Tíminn - 20.06.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.06.1964, Blaðsíða 13
Útgefandf: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdasljóri: Krist|án Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés/iKristjánsson, Jón Helgason og Indri'ði G. Þorsteinsson. FulltrúL- ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jðnas Kristjánss®n. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i/ Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar ricrifstofur, sfmi 183C/0. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — f lausasölnj kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Fjárskortur iðnaðarins í seinasta töfublaði íslenzks iðnaðar, málgagns Félags íslenzkra iðnrekenda, er því rækilega lýst, að iðnaður- inn eigi nú við stóraukinn lánsfjárskort að stríða. Vegna mikilla kauphækkana á síðastliðnu ári, þurfi iðnaðurinn á verulega auknu rekstrarfé að halda, en þó ekki fengið neina aukna fyrirgreiðslu í bönkum. Blaðið segir enn fremur frá því, að Félag ísl. iðnrekenda hafi fyrir nokkru ritað Seðlabankanum bréf um þetta efni og sé þar sér- staklega vakin athygli á því, að þær greinar iðnaðar- ins, sem þurfa að keppa við erlenda framleiðslu, standi sérstaklega höllum fæti í þessum efnum, þar sem heim- ilaður sé innflutningur á erlendum vörum með veru- legum gjaldfresti, en slíkan gjaldfrest geti íslenzki iðnðurinn ekki veitt vegna lánsfjárskortsins. Þetta veikir nú mjög samkeppnisaðstöðu íslenzks iðnaðar. Bent er á það í þessari grein íslenzks iðnaðar, að það m’yndi mjög bæta aðstöðu iðnaðarins í þessum efnum, ef Seðlabankinn endurkeypti framleiðslu- og hráefnavíxla af iðnaðinum, líkt og af sjávarútvegi og landbúnaðinum. Alþingi samþykkti vorið 1958 tillögu, sem gekk í þessa átt, en núv. ríkisstjórn hefur ekkert gert til að fram- kvæma hana. Þórarinn Þórarinsson og Ingvar Gíslason hafa flutt samhljóða tillögu á undanförnum þingum, en hún ekki fengið afgreiðslu. Ástæðan til þess, að iðnaðurinn hefur <?kki ^etað feng- ið aukna fyrirgreiðslu í viðskiptabönkunum að undan-. förnu, er .að sjálfsögðu sparifjárfrysting Seðlabankans. Það yrði því ekki iðnaðinum til bóta, ef aðstaða við- skiptabankanna yrði enn þrengd með aukinni sparifjár- frystingu, eins og ríkisstjórnin fékk heimild til á sein- asta þingi. Afleiðing þess yrði sú, að viðskiptabankarnir yrðu enn að draga úr fyrirgreiðslu sinni við atvinnu- fyrirtækin. Eina ráðið til að leysa þennan vanda er það, að Seðla- bankinn kaupi hráefnavíxla af iðnaðinum líkt og af sjáv- arútvegi og landbúnaði, og dragi jafnhliða úr sparifjár- frystingunni, svo að viðskiptabankarnir geti veitt meiri fyrirgreiðslu í þessum efnum. Viðskiptabankarnir Jóhan Melander bankastjóri, formaður norska banka- sambandsins, hefur nýlega haldið ræðu, sem hefur vak- ið mikla athygli í Noregi. Hann benti þar sérstaklega á, að fátt gæti reynzt skaðlegra aukinni vinnuhagræðingu og auknum' hagvexti en að yfirstjórn peningamálanna þrengdi svo mjög aðstöðu viðskiptabankanna, að þeir gætu ekki veitt atvinnufyrirtækjunum næga fyrir- greiðslu. Það væri grundvallarregla í vestrænum löndum, að viðskiptabankarnir gætu leyst úr þörfum þeirra at- vinnufyrirtækja, er skiptu við þá, en þarfir atvinnufyrir- tækjanna væru mjög mismunandi og því gæti bankarn- ir ekki farið eftir þröngum reglum um það efni. Einkum ætti það við á miklum breytingatímum eins og þeim, sem nú eru, þar sem krafan um vinnuhagræðingu og aukinn hagvöxt kallaði oft á fjárfestingu, sem ekki hefði /erið séð fyrir. Viðskiptabankarnir þyrftu því að hafa .íægilega frjálsar hendur til þess að geta sinnt hinum mismunandi og oft óvæntu þörfum atvinnulífsins. Þetta þyrftu postular hinnar stóríelldu sparifjárfryst- ingar á íslandi að gera sér ljóst. Fátt heftir nú meira aukna vinnuhagræðingu og aukinn hagvöxt en hin þrengda aðstaða viðskiptabankanna. £T«l I N N, laugardaginn 20. idní 1964 <— Merkifggt íslenzkt fræöirit m feiagsstörf og mælsku Á s.I. hausti kom á mark- aðinn bók, sem vakti forvitni mína en ég kom ekki í verk að lesa fvrr en nú síðustu daga. Bók þessi er FÉLAGS- STÖRF OG MÆLSKA, eftir Ilannes Jónsson, félagsfræð- ing. Þetta er allmikil bók, 208 síður í fremur stóru broti, prýdd allmörgum teikningum til skýringar. Eftir lestur bókarinnar er ég efins um að öllu þarfara og at- hyglisverðara rit, samið af hér- lendum manni hafi komið i bókamarkaðinn sl. vetur. Bókin er í 14 köflum, auk við- bætis, sem er endursögn á hinni sígildu bók uni mælsku eftir gríska snillinginn Aristoteles Auk kaflaskiptingarinnar er bók- inni skipt í þrjá meginhluta Fyrst, FÉLÖG. FUNDIR OG FUNDARSKÖP. næst, MÆLSKA og loks RÖKRÆÐUR OG Á- RÓÐUR. í fyrsta hlutanum, sem er í 5 köflum, er m.a. fjallað um fé- lagsfræðileg undirstöðuatriði fé- Iagshópa, hlutverk forystumanna félags og embættismanna funda. félagsandann, meginreglur fund arskapa, undirbúning funda og sætaskipan í fundarsal, félags legt áhugaleysi og ráð gegn því Er þetta mjög fróðlegur lestur. enda er þarna að finna allt það helzta, sen) forystumenn félaga og embæltismenn funda þurfa að vita til þess að gegna embættum sínum svo vel fari. U'ndirstöðuatriði góðrar ræðu. f öðrum hluta bókarinnar, sem líka er skipt í 5 kafla, fjallar Hannes Jónsson m.a. um sögu mælskukennslunnar og gefur síð an allmargar hagnýtar leiðbein ingar um heppileg vinnubrögð við að semja og flytja ýmsar teg- undir ræðu. Enda þótt þetta sé stytzti hluti bókarinnar, er hann mjög forvitnilegur, og þar er margt hagnýtra leiðbeininga, bæði t'yrir byrjandann og fyrir þá, sem lengra eru komnir á braut ræðumennskunnar. f þessum hluta bókarinnai ræðir höfundur á mjög athyglis. verðan hátt það. sem hann telui fjögur undirstöðuatriði góðrar ræðu, en þau eru: 1. Þeklcing ræðumanns á umræðuefninu og hlustendum; 2. Sannfæring- arhiti eða trú ræðumanns á mál efninu, sem hann túlkar; 3 Framkoma ræðumanns í ræðu stólnum, og 4. Málfar og stíll ræðumanns. Þá. er ekki síður athyglisverð- ur þátcurinn um tilgang og teg- undir ræðu, en höfundui segir að floska megi ræður í eftirtald- ar tegundir eftir tilgangi þeirra: áróðursræðu, málfærsluræðu. fyrirlestur.. ávarp, prédikun og veizlu- eða skálaræðu. Ráðleggur höfundur ræðu mönnum að stíga aldrei í ræðu stólinn án þess að hafa svarað sér spurningunni: „Hvers vegna tala ég?“ og síðan segir: „Fátt er hjákátlegra en að sjá og heyra menn rala án afláts til þess eins að láta á sér bera. Slíkir menn eru þvi miður til í flestum félög um og ganga réttilega u ndir nafninu FUNDAFÍFL Þeir tefja fyrir afgreiðslu mála, þreyta (uWHWHHHHiiliíMaMi Hannes Jónsson félagsfræSlngur fundarmenn með málæði sínu, og þeir eiga sinn þátt í að skapa áhúgaleysi félagmanna fyrir fundarsókn og félagsmálum yfir leitt . . . Hinn jákvæði þátttak- andi í félagsstarfinu talar hins vegar markvisst, og hann talar því aðeins, að hann ha'fi eitt- hvað sérstakt fram að færa; hann veit hvað hann ætlar sér með ræðunni og miðar hana við þennán tilgang sinn.“ (bls. 105) Tvær ólíkar stefnur. í þessum hluta greinir höfund- ur einnig stefnur í mælsku í tvo meginpætti. Annars vegar er það. sem hann kallar SANN- LEIKASTEFNUNA, þ.e. stefnu þá, sem runnin er frá Sókratesi og Aristoteles, og miðast við það að uppgötva hið sanna og rétta í hverju máli, en fylgja svo hinu gamla sókrateska viðhorfi þegar hið sanna hefur verið uppgötv- að, þ.e. að fylgja því og gera það sem rétt er. (bls. 87). Hins vegar er það, sem höf- undur nefnir BLEKKINGA- STEFNUNA. en hún er runnin frá sófistunum og hefur birzt okkur undir ýmsum nöfnum á ýmsum tímum. T.d. nefndi þýzki heimspekingurinn Schopenhauer hana „andlegar skylmingar“ og samkvæmt hans kenningum var grundvallarregla umræðna sú, „að hafa betur1' með réttu eða röngu. Var þetta mjög í sam- ræmi við boðskap fyrirrennara hans, sófistanna sem kærðu sig kollótta þótt þeir hefðu hausa- víxl á réttu og röngu, gerðu verri málstað að betri og beittu til þess útúrsnúningum og hár- togunum. Bendir höfundur síðan á, að uáðir þessir mælskuskólar eigi sína meistara í íslenzku nú- tímaþjóðfélagi en hann telji sóf- ismann og síðari myndir hans hreint siðleysi og Hitler og Göbbeis og endalok þýzka naz- istaríkisins. ljósustu dæmin um þá ógæfu, sem fylgjendur sóf- ismans og siðlausrar mælsku og áróðurs geti leitt yfir samtíðar menn sína. Áróður og rökræður. í þnðja hluta bókarinnar er á greinagóðan hátt fjallað um á- róður og rökræður. Tekur höf- undur fyrst fyrir nokk- ur undirstöðuatriði rökfræðinnar líkindi. sannsýni, og fleira þess háttar, ræðir síðan um ályktun- arform rökfræðinnar og útskýrir þau með mörgum glöggum dæm- um, teikningum og skemum. Þátturinn um áróður er einnig mjög athyglisverður. Er þar bæði fjallað um beinan og óbein- an áróður, fjallað um ýmsar „menningargjafir“ nútímans, sem sumar hverjar minna nokk- uð á aðra fræga gjöf úr sögunni, þ.e. Trojuhestinn, o. fl. þess hátt- ar. Einnig er fjallað um ýmsar órökréttar áróðursaðferðir og um ráð gegn áróðri. Er þetta fróðlegur lestur og gagnlegur hverjum þeim. sem gegna vill ábyrgu hlutverki í félagslífinu. Smávægilegir gallair. Um það verður ekki deilt. að með bók þessari höfum við eign- azt hið'þarfasta rit um efni, sem snertir mikilvægustu þætti þess, sem félagslífið er i nútímalýð- ræðisríki. Eigi að síðu má setja út á eitt og annað smáatriði í ritinu. Höfundur getur þess í formála, að hann hafi samið bókina sem kennslu- og handbók. Þess vegna séu viljandi endurteknar nokkr- ar mikilvægar ábendingar með mismunandi orðalagi og dæmum, og stundum sé drcpið á atriði til upprifjunar. Þetta er sjónarmið út af fyrír sig og e.t.v. réttmætt sjónarmið kennslubókarhöfund- ar. Þó er auðvelt að ofnota end- urtekningarnar. T. d. verður ekki séð, að þa'ð sé til bóta að hafa undirfyrirsögnina „sönnun'1 á bls. 131 og aftur á bls. 139. Á eftir síðari undirfyrirsögninni er fjallað á fullnægjandi hátt um hugtakið sönnun. en ekki í fyrra tilfellinu. Einnig orkar það tvímælis, hvort eyða skuli heilum kafla í að sanna fólki, að allir geti með þjálfun orðið sæmilega mælskir. Þetta vita allir þeir, sem eitthvað hafa fengizt við félagsmál. Þá verður ekki séð, að þörf hafi verið á því að prenta í bók- inni fundarsköp Prentarafélags- ins í heild sinni. einkum þó þeg- ar þess er gætt, að höfundur bendir á mikilvæg grundvallar- atriði, sem stangast á við sumar reglur fundarskapa HÍP. En allt eru þetta smámunir og sparðatíningur hjá því, sem segja má bókinni til gildis. Meginkost’ir bókarina'iir. Einn stærsti kostur bókarinn- ar sem kennslubókar í félags- störfum og mælsku er vafalaust sá. að höfundi hefur tekizt að skrifa 1 senn hagnýta, fræðilega rétta, og alveg hlutlausa bók um þau mikilvægu mál, sem hún fjallar um. Hvergi örlar á neinu því, sem nefna mætti pólitískt • hlutleysisbrot Sennilega hefur Hannes kunnað betur að forðast það en ella vegna þess, að hann var eict sinn öflugur. pólitískur áróðursmaður Annai stór kostur bókarinnar er sá heilbrigði og jákvæði andi sem ríkir í henni frá byrjun til enda. Alls staðar er leitazt við að skapa skilning og vekja til Framhald á bls 23 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.