakt-
myndlist, einnig í bókmennt-
um. Tilraunir eru ágætar og
nauðsynlegar. Það þýðir ékki
sama og ég sé ánægður með
allar .niðurstöður þeirra. Sjálf-
ur geri ég tilraunir — engar
tvær skáldsögur mínar eru
eins . . , “
Hjartkær eiglmna.ður minn,
Kristján Kristjánsson,
frá Gásum vi8 EyjafjörS,
andaSist á Landsspitalanum 4. marz s. I.
Jakobfna Sveinbjörnsdóttir.
FaSir okkar,
G'maliel Jónsson
bóndl, StaS á Reykjanesi
andaSist aS helmili sinu miSvlkudaglnn 4. þ. m. Jarðarförin verður
ákveðin síðar.
Börn hlns látna.
Elglnkona mín,
Sigríður GuSnadóttir
Breiðabliki, Höfðakaupstað.
lézt á Landspítalanum 4. marz. KveSjuathöfn verður i Domkirkj-
unni, laugardaginn 7. marz kl. 9 f.h.
Páll Jónsson.
Faðir okkar,
Kristján Kjartansson
Björnshúsi, Grimsstaðaholti,
lézt í Landspftalanum að morgni hinn 5. marz.
Börn hins látna.
Innilega þökkum við auðsýnda samúS við fráfall og jarðarför
Jóhönnu Bogadóttur
Einnig þökkum við læknum og starfsfólki Landakotsspitalans og
Landspítalans fyrir alla þá umhyggju sem hennl var auðsýnd þar.
Kristín Þórðardóttir, Bogl Þórðarson.
9