Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 22

Tíminn - 01.05.1964, Blaðsíða 22
f \ ) ■Jf CLEMENTINE KONA CHURCHILLS stífur af hræðslu. Þegar eltthvað kom skyndilega í ljós fyrir framan ofckur, fómaði hán hðndum og æpti!“ Eftir eitt eða tvð minni háttar óhöpp • lagði hún niður bifreiða- akstur sem tómstundagaman. En þegar hún varð sjötíu og tveggja ára ákvað hún að rifja upp kunn- áttuna til að geta ekið nýjum bíl sem þau höfðu fengið. Winston hafði ekki gleymt fyrri reynslu og krafðist þess í fyrstu að hún hætti sér ekki út á vegina nema hafa reyndan bílstjóra sér við blið. Clementine gerði sér þá lítið fyrir og keypti sér eigin bíl og krafðist þess jafnframt að fá að aka honum sjálf aðstoðarlaust, þó að hún hefði varla setzt undir stýri í tuttugu ár. Það er ekki auðvelt að aka Win- ston, að því er þeir segja, sem bezt ættu að vita. Honum er ekki illa við að aka hrátt, en aka verð- ur með jöfnum hraða. Sá bílstjóri, sem er svo óheppinn að hemla harkalega eða taka harkalega af stað, fær það óþvegið á hreinni Churohillsku. Hvorki Winston né Clementine fcafa neinar sérstakar cnætur á bifreiðum yfirleitt, og vilja frekar leigja bíla en eiga þá. Winston hélt lengi fast við ævagamlan Austin 10 og notaði hann til að fara um Chartwell landareignina Clementine var meinilla við þetta skrapatól, enda samræmdist það engan veginn reglusemi hennar og þrifnaði. Hún sá því um, að bíllinn væri seldur til bifreiða- sölu þar í sveitinni fyrir 40 pund og í staðinn keypti hún nýjan Hillman Minx. f þetta sinn lagðist Winston gegn athæfi hennar og sagði á- kveðinn: „Eg vil fá gamla bílinn aftur.“ , Það kostaði 80 pund að kaupa hann aftur, því að bifreiðasalinn hafði þegar selt hann öðrum við- skiptavini fyrir 80 pund. Burtséð frá slíkum minni háttar ágreiningi, er Chartwell staður ánægjunnar og friðarins. Þar hef- ur Clementine reynt að koma dá- litlu jafnvægi á stormasamt líf Winstons. Persónuleiki hans, sem ber ægishjálm yfir alla aðra hef- ur þó aldrei skyggt á tignarlega, geðþekka konuna, sem er lífsföru nautur hans. Fjör hennar og glað- lyndi, ásamt gáfum, var honum alltaf samboðið. Clementine hefur ætíð staðið framarlega hvartvetna. Hún er fullkomin sem húsfreyja, full- komin sem félagi og hagsýnasta konan í fjölskyldunni. 15. HELGARDVÖL Á CHEQUERS Þó að Winston og Clementine væri það þvert um geð, urðu þau að yfirgefa hina heittelskuðu Chartwell — landareign vegna Chequers á meðan á styrjöldinni stóð. En Chequers var opinbert sveitasetur forsætisráðherra Bret- lands, Chartwell var of auðvelt skotmark sprengjuflugvélanna, þar sem það gnæfði uppi á hæð. Chequers Court, sem ver stórt Tudor sveitasetur, stóð velvar- ið í dalverpi nær 600 fetum fyrir neðan sjávarmál milli Great Missenden og Aylesbury í Buch- inghamskíri. Landareignin, sem liggur aðein í fjörutíu mílna fjarlægð frá Londúnum er 1500 ekrur að stærð, þar sem skiptist á ræktað land, skrúðgarðar og beyki skógar. Chequers greifadæmið var í ná- lega þúsund ár í einkaeign, en í janúarmánuði 1921 ánafnaði eig- andinn, Lee lávarður af Fareham, eignina þáverandi forsætisráð- herra og síðan eftirmönnum hans. Þeir dagar voru liðnir, sagði hann þegar ráðherrar krúnunnar voru ætíð velstæðir, en það væri æski- legt að æðsti ráðherra krúnunnar gæti átt sveitasetur, þar sem hann gs^jti hvílzl og haft ofan fyrir hátt- settum og virðulegum gestum. Yfir innganginum á Chequers standa þessi orð: „Pro Patria Omnia“ — sem Eisenhower hers- höfðingi þýddi lauslega „Allt fyr- ir föðurlandið“. Yfir hliði að hluta garðanna stendur aftur á móti: „Allar áhyggjur hverfa þér, sem hér gengur inn.“ David Lloyd George, sem veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd þjóðar innar var himinglaður yfir henni, en sporgöngumenn hans hafa ekki allir verið jafnánægðir yfir þess- 71 um arfí sínum. Satt að segja hafa margir þeirra sem þar hafa dval ið gagnrýnt húsið og sagt það kalt hús og súggjarnt, sem væri að einu leytinu safn og að hinu listræn hrákasmíð, sem uppfull væri af þungum húsgögunum, sem frekar væru af sögulegum toga en listrænum. Winston var ekkert sérstaklega hrifinn af Chequers og vildi eðli- lega frekar vera á sinni eigin eign í Chartwell, sem hann unni syo mjög. Enda voru þar einnig flest ar bækur hans og handrit. En þar sem ekki var undan því komizt að hafa þama aðalaðsetur á með- an á styrjöldinni stóð, ákvað Cle- mentine að gera eins gott úr því og unnt var, og hófst brátt handa um að bæta þetta drungalega, óaðlaðandi hús eftir sínum smekk. Chequers var kuldaleg en stór- kostleg bygging. Geysistór for- salurinn, gapandi eldstæðin, lista- verkin eftir Rubens, VanDycks, Turner, Constable og fornar minj- ar — inniskór Olivers Cromwells, rúbínhringurinn, sem Elísabet I. bar eitt sinn, fornt silfur og skál- ar, himinsængurnar — allt þetta va rafar áhrifamikið, en aldrei fannst Churchillunum það heimil- islegt. Clementine þurfti að beygja sig að miklu leyti undir þær erfða venjur er þarna giltu, en henni var það alltaf þvert um geð. f stórri skrá á miðborðinu er lýst hverju málverki, sem í saln- um er. Á borðinu er einig eftir- rit í rauðum, hvítum og bláum lit af kvæði Longfellows, en það Humanity with all its fears, With all the hopes of future years Is hanging breathless on thy fate.“ Brottreiðin frá Downing Street á föstudagskvöldum var orðin að fastri vikulegri athöfn. Þá runnu þaðan á leið út í sveitina í Buck- inghamsKÍri bílar í röðum með ritara, símaverði, lögregluþjóna og Churchilla innanborðs. En þessar helgarférðir báru engan keim hvíldar eða afþreyingar, enda var stanzlaus röð boðbera berandi rauða skjalakassa með innsigli ríkisstjórnarinnar frá Whitehail til Chequers, og endalaus straum- ur háttsettra merkismanna, sem komu ekki eingöngu til að snæða þar málsverð í boði Churchill- hjónanna heldur einnig til að eiga orðastað við Winston um þjóðar- hag og alþjóðleg málefni. Clementine tók þama um helg ar á móti ráðherrum, háttsettum herforingjum, og fjölda innlendra og erlendra gesta, sem komu vegna styrjaldarmálefna. Eisen- hower, Mackenzie King, de Gaulle Smuts hershöfðingi, Harry Hopk- ins og Averell Harrimann voru þar á meðal. Hér birtist gestalisti, sem einn ritara Winstons, Elisabeth Nel, gerði fyrir Clementine. Gestalisti þessi er mjög einkennandi fyrir aðra slíka, er gerður voru fyrir helgamar á Chequers: ..Forsætisráðherrann, frú Chure hill, hr. Harry Hopkins hermar- hafði Roosevelt forseti sent Win- j skálkur, hr. Brown (einkaritari). ston. Það er svohljóðandi: Thompson herforingi — koma á | föstudagskvöld til að dvelja yfir „Sail on, O Ship of State! ! helgina. Sail on, O Union, strong andj Pound sjóliðsforingi, Brooke- great! I hershöfðingi, Portal flugmarsskálk 29 Stormurinn jókst enn, og Cassio- peja var farin að taka upp á ýýmsum miður þægilegum belli- brögðum. Stefnið reis hátt á loft til þess aðeins að hrapa niður á næsta andartaki niður í freyðandi öldudal. Um leið valt það sitt til hvorrar hliðar, og jafnvel þótt að vísu hallaði ekki um margar gráð- ur, var veltingurinn allt annað en þægilegur fyrir lítt sjóvana far- þega. Þegar kallað var til hádegis- verðar, mátti greinilega sjá, að sjóveikin var farin að gera vart við sig. Við öll borðin mátti sjá auð ssfeti og sum borðin stóðu jafnvel alveg auð. Og margir þeirra, sem höfðu þó ekki alger- lega misst matarlyst, voru fúlir á svip, og glaðlegt mas farþeganna hafði nú breytzt í þögn. Það var erfitt, að halda disk- unum á borðinu og enn erfiðara að komast með fæðuna frá kalda borðinu að sínu eigin borði. Feit lagin kona fékk yfir sig heilan súpudisk og jafnvel þótt það hefði vakið kátínu við eðlilegar ástæð- ur, gerði enginn einu sinni til- raun til að brosa. Sólin hefði enn átt að sjást á lofti, en nú glórði ekki einu sinni í hana. Himinninn var þak- inn öskugráum skýjum. — Þeir segja, að það séu að- eins átta vindstig. Ilvernig skyldi það vera, þegar það nær tólf . . .? Jaatinen leit upp, er hann heyrði orð Lindkvists. — Það veit ég ekki, svaraði hann. — Og ég held mig langi lítið til að komast að raun um það. — Líður þér illa? — O, ég læt það vera. Mér leið verr hér einn morguninn um borð. Lindkvist glotti. — Þú átt við morguninn, sem komið var til Kaupmannahafnar. DAUÐINN IKJÖLFARINU MAURI SARIOLA — Einmitt það, svaraði Jaatin- en og horfði nú með hryllingi á brennivínsstaupið, sem þjónn- inn setti á borðið fjmir framan Lindkvist. Lindkvist benti á staup ið og sagði: — Þetta mun vera bezta meðal við sjóveikinni. — Þá vil ég frekar verða sjó- veikur, ef svo á að fara, sagði Jaatinen. Lindkvist leit yfir á glugga- borðið, þar sem kunningjar þeirra sátu. Þar var aðeins eitt sæti autt. Sæti frú Latvala. Þau sátu nú þögul og flest hálffýluleg á svip- inn. Allir nema Kirsti Hiekka. Hún brosti við verkfræðingnum sínum eins og ástfangin skóla- stelpa. Skipið hallaðist skyndilega og Jaatinen hafði næstum stungið gat á góminn með gafflinum. Hann reis á fætur og gekk að borðinu, þar sem nú hafði verið framreiddur heitur réttur. Um leið kom frú Berg að borðinu, og gjald kerinn viidi sýna háttprýði og á- varpaði hana. — Það er stormur, sagði hann, enda datt honum ekkert annað í hug, sem hann gæti sagt. Frú Berg lézt ekki heyra, þótt að vísu gæti ekki farið framhjá henni, að orðunum var beint til hennar, enda ekki aðrir við borð- ið þá stundina. Jaatinen langaði helzt til að hella úr skálum heilagrar reiði sinnar, en gat þó stillt sig, og var á yfirborðinu rólegur sem fyrr. Skemmtiferð frú Berg var vissu- lega orðin nokkurs konar Via Dol- orosa, þótt hún að vísu sýndi ekki þá auðmýkt, er búast mætti við af farendum þess vegar. Þvert á móti. Hún var jafnvel enn hnakkakertari, og frekjuleg hak- an vitnaði enn um ákveðni henn- ar og hörku. Frú Berg gekk aftur að borði sínu og þá veitti Jaatinen því at- ! hygli, sér til undrunar, að frúin i hafði nú skipt um sæti. Hún hafði '■ áður setið við hlið eiginmanns síns gegnt Latvala. Nú hafði hún hins vegar setzt í sæti frú Lavala við gluggann. Þetta var nú að bjóða örlögunum byrginn, hugs- aði gamall hjátrúarfullur heili gjaldkerans, jafnvel þótt um ósamlyndi værí að ræða milli hjónanna. Gjaldkerinn settist aft- ur í sæti sitt við borðið og leit á Lindkvist, sem hristi höfuðið alvarlegur í bragði. Þeir sátu nú í barnum, félag- arnir, enda ekki vært í klefanum fyrír hamagangi. Engin leið að líta í blað eða bók, þar sem lín- urnar runnu saman vegna velt- ingsins og ljósið flökti til og frá um síðurnar. Lindkvist hafði leitt Jaatinen að borði sínu á barnum og hafði raunar tekizt, að fá hann til að brjóta sitt heilaga loforð, en að sjálfsögðu leit gjaldkerínn aðeins á áfengið, er nú rann Ijúflega um kverkar hans, sem bráðnauðsyn- legt lyf og var þess fullviss með sjálfum sér — eða a. m. k. næst- um fullviss — að læknir hans mundi hafa lagt blessun sína yfir það í þetta sinn. Enda hafði drungi sjóveikinnar horfið þegar. En þegar þeir pöntuðu þriðja tvöfalda viskisjússinn sagði Jaatinen ákveðinn: — Þetta er sá síðasti. Nightcap, eins og þeir segja í henni Ameríku. Lindkvist kinkaði kolli. Hann leit á klukkuna. — Ég hugsa, að ég sitji hér, þangað til þeir loka. Ég hef enn- þá tvo tíma til stefnu. Eg er ekki vitund syfjaður. Hefurðu séð nokk uð til hinna? — Nei. Þau eru sennilega niðri í káetunum. — Sennilega. Ég vorkenni Lat- vala. Hann er ósköp niðurdreginn að sjá. — Það er satt. — Jaatinen virti fyrir sér neglurnar á hægri hendi. — Þar sem þú ert lögfræð- ingur, hlýturðu að geta frætt mig á því, hvort það verði lögreglu- rannsókn út af hverfi frú Latvala. — Því gæti ég bezt trúað. — Hvernig stendur þá á því, að hún er ekki þegar hafin? Lindkvist yppti öxlum. — Sam- kvæmt lögunum á finnskt skip undir finnska lögsögu, þó að það sé utan finnsks yfirráðasvæðis. Þess vegna gat hvorki sænska né danska lögreglan skipt sér neitt af málinu. En ég hef grun um, að við fáum að sjá framan í nokkra forvitna náunga þegar við komum til Ábo. Við verðum sennilega að vera undir það búnir að svara heilu spurningaflóði. Jaatinen hóf brýnnar. — Jæja? sagði hann. — Öll? Við tveir er- um þó ekki á neinn hátt flæktir í málið. — Ekki beinlínis, samsinnti Lindkvist hikandi. — En senni- lega verðum við yfirheyrðir sem vitni. Lögreglan byrjar ef til vill á því að leita að einhverjum til- gangi með verknaðinum. Reyna að fá einhvern botn í málið eftir hinni þekktu lögfræðilegu senni- leikakenningu, þ.e. lögmálinu um orsök og afleiðingu. Reyna að rekja úr flækjunni, ekki satt? — Jú, jahá. — Jaatinen fitlaði órólegur við slétt hárið. Vandræða legur á svip horfði hann á Lind- kvist. — Þú átt við, að þræðimir í flækjunni séu í fyrsta lagi hjú- skapur Latvala. Nú og svo . . . hm . . . ungfrú Rask. Og í þriðja lagi. . . — Dálítið, sem frú Latvala sagði í upphafi ferðarinnar, sagði Lindkvist rólega. — Nú og í fjórða lagi það, sem gerðist á veitinga- staðnum í Visby. Jaatinen klóraði sér nú í hnakk- anum. Hann gjóaði augunum framan í Lindkvist. — Hefurðu í hyggju, að segja lögreglunni allt, sem þú hefur séð og heyrt? Lindkvist svaraði þurrlega: — Að sjálfsögðu. — Jahá, jahá .... — Jaatinen ræskti sig. En er það ekki dálítið ósanngjarnt? — Hvað?- Að ég segi lögregl- unni allt, sem ég veit um málið? — Jaá . . . krhm . . . Jaatinen ræskti sig enn og leitaði eftir orð- 22 T í M I N N, föstudagur 1. maí 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.