Tíminn - 20.06.1964, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.06.1964, Blaðsíða 18
Þjóðarbúskapur og skipuleg Félag ungra Framsóknarmanna i Eeykjavík hélt ráðstefnu dagana 4. — 5. aprfl s.l. um þjóðarbú- skapinn og skipulega uppbygg- ingu atvinnuveganna. Á ráðstefn- unni töluðu 7 ungir menn. Bjarni Einarsson, viðskiptafræðingur, flutti fyrstur erindi, sem hann nefndi Hagvöxtur og áætlunar- gerð. Þá töluðu þeir Ingvi Þor- steinsson og Jónas Jónsson, sér- 1 fræðingar í landbúnaðarvísindum, um möguleika og hlutverk íslenzks landbúnaðar. Ingvar Gíslason, al- þingismaður, flutti erindi um sjá- varútveginn, og Bjarni V. Magnús- son, framkvæmdastjóri, um fias- iðnaðinn. Helgi Bergs, alþingis- maður, ræddi um landbúnaðar- iðnað, og Steingrímur Hermanns- son, framkvæmdastjóri, um undir stöðuatriði iðnþróunarinnar og stóriðju. Erindin öll vöktu óskipta at- hygli áheyrenda, enda voru þau hvert öðru fróðlegri. Því miður er ekki unnt, að birta erindin í heild. Sá kostur hefur því verið valinn að biðja framsögumenn að skrifa úrdrætti. Hér á eftir birt- ast úrdrættir úr fjórum fyrstu erindunum. Bjarni Einarsson: Hagvöxtur - áætlunargerö Með hagvexti er átt við vöxt þjóðarframleiðslu eða þjóðartekna á mann. Ilér er um að ræða grund- völl almennra lífskjarabóta. Þar sem aðalhlutverk velferðarríkis er að sjá þegnum sínum fyrir góðum og batnandi lífskjörum, er hér um hugtak að ræða, sem grund- vallarþýðingu hefur. Þjóðfélag okkar stendur nú á þröskuldi aldar allsnægtanna. Við slíkar aðstæður vex neyzluþörf almennings mjög ört. Því er nú mikil „eftirspum“ eftir hagvexti. Minnstur hagvöxtur Evrópulanda. Síðustu árin hefur hagvöxtur verið lítill hér, a.m.k. ef langt tímabil er tekið. Eftirfarandi töl- ur sýna vöxt þjóðarframleiðslu á mann hér 6 landi og 1 no&krum öðrum löndum 1953—1961. Á þvi tímabili hefur fsland minnstan hagvöxt Evrópulanda utan járn- tjalds, að undanskildu Tyrklandi. ísland 19.5% OECD lönd alls 16.9% OECD lönd í Evrópu 34.8% EBE löndin alls 44.2% EFTA löndin alls 26.6% Austurríki 59.9% Danmörk 29.2% Þýzkaland 54.8% Noregur 23.6% Svíþjóð 31.6% Bretland 20.9% Bandaríkin 5.7% Tyrkland 2.5% Hagkvæmari fjárfesting. Hagkvæm fjárfesting er grund- völlur hagvaxtar. Ástæða hins lága hagvaxtar er ekki lítil fjár- festing, hún hefur verið meiri hér en í flestum öðrum löndum. Hlýtur þá fjárfestingin að hafa verið mun óhagkvæmari hér en annars staðar. íbúðarbyggingar og opinberar framkvæmdir hafa að vísu verið meiri hér en víðast hvar. En, þó sú fjárfesting sé dregin frá, er fjárfesting okkar í beinum fram- leiðslufjármunum samt eins mikil og mest þekkist. Betri hagstjórn. Það atríði, sem mest skilur á milli hagþróunar fslands og ná- FLUGSÝN h.f. Sfmi 1-8823 FLUGSKÓLI Kennsla fyrir einkaflugpróf-atvinnuflugpróf. Kennsla í: Næturflugi Yfirlandsflugi Blindflugi Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar í nóv- ember og er dagskóli. Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf, vor og haust. FLUGSÝN h.f. Sími 1-8823 omimt didHCUÍ Það má ætíð treysta Royal Þorsklnum var mokaS upp hór sunnanlands á sfðustu vertiS. grannalandanna er hagstjómin. Islenzkum ríkisstjórnum hefur frá stríðslokum gjörsamlega mistekizt að skapa það efnahagslega and- rúmsloft, sem efnahagslífinu er nauðsynlegt, ef það á að dafna vel. Hins vegar höfum við búið við langvarandi verðbólgu, sem eyðilagt hefur allt raunsæi í efna- hagsmálum. Nú er svo komið, að kröfur almennings um hagvöxt hafa vald- ið því, að mjög er rætt um breyt- ingu vinnubragða af hálfu hins opinbera. Reynslan bendir ótví- rætt til, að þörf sé á skipulögðum vinnubrögðum, byggðum á víð- tækum rannsóknum, til uppbygg- ingar hagkerfisins. Því er þjóð- hags- og framkvæmdaáætlanagerð nú álitin nauðsynleg til örvunar hagvaxtar í landinu. Áætlunargerð byggist á vísinda- legum rannsóknum á samhengi hinna ýmsu þátta hagkerfisins, ■'fj árfestingarmöguleikum o.s.frv. í landi okkar, þar sem einkafram- tak er máttlítið, skortur er á vinnuafli og fjármagní, en stór- kostlegar náttúruauðlindir ónýttar, er full ástæða til skipulegra og skyndamlegra vinnubragða stjórn arválda. Rangt er að líta á áætlunar- gerð sem einhvern stórkostlegan elexír, sem umbreyti þjóðfélag- inu til hins betra á augabragði. Hér er um mikið verkefni að ræða, sem rétt er byrjað á hér á landi, og krefst gífurlegrar þekkingar á hagkerfinu, sem ekki er enn nema að nokkru leyti fyrir hendi. Áætlunargerðin stendur og fellur með þeim hagskýrslum, sem til eru í landinu. Þó unnið hafi verið að hagskýrslugerð hér i meira en 50 ár, hefur það starf ekki verið miðað við öflun þeirra kerfisbundnu upplýsinga, sem áætlunargerð krefst. Ekld eru nema 11 ár síðan hafizt var handa um gerð þjóðhagsreikninga, sem er hymingarsteinn áætlunargerð- arinnar. Eigum við ennþá langt í Land með að koma á fullkomnu þjóðhagsreikningakerfi. Fjarri er, að hagskýrslur þær, sem fáanleg- ar eru i dag nægi til þessarar starfsemi. Bætt sklpulag opinberra mála. En höfuðþröskuldur í vegi áætlunargerðar hér er skipulags- leysi opinberra mála og vanmátt- ur ýmissa opinberra og hálfopin- berra stofnana. Raunhæf fram- kvæmdaáætlunargerð byggist á samstarfi allra þeirra aðila, sem við framkvæmdir fást. Hinar opinberu stofnanir, svo sem vegagerð, hafnagerð, fræðslu- málastjórn, o.s.frv., verða að vera færar um að gera og framfylgja framkvæmdaáætlunum, sem eru liður í hinni miklu heildaráætlun. En til þessa hafa stofnanir þessar hvorki getu né vald. Alþingi, lög- gjafarsamkunda þjóðarinnar, fer raunar einnig með framkvæmda- vald á flestum sviðum opinberra framkvæmda. Og eins og að Al- þingi er búið, fer fjarri, að þar geti ævinlega ráðið raunhæf og vel athuguð sjónarmið. Breyttar starfsaðferðir Alþingis. Alþingi þarf að breyta um starfs aðferðir. Framkvæmdavaldið þarf Ingvi Þorsteinsson: að færast melra i hendnr stofnana, sem framkvæmdir ann- ast, og Alþingi þarf að láta sér nægja að fjalla nm framkvæmda- áætlanir stofnananna á nokknrra ára fresti, svo og að fylgjast með framkvæmd þeirra. Þetta hefnr nú skeð í vegamálum, og þetta þarf að ske í öllum opinberam i framkvæmdum. Meiri hagvöxtur. Að fengnum betri hagskýrsl- ! um og betri skipan opinberra mála hvað framkvæmdastjóm snertir, verður unnt að hefja gerð raunhæfrar hagvaxtaráætlunar, þar sem sett er raunhæft markmið byggt á raunhæfum rannsóknum á vaxtarmöguleikum hagkerfis okk ar. En hér þarf skjótlega að hefj- ast handa. Krónan, sem hefði get- að orðið til í dag, en varð ekki, sakir vanþekkingar og stjómleys- is, hefði getað orðið að mörgum krónum síðar. Möpleikar ísl. landbúnaöar Ingvi Þorsteinsson ræddi um þá möguleika í landbúnaði, sem hér eru fyrir hendi samkvæmt nátt- úm og legu landsins. Furðu oft gleymist í þrasi mn stefnumið og pólitík í landbúnaði, að hann byggist fyrst og fremst á jarðvegi og gróðri. Rakti hann í stuttu máli kosti og ókosti hins íslenzka veðurfars fyrir landbúnaðarfram- leiðslu og komst að þeirri niður- stöðu, að við þurfum í því tillití ekki að vera eins óánægðir með legu lands okkar og menn vilja vera láta. Öfugþróunin. Ingvi gaf stutt yfirlit yfir það, sem hann kallaði hina „geigvæn- legu öfugþróun", sem hefur átt sér stað allt fram á þennan dag hveð snertír atærð og gæði íslenzkra gróðurlenda. Ekki er vitað með vissu um stærð ís- lenzkra gróðurlenda, hvorki á landnámsöld né í dag, en að því má leiða rök, að sfðan á land- námsöld hefur bíásið burt og tap- azt' gróður og jarðvegur af 40 - 50 þús. ferkm. svæði, eða sem svwr | ar til helmings af yfirbortð fs- i lands alls. Þessi öfugþróun held- ur áfram: enn tapast meiri gróð- ; urlendi árlega, en grætt er upp . af ógrónu landi, þrátt fyrir ötula starfsemi þeirra er að land- græðslumálum vinna. Auka þarf gæði íslenzkra gróður- lenda. Nú er unnið að því á vegum Atvlnnudeildar háskólans að kort- leggja og mæla gróðurlendi fs- lands í því skyni að meta nota- gildi þeirra í núverandi ástandi, og ekki hvað sízt beitarþol afrétt- arlanda. Hafa þegar allir afréttir á Suðurlandi verið kortlagtðr í þessu skyni, og mikil vitneskja hefur fengizt um gæði Islenzkra beitilanda á þennan hátt. í stuttu máli hefur komið í ljós, að gæð! gróðurlendanna til beitar eru mun lélegrl en talið hefur verið, og | hætt við, að það eigí ekki aðeins við Suðurland. Lítið er um gróð- urlendi með cftirsóttum beitar- , gróðri, tA aðeins 5—10% af T i M I N N, laugardaglnn 20. |óní 1964 — I 18

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.