Tíminn - 20.06.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.06.1964, Blaðsíða 7
★ Grönn og létt upp á fótinn, með glettni og góðvild í aug- unum, logandi af fjöri og þrá eftir að hitta ættingja sína. — Þannig kom Þorbjörg Ruby Þorvaldsson Couch okkur fyr- ir sjónir, þegar hún snaraðist inn á skrifstofur Tímans og bað hann að hjálpa sér að finna ættingjana. Og það ætti að vera nóg tíl af þeim, í móð- urætt er hún komin beint af Jóni biskupi Arasyni, og þeir eru margir ,sem rekja ættir sínar til hans og viðurkenna frændsemina fúslega. — Eg er búin að hitta hann Jón, áa minn, en hann sagði nú ekki mikið, sagði Þorbjörg glettin. En að öllu gamni slepptu, þá brenn ég í skinn- inu eftir að hitta ættingja mína hér, og mér er sagt, að þeir hljóti að vera margir hér í ná- grenni Reykjavíkur. Móðurafi minn var Sólmundur Símonar- son og bjó einhvers staðar á Hvítánmllum, líklega á Hvítárósi en móðuramma mín var Guðrún Aradóttir, komin í beinan legg frá Jóni Arasyni, einnig uppalin í Borg arfirðinum, einhvers staðar í nágrenni við Akranes. Eg hrekk alltaf við, þegar ég heyri að einhver sé af borgfirzkum ættum. ýmsar íslenzkar afurðir, svo að margir ættu að kannast við hann. Þorbjörg kom í íslandsheim- sókn sína 6. júní og dvelst hér til 5. júlí. Og hún er ákveðin í að nota tímann vel. — Meðal annars ætla ég að stanfa á einhverju sjúkrahúsi hér í svona hálfan mánuð, kauplaust, bara til að geta sagt að ég hafi unnið á sjúkrahúsi á íslandi. Eg er nefnilega út- lærð hjúkrunarkona og hef starfað á mörgum sjúkrahús- um í mörg ár og er starfandi enn. Nú vinn ég á sjúkrahúsi í White Rock B.C., þar sem ég bý nú. Séra Benjamín Kristjánsson á Laugalandi í Eyjafirði hefur boðið mér til sín, og hann býst við, að ég geti fengið að starfa á sjúkrahúsinu á Akureyri. Mér er sagt, að það sé skortur á hjúkrunarkonum hér á íslandi, svo að ég ætti ekki að vera nein byrði. Eg þarf aðeins að verða mér úti um þýðingar á læknisfræðilegum heitum, svo að ég viti, hvað amar að sjúkl- ingunum. — Áttu ekki fjölda ættingja vestra? — Jú, sand af þeim. Við vor um nú 8 stúlkur og fimm dreng ir mömmu og pabba, ég í miðj unni. Svo dó mamma ,og pabbi kvæntist aftur íslenzkri konu, ekkju með þrjú börn, og þau eignuðust fimm böm saman, svo að þetta er ekki lítill hóp- ur. Þorbjörg Ruby Þorvaldsson Couch. rétt. Um kvöldið var ég svo í leigubíl, og af því að ég er nú forvitin, þá settist ég fram í og spjallaði við bflstjórann. Eg sagði honum, að ég væri að leita að ættingjunum, og þeg- ar ég sagðist vera af borgfirzk um ættum, sagði hann með hægð: „Ætli við séum þá ekki bara Skyld?“ Hann er nú að grafast fyrir um, hvort svo sé ekki, og eitt er víst, hann heit ir sama nafni og annar sonur minn. Svona hjálpar nú tilvilj- unin manni. Þorbjörg er flugmælsk á ís- lenzku, þótt enskan gerist stundum áleitin. — Við töluðum íslenzku heima, þegar ég var bam, og ég lærði að stafa á íslenzkum blöðum. Eg stafaði fyrir mömmu, meðan hún var við eldhúsverkin, og svo sagði hún mér, hvað orðin þýddu. Mér gengur vel að lesa íslenzku. Hins vegar hætti ég fljótlega að nota íslenzkuna í daglegu tali, og nú hef ég ekki talað íslenzku síðan 1925. En þetta er fljótt að koma aftur. — Hins vegar hef ég alltaf lagt rækt við þjóðerni mitt og viljað vera íslendingur. Eg þykist geta talið mér til tekna að ég er ein af stofnendum The Icelandic Canadian Club. Við komum saman nokkur eitt sinn árið 1937, íslendingar og ensk ir makar þeirra og ein íslenzk hjón, dóttir Péturs Rögnvalds- sonar og maður hennar. Og upp úr þeim fundi spratt þessi fé- FINNUR EKKIÆTTINGJANA — Faðir minn fæddist á DúH í Sæammdarhlíð. Faðir hans var Þorvaldur Þorvaldsson, bóndi á Rein í Hegranesi og síðar á Ytri-HofdöliMn, þar sem hann bjó, þangað til hann flutt ist vestur um haf með fjöl- skyldu sína 1886, en þá var fað- ir minn aðeins 15 ára. Móður- fjölskylda mín fluttist vestur ári síðar. Sveinn, faðir minn, var kaupmaður á Nýja-íslandi og átti mikil viðskipti við ís- lendinga með fisk og ost og — Eg giftist Englendingi. Hann er nú dáinn, en við eign uðumst tvo syni, sem nú eru kvæntir og búsettir í Kaliforn- íu. Hins vegar höfum við lítið samband hingað heim ,og ég vissi ekki um neina ættingja hér. Eg skrifaði frændum mín- um vestra og reyndi að fá upp hjá þeim eitthvað nánar um ættir mínar hér heima, en þeir \dssu lítið meira en ég. Annar þeirra ráðlagði mér að leita til blaðanna, og það sýndist mér gott ráð. — Fordæmið var líka fyrir hendi. Fyrir allmörgum árum, 1946 held ég það hafi verið, kom íslenzkur karlakór til Kanada. Þá talpði einn kórs- manna í útvarpið og bað ætt- ingja sína að gefa sig fram, hvað þeir og gerðu strax. Eg var einn þeirra, og við áttum margar glaðar stundir með þess um ágæta manni, sem er víst látinn núna. — Fyrst eftir að ég kom hingað, bjó ég á Hótel Borg. En svo kom Anna Guðmunds- dóttir leikkona til mín, en hún er frænka kunningjafólks míns vestra, og hún bauð mér að búa hjá sér á Hagamel 29 og reynist mér vel við leitina. — Annars gekk mér vel á sunnudaginn, þá fann ég eigin mann frænku minnar, að ég held, með því að leita í síma- skrá, og nú fæ ég bráðum að vita, hvort það reynist ekki lagsskapur, sem nú telur fjðl- marga meðlimi. Við gefum út tfmarit, og félagið blómstrar. — En sem sagt, nú væri ég þakíklát, ef ættingjar vildu láta til sín heyra, hvort sem er af biskupsættinni eða einhverri annarri. Satt að segja varð mér um og ó, þegar ég heyrði alla söguna um hann Jón og lá við, að ég hætti að halda frændsemi okkar á loft. En nú er ég alveg búin að sætta mig við hann. — KH. Dr. Richard Beck: Móður/örð og feðrafold Kveðja frá Vestur-Íslendingum flutt á lýðvelriishátíðinui í Reykjavík 17. júní 1964 Dr. Richard Beck. „Hvar sem ég er staddur á hnettinum, er skammt heim í Fagraskóg.“ Þannig kemst þjóð- skáldið ástsæla og nýlega látna, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, að orði í yndislegri grein um æsku stöðvar sínar í Eyjafirði. Vér börn íslands, sem ævidvöl eigum utan ættjarðarstranda, get- um tekið heitum huga undir þau fögru orð skáldsins. Vér eigum öll vorn Fagraskóg, hjartfólgnar æskustöðvar, hvar sem þær kunna að vera á landinu. Og eftir því, sem æviárunum fjölgar, sækja æskuminningarnar fastar á hugann Einar Páll Jóns- son skáld í Winnipeg talaði áreið- anlega beint út úr hjörtum alls þorra þeirra landa sinna, sem slitu barnsskónum hér heima, þeg ar hann segir í einu cinna snjöllu ættjarðarkvæða: Hún skýrist í huganum, móðir, þín mynd þess meir sem að líður á dag; öll forsagan tvinnuð og tengd minni sál eins og texti við uppáhaldslag. Enn skipta þeir þúsundum, landar vorir vestan hafsins, sem mæla á íslenzka tungu. Eðlilega er meirihluti þeirra í hópi mið- aldra og eldri kynslóðarinnar, þótt finna megi hreint ekki fátt fólk yngra að árum, sem getur talað íslenzku mjög sæmilega. En rækt- arsemin við ísland er ekki tak- mörkuð við það fólk eitt af vor- um stofni vestan hafs, sem kann íslenzka tungu eða skilur hana. í hópi hinna, sem það gera ekki, og þeim fer vitanlega fjölgandi, eru þeir fjöldamargir, sem bera í brjósti einlægan ræktarhug til sinnar feðrafoldar. Djúpstæður ræktarhugur íslend inga þeim megin hafsins til ís- lands lýsir sér fag-'.rlega í því, að þeir fjölmenna nú á sumri hverju í heimsókn til ættjarðar- innar. Dvelur hér nú stór hópur þeirra í kynnisför til frænda og vina, meðal þeirra margir sem sjá nú í fyrsta sinn fagurt og sögu- frægt land feðra sinna. En ís- land svíkur aldrei neinn, er með opnum augum og heilum huga leit ar á fund þess, sízt af öllu þá, sem íslenzkt blóð rennur í æðum. Ekkert treystir heldur betur fram haldandi ættar- og menningar- tengsl vor íslendinga yfir hafið, en einmitt slíkar heimsóknir, og sérstaklegs af hálfu yngri kynslóð arinnar vestan hafsins. Það er því fagnaðarefni, og góð spá um fram tíðina, að fleiri og fleiri úr þeirra Framhald á bls. 11- fj 'rfMINN, laugardaglnn 20. iúní 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.