Tíminn - 06.03.1964, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.03.1964, Blaðsíða 19
HÉRAÐSMÓT Framhald af 15. síðu. ir sé vel nothæfur, sem undaneldis hestur í reiðhestarækt. Þá kem ég að stóðhestum með afkvæmum: Skjóni frá Skuggahlíð í Norð- fírði, eigandi: Guðjón Hermanns- son. Umsöm: „Afkvæmi stór, föngu- leg, bráðþroska, nokkuð þung- byggð, ganggóð og þægilega vilj- ug. Fallegir góðhestar finnast." Skjóni var 14 vetra, og það hefði mátt ætla að það væri hægt að koma með fimm góða reiðhesta undan svo gömlum stóðhesti, en það var öðru nær, því að það mátti segja að afkvæmin væru að sýna það hvemig reiðhestar eiga ekki að vera. Þau eru þungbyggð ekki sjáanlegur vilji til, eða lipurð. Enda mun hestinum eðlilegra, sam kvæmt byggingarlaginu, að fram- leiða sláturgripi en gæðinga. Eink unn 7,85. Annar: Eldur frá Fornustekk- um, Hornafirði. Eigandi: Friðrik Sigjónsson. Umsögn um afkvæmi Elds: „Líkjast honum að bygg- ingu og ganglagi, fremur klár- geng með tölti, en lítið um skeið, um vilja er lítið hægt að segja, á svo lítið tömdum hrossum, né um reiðhestakosti í heild. En þau eru frekar reisuleg og dugnaðarleg.” Einkunn 7.35. Þorkell segir að afkvæmi Elds líkist honum að byggingu, en hann lýsir ekki hvernig hann er byggð- ur, hvorki vel eða illa, og þess vegna fá þeir, sem lesa þessa lýs- ingu, enga hugmynd um, hvort af- kvæmin eru vel eða illa byggð, sem reiðhestar. Eins er um Skjóna. Þessum hestum, sem koma með afkvæmi, lýsir ráðunauturinn ekki, þetta er allt dálítið einkennilegt, svo ekki sé meira sagt. Afkvæmi Elds eru: 2 hestar, fjögra vetra og tvær hryssur 5 vetra, en þær gengu báðar með folöldum fjögra vetra, afkvaemin voru því öll tam- in í vor. Ég var með fimm af- kvæmi undan honum en eitt þeirra heltist í ferðinni, svo að ég gat ekki haft það með á sýningum. Þetta eru einu afkvæmin, sem búið er að temja undan honum, svo að það er ekki úr miklu að velja, en kannski er það einmitt mesta að marka, því að þau báru það með sér að vera hestefni. Svo ætla ég að láta gamlan hestamann, sem er búinn að eiga marga góða hesta, og er nú í fé- lagi í hestamannafélaginu Fák í Reykjavík, hafa síðasta orðið um afkvæmi Elds. Hann sagði: Það var gaman að sjá hvað þau voru létt og lipur og báru sig vel og að er virtist vel tamin. En Þorkell Bjarnason gat ekki gert sér grein fyrir hvort þar fóru heldur góð- hestsefni eða sláturgripir. Hér skal ekkert fullyrt um það hvort þeir Eldur og Sleipnir hafi verið verðugri betri lýsingar eða dóma en þeir hlutu, en með tilliti til þess dóms er þeir hestar fengu, er við þá kepptu, fer ekki milli mála að mjög var á þá Eld og Sleipni hallað, munu dómar sýn- ingargesta tvímælalaust falla á þann veg. Dómnefndin, sem á að dæma hestana á afkvæmasýningunni,hún er ekki látin sjá afkvæmin, sem á að dæma hestana eftir, áður en dómur er upp kveð- inn. Dóipnefndin sér ekki af- kvæmin iyrr en áhorfendur, en þó er hún búin að dæma hestana náttúrlega þá óséða.áður. Til hvers er verið að skipa dómnefnd, ef hún á svo ekki að sjá þau hross, sem á að dæma stóðhestana eftir á afkyæmsýningu? Virðist því, að Þorkell Bjarnason hafi dæmt af- kvæmi stóðhestanna einn, án þess að hans meðdómendur gætu nokk- uð til málanna lagt, eða á niður- stöðu dómsins. í dómnefnd voru: Egill Jónsson, ráðanautur, fyrir Búnaðarsamband A.-Skaft., Páll Sigurbjörnsson, T ‘í M I N N, föstudagurinn 6. m ráðanautur fyrir Búnaðarsamband Austurlands og hrossaræktarráðu- nautur Þorkell Bjamason. Þessir þrír dómnefndarmenn hafa allir sömu menntun frá Bændaskólan- um á Hvanneyri (Framhaldsdeild- inni). En stendur Þorkeli þeim svo miklu framar að eigin áliti, að honum þætti það óþarfa tíma- eyðsla, að þeir fengju að sjá af- ikvæmi hestanna, sem átti að dæma þá eftir? íslenzkir hestamenn. Hvað hald- ið þið að Theódór Arnbjamarson, hrossaræktarráðunautur, annar eins hesta- og lærdómsmaður í hestarækt eins og hann var, og að sama skapi glöggur á byggingu og afkastagetu þeirra til gangs, hefði sagt, um slíka dóma, sem þama voru dæmdir? Eftir því, sem við Hornfirðingar þekktum hans dóma á kynbóta- hestum, hefði han talið Skjóna frá Norðfirði óhæfan kynbótahest til reiðhestaræktunar. Gunnari Bjarnasyni ráðunaut, eigum við hestamenn að þakka þann mikla áhuga, sem nú er vaknaður um land allt, fyrir hans framúrskarandi túlkun bæði í ræðu og riti.um íslenzka hestinn, og þær yndisstundir, sem hestur- inn veitir hverjum þéim, karli eða konu, sem með alúð og umhyggju gera hann að tryggum förunaut. Þess vegna er það óbætanlegt tjón fyrir íslenzka hestarækt, ef við eigum ekki að fá að njóta hans miklu reynslu og þekkngar til að skapa íslenzka reiðhestinn. Ekki má heldur gleyma því, hvað Gunn ar Bjarnason hefur gert til að kynna íslenzka hestinn erlendis, með þeim góða árangri að á næstu áram, getum við gert ráð fyrir að flytja út tamda hesta fyrir gott verð.Það getur einmitt orðið mjög mikið atriði fyrir okkar hestarækt, því að markaður innanlands er ekki það mikill, að hann fullnægi þeírri framleiðslu, sem hrossa- bændur þarfnast. Og um leið skap- ar það-erlendan gjaldeyri. ..... Skrifað á gamlársdag 1963. Friðrik Sigjónsson, Fornustekkum, Homafirði. HVAÐ HEYRI ÉG (Fxamhald af 15. síðu). andi með æru og öllu, eins og íhald og kommar stefna að með okkur, þá er af nógu að taka, án þess að brýna brand ósanninda, og þó Heimdellingar séu að sjálf- sögðu hættir að knékrjúpa fasista- fánum, fermdir og ófermdir hætt- ir að kyssa hakakrossa, eins og á árunum fyrir hertöku fslads. En ég hata rógburð. Hann er fyrirlitlegasta vopn, sem hægt er að bera að nokkurri sál. Ég ann hverjum einasta manni þess sóma er hann getur áunnið sér á mann- sæmandi hátt og skoða yfirleitt náunga minn frá betri hlið meðan stætt er. Ef stjórn S.A.K, hefði fyrir ári, þegar hið mikla F.U.F. var stofnað í Norðurlandi, beint óþekku máli til löggjafar- valdsins í leit að lögbindingu um lágmarksaldur í flokksfélögum, hefði mátt ætla að hún í umboði kvenféiaganna á Austurlandi værir að bera sálarheiil æskufólks okk- ar Framsóknarnianna fyrir brjósti. Jón M. Kjerúlf. Frá Alisin^i 6. gr. Námsslcírteini Að námskeiðum loknum fá regiulegir nemendur skírteini um þátttöku sína, og er það ritað á sérstakt eyðublað og undirritað af forstöðumanni og minnst einum kennara, verkstjóra eða leiðbein- anda. Óheimilt er forstöðumanni eða öðrum starfsmönnum að gefa nemendum nokkur önnur vottorð. Ef nemandi hverfur frá skólan- um, áður en námstíma lýkur, fær hann ekki námsskírteini. irz 1964. — 7. gr. Tala nemenda Á námskeið I og II eru teknir allt að 15 nemendur, sem fá ó- keypis kennslu, fæði og húsnæði. Á sémámskeið fyrir lýsis- vinnslu eru teknir alit að 4 fastir nemendur, sem einnig fá ókeypis kennslu, fæði og húsnæði. Á námskeiðin fyrir „eldri“ fiskiðnaðarsmenn eru nemendur teknir eftir því sem rúm leyfir, og er kennsla ókeypis, en þeir verða sjálfir að greiða dvalar- og fæðiskostnað. 8- gr. Inntökuskilyrði 1. Sá, sem óskar að verða reglu- legur nemandi, verður: a) Að verða orðinn 18 ára og ekki eldri en 35 ára. Stjórn fisk- iðnaðarskólans (lærebrak) getur þá, eftir ábendingu skólastjóra, veitt undanþágur. b) Að senda eiginhandar um- sókn til forstöðumannsins um, að hann æski inngöngu í skól'ann. c) Að senda vottorð um hegð- un sína. Vottorðið verður að vera undirritað af „lénsmanni", presti eða iækni. d) Að senda vottorð frá sjúkra- samlagslækni um, að umsækjandi sé heilsugóður og gangi ekki með smitandi sjúkdóma. Vottorðin skal rita á þar til gerð eyðublöð, sem skólinn lætur í té. e) Að senda vottorð trúverð- ugra manna um, að umsækjandi hafi unnið við fiskverkun eða fiskveiði í a. m. k. 12 mánuði. Vottorðið skal áritað af „léns- manni“, presti eða lækni. f) Að senda vottorð um, að um- sækjandi hafi öðlazt góða mennt- un í barnaskóla (folkeskolen). 2. Sá, sem óskar að verða ó- reglulegur nemandi, verður: a) Að verða orðinn 18 ára, en veita má undanþágu frá því á- kvæði. b) c), d), e) og f) sbr. ofan- ritað. VEIÐIFÉLAG ^ffrrrrr; Framhald af bls. 20. stórborgir, og þar reynt að gera aðbúnað almennings sem beztan. Þangað gæti fólk komið, setið úti í sólskini og haft með sér bita, en þeir, sem vildu gætu síð- an dundað við að veiða. Elliðavatn hefur verið ágætis- veiðivatn, og lax mundi ganga í það, en þó þyrfti að opna honum leið að einhverju leyti í gegnum stíflu Rafveitunnar. Þá þyrfti einnig að setja seiði í vatn- ið, og kæmi til greina að fá þau úr ejdistöð Rafveitunnar þarna skammt frá, en að sjálfsögðu mætti einnig fá þau annars stað- ar frá. Það þarf töluvert af seið- um til þess að halda við veiðinni í vatninu svo að ekki verði þar um ofveiði að ræða. Reykvíkingar geta nú ef til vill horft fram til þess dags, þegar kominn verður skemmtigarður upp við Vatnsepda, þangað sem þeir geta brugðið sér á góðviðris- dögum til þess að sigla um Elliða- vatn, eða veiða sér til ánægju og að lokum fá sér einhverja hress ingu á útiveitingastöðum. UM KEFLAVÍK Framliald af bls. 20. ursmenn munu hafa sína aðal- bækistöð. Tíu þeirra munu svo leggja þaðan út yfir ísflæmið. Tore Gjelsvik, forstöðumað- ur norsku pólrannsóknar- stofnunarinnar, kvaddi leiðang- ursmenn á Fornebuflugvelli, og sagði, að ef þessi för heppnað- ist til fullnustu, mundi allur Noregur fagna með þeim. Hins vegar brýndi hann fyrir þeim að tefla ekki um of í tvísýnu, þeir skyldu vera minnugir orð- anna: Það er líka mikils virði að tapa með sæmd. Svo óskaði Gjelsvik þeim góðs veðurs og góðs íss. Og með óskir hans og állra annarra lögðu kapparnir af stað í heimsskautaförina. KLAPPAÐ OG . • . Framhald af 1. slðu. landi, og svo var einnig allt þeirra háttalag. Á eftir Hljómum kom Savannatríóið fram, og voru áhorf endur fyrst í stað ekkert hrifnir, en áður en yfirlauk, „áttu“ þeir allan salinn, og ætlaði fagnaðar- látunum aldrei að linna að l'okn- um leik þeirra. Eftir hlé kom fram hljómsveit- in Tónar, og var leikur þeirra all- þokkalegur. Á eftir þeim komu svo Hljómar aftur fram, og fór þá að færast ókyrrð í áhorfendur, sem risu úr sætum sínum, hrópuðu, öskraðu og klöppuðu saman lóf- unum. Litli, ljóshærði Keflvíking- urinn gerði þá víðreist um salinn, og smitaði lífsfjör hans svo frá sér, að bókstafl'ega allur salurinn var á iði á tímabili. Dyraverðir hússins komu nú til skjalanna og ætluðu að stöðva göngu piltsins um húsið, sem vildi hvergi fara. Lauk svo um síðir, að hann hafð- ist út með hljálp áhorfenda. En skömmu seinna var hann aftur kominn á stjá innan veggja Há- skólabíós, og þá máti víða sjá unga fólkið, þar sem það stóð og klappaði og æpti og vaggaði sér eftir hljómfallinu. Sumir piltanna voru á skyrtunum einum saman. Tveir lögreglumenn voru fengn- ir til að fjarlægja þann litla, Ijós- hærða, á meðan síðasta hljóm- sveitin Sóló, barði sínar bumbur og strengi, sem mest hún mátti. Engin ærsl eða ólæti urðu í lokin, unglingarnir hrópuðu að vísu á meiri hávaða af sviðinu, en er hann fékkst ekki, héldu allir út, og sumir þegjandi hásir eftir öll ópin. Engar skemmdir munu hafa orðið á húsinu, enda ólætin ekki það óskapleg. Aðeins nokk- ur hundruð unglingar í ævintýra- leit. HITI í JÖKLINUM Framhaíd af 1. síðu. * við bara ekki við annað að styðjast en lauslegar blaða- fregnir frá þeim tímum. Er sagt frá því, að eldur hafi sézt á Vatnajökli úr Skaftafellssýslu þetta ár. Sagnir af fleiri um- brotum hef ég nú ekki. KULDI í EVRÓPU Framliald af bls. 20. Stöðvarfjarðarvegi af þeim sök um fyrir allri umferð nema jeppa. Af Vestfjörðum er það að segja, að þar eru allar heiðar færar nema Breiðadals- heiði, en nokkur snjór er einn- ig á Þingmannaheiði, og hún þungfær. Vegir á Norðurlandi eru að verða töluvert blautir og erfiðir yfirferðar, en hér sunnan lands eru vegir í góðu lagi. íþróttfr stjóri. Aðrar framkvæmdir mótsins annast Skíðafélögin sameiginlega. Skíðaráð Reykjavíkur lætur þess getið, að fært er jeppum alla leið að mótstað, en aðrir bílar komast að KR-skálanum. Iþréftir ið íslandsmeistarar. í þeirra röðum var Þórólfur Beck, sem nú gerir garðinn frægan á öðr- um stað. Frjálsíþróttamenn fé- lagsins eru eins og knattspyrnu mennirnir í fremstu röð. Hand knattleikur hefur risið og hnig ið á víxl, í þeirri grein hefur KR hlotið íslandsmeistaratign bæði í karla - og kvennaflokki. Skíðadeild er vel starfandi og hefur reist: myndarlegan skála í Skálafelli, þar sem skíðalyftu hefur verið komið fyrir. Körfu knattleiksdeild er í mjög örum vexti. Fimleikar eru ágætlega iðkaðir hjá félaginu. f sundinu á KR margt efnisfólk. Glímu- deild hefur nýlega verið endur- vakin og starfar vel. Badminton deild var stofnuð á síðasta ári og stendur starfsemi hennar nú með miklum blóma. — Nú er svo komið, að KR verður enn að færa út kvíamar. Hin mikla starfsemi félagsins hefur sprengt íþróttamannvirkin við Kaplaskjólsvegi utan af sér, og hyggja KR-ingar á stórfram- kvæmdir í byggingamálum á næstu árum. Þegar litið er yfir farinn veg, geta KR-ingar sannarlega verið ánægðir yfir unnum af- rekum. Og hvað er það nú, sem hefur gert KR svona sterkt? — Það er liiklaust hin mikla sam- heldni jafnt inn á við sem út á við, hinn sanni félagsandi — Vesturbæjarandinn, sem fylgt hefur félaginu frá fyrstu tíð. ______________________— alf, GJAFAHLUTABRÉF Framhald af bls. 20. undanförnu verið undirbúin út- gáfa á svokölluðum gjafahluta bréfum Hallgrímskirkju. Bréfin eiga að vera kvittanir fyrir frjálsum framlögum til minn ingar kirkjunnar, eru þau í mis- munaniji litum eftir upphæðum þeirra, sem eru 100 kr., 300 kr., 500 kr„ 1000 kr„ og 5000 kr. Hallgrímskirkju-bréfin hafa ver- ið send öllum sóknarprestum í landinu og verða þau fáanleg að loknum minningarguðsþjónustum í kirkjum um allt land sunnudag- inn 15. marz og síðan áfram fyrst um sinn hjá sóknarprestum. Öðr- um vinum Hallgrímskirkju úti um land, verða send þessi bréf tij fyrirgreiðslu og mun síðar verða skýrt frá hverjir þeir eru. í Reykjavík °ru bréfin fáanleg hjá prestum og kirkjuvörðum. Sjöfugur Framhald at 2. síðu. hefur það verjð gert að nokkru af frú Guðrúnu Björnsdóttur frá Kornsá. Á bezta aldri, eða 26 ára gam- all, flytur Skafti til Siglúfjarðár, t fullur af áhuga hins unga athafna manns, en ríkur af reynslu áranna að Nöf. Eins og fyrr segir, urðu útgerð og fiskkaup vettvangur Skafta Stefánssonar. Það væri synd að segja að alltaf hafi vel gengið, nei oft olli afla- leysi, illt veðurfar og óáran óhöpp um og tapi, en Skaft.i missti aldrei kjarkinn og bar höfuðið jafnan hátt. — Hann stillti líka gleði sinni í hóf þegar vel gekk og mik- ill afli barst að landi. — Skafti Stefánsson hefur aldrei öfgamaður verið. í félagsmálum hefur hann stutt Framsóknarflokkinn og samvinnu hreyfinguna Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Siglfirðinga og verið einlægur stuðningsmaður þess um áratugi, og hefur átt sæti í stjórn þess. í bæjarstjórn Siglufjarðar hef- ur Skafti átt sæti, svo og hafnar- nefnd o. fl. nefndum. Skafti hefur í þessum störfum sínum sem öðrum, sýnt trú- mennsku og dugnað, sem í dag ber að þakka. Það er von mín, og ég veit allra þeirra, sem bezt þekkja Skafta og frú Helgu, að Skafti eigi eftir enn að lifa mörg ár, og að síldin veið- ist á ný fyrir Norðurlandi, ekki eina viku eða svo, heldur sumar- langt, það sem eftir er af þessari öld og miklu iengur. Þá veit ég að Skafti mun una sér í Siglufirði ef annir verða nógar, og þá mun framtíð Siglu- fjarðar einnig vera borgið, en hana hefur Skafti jafnan borið fyrir brjósti. Samferðamenn Skafta, vinir hans og kunningjar, senda hop- um sjötugum og fjölskyldu hans, innilegustu árnaðaróskir, ’ og þakka samveru og ’ samstarf lið- inna ára. M Jón Kjartansson. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.