Tíminn - 20.06.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.06.1964, Blaðsíða 14
J Eyrím Guðmundsdóttir og Sveinn Þorláksson Það hefur verið hljótt um þau sæmdarhjón, Svein Þorláksson símstjóra í Vík og Eyrúnu Guð- mundsdóttur, sem nú eru horfin af sjónarsviðinu í hárri elli. Mér finnst hlýða að minnast þeirra að nckkru, þó seint sé, sem gamall vinur og nágranni um áratugi. Sveinn var fæddur að Þykkvabæ í Landbroti 9. ágúst 1872, sonur hjónanna Þorláks Sveinssonar, bónda þar og Steinunnar Þorsteins dóttur frá Núpum í Fljótshverfi. Sveinn var elztur barna þeirra hjóna, sem voru alls 7. Þrír synir húsa síðan. Réði það miklu um símstjóraveitinguna að Sveinn vann að mestu heima við iðn sína, jafnframt þvi sem kunnugt var um skyldurækni og grandvarleik hans í öllum viðskiptum. Símavarzlan var fábrotin í fyrstu og lítið borguð. En með árunum þróaðist notkunin hröðum skref- um unz það varð fullkomið starf að anna. Því það var mikið happ að þeim hjónum skyldi falin for- sjá símstöðvarinnar — frúin gætti einnig símans þegar hún mátti frá önnum heimilisins. Vart mun hægt eru á lífi: Stefán í Amardrangi, Þórður í Vík, Anna í Króki í Með- allandi og Þorbjörg í Ameríku. Þau þrjú sem látin eru dóu með mánaðarmillibili á s. 1. hausti, tvær systur, er báðar báru nafnið Agnes og Sveinn. — Hann ólst upp í foreldrahúsum og vann þeim til ársins 1899, en hann kvæntist þá um haustið 2. nóv. Eyrúnu. Hún var fædd að Ytri-Dalbæ í Landbroti 5. marz 1876, dóttir Guð mundar Jónssonar bónda þar og Ingibjargar Eyjólfsdóttir. Á ungl- ingsárum dvaldi -Eyrún á ýmsum stöðum þar eystra. Árið 1900 um vorið hófu þau Sveinn og Eyrún búskap í Vík í Mýrdal. Veturinn áður var Sveinn við ■ skósmíðanám á Eyrarbakka. í Vík áttu þau heimili síðan til dánardægurs. Þau eignuðust alls 15 börn. Eru 11 þeirra á lífi, Þorlákur bóndi í Sandhól í Ölfusi, Ólafur loftskm. í Reykjavík, Anna, ógift í Reykja- vík, Guðmundur og Páll í Reykjavik, Sigurður bóndi í Hrauni í Landbroti, Sigríður og Kjartan í Reykjavík, Guðný hús- frú í Kópavogi, Helga, símstjóri í Vík og Þorbjörg húsfrú í Vík. — Bergur drukknaði á ungum aldri, Ólafur og Guðmundur dóu í bernsku og eitt fæddist andvana. Sveinn andaðist 23. des. s.l. 91 árs og Eyrún 25. apríl þ. á. 88 ára. Þegar þau Svein og Eyrún hófu búskap í Vík, voru efnin lítil. — Sveinn stundaði skósmíði. í þá daga voru gúmmístígvélin ekki komin til sögunnar. Margir reyndu eftir því sem efnin leyfðu að eign ast vaðstígvél úr leðri og þeim fór fjölgandi með árunum. Því var það að Sveinn hafði oftast nóg verkefni, þegar annað féll ekki til, svo sem sjóróðrar og uppskip- anir, og tók stundum lærlinga. Þegar síminn var lagður til Vik ur, árið 1914, kom þáð í hlut Sveins að ->'erða símstjóri og var síminn lagður í hús hans. en þar hefur símstöðin í Vík verið til hægt að hugsa sér trúverðugri þjónustu en hjá þeim var, ekki að- eins í því sem að símanum sjálf- um sneri, heldur og einnig ein- stæð greiðvikni og hjálpsemi við þá er símann notuðu, langt út fyrir þann tíma er sikyldan bauð. Alveg sérstaklega ber að minnast þess hve mikið far þau hjónin gerðu sér um að fylgjast með þeim sem á. ferðalagi voru í vá- legum veðrum og reyna að fá fregnir af þeim, einnig að greiða fyrir öllum lækniserindum, sem þau höfðu margan snúninginn fyr ir án þess um væri talað. Þetta áttí ekki sízt við um fyrstu árin með- an síminn var ekki eins víða á heimilum og síðar varð. Eg hygg að þeir hafi ekki verið margir, sem í einhverri mynd urðu ekki aðnjótandi greiðasemi þeirra á símstöðinni í þessum og öðrum efnúm. Þá var eigi síður aðdáun- arvert hve skyldurækinn Sveinn var um það er að símanum sjálf- um laut. Hve vond sem veður voru, þegar símaþræðir vildu snú ast saman og fleira fór úr lagi, var hann ávallt hlaupinn út til að fara með símanum og koma honum í lag. Þó Sveinn hefði lítillar skóla- menntunar notið, varla annað en læra að lesa og draga til starfs, þá annaðist hann sjálfur allt bók- hald símstöðvarinnar. Var reglu- semi hans slík í því starfi að vart mun betur verða gert. Á hverju kvöldi var allt í röð og reglu, engu ólokið. Mánaðaruppgjör sitt fór hann með reglulega á pósthúsið 2. hvers mánaðar ef ekki var helgur dagur, það brást ekki. Þetta starf hafði Sveinn á hendi í nær 50 ár. Síðasta uppgjöri skilaði hann rúmum mánuði áður en hann dó, þá kominn á tíræðisaldur Munu ekki mörg slík dæmi. Hafi nokk- ur átt skilið viðurkenningu fyrir trúverðug störf í opinberfi þjón- ustu þá er það víst að Sveinn Þor- láksson var þeirra verðugur. — En þeir gleymast oft, sem ekki er lyft í hin æðsta sess. Við sem nutum hins frábæra starfs þeirra Sveins og Eyrúnar við símann í Vík, stöndum í þakk arskuld fyrir þá ómissandi þjón- ustu er seint mun fyrnast þeim er nutu, Þau hjónin, Sveinn og Eyrún, boru bæði gædd mikilli skapfestu og gengu heilshugar að hverju því er þeim var til trúað, en óhlut- deilin um annarra hag. Eyrún var mikil atgjörviskona, fríð sýnum og fönguleg, svo sem hún átti kyn til. Hún var framúrskarandi vel vinnandi og lagði gjörva hönd á allt það er konum var nauðsyn- legt að annast, svo sem saumaskap og matargerð svo orð var á haft, enda varð henni oft mikið úr litlu af útsjónarsemi og hagsýni. Sveinn var nettur maður, grannvaxinn og kvikur í hreyfingum. Stálminn- ugur og langfróður um menn og málefni. Glaðsinna og bjó yfir ó- tæmandi sjóði af léttri kímni, sem varð tilefni margra ánægjulegra stunda í návist hans. Ekki verður annað sagt en að þeim hjónum hafi farnazt vel I lífinu. Með sparsemi og nýtni í ölluim hlutum komust þau í góð efni, eftir því sem um gat verið að ræða I Vík. Hjá þeim var jafnan margt gesta og vel fyrir þeim séð í hvívetna. Aldrei heyrðust þau mögla undan þeim mikla erli er oft var á símstöðinni. Eg held mér sé óhætt að segja að öll þau mörgu ár sem þau lifðu í Vík, hafi þau hjón notið hlýhug- ar og virðingar flestra sinna sam ferðamanna. Þau létu ekki mikið á sér bera á strætum og gatnamót- um, en voru ávallt á sínum stað og það rúm var vel skipað. Sem næsti nágranni þeirra um mörg ár, get ég trútt um þetta talað. Þakka ég nú þessum horfnu vinum ánægjulega samfylgd sem aldrei bar skugga á. Alla sina ævi voru þau Sveinn og Eyrún heilsuhraust. Fyrir fá- um árum missti Eyrún þó heilsuna en var þó í heimahúsum. Einnig mátti Sveinn láta undan fangbrögð um ellinnar. Þess skal hér getið að Helga dóttir þeirra, sem lengst Framhald á bls. 23. íistján Eggertsson Kristján Guðmundur Eggerts- son, — en svo hét hann fullu r,afni, — var fæddur að Helgastöð um i Reykjadal í S.-Þingeyjar- sýslu, hinn 1. febrúar 1893, sonur hjónanna Eggerts Jochumssonar, kennara og konu hans Guðrúnar Kristjánsdóttur. Var Kristján því bróðursonur þjóðskáldsins, séra Matthíasar Jochumssonar og hálf- bróðir séra Matthíasar Eggertsson ar ,er lengst var prestur í Grím':- ey, Samúels Eggertssonar skrauf- ritara og þeirra merku systkina. Alsystkin á lífi eru: Ástríður Guðrún, ekkja Þórarins Gr. Vík- ings bónda, Jochum Magnús, rit- höf., Helga, ekkja Ludvigs Kaab- ers bankastj. Öll búsett I Reykja- vík. Kristján lézt að Fjórðungssjúkra húsi Akureyrar þann 8. júní 1963 og var jarðsunginn í heimagraf- reit að Víkingavatni í Kelduhverfi þann 15. s. m. Ungur að árum hneigðist Krist ján til mennta en námsfé mun hafa verið af skornum skammti hjá honum eins og flestum á þeim tíma. Þó komst hann I unglinga- skólann á Húsavík, veturinn 1097 —8 og var þá skólagöngu lokið um sinn. En haustið 1912 nóf hann nám í Kennaraskólanum og lauk þaðan góðu prófi. Var hann svo barnakennari I Presthóla- hreppi I N.-Þingeyjarsýslu til árs- ins 1920 og í Keldunesshreppi frá 1920—22. Hélt hann jafnframt unglingaskóla á þessum árum. Árið 1922 kvæntist Kristján Guð rúnu Þófnýju Jóhannesdóttur, frá Víkingavatni. Þau ungu hjón in reistu bú I Krossdal og bjugju um hríð þar og á Víkingavatni. Þeim hjónum varð 6 barna auð ið og eru 4 þeirra á lífi. Guðrún Anna, húsfreyja á Hja’t eyri. Þórhildur Björg. húsfreyja á Raufarhöfn. Sigríður Jóhanna, húsfreyja á Kópaskeri og Eggert Örn, sjómaður í Grímsey, ógiftur. Konu sína missti Kristján árið 1935, eftir langvinna vanheilsu. Eftir að Kristján kom til Gríms Sigurjón Olafsson „Vel er að fauskar fúnir klofni felli þeir ei hihn nýja skóg. En hér féll grein af góðum stofni grisjaði dauði meir en nóg“. (Sigurður Sigurðsson) Við íslendingar erum fámenn þjóð, og skiptir því miklu, að hver einstaklingur sé vel búinn að •manndómi og siðrænni menningu í þjóðlífsbaráttunni. Einn af þessum jákvæðu þjóð- félagsþegnum var borinn til mold- ar 4. þ. mánaðar. að viðstöddu fjölmenm; en hann lézt 27. maí síðastl. Sigurjón var fæddur I Reykja- vík 31. des. 1898. sonur Ólafs Ól- afssonar skósmiðs og konu hans Þórönnu Jónsdóttur, bæði komin af skaftfellskum ættum; en eins og kunnugt er, hafa Skaftfellingar lagt þjóðinni til marga mæta og ötula þ.ióðfélagsþegna. Og víst er um það að Sigurjón var þar eng- inn ættiari i sínu lífsstarfi. Og heyrt hef ég til þess tekið, hve Sig- urjón nafi verið ötuli og ókval- ráður í flutningaferðum yfir Hell- isheiði að vetrarlagi, jafnvel í blindhríð Á yngri árum dvaldi Sigurjón í sveit fram yfir ferm- ingaraldur að Tjarnarkoti i Bisk- upstung’tm Mun hann þar hafa litið undrandi barnsaugum hversu „moldarundrið glitrar og grær“ og drukkið i sig frjómagn sveita- lífsins, >em ætíð vai hans hálfi heimur. 1924 kvæntist Sigurjón Guðrúnu Ámundadóttur frá Kambi í Flóa, hinni myndarleg- ustu og ágætustu konu. Eignuðust þau hjón 8 börn, 6 dætur og 2 syni, sem öll eru hið myndarleg- asta fólx 6 búendur í Reykjavík, 1 I Keflavík og 1 I Kópavogi. Fyrir 35 árum stofnuðu þau hjón heimili, er bau nefndu „Geir- |land“ úr landareign LækjarL ibotna (Lögbergs) úr Seltjarnar-: Ineshreppi. En afi Sigurjóns bjó í að Geirlandi á Siðu í Skaftafells-| , sýslu. Þegar tílaöldin hóf innreið sína, jhélt Sigurjón uppi flutningum áj ■mjólk fyvir efri búendur Seltjarn-: arness, bar ti’ hann hóf starf hjá; Skógræktarfél. Rvíkur, er hann st.arfaði r,,iá I 16 ár, eða til dauða- dags j Nú er þessi ötuli maður fallinn í valinn fyrir aldur fram, aðeins 65 ára Þegar cg. =em þetta rita. flutti úr heimahögum mínum, öllum ókunnugui hér syðra. bæði fólk og umhverfi tel ég það mikið lán, að eiga Sigurjón að nágranna, svo reyndist hann mér I allri liðveizlu og drengskap sem ég þakka af alhug Að lokum vctta ég eftirlifandi konu hans. börnum og öðrum ást- vinum. mína innilegustu samúð, íi' fullu trausti þess. að þar sem .góðii nenn fara liggja guðs \egir“. Bjarni ívarsson. eyjar, árið 1928, var hann fyrst kennari, bæði við barnaskólann og unglingaskólann og bjó jafnframt sem bóndi á Básum. Árið 1929 gerðist Kristján deildarstjóri við Grímseyjardeild Kaupfélags F,y- firðinga og seinna útibússtjóri, Ul ársins 1953. Hreppsnefndarmaðrr var hann óslitið frá 1928—53, odd viti frá 1928—46 og 1950—53. Vtð urathuganir hafði hann á hendi um margra ára skeið og póst- og símaþjónustu um árabil. • Eftir að Kristján ; flutti fjá Grímsey, haustið 1954, vann hann á skrifstofu K.N.-Þ. á Kópaskeri En fáum árum seinna þraut heilu hans og var hann sjúkur lengst ai eftir það; seinustu árin var hann á héraðssjúkrahúsinu á Akureyri ig þar andaðist hann, þ. 8. júní 1963. Kristján Eggertsson var einn þeirra manna, sem jafnan marka I umhverfi sínu spor, sem hvirfil- vindar augnabliksáhrifa og tízku- fyrirbæra megna ekkj að má burt, skilja eftir myndir og minningar sem þokuslæða múgmennskunnar getur ekki hulið, — sterkur persónuleiki, sem ekki lætur skl? ast af sérhyggju og sýndar- mennsku, en hefur það óhaggan- lega markmið, að starfið beri já- kvæðan árangur, hvað sem eigln hagsmunum líður. Öll störf sín rækti Kristján af slíkri alúð og samvizkusemi, að fátítt er. Voru störf hans þó ein- att umsvifamikil og tímafrek, þar sem um var að ræða afgreiðsiu I sölubúð, verzlunarreikninga aila, póst og síma, veðurathugun, odd- vitastörf og alla reikninga fisksöiu samlags Grímseyinga, sem haun hafði einn með höndum um laagt árabil og þar að auki nokkurn bú skap. En öllu þessu skilaði Kristján með slíkri prýði, að hvergi var í vant, og sparaði til þess hvorki tíma né fyrirhöfn, og gekk bá stundum svo langt I ósérhlífni, að nærri lét öfgum. Kristján var í meðallagi á vöxt og vel á sig kominn. Andlitið /ar karlmannlegt, svipurinn bjartur og einarðlegur og bar vott um drengskap og einbeittan vilja, og þó mildur og aðlaðandi. Það var eitthvað I fasi hans og framkomu, sem vakti traust og virðingu, þag- ai við fyrstu kynni. Enda var á almæli að Kristján væri einn þeírra manna. sem örugglega mætti treysta til að gera og *ala í einu og öllu samkvæmt bezt.u sannfæringu, hversu sem á stæði og hver sem í hlut æt.ti. Eg minn ist þess, að eitt ''"n e- við áttum tal saman um ýmis efni, sem ift bar við, sagði Kristján: ,,Það er ekkert aðalatriði að lifa lengi, heid ur að lifa rétt!“ Kristján var alla tíð mikill menntaunnandi, víðlesinn og frrð Framhald á bls. 23. 14 T í M I N N, laugardaglnn 20, |úní 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.