Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 17
„ÞAR SEM dauðinn er endalok alls mannlegs lífs, hef ég nú ran nokkurt skeið leitazt við að skoða hann sem hollan vin, í stað hins ógnvekjandi óvinar, sem hann er í hugskoti flestra manna". Svo skrif- ar Mozart í bréfi til föður síns, og má af því marka að gegnum harða lífsbaráttu, og erfiðan sjúk- dóm, sem sífellt gerðist honum nærgöngulli hefur hann oft verið með hugann við endalokin, þótt oftast yrði lífslöngunin efst í huga hans. Það er kaldhæðniiörlaganna að sálumessa Mozarts skuli verða til undir þeim kringuenstæðum, sem raun varð á. rað, að semja tónverk 'eftir pöntun var þeirra tíma venja og si'ur og sjálfsagt hefur meistarinn oft gripið sinn nótnap'enna, til að uppfylla slíkar pantanir. Eflaust hefur hann í fyrstu hafið þetta verk sem skylduvinnu en fljótlega Verður hann gripinn sínum eld- móði, við vinnuna, og eftir því sem verkið þomar úr penna hans, verður það eins konar kapphlaup við dauðann. Helsjúkur semur Mozart þannig sína eigin sálu- messu, og deyr frá verkinu ófuli- gerðu einungis 35 ára að aldri. — Talið er að nemandi Mozart, Siiss- mayer að nafni hafi lokið verkinu eftir hans dag, og hvemig því öllu er háttað, er enn í dag vafamal, en eitt vita menn að hann var kominn nokkra takta út í „Lacri- mosa“-kaflann er hann féll frá. Þótt verkið sé ekki að fullu og öllu Mozarts hefur það unnið hjörtu áheyrenda og hefð í þeirn frágangi og formi, sem það er í dag. í því sameinast, það háleitasta og fegursta í list Mozarts, þar end- urspeglast öðrum þræði, hin sterka lífsvon og löngun hans til að njóta ávaxta sinnar listar og hins vegar sáttfýsin við það óumflýjanlega, sem hann veit að er einungis hárs breidd frá. Flutningur sálumessunnar fór fram í samkomuhúsi Háskólans undir stjóm Róherts A. Ottósson- ar og söngsveitarinnar Fílharmon- íu, með aðstoð Sinfóníuhljómsveit ar fslands. Það er augljóst að dr. Róbert A. Ottósson hefur unnið mjög vel, og reynt að vanda sem bezt til þessarar uppfærshi. En þar er við margan vanda að etja, þar eð hljcmskilyrði hússins eru þessu viðkvæma verki um margt óhagstæð. Kórinn er nú skipaður allgóðum kröftum og em t. d. tenórar ó- venju góðir og þróttmeiri en áð- ur og sópraninn ræður nú orðið yfir ýmsum styrkleika en skortir nokkuð á hljóm í veikum söng. — Sýndi kórinn víða góð en öfgalaus tilþrif, samæfingu og raddajafn- vægi. Þeir sem með einsöng fóru, voru Eygló Viktorsdóttir, sópran, sem tók að sér Wutverkið með stutt- um fyrirvara og sýndi þar einlæg- an og glöggan skilning, og var rödd hennar mjúk og áferðarfal- leg. Sigurveig Hjaltested fór mcð alt-hlutverkið, það er að vísu ekki mikið að vöxtum, en gerir aftur miklar kröfur í sólókvartett og þar naut rödd hennar sín mjög vel, en aftur á móti ekki jafnvel í einsöng á Iægri tónum. Tenór- hlutverkið hafði Sigurður Bjöms- son á hendi, og fór hann einkar fallega með það, hins vegar gæti verið að hljómburður hússins ætti sök á að rödd hans hljómaði mjög misvel um húsið. Með bassann fór Kristinn Hallsson og var bæði fyll- ing og þróttur í rödd hans, og mað ferð hans vönduð að venju. — Margir og undurfagrir sólókvartett ar eru í þessu verki, og fluttu ein- söngvaramir marga þeirra framúr- skarandi smekklega. Dr. Róbert A. Ottósson hefur lagt mDdð af mðrkum til upp- færslu þessa verks og má segja að heildarárangur væri gðður og oft ágætur. Að vísu býr þessi sálumessa Moz- arts ekki yfir hinu háleita — bjarg fasta trúnaðartrausti Bachs en hún felur í sér þann neista, sem er hverjum manni svo aðgengileg- ur og eðlilegur, og af þeim sökum hertekur hún hlustendur. Aðstoð Sinfóníuhljómsveitarinn- ar við söngfólkið var hin ágætasta. Unnur Arnórsdóttir. Guðrún B. Helgadóttir OrM er frjálst Opið bréf til ritstjóra „Freys” Herra ritstjóri, Gísli Kristjáns- aon. Eg var að hlusta á búnaðarþátt- inn, sem að jafnaði er bæðj fróð legur og gagnlegur, en þessum þætti hafði ég beðið eftir með nokkru meiri áhuga og eftirvænt- ingu, þar eð fjallað skyldi um eitt af okkar allra mestu hags- 261 HLUTHAFI í TOLLVÖRU- GEYMSLUNNI Aðaifundur Tollvörugeymslunn- ar h.f. vair haldinn þann 15. apríl 1964, og var hann fjölsóttur. Tekur fyrirtækið senn til starfa, en mannvirkin hafa verið tilbúin að mestu frá því í desember s.l., en staðið hefur á ýmsum fram- kvæmdaratriðum til til þessa. Formaður stjórnarinnar, Albert Guðmundsson, stórkaupmaður, setti fundinn og flutti skýrslu um störf stjórnarinnar. Er nú kostn- aður við framkvæmdir orðinn um 30 milljónir króna og lokið við 2500 fermetra geymsluhús og 5000 fermetra útilan og að auki toll- varða- og skrifstofuhús um 160 fer- metra. Er þar með lokið við íyrsta áfanga mannvirkja Tollvöru- geymslunnar h.f. Hafa begar borizt umsóknir fyr- ir leigu á öllu rúmi geymslunnar lrá um það bil 60 aðilum. Stjórnina skipa nú: Albert Guðmundsson, formaður, Hilmar Fenger, varaformaður, Einar Farestveit, gjaldkeri, Jón Þ. Jóhannsson og Sigurliði Krist- jánsson. Illuthaíar í Tollvörugeymslunni h.f. eru nú 261. munamálum, það er tilbúinn á- burð. ^ Satt að segja vonaði ég í sak- leysi mínu, að samtal þetta kæm ist einhvers staðar að kjarna máls ins og varpaði Ijósi á, hvers vegna islenzki „kjarninn" er ekki fram leiddur fyrir gróðurþörf íslenzkr- ar moldar og hvenær vænta má endurbóta á efnalegri samsetn- ingu hans, svo að hann geti talizt söluhæf vara og samkeppnisfær við aðrar hliðstæðar áburðarteg- undir á heimsmarkaðinum. Það væri líka fróðlegt að heyra, hvers vegna bæiídur fá ekki af- greiddar þær tegundir tilbúins á- burðar, sem þeir panta, en er í þess stað úthlutað því, sem áburð- arverksmiðjunni hentar bezt að selja, þó að það sé sú vara, sem bændur hafa þegar fengið dýr- keypta reynslu af, og samsvarar í engu þörfum og kröfum, sem íslenzk gróðurmold, grös, jurtir og búpeningur gera, til þess að þau megi lífi halda og þrifum. Eða hvað um tilraunir, rannsókn ir og niðurstöður dómbærra manna í þessum efnum? Það hefði jafnvel verið fróð- legra að heyra þig fjalla um þau mál við forráðamenn áburðarverk smiðjunnar, heldur en form og íögun beirra áburðarstafla og skafla vöruskemmunnar, sem verkamenn þar eru látnir moka úr og munu að fáum dögum liðn- um sendir út á land, bændurn til vafasamra nota, en örugg auð- trygging þeirrar einokunarstofn- unar, er selur vöru þessa ábyrgðar laust. Nema, ég segi NEMA, kaupend- ur neiti að taka við slíkum send- íngum, fyrr en þær fullnægja þeim kröfum, seip vísindalegar niðurstöður sýna, að gera verður til slíkrar vöru, enda sé hún fram- ieidd undir ströngu eftirliti um vöruvöndun og gæði, miðað við þarfir neytenda. Þetta eru ekki eingöngu hugsan ir og orð einnar bóndakonu, held- ur tírimhljóð þeirrar þungu ó- ánægju-undiröldu bændastéttar- | innar allrar með tilhögun þessara : mála og afgreiðslu alla. ■ Herra ritstjóri! Eg beini orðum Imínum til þín í þetta sinn, vegna | þess að þú hefur oft veitt málefn um bænda lið. Það er ósk mfn, að þú gerir þér aðra ferð — og margar fleiri ferðir, ef þörf ger- ist, — til allra þeirra, sem unnið geta að lagfæringu þessara mála og linnir ekki, fyrr en þeir leggj- ast allir á eitt að koma áburðar- rnálurn þjóðarinnar í viðunandi og eðlilegt horf að nútímakröfum og aldarhætti. OG ÞAÐ NÚ ÞEG- AR, svo að næsta vors áburðar- sending fullnægi í einu og öllu pöntunum og þörfum bænda. Eg veit, að þessa árs fram- leiðsla er þegar fullunnin og ráð- stafað og því verður ekkj kippt í lag héðan af, og bændur verða enn í ár að nota „maðkað korn og myglaða vöru“ þeirra einokun- arkaupmanna, en það skal verða 5 síðasfa sinn. Því að við ykkur, bændur, vil ég segja þetta: Eg skora á ykkur, alla sem einn, neitið að taka við íslenzka „kjam- anum“, fyrr en hann hefur verið endurbæltur! Og neitið að búa við einokunarverzlun í hvaða mynd, sem hún birtist! Standið saman, bændur. Allir sem einn, að öllum hagsmunamálum ykkar, þá mun enginn dirfast að tala um að ráð- stafa ykkur til eins eða annars. Með vlnsemd og kærum kveðj- um. Skrifað að Austurhlíð mánudag inn 20. apríl 1904. Guðrún B. Helgadóttir. ÁVARP Framhald af 13. síðu. mestu horflnn. Verkalýðshreyf- ingin er andvíg verðbólgu og þeirri dýrtíð sem í kjölfar henn- ar fylgir og hún mótmælir þeirri staðhæfingu að kauphækkanir verkafólks séu orsök dýrtíðar- innar enda hefur verð á vöru og þjónustu vaxið stórum meira en kauphækkunum nemur og verka fólkið enga kjarabót fengið fyrr en það hefur búið mánuðum sam an bótalaust við skertan hlut. Kauphækkanir verkafólksins eru því afleiðing dýrtíðarinnar en ekki orsök. Þrátt fyrir þann varnarsigur, sem verkalýðurinn vann í des- emberdeilunni á verkafólkið enn í vök að verjast. Enn verða verkalýðssamtökin að krefjast réttmætra bóta vegna vaxandi dýrtíðar — krefjast þess að kaupmáttur launanna verði auk- inn. Umfram allt krefst verkafólk- ið verðtryggingar þeirra launa, sem um er samið hverju sinni. Stytta verðjur hinn óhóflega langa vinnudag, með óskertum Iaunum og lengja orlof verka- fólks til jafns við það sem al- mennt er orðið með nálægum þjóðum. Þá verður og að géra raunhæfar ráðstafanir til þess að lækka húsnæðiskostnað verka- fólks og stórauka lánsfé til hóf- legra fbúðabygginga. VerkalýðssamtöMn eru reiðu- búin til samstarfs við stjómar- völd landsins um leiðir til þess að koma á kyrrð og jafnvægi í launa- og verðlagsmálum, enda verði réttmætar krðfur samtak- anna viðurkenndar. Frjálsan samningsrétt verka- lýðsfélaganna um kjaramálin má í engu skerða. Leið gerðardóms eða lögþvingana í stað frjálsra samninga strfðir gegn löghelg- uðum grundvallarréttindum verkalýðshreyflngarinnar og býð ur heim kjaraskerðingu eins og láglaunafólk í hópi opinberra starfsmanna hefur fengið að re5ma nú nýlega. Meginkröfur verkalýðshreyf- ingarinnar í dag eru þessar: 1. Kauphækkun, verðlagslækkun eða aukning kaupmáttar á ann an hátt er .bæti verkafólki upp þá kjaraskerðingu, er verð- bólga síðustu ára hefur vald- ið alþýðuheimilum. 2. Verðtrygging launa, þannig að hægt verði að semja um raun- verulegt kaup. 3. Stytting hins langa vinnudags án skerðingar heildartekna. 4. Rækilegar úrbætur í húsnæð- ismálum láglaunafólks. 5. Lenging orlofs og löggjöf um vinnuvernd til hagsbóta fyrir verkafólk. Þessum kröfum vill islenzk verkalýðshreyfing fá framgengt nú með friðsamlegum hætti, en reynist það ekki unnt hlýtur öllum mætti samtakanna að verða beitt til að tryggja þann ótvíræða rétt verkafólks, sem hér er kraflzt. Reykvísk alþýða, sýndu í dag vilja þinn til að bera kröfur verkalýðssamtakanna fram til sigurs, með því að fjölmenna í kröfugönguna og á útifundinn. Höldum hátt á loft þvi merki, er hafið var með fyrstu kröfu- göngunni á íslandi fyrir meira en 40 árum. Sameinuð munum við sigra. Lifi eining íslenzkrar alþýðu. Lifi bræðralag verkalýðsins um heim allan. Reykjavík, 1. maí 1964. 1. maí-nefnd Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Óskar Hallgrímsson, Guðjón Sigurðsson, Benedikt Davíðsson, Eðvarð Sigurðsson, ■lóna Guðjónsdóttir, Guðjón Jónsson. Launþegar samtök samvinnu- hreyfingin eru tvær T í M I N N, fösfudagur 1. maí 1964. 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.