Tíminn - 20.06.1964, Page 22

Tíminn - 20.06.1964, Page 22
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS staðar mætt á kosningaíerðum sfnum, hafði sýnt þetta, svo að ekM varð um villzt. Þannig hélt hún áfram. Winston vissi, að hún var and- legur jafningi haris. Hún var tign- arleg og stolt á sigurstund, og jafnframt har hún þá keim auð- mýktar. Þegar ósigra, sorgir og vonbrigði bar að höndum. varð (hún aldrei niðurbrotin. Hún fylgdi honum og barðist fyrir hann gegn allri mótstöðu, hvaðan sem hún barst. Það hafði oft koiriið fyrir á ævi hans, að hann þurfti umfram allt á ein- hverjum að halda sem skildi hann, — varði hann gegn óvinunum og gegn þeim, sem í fávísi sinni og hleypidómum gegn þeim, er snjall- ari voru en þeir sjálfir, hefðu varpað honum til hliðar. Þetta hefði getað riðið hverj- um sem var að fullu, enda líf hans fullt af þversögnum og mótlæti, en hún gaf sig aldrei. Og aldrei bil- aði trú hennar á hann né fram- tíðina, og heldur ekki nú. Margir vina þeirra lögðu að honum um, að láta af þingstörf- um og einbeita sér eingöngu að því, að rita styrjaldarsöguna. Cle- mentine var algerlega mótfallin því, þó að hún í rauninni hefði enga löngun til að sjá hann taka að sér forsætisráðherraembættið að nýju. Hann hafði þjónað landi sínu með miklum sóma, þó að þjóðin virtist ekki þakka honum það. Samt sem áður mælti hún: „Það er óhugsandi fyrir Winston að fara af þingi — hann er barn Neðri málstofunnar.“ Og Winston á heldur ekki að láta af forystu stjórnarandstöð- | unnar, sagði hún. „Það væri auð- | velt fyrir mig að láta af störfum i dálítið seinna", sagði hann, ,,og baða mig í ánægju og unaði sem frjáls borgari, og ég hafði oft velt | því fyrir mér. En mér finnst nú ástandið svo alvarlegt og svo óviss- I ar framtíðarhorfur, að ég er á- I kveðinn i að halda fánanum á lofti svo lengi. sem mér auðnast að halda nægilegum kröftum.1' Um að láta af forystustörfum í flokknum, sagði hann: „Það kann að vera að hestur minn sé ekki sem beztur, en það er að minnsta kosti betra að hafa hann, heldur en að vera í fótgönguliðinu". Winston og Clementine Chur- chill fluttu úr Downing Street nr. 10. „Við eigum eftir að koma aft- ur, Clemmie“, sagði hann um leið og dyrnar lokuðust að baki þeirra. 21. KAFLI STÍGVÉLAMERKIÐ Nú byrjaði rannsóknin mikla. Almennir borgarar og hermenn nutu sigurvímunnar eftir stórsig- ur sósíalistanna, en undir niðri skömmuðust þeir sín fyrir það, sem þeir höfðu gert Winston. Þeir reyndu að róa samvizkuna með því að taka undir yfirlýsingu Verkamannaflokksins: „Hann var ekki maðurinn til að bæta þjóðfélagsgalla fortíðar- j innar.“ íhaldsmenn skýrðu ósigurinn á þann hátt, að auðvaldsandstæð-' ingar hefðu notað styrjaldarárin til undirróðursstarfsemi gegn hon- um sem innanríkisstjórnmála- manni og hefðu sáð fræjum á- róðurs síns af kostgæfni. Aðrir skýrðu hann á þann hátt, að fólk- ið hefði kosið breytingu eftir sex styrjaldarár, og bættu því við, að hefði Winston ekki tekið við for-j ystu þess flokks, sem var við völd í stríðsbyrjun,hefði hann orðið for sætisráðherra á ný. Fólk sagði við sjálft sig, að það hefði ekki kosið gegn honum, heldur flokki hans. Winston var boðið konunglega Bathheiðursmerkið. Hann hafnaði boðinu og sagði: „Hvernig á ég að geta tekið við Bathmerkinu, þegar enska þjóðin hefur nýlega sæmt mig stígvélamerkinu!" Sama dag gekk hann inn í Neðri málstofuna. Hann var ekki lengur forsætisráðherra, en for- ystumaður st j órnarandstöðunnar.1 Clementine sat í áheyrendastúku heldra fólks. Þegar hann kom inn í þingsal- inn, var beizkleikinn jafnvel meiri en nokkru sinn áður, og hún þurfti að senda honum allani sinn styrk, þegar hann þurfti aðj hlýða á nokkra sigurreifa þing- menn sósíalista taka að syngja ,Rauða fánann“ og það á þeim stað, sem hann hafði alla ævi . I sína litið á sem musteri trúar sinnar. Hann starði með fyrirlitningu á ríkisstjórnarbekkinn handan við og sýndi þannig hve hann for- smáði þessa móðgun við venjur og helgi brezka þingsins. I í miðri styrjöldinni hafði hann unnið að áætlun um þjóðfélags- þróunina í Bretlandi, er friður kæmist á. Hann hafði haldið, að hann mundi geta fengið henni \ framgengt, að minnsta kosti á tveggja þinga kjörtímabili eða tíu ár. Nú hafði þjóðin snúið baki við stjórnmálamanninum Winston, þó að hún bæri enn aðdáun og virðingu fyrir manninum Winston. Einmitt þegar sigurinn var unn- inn, varð Clementine vottur að einhverju versta áfalli, er Win- ston varð fyrir á sínu pólitíska skeiði. En það var þegar þing-1 bekkir sósíalista öskruðu af hlátri, á meðan hann hélt eina harðsvír- uðustu árásarræðuna gegn rikis- stjóm Attlees. Hlátursrokurnar hittu hann eins og svipuhögg. Hann starði, án þess að trúa eigin augum. Þegar hún hitti hann fyrir utan málstofuna, endurtók hann sífellt fyrir munni sér, eins og hann tryði því ekki sjálfur:: „Þeir HLÓGU að mér . . . þeir HLÓGU að mér!“ Undrun hans varð að beizkju- fullri gremju, og nú var jafnvel Clementine of særð sjálf til .að geta á einhvern hátt reynt að draga úr sviðanum eftir þetta nýja áfall. Mikill mannfjöldi safnaðist fyr- ir framan Buckinghamhöll, þegar konungurinn tók á móti Winston í styrjaldarlokin. Konungurinn bauð honum hvern þann heiður, sem Winston vildi við taka — þar á meðal hertogadæmi. Winston 109 svaraði stöðugt: „Ef yðar hátign vildi leyfa mér að hafna boðinu — ég á enn margt ógert.“ Konungurinn lagði ekki hart að honum. Winston hafði ekki í hyggju að láta sparka sér fyrst út úr Down- ing Street og verða síðan fluttur úr Neðri málstofunni — og skipti engu hve góður'hugur lá á bak við. í fyrstu leiddi gremja hans hann til geðvonzkulegra, nærri barna- legra árása á andstæðingana á þinginu Áður en leið á löngu, komu margir, og það jafnvel nánir vinir þeirra, að máli við Clernen- mentine og kvörtuðu yfir því, aði hann gengi svo langt í ákafa sín- um við að reyna að gera sósíal- istunum miska, að hann segði og gerði hlut.i, sem væru aðeins hans eigin flokki til tjóns. f fyrsta sinn eftir að hann hafði tekið við stjórnartaumunum, tóku margir af framámönnum Torya að líta á „gamla manninn", sem byrði, og uppástungur komu fram um að hann léti af forystu st j órnarandstöðunnar. En Winston var ekki á þeim buxunum. Uppáhaldssvar hans við slíkum uppástungum var; „Glad- stone var forsætisráðherra, átt- ræður að aldri. Ég er unglingur!" Og þá, eins og til að leggja frek- ari áherzlu á merkingu þeirra orða, rak hann út úr sér tunguna eins og óþægur skólastrákur fram- an í ráðherra sósíalista, sem sátu andspænis honum í þinginu. Þrjózka hans og gremja var jafn- vel farin að svæfa með honum til- finningar hans fyrir helgi og virð- ingu þingsins. Þá var það, sem Clementine ákvað að fá hann til að hverfa um st'und af stjórnmálasviðinu til þess að geta tekið sér hvíld og leyfi, HULIN FQRTID MARGARET FERGUSON 16 hvað þér eigið við. Ég man ekki nokkurn hlut frá því sem hefur skeð fyrir slysið. Vissuð þér það ekki? — Ég veit að fjölskyldan hefur sagt fólki það og þau trúa því kannski. En ég er viss um . . . ja, að þú hafir verið smáringluð eft- ir slysið og að þú hafir uppgötvað að það var ágæt hugmynd að lát- ast hafa misst minnið, þegar þú kæmir heim. Það mundi gera allt auðveldara fyrir alla aðila, þegar Mark losnar út aftur. Já, ég er virkilega hrifinn af hugmyndinni, ástin mín, en við skulum ekki ganga of langt. Við erum cin hérna þess vegna veitti ég þér eftirför hingað. Mig grunaði að þútæriijþessa leið. Hann rétti fram stóra þykka hönd og hún hörfaði snarlega nokkur skref frá honum. Henni fannst loftið orðið ískalt, kvöldið ógnarlega dimmt og ljósið frá þorpinu virtust óravegu í burtu. — Mig grunaði ekki að neinn veitti mér eftirför . . . . ég hef heldur enga hugmynd um, hver þér eruð . . . þér eruð mér full- komlega ókunnugur. Ég er ekki að leika neitt hlutverk — ég misst minnið og það er hinn voðalegi sannleikur . . . Hún snerist á hæli, hrasaði um hundinn, en Neville brá við skjótt og tók af henni fallið. — Það er engin ástæða til að verða svona hrædd, sagðí hann og studdi hana og brosti lítið eitt. — Ef svo er, þá er ekkert sem mælir á móti því að byrja frá byrj- un aftur? Kannski verður það bara skemmtilegra. Við skulum byrja á því að . . . En hún reif sig lausa, snerist á hæli og hljóp eins og fætur tog- uðu eftir veginum og niður stíg- inn heim að húsinu. Hún óttað- ist að hann elti hana, en hún heyrði ekki, neitt, þegar hún staðnæmdist við hliðið að mat- jurtagarðinum. Hún hraðaði sér gegnum garðínn og gekk inn og í dagstofuna. Þar sat Brett í hæg- indastól og las í bók. Hann lagði frá sér blaðið og leit undrandi á hana og stóð upp. — Ég hélt þú værir uppi á her- berginu þínu, Tracy. Hefurðu ver- ið úti? Er allt í lagi? Hún uppgötvaði allt í einu, að hún greip andann á lofti, vonleys- ið og hræðslan var sjálfsagt mál- að á andlit hennar og reyndi að jafna sig. — Auðvitað. Hún strauk fingr- um yfir úfið hárið. — Ég fékk mér göngutúr, til að skoða rústirnar betur. Ég hélt þær væru enn tilkomumeiri í rökkrinu og það reyndist rétt. Ég hélt að blaðamennirnir væru farn- ir í bili — og ég varð heldur ekki vör við neina. — Nei, ég býst við þeir hafi gefist upp í dag, en þeir koma líkast til aftur á morgun. Komdu og seztu við arininn, þú skelfur af kulda. Henni var ískalt á höndunum og fötum, en hún reyndi að láta ekki mjög á því bera. — En veiztu, ég hitti mann, sem hefur víst þekkt mig, sagði hún síðan eins kæruleysislega og henni var unnt — Hann sagðist heita Neville. Ég geri ráð fyrir hann búi í grendinni. — Neville Rollo! Brett hafði verið í þann veginn að bjóða hehni sígarettu, nú stöðvaðist hönd hans í loftinu. —- Þekktirðu hann ekki aftur? — Auðvitað þekkti ég hann ekki — hvernig átti ég að geta það? Hér kom það enn einu sinni þessar ósjálfráðu bendingar að minnisleysi hennar væri uppgerð ein. En hvers vegna . . . hvers vegna . . . héldu þau — og meira að segja Brett líka . . . að hún væri að gera sér allt upp og létist ekki muna. — Ég hafði ekki hugmynd um, hver hann var og ég held hann hafi móðgazt. Hún tók sígarettu úr öskjunni sem Brett rétti að henni. — En kannski voru það eðlileg viðbrögð, ef hann er góður vinur fjölskyldunnar? — Hann er mjög góður vinur þi . . . okkar allra, við höfum þekkt hann lengi. Andlit Bretts var svipbrigðalaust meðan hann kveikti í sígarettunni hennar. — Hvernig vildi það til að þú hittir hann? — Ég gekk eftir veginum að rústunum til að fá mér frískt loft. Hann skaut upp kollinum rétt fyr- ir aftan mig — og talaði til mín áður en mér var ljóst, að þarna var nokkur. Ég hélt hann væri blaðamaður og kannski var það sem honum gramdist. — Mér þætti fróðlegt að vita hvað Neville hefur viljað þarna á þessum tíma sólarhrings. Um þetta leyti er hann yfirleitt á einhverjum börum ásamt félög- um sínum. Hann er ekki vanur að fara í gönguferðir einn síns liðs. Tracy las hugsanir hans. Hann áleit, að hún hefði laumazt út frá Pilgrims Barn vegna þess hún vissi að Neville Rollo beið henn- ar — til að fara á stefnumót við Neville þennan í rökkrinu. Hún roðnaði af reiði og drap í sígar- ettunni. — Ég veit ekki, hvað hann var að gera þama. Ha/n sagði mér, hvað hann héti — og ég kannað- ist ekki við það nafn — og mér fannst ég þurfa að biðja afsökun- ar á að þekkja hann ekki — og síðan fór ég beint heim. Ég hefði aldrei vogað mér út, ef ég hefði búizt við að ég gæti rekizt á ein- hvern sem þekkti mig. — Þú mátt ekki vera hrædd við það. Andlit Bretts mildaðist lítið eitt. — Allir skilja, hvernig ástatt er fyrir þér núna, þótt Neville hafi kannski ekki skilið það. Hann á stóran bóndabæ í grennd- inni og er duglegur bóndi, þótt hann líti ekki út fyrir það. Þú manst áreiðanlega eftir okkur öll- um, áður en langt um líður, Tracy, vertu ekki kvíðafull. Mig langar ekki vitund til að muna eftir Neville Rollo, ætlaði hún að segja, en hætti við það. Brett mundi ekki skilja, hvað hún meinti, þar sem hún skildi það ekki sjálf til fulls. En þess- ari hugsun hafði lostið niður í hana, þegar Neville rétti fram feita og freknótta höndina í átt til hennar. — Ég ætla að fara í rúmið, þótt ekki sé framorðið, sagði hún stuttlega. —Þetta hefur verið lang- ur dagur. Mér þykir mjög leiðin- legt að hafa valdið ykkur öllum þessum vandræðum og erfiðleik- um, Brett. Ég skil, hvað það er sárt fyrir ykkur að mál Marks skuli nú rifjað upp aftur í blöð- unum — eftir allt sem þið hafið orðið að þola vegna þess í fyrra. Ég vissi ekki að heimkoma mín mundi vekja slíkt umtal. Góða nótt. — Góða nótt, Tracy. Og hugs- aðu ekki meira um þetta. Eftir fáeina daga hafa allir gleymt því aftur. Sofðu vel. Nú hafði hann haft tæMfæri að segja henni það sem eftir var sög- unnar og hann vissi það var heimska að nota það ekki. En honum hafði brugðið illa þegar hann heyrði, að hún hafði hitt Neville. Og af einhverri undar- legri ástæðu hafði henni einnig verið brugðið. En kannski var ástæðan ekki ýkja merkileg. Eld- rautt hárið og skarpleitt andlit hans hlutu að hafa vakið með henni kenndir, sem hún skildi ekki en skelfdu hana. Neville hafði sjálfsagt verið á vakki í grennd við húsið í þeirri von að hitta hana og ganga úr skugga um hvort minnisleysi hennar væri raunverulegt. Fjandinn eigi hann — hann var ekki á þeim buxunum að gefast upp í fyrstu lotu. Tracy kom árla morguns niður til morgunverðar. Enginn var í borðstofunni, en hjá disknum hennar lá bréf. Hún fékk hjart- slátt þegar hún sá rithöndina. Hún þekkti hana núna. Það var skrift Marks. Síðustu vikuna sem hún var á sjúkrahúsinu hafði hún fengið mörg bréf með þessari rit- 22 T í M I N N, laugardaginn 20. júnf 1964 —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.