Tíminn - 06.03.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.03.1964, Blaðsíða 11
Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOK.KURINN FramkTKmdastldri: Támaa Ámason. — Ritstjórar: Þórarinn ÞónarinanoM (áb), Andrés Kristjánaaon, Jón Helgason og Indritfl G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Anglýsingastj.: Sigurjón DaviBsson. Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., sími 19523. ABrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan. lands. I lauaasölu kr. 4.00 eint — PrentsmiBjan EDDA h.f — Vaxtaáþjánin Þegar umskiptin urðu og ríkisstjórnin tók upp „viðreisnar“-stefnu sína 1960 var vaxtahækkunin talin ein meginlyftistöng til þess að koma breytingunni á og í það jafnvægi efnahagslífsins, sem átti að nást. Jafnframt lýsti stjórnin yfir, að þessir gífurvextir ættu að sjálfsögðu aðeins að vara skamma hríð, því að það væri alls ekki ætlunin að innleiða til frambúðar svona háa vexti í þjóð- arbúskapinn. Framsóknarmenn lýstu þegar yfir, að þetta væri engin hjálparráðstöfun, heldur hreint og beint tilræði við atvinnuvegina og uppbyggingu þjóðar, sem ætti svo margt ógert og væri á hröðu framfaraskeiði, sein yrði að halda áfram hvað sem það kostaði. Þetta mundi ekki draga úr lánaeftirspurn, því lánsfé yrðu einstakling- ar og atvinnustofnanir að fá, hversu háir sem vextir væru, og gætu ekki kippt að sér hendi í þessu efni, nema stöðvun yrði í framleiðslunni. Þetta var því fremur al- veg augljóst, sem ráðstafanir stjórnarínnar miðuðu ein- mitt að því að stórauka lánsfjárþörf atvinnuveganna til rekstrar og uppbyggingar. Nú eru fjögur ár liðin síðan okurvextirnir voru settir, og þeir eru enn í fullu gildi, nema smálækkun, sem gerð var eftir ár. Vaxtaáþjánin, sem stjórnin lagði á til bráðabirgða liggur enn með full- um þunga á þjóðinni og er sem óðast að fléttast inn í efnahagskerfið og framleiðslukerfið tii varanlegs skað- ræðis og með þungbærum og langdrægum afleiðingum. Þessi staðreynd, að bráðabirgða-ökurvextirnir eru enn við lýði, svo og bráðabirgðasöluskatturinn meira að segja stóraukinn, er ein skýrasta og augljósasta sönnun þess, hve gersamlega efnahagsmálastefna ríkisstjórnar- innar hefur mistekizt, og með hliðsjón af þeim yfirlýs- ingum, sem stjórnin hafði í upphafi um þessar bráða- birgðaráðstafanir, gildir þessi staðreynd líka sem opin- ber játning stjórnarinnar um hrun „viðreisnar”-stefn- unnar. Allir vita, jafnt stjórnin sem aðrir, að það verður ekki mögulegt fyrir okkur að hafa svona háan vaxtafót til frambúðar. Framleiðslan þolir það ekki ,og unga kyn- slóðin, sem er að koma undir sig fótum, rís ekki undir þessari vaxtabyrði. Þess vegna er það ein mikilvægasta bjargarráðstöfun og eitt fjrsta skref út úr efnahagsó- göngunum að lækka vextina. Landvarnir Með lillögu þeirri um endurskoðun laga um afnotarétt og eignarétt fasteigna hér á landi, sem Her- mann Jónasson og fleiri Framsóknarmenn flytja á Al- þingi, er hreyft brýnu nauðsynjamáli, sem ekki má leng- ur dragast að sinnt sé. Flestar þjóðir hafa um það ýtar- lega löggjöf, hvaða skilyrðum verði að fullnægja til þess að fá atvinnurekstrarréttindi í ríkinu. Lagaákvæði íslend- inga um þetta eru frá 1919 og voru fábrotin um þetta efni og að sjálfsögðu löngu orðin úrelt. Er þar lítinn hemil að finna gegn því, að útlendingar geti náð hér eignum og atvinnurekstri. Eru þessi lagaákvæði miklum mun fá- breyttari og linari en með flestum öðrum þjóðum, þótt svo sé háttað hér, að vegna fámennis og mikilla ónotaðra auðlinda er nauðsynlegt að hafa slík lagaákvæði a. m. k. eins ströng og aðrar stærri þjóðir. Asókn útlendinga hefur verið lítil, en tímar og aðstaða er nú gerbreytt og þegar farið að brydda á aukinni ásókn, sem mun fara vaxandi. Þess vegna verður að sníða þessu máli eðlilegan lagastakk. Það er nauðsynleg og eðlileg landvörn. r........ Fjárfesting Bandaríkjamanna í Frakklandi eykst ört Frönsk yfirvöld hafa af þessu nokkrar áhyggjur, en ekki er búizt við að grlpið verði tii róttækra varúðarráðstafana. DE GAULLE Á síSustu árum hefir Bandaríkjamenn og Frakka greint verulcga á um vi<5 horf til beimsmálanna. De Gaulle hefir lengi verið treg ur til að lúta til fulls for- ustu Bandaríkjamanna í samtökum Vesturveldanna og viljað fara sínar eigin götur í því efni. Nú fyriir skömmu olli hann veru- legri gremju meSal ráða- manna í Bandaríkjunum með því að viðurkenna Al- þýðulýðvcldið Kína. Finþykkni franskra yfir- valda og þverúð gegn Banda ríkjamönnum hefir ekki komið í veg fyirir að Banda rískir fjármálamenn kæmu járnum sínum fyrir í frönsk um fjármálaeldi. Fjárfest- ing Bandaríkjamanna i Frakklandi hefir aukizt mjög að undan förnu. Um það fia'llar grein sú, scm hér birtist, en hún er þýdd úr bandaríska blaðinu Christian Science Monitor. FRAKKLAND hefir verið „uppáhaldsland1- Bandarikja- manna að því er fjárfestingu snertir undanfarin 2 ár. Þetta vekur nokkra furðu, þegar þess ér gætt, áð stjórnarvöldin i Frakkíándi hafa látið í ljós verulegan ugg út af aðstreymi erlends fjár, og alveg sérstak- lega að því er varðar banda- rískt fé. Erlendir eigendur fjárins hafa verið sakaðir um að valda verðbólgu og einnig um tilraunir til að ná valdi yf- ir mikilvægum iðngreinum í Frakklandi. Frakkar hafa stungið upp á því, að fjárfesting Bandáríkja- manna í Evrópu væri tekin til umræðu sem “sérstakt vanda- mál,” og viðeigandi ráðstafanir gerðar. Aðildarríkin að EEC hafa samt sem áður hafnað þessum tilmælum. FREGNUM ber hvergi nærri saman um, hve miklu nemi það bandaríska fé, sem fjár- fest hafi verið i Frakklandi. í bandarískri áætlun er talað um 1100 milljónir dollara (Chase Manhattan Bank). Franskar heimildir halda því hins vegar fram, að þetta nemi nimum 2000 milljónum doll- ara, eða um það bil einum þriðja allrar erlendrar fjár- festingar í Frakklandi. Samkvæmt þessum heimild- um nemur bein fjárfesting bandarískra iðnaðar- og verzl- unarfyrirtækja í Frakklandi 1700 milljónum dollara. Kaup Bandaríkjamanna á frönskum hlutabréfum eru svo sögð nema um 300 milljónum doll- ara í við bót. Aðstreymi banda rísks fjár til Frakklands hefir aukizt ár frá ári að undan- förnu. Talið er að það hafi ná- lega tvöfaldazt frá 1960 til 1963. ÝMSAR ástæður hafa orðið til þess að hvetja Bandaríkja- menn til þess að festa fé i landi, þar sem þeir eru síður en svo velkomnir. Meginástæð- an er þó vitanlega stofnun hins sameiginlega markaðar, sem gerði það nauðsynlegt, ef ekki óhjákvæmilegt, fyrir bandaríska útflytjendur, að hefja framleiðslu innan toll- múranna. sem þarna var verið að reisa. Þvi verður ekki neitað, að Frakkland hefir upp á ýmis góð skilyrði að bjóða í þessu sambandi. Stjórn landsins er traust, pólitískt séð. Aðgangur að lánsfé er auðveldur og mik- ið vinnuafi fyrir hendi. Ennfremur ber þess að geta, að efnahagslíf Frakklands er mjög að eflast. Mjög ör fólks fjölgun I landinu veldurnokkru þar um og þensla hefir auk- izt verulega undanfarmið. Ríkis stjórnin hefir þó nýverið gert ýmsar ráðstafanir til þess að auka jafnvægi. Virðast þær ætla að heppnast og kann það að draga nokkuð úr þensl- unni á næstunni. í ÞESSARI þróun mun að ieita skýringarinnar á því, hve Bandaríkjamenn reyna að öðl- ast íhlutun á mörgum sviðum í landinu. Sagt er, að hvorki meira né minna en um 400 bandarísk fyrirtæki hafi kom- ið sér fyrir í Frakklandi síðan hinn sameiginlegi markaður var stofnaður, en um sama leyti voru gerðar ráðstafanir til þess að tryggja gengi frank- ans og ýmsar aðrar ráðstafanir til umbóta á fjármálasviðinu. Mjög er þó villandi að tala um “erlend yfirráð” í frönsku athafnalífi í þessu sambandi. Erlend fjárfesting nemur varla meiru en sem svarar ein- um af hundraði af heildarfjár- festingunni í landinu. FRÖKKUM þykir þó, sem bandarísk áhrif séu að verða hættulega mikil í ýmsum grein um athafnalífsins í landinu. Má þar til dæmis nefna eftirtalin atriði: BÍLAIÐNAÐUR. Chrysler Corporation eignaðist fyrir skömmu meirihluta í Simca, þriðja stærsta bílaframleiðslu- fyrirtæki í Frakklandi. MATVÆLAIÐNAÐUR: Lib- by hefir að undanförnu aukið stórlega ítök sín i niðursuðu- iðnaðinum. OLÍUHREINSUN: Esso- Standard á nokkrar af nýjustu og beztu olíuhreinsunarstöðv- unum í landinu. MATVÆLADREIFING: Upp a síðkastið hefir bandarískt fjármagn verið aukið veru- lega í hinum stærri fyrirtækj- um, sem annast matvæladreif- ingu. Að undanförnu hefir kom- izt á kreik þrál'átur orðrómur um, að bandarískt fjármagn hafi staðið að baki hinum mis- heppnuðu tilraunum belgísku Empaín-samsteypunnar til þess að eignast afkastamestu sam- steypu í frönskum þunga iðn- aði, Schneider-Creuzot. EKKI verður talið líklegt, að Frakkar grípi til alvarlegra ráðstafana gegn aðstreymi fjár frá Bandaríkjunum, úr því að þeim mistókst að fá önnur að- ildarríki að hinum sameigin- lega markaði til þess að gera víðtækar varúðarráðstafanir gegn “voða hinnar bandarísku fjárfestingar”. Telja má þó fullvíst, að haft verði náið eftirlit með banda- lískum viðskiptafyrirtækjum og líklegum fjárfestendum ráð lagt að leggja ekki of mikla áherzlu á athafnir sínar í Frakklandi Þeir munu einnig verða aðvaraðir um. að fjár- íestingaráform þeirra verði að íalla að framtíðarstefnu í írönsku efnahagslífi, eins og hún er mörkuð í fjögurra ára þróunaráætlun landsins. Að síðustu ber að geta þess, að bandarísk fyrirtæki verða til hins ýtrasta að laga sig eft- ir þeim reglum, sem gilda í írönskum félags- og verka- [ýðsmálum Bandarísk fyrir tæki hafa að undanförnu lokað nokkrum vinnustöðum og sagt upp frönsku starfsfólki sínu upp til hópa Þetta hefir valdið hvassri gagnrýni franskra yfir. valda og vakið mikla andúð meðal almennings T f M I N N, föstudagurlnn í. marz 1964. — u

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.