Tíminn - 20.06.1964, Page 8

Tíminn - 20.06.1964, Page 8
Þannig leit Thorvaldsen út Forseta íslands hefir borizt að gjöf til hinnar nýju Bókhlöðu að Bessastöðum mynd af Bertel Thor- valdsen eftir einn af þekktustu málurum Frakklands, Horace Ver- net, frá Gretti Eggertssyni, verk- fræðingi, Winnipeg. Mynd þessi verður til sýnis fyrir almenning í Þjóðminjasafni íslands við Suður götu. Um þessa mynd segir Björn Th. Björnsson: Á síðari árum Bertel Thorvald- sens í Rómarborg var franski mál arinn Horace Vernet (1789—1863) forstöðumaður Frakkneska lista- háskólans þar í borg. Starf þetta var eitt af mestu heiðursembætt- um sem frönskum listamönnum veittust á 18. og 19. öld, enda var Vernet um það leyti einhver vin- sælasti málari Frakka, og átti frægð hans þó eftir að vaxa, eink um af hinni miklu myndröð af orr ustusigrum Frakka, sem hann mál aði í Versalahöll. Með þeirn Ver- net og Thorvaldsen tókst mjög ná in vinátta og gagnkvæm aðdáun. Thorvaldsen hafði gert brjóst- mynd af Vernet, og þegar að því rak, i ársbyrjun 1835, að Vernet væri kallaður heim frá Róm, vildi hann endurgjalda vini sínum og mála mynd hans. Málverk þetta, sem síðan var í eigu Thorvaldsen en í safni hans að honum látnum, sýnir myndhöggvarann halla sér að myndstalli með mótunarsköfu í hönd, en á stallinum stendur brjóstlíkneskið af Vernet úr grá- um leir. Afskafið liggur á undir- stallinum og á að sýnr. að Thor- valdsen sé aö vinna að myndinni. Þannig er málverk þetta í raun- inni tvímynd og sýnir báða þessa frægu listamenn. Á myndinni er Thorvaldsen í hvítri rykkiskyrtu, með silfurgrátt hár, enda 65 ára að aldri þegar myndin var máluð. Á baugfingri vinstri handar ber Thorvaldsen ♦ftirlætisdjásn sitt, fornrómversk- an slönguhring, þann sama sem hann ber á sjálfsmynd sinni sem stendur í Hljómskálagarðinum, og situr hringurinn þar á sama fingri. Andlitsmynd hans er með innileg- um og persónulegum blæ, og veit ir vafalaust allsanna mynd af út- liti hans á þeim tíma. í samtíðarbréfi er til lýsing á mikilli listamannaveizlu, sem hald in var í Palazzo Ruspoli til þess að kveðja Vernet við brottför hans frá Róm. Þar segir að Thorvald- sen hafi setið til hægri handar heiðursgestsins við háborðið, og þegar að því kom að drekka vel- farandaminni hans, reis Thorvald sen upp til þess að krýna Vernet lárviðarsvegi. En Varnet tók sveig inn úr höndum hans, og krýndi Thorvaldsen sjálfan með orðun- um: La vollá á sa place) (Þarna er hann á sínum rétta stað!) Ásamt málverkinu fræga eftir C. W. Eckersberg hefur þessi mynd eftir Horace Vernet verið talin merkasta samtíðarmynd sem til er af Thorvaldsen. Árið 1956 var Grettir Eggerts- son staddur í London, og varð hann þess þá áskynja, að til sölu væri málverk af Bertel Thorvald- sen hjá listsölunum J. Leger & Son í Old Bond Street. Fékk hann prófessor Anthony Blunt, forstöðu mann listsögudeildar Lundúnahá- sköla (Courtauld Institute of Art) og einn mesta sérfræðing Breta um franska 19. aldar list, til þess að skoða málverkið og láta í Ijós álit sitt um það. Samkvæmt upp- lýsingum Grettis taldi próf. Blunt málverkið vera eftir Horace Ver- net sjálfan, og því repliku eða syst urmynd þess sem er á Thorvald- senssafninu I Kaupmannahöfn. — Benti hann á, að það hefði verið alsiða á dögum Vernets að mála slíkar hliðstaaður. Er það og þeim mun líklegra sem hér var um að ræða mynd af nánum vini hans. Þar sem málverkið er svo ný- lega komið til landsins, hefur ekki enn gefizt tækifæri til þess að kanna eigendasögu þess, né heldur að gera samanburð á því og mynd inni í Thorvaldsenssafni. En hvort sem að því verða leiddar frekari sönnur, að málverk þetta sé frum- verk Vernets, hefur okikur hér bætzt frábærl'ega vel gerð og merkileg mynd af einhverjum fræg asta manni, sem af íslenzku bergi er brotinn. Og skemmtilega sér- kennilegt má það kallast, hvern- ig hún nú er komin á eðlilegan áfangastað eftir svo langa og krók ótta leið. Matráðskona — Síldarstúlkur Undirritaðan vantar góða matráðskonu á Hafsilf- ur, Raufarhöfn. Enn fremur síldarstúlkur til Rauf- arhafnar og Seyðisfjarðar Upplýsingar í sfrna 32799 Jón Þ. Árnason VEX VÖRURNAR V C/ &ul'1' ]S fl’l' Þ 'vandmcðfarinn þvott. Vex þvottalögurinn er áhrifaríkt þvottaefni semfer vel með hendumar. Vex handsápurnar hafa þrennskonar ilm. Veljið ilmefni viðyðar hœfi. na!Efna«iEiFii.iai m Leikllstarskóli Þjó&lelKhússins tekur á móti nemendum í haust. Námstími er 2 ár, 1. október til 15. maí. Kennsla fer fram síðari hluta dags. Umsóknir um skólavist skulu sendar þjóðleikhússtjóra fyrir 1. september. Umsóknum fylgi fæðingarvottorð, afrit af próf- skírteinum og meðmæli leikara eða leikstjóra, sem nemandinn hefur fengið kennslu hjá. Nemendur skulu vera á aldrinum 16 til 25 ára og hafa að minnsta kosti lokið gagnfræðaprófi eða hlotið sambærilega menntun. Inntökupróf hefjast 28. september. Þjóðleikhússtjóri. TÍMINN, lau3ardaginn 20. |foí 1984 — 8

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.