Tíminn - 20.06.1964, Side 23

Tíminn - 20.06.1964, Side 23
MERKILEGT FRÆÐIRIT Framhald al L3 siðu sjálfstæðrar og heilbrigðrar hugs unar og farsællar þátttöku í fé- lagsstarfinu. Vegna hins jákvæða viðhorfs, sem ríkir í bókinni, vandaðrar fræðimcnnsku og hlutleysis, er þetta bók, sem allir flokkar og félög gætu haft mikið gagn af við fræðslustarfsemi sína, og ef til þess kæmi að Kennaraskól- in og Háskólinn tækju upp kennslu í hagnýtum félagsmálum eins og upeldismálaþing kennara gerði ályktun um s.l. sumar og fyllilega tímabært er, þá yrði FÉ LAGSSIÖRF OG MÆLSKA, eft- ir Hannes Jónsson, vafalítið sjálfkjörin kennslúbók í þeirri grein við þá skóla eins og hún hefur verið í námsflokkum Fé- lagsmálastofnunarinnar og mælsku- og félagsmálanámskeið- um ýmissa félaga, sem rekið hafa fræðslustarfsemi í sam- vinnu við hana. Þ.Þ. MINNING (Framhald af 14. síðu). af var hjá foreldrum sínum, ann- aðist um þau af aðdáunarverðri umhyggju og nærgætni til hinztu stundar, sem henni ber virðing og þökk fyrir. Með þeim Sveini og Eyrúnu, eru horfin mæt hjón, sem örinuðu miklu dagsverki. Þau voru eins og traustir og óbifanlegir hornstein- ar í byggðarlagi sínu, einn kjam- inn í því trausta manndómsfólki, er reisti sér byggð undir sjávar- bakkunum í Vík, um aldamótin síðustu. Þau munu hafa búið í Vík lengst allra þeirra hjóna, er þar hafa tekið sér bólfestu fram á þennan dag, eða full 60 ár. í kirikjugarðinum að Reyni, und nýgrónu leiði, er vermist yl- geislum hins blíðasta vors, hvíla þau nú, hann Sveinn og hún Ey- rún, í skjóli þess fagra umhverfis, sem þau bundu ævilanga tryggð við og trúlega mun að þeim hlúa til efsta dags. Blessuð sé minning þeirra. Óskar Jónsson MINNING (Framhald af 14. síðu). ur. Var með ólíkindum, hversu mik ils fróðleiks og þekkingar honuen tókst að afla sér, svo störfum hlað inn sem hann var. En hann var líka áhugasamur fræðari, sem lét sér annt um að aðrir ættu einnig kost að njóta þeirrar þekkingar sem honum sjálfum hafði tekizt að afla sér. Enda var hann orð- lagður kennari. Nokkurn áhuga mun Kristján hafa haft á yngri árum til rit- starfa, þótt aldrei yrði það snar þáttur í ævistarfi hans. En all- margar blaðagreinar skrifaði hann um ýmis efni, þar á meðal langa og merkilega grein, „Norðan af nyrztu töngum“, sem birtist í „Lögréttu" 1919, og vakti athygli margra, sökum stíls og máls. Kristján var raunsæismaður í skoðunum og stillti þó vel í hóf, í því sem öðru. Við ræddum margt saman og fann ég glöggt, ef á milli bar, vildi hann jafnan kanna til hlítar hvað skoðanamun ylli, áður en kappræða væri hafin. Því ekki vorum við ævinlega á sama máli, sem ekki var von, þar sem um margt var rætt og skoðanir fjarskyldar í sumu. En jafnan var skilizt svo við hvert umræðuefni, að áður lyki höfðum við skilið að fullu eðlilega afstöðu hvor annars til þess sem var rættum Og aldrc-i gleymi ég mörgum tilsvörum Kristjáns og hnitmiðuðum setn- ingum, sem hittu oft snilldarlega í mark, þegar við bárum saman hin ar ólíkustu skoðanir. Aldrei vissi ég fyrir víst hvort Kristján var trúmaður eða ekki, því um þau efni var hann mjög fáorður og vildi lítt um þau ræða. En sálarþrek átti hann meira nn líklegt gæti talizt að aðrir en tcú aðir menn eigi- Það sýndi ham bezt, er sonur hans fórst af slysförum, næstum því við bæjav- dyrnar og eins í langvinnum og erfiðum banasjúkdómi konu hans. Og eigi síður í sínum eigin sjúk dómsraunum. Eitt hið seinasta ssm hann sagði við mig v / þetta: ,,Þeg ar ekki er hægt að starfa lengur, er maður í rauninni ferðbúinn og ekki eftir neinu að bíða. En — meðan maður hefur heila skynjun, liggur ekkert á!“ Og brosti við. Hann liíði eftir heilræðinu forna: ,,Glaðr ok reifr skyli gumna hverr unz sinn bíðr bana.“ Nú er hann horfinn af sjónnr sviðinu, samferðamaðurinn glaði og reifi. En hann skildi eftir hjú okkur ógleymanlega minningu, minningu um göfugan félaga og bróður, — og við erum auðugri eftir af þeim verðmætum, sem mölur og ryð granda ekki. Guð blessi þig, góði gamli vin- ur! Einar Einarsson. ÞJÓÐARBÚSKÁPUR Framhald af bls. 19. vægasta, því að friðunaraðgerðir eru eitt af höfuðviðfangsefnum okkar til styrktar sjávarútvegin- um og efnahagslífinu. Friðun og fiskvernd. Ræðumaður kvaðst sannfærður um það, að sjávoiútvegur og fisk- iðnaður eigi enn eftir að vera um ófyrirsjáanlega framtíð aðalút- flutningsatvinnugrein íslendinga, þó að gera megi ráð fyrir, að hundraðstala hans af heildarút- flutningi muni e.t.v. minnka eitt- hvað við tilkomu nýrrar útflutn- ingsframleiðslu, þegar fram í sæk- ir. Fiskimiðin hafa frá fyrstu tíð og eru enn ein liin allra mikil- vægasta auðlind landsmanna. Þau ber því að- nýt* að því marki, sem samrýmist vernd fiskistofn- anna og öðrum þeim skilyrðum, sem ætla má að ráði mestu um framtíð fiskimiðanna. Fyrsta boð- orðið á að vca að varast ofveiði, því að hún Ieiðir til rányrkju. Þá kvað ræðumaður kröfuna um yfir ráð yfir öllu landgrunninu skipta afar miklu máli fyrir framtíð ís- lenzks sjávarútvegs og efnahags- lega afkomu þjóðarinnar. Ræðu- maður gerði nokkuð að umtals- efni þann ótta, sem sumir bæru í brjósti, við það að byggja efna- hagslífiö um of á fiskveiðum, sem hafi reynzt stopular og óárvissar og stundum brugðizt með öllu ár eftir ár á sumum sviðum. Kvað hann þann ótta ekki með öllu óeðlilegan, en ekki væri þó ástæða til neinnar svartsýni um framtíð íslenzks sjávarútvegs. Við skulum vona, sagði Ingvar Gisla- son, að þekking manna á eðli hafs ins og öllu sjávarlífi eigi eftir að aukast það mikið áður en langir tímar líða, að möguleikar skapist til beinnar fiskiræktar á sjálfum heimshöfunum. Ræðumaður kvaðst að gefnu til efni vilja gera þá leikmannsat- hugasemd við sumt af því, sem fram hefur komið opinberlega um þetta atriði, að „aflaleysi" kann að vera ærið afstætt hugtak, þegar öllu er á botninn hvolft, þ.e. að orsakir til aflaleysis geta verið aðrar en þær, að fiskstofnar hafi rýrnað. Þar kunna e.t.v. að ráða eins miklu breyttar göngur eða annað háttalag fisksins, hann haldi sig m.a. á öðrum slóðum en menn áður vöndust eða gíni ekki við þeim gildrum og agni, sem áður hafði reynzt veiðisælt. Þegar um slíkt er að ræða, virðist mér vel mega segja, að vanþekking á hafinu og eðli sjávarlífsins og skortur hæfra veiðitækja eigi sinn þátt í aflaleysinu. Þá finnst mér ástæða til þess að láta í ljós efa um gildi íslenzkra annála og arf- sagna sem fiskifræðilegra heim ilda, án hliðsjónar af öðrum sögu ! legum gögnum, og þá fyrst og fremst tiltækra heimilda um afla- brögð útlendinga á íslandsmiðum ; á sama tíma. „Sá grái er utar“, sagði Einar Ben . . Efling fiskiðiiaðar og markaðsleit. Að lokum sagði ræðumaður, að hann vildi leggja á það höfuð- áherzlu, að mikilvægast og nauð- synlegast af öllu, sem varðaði sjáv arútveginn og uýlingu afla, væri að efla fiskiðnaðinn og auka fjár magn og tæknileiðbeiningu í þeirri starfsemi. Væri efling fisk- iðjunnar áreiðanlega meira virði en aukning afla upp úr sjp og stóraukin skipakaup. Samfara aukningu fiskiðnaðar þarf að stór auka markaðsleit- erlendis fyrir sjávarafurðir og aðrar framleiðslu vörur landsrpanna. Minntist hann þess, að Framsóknarmenn hafa hreyft þessum málum á Alþingi og lægju nú fyrir þinginu tillögur til þingsályktunar um eflingu markaðsleitar og stofnun fiskiðn- skóla. mrn í fl SMURT BRAUÐ Framhaid af 24. síð'u. og rækjurnar. Verðinu á braúðinu er stillt í hóf — krónur 35.—, en ein aksja nægir hverjum meðal- manni í máltíð. Af öðrum framleiðsluvörum verksm-iðjunnar mó nefna fiskpyls urnar, er komu á markaðinn í vetur, og hafa líkað mjög vel. Nokkurt magn af ál hefur veiðzt og komið til vinnslu í verksmiðj- unni, en lax- og silungsveiði hefur verið treg og þess vegna ekki hægt að reykja eins mikinn lax og æskilegt hefði verið. SÍLDIN Fr'amhaid af 24. síðu. mál. Flest þeirra böfðu verið að veiðum á Héraðsflóa, og var veður þar eins og bezt verður á kosið. Á Raufarhöfn er held'ur facið ■að- rýmkast um al tur. þar eS .nokR i.FB-Reykjavík, 19. júní. uð er um liðið siðan skip hafa Innrt að þar, og því var búizt við að skip kæmu þangp'ö inn með afia s'inn í kvöld og nótt. Katla er komin til Raufarkafnar með 15 þúsund lestir af salti, og síldarsaU endur eru nú tiibúnir að hefja söltun, hvenær sem er. Síldarleitin á Seyðisfirði vissi um 17 skip í kveld, sem fengið höfðu 14—15 þúsund mál, aðallega á Reyðarfjarðardýpi. Á flestim stöðum fyrir austan var orðið erf itt um vik með lóndun, og bjugg ust menn þar við að skipin héldu til Raufarhafnar með farm sim. Aðalveiðisvæðið var frá Reyðar- fjarðardýpi norður í Héraðsflóa< 20 til 40 rndur undan landi. Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði eru nú búnar að taka á móti 33.000 málum síldar, en höfðu aðeins tekið á móti S.hOO málum á sama líma i fyrra. Rauðka er búin að taka á móti 22.780 mál- um, en hafði í fyrra fengið 1400 mál. STJAS-Vorsabæ, 18. júní. ‘ Sláttur er nú hafinn á nokkrum bæjum í Flóanum, en útlit er fyr- ir, að almennt hefjist hann ekki fyrr en um mánaðamótin. í síð- ustu viku kom góð rigning hér og varð til þess að kippur kom í gras- vöxtinn, en áður höfðu mörg tún verið komin í töluverða hættu vegna þurrkanna. Fyrir helgina hófst síðan sláttur á nokkrum bíV-jum í Stokkseyrar- hreppi og Hraungerðishreppi, en 7 sækja um Umsóknarfresti um embætti landsbókavarðar lauk 15. þ. m. Umsækjenduy era þessir: Asgeir Hjartar-or_, bókavörður, dr. Björn Sigfússon, háskólabókavöi ður, Eiríkur Hreinn Finnbogason, lektor, dr. Finnbogi Guðmundsson, dósent, Geir Jónasson, bókavörður, Halldór Þorsteinsson, bókavörður Lárus H- Blönda! bókavörður Menntamálaraðuneytið, 19. júní 1964. almennt er ekki búizt við að slátt- ur hefjist hér fyrr en um mán- aðamótin. Hofsjökull til Bojuogavíkur KRJÚL-Bolungavík, 18. júní. Hofsjökull hið nýja skip Jök-á h. f. kom hingað til Bolungavíkur laust eftir miðnætti 17. júní Er þetta stærsta skip, sem lagzt heíur hér að hafnargrrðinum. Aðspurður sagði II. stýritní.ð ur, að aðbúnaður skipshafnar væri með því bezta, sem gerðist í ís- lenzka farskipafiotanum. Hins veg ar kvað hann það sem fram hefur komið í fréttum. að þetta vaeri fyrsta og eina slapið, sem héfði sjónVarp til afnota handa áhöfn ekki alveg rétt. Meðan hann dvaldist á Vatnajökli hafði þar einnig verið sjónvarp, sem skips- höfnin átti, en um borð í Hoís- jökli væru 3 sjónvarpstæki, sem útgerðin leggði til, og værú þau staðsett i borðsöium skipsins, setu stofu yfirmanns og farþega. Mun það vera nýmali. að útgecðm leggði til slík tæki til afnota. Borgarskrifstofur loka á laugardögum Ákveðið hefur verið að skrif stcf ur borgarinnar verði lokaðar á laugardögum frarn til 1. október n. k., að því undanskildu, að sknf- stofur bæjarútgerðarinnar, Reykja víkurhafnar og innheimtudeildar Rafmagnsveitunnar í Hafnarh,ús- inu verða opnar cins og venjulega, og sinna venjulegum afgreiðsúa- störfum sínum á laugardögum Blaðið hefur áður skýrt frá þv: að samkvæmt annarri grein dóms kjaradóms frá þyí í fyrra sé hemi- ilt með samkoi.iulagi forstöða- manna hlutaðeigandi stofnana og starfsmanna þeirra, að fella nið- ur vinnu á laugardögum, enda leng ist dagvinnutími aðra daga vikunn ar, svo að full vinnuvi,ka náist á fimm dögum, og gildir þetta ákvæði um tímabilið frá 1. júlí til 30. septembei. Ýmsar ríkisstofnanir, eins og ti! dæmis tryggingastofnunin, Áfengis og lyfjaverzlunin og stjórnarráð- ið hafa ákveðið að hafa lolkað á laugardögum og uú hafa skrifscGf ur borgarinnar, að undanskildum þremur áðurgreiudum stofnunum ákveðið að loka einnig. LÉZT AF VÖLDUM MEIÐÐSLA KJ— Reykjavík 19. júní Óskar Halldórsson 24 ára gamall Akurnesingur lézt af völdum meiðsla er hann hlaut í bílslysi í Leirársveit á sunnudaginn. Óskar var fluttur á sjúkrahúsið á Akra- nesi og var þá meðvitundarlaus. Hann komst aldrei að fullu til meðvitundar og lézt á sjúkrahús inu á miðvikudaginn. Tildrög þessa siyss voru þau að ölvaður ökumaður ók á brúarstöpul við Skarðsholt í Leirársveit á sunnu- dagsmorguninn. Sjálfur slapp öku- maðurinn að mestu ómeiddur, én piltarnir tveir sem í bílnum voru með honum slösuðust mikið og lézt Óskar af völdum meiðsla sinna. 17. júní á Hvolsvelli og í Kópavogi PE-Hvolsvelli, 19. júní. Tuttugu ára afmælis lýðveldis- ins var minnzt með hátíðahöldum á Hvolsvelli. Hófust þau með skrúð’göngu fra kauptúninu að kirkjunni, þar sem séra Sváfnir Sveinbjarnarson, prestur á Breiða- bólsstað, messaði. Að messu lok- inni var útisamkoma á barnaleik vellinum, sem Grétar Björnsson stjórnaði. Ræðu dagsins hélt Björn Fr. Björnsson sýslumaður. frú Dagný Her'mannsdóttir kom fram á skautbúnngi í gervi fjall- konunnar og flutti hátíðaljóð Tómasar Guðmundssonar. Þá fóru fram áskautbúningi í gervi fjall- mans Kristiansen skólastjóra, en á milli atriða var fjöldasöngur. Hreppsbúar kómu svo saman um kvöldið í samkomuhúsinu Hvoli þar sem voru skemmtiatriði og dans fram til miðnættis. Hátíða- höldin voru mjög ánægjuleg og þóttu takast hið bezta. Þjóðhátíðarhöldin í Kópvogi hófust við Félagsheimilið kl. 13.30. Þar var safnazt saman og gengið í skrúðgöngu á hátíðarsvæðið í Hlíðargarði. Bæjarstjórinn Hjálm- ar Ólafsson setti hátíðina með ræðu, Avarp fjallkonunnar flutti frú Guðrún Þór, ljóðið orti Böðvar Guðlaugsson. Ræðu dagsins flutti Kjartan Jóhannsson, héraðslæknir. Þá var barnagaman, og skátar skemmtu. ^úðrasveit Kópavogs tók undir stj. Stefáns Stephensen. Kl. 16.00 hófst svo íþróttakeppni á íþróttavellinum við Vallargerði. Austurbær og Vesturbær kepptu í knattspyrnu og stúlkur úr Kópa- vogi kepptu í handknattleik við stúlkur úr F.H. Kl. 21.00 um kvöld ið hófust hátíðahöld við Félags- heimilið. Savannatríóið skemmti. Þórður Kristinsson song gamanvís ur við undirleik Kjartans Sigur- jónssonar. Sigurður Jóhannes- son og Auður Jónsdóttir, fluttu leikþátt og leikararnir Ómar Ragn- arsson, Árni Tryggvason og Bessi Bjamason skemmtu. Kl. 22.30 hófst dans á palli við Félagsheimilið og einnig var dans- að í efri sal bíósins. T í M I N N, laugardaglnn 20, júní 1964 — 23

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.