Tíminn - 20.06.1964, Qupperneq 15

Tíminn - 20.06.1964, Qupperneq 15
■'V'fte'1.!* ;■ «1» ... ÍL •: '" i % 1 1 1 1 I 1 ! 1 1 . 1 Frá aSalfondi Vinnumálasambandsins Frá vlnstri Grímur Thorarensen, kaupfélagsstióri á Selfossi, GuS- mundur Ásmundsson hrl., Þórhallur Björnsson, kaupféVagsstjóri á Kópaskeri og Hjörtur Hjartar fram- lcvæmdasffórt. iurtseyjarfari veitir 0 þús. kr. feröastyrk S.l. haust og aftur í vetur kom hingað til lands frá Bandaríkjun- um prófessor Paul Bauer, sem starfar við American University í Washington, og er jafnframt tækni legur ráðunautur nefndar þeirrar í ameríska þinginu, sem fjallar um siglingar og fiskveiðar. Heim- sókn prófessor Bauers stóð í sam bandi við eldgosið í Surtsey, en hann hefur síðan reynzt sérstak- lega áhugasamur um eflingu ís- lenzkra vísinda og er það einkum fyrir hans tilstilli, að bandarískir vísindamenn hafa fengið áhuga á að stofnað verði til alþjóðlegrar samvinnu um rannsóknir á Surts ey og skyldum verkefnum hér heima. Prófessor Bauer hefur stofnað vísindasjóð af eigin fé, Bauer Scientific Trust. Úr sjóði þessum hefur hann nú veitt dr. Guð- mundi Sigvaldasyni á Iðnaðardeild Atvinnudeildar háskólans 2000,00 dollara til jarðefnafræðilegra rann sókna á íslandi. Mun fé þessu var ið til þess að framkvæma athug- anir á efnasamsetningu loftteg- unda og útfellinga í Surtsey, svo og til sambærilegra rannsókna á gufuhverasvæðum. (Rannst.J-.narráð ríkisins . Heimsókn karlakórs HeiOaríkt starf Vinnumálasambandsins I 13. aðalfundur Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna var hald inn að Blfrðst í Borgarfirði 4. júní Varafromaður stjómarinnar, Hjörtar Hjartar framkvæmdastjóri settí fandinn, en formaður, Harry E'rederfksen framfcvæimdastjóri ! dvébt rrú yið störf erlendis. Etaidarstyóri var Þórhallur | BjSmsscm kaupfélagsstjóri, en I fnztðarritari Grímur Thorarensen Varaformaður ávarpaði fundar- menn og ræddi þátt Vinnumála- ! sarribandsins í framvindu kjara- 1 samninga og kaupgjaldsmála á liðn um árum. Taldi hann, að glögglega hefði komið fram, að með stofnun Vinnumálasambandsins hefði ver- ið stigið heillaspor. Framkvæmdastjóri Vinnumála- sambandsins Guðmundur Ás- mundsson hrl., flutti skýrslu um störf Vinnumálasambandsins á liðnu ári og gerði grein fyrir hinu helzta, er við hafði bórið í kjara málum. Rak hver vinnudeilan aðra, Aðalfundur KAS NH-Hofsósi, 18. júní Aðalfundur Kaupfélags Austur- Skagfirðinga á Hofsósi var hald- inn fyrir nokkru. Fundinn sóttu 25 fulltrúar, stjórn og fram- kvæmdastjóri og nokkrjr aðrir fé- lagsmenn og gestir. Félagsmenn í árslok 1963 voru 215 talsins. Heild arvelta á árinu var kr. 17.765,792. 99. Sala aðkeyptra vara nam kr. 9.433,292,96, og er það 6V2 % aukn ing frá því árið áður. Sala inn- lendra vara nam kr. 8,878.799,77 og var aukningin 27,4%. og námu almennar kauphækkan- ir á árinu 1963 um það bil 30%. Þar sem störf Vinnumálasam- bandsins hafa aukizt mjög á und- anförnum árum og riý viðfangs- efni koma stöðugt á dagskrá, lagði stjórnin fyrir fundinn tillögur þess efnis, að starfslið yrði aukið og jafnframt skapaður möguleiki fyr- ir hækkun árgjalda félaganna til þess að standa undir auknum til- kostnaði. Samkvæmt samþykktum Vinnu- málasambandsins áttu formaður og varaformaður að ganga úr stjórn, en þeir voru báðir endur- kjörnir einróma, svo og annar end urskoðenda, Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri, og varaendur- skoðandi, Ólafur Sverrisson kaup- félagsstjóri. í stjórn Vinnumálasambandsins eiga nú þessir menn sæti: Harry Frederiksen framkvstj., formaður, Eiríkur Þorsteinsson fyrrv. alþing ismaður, Jakob Frímannsson kaup- félagsstjóri, Þorsteinn Sveinsson, kaupfélagsstjóri og Oddur Sigur- bergsson kaupfélagsstjóri. í vara stjórn eru: Hjörtur Hjartar fram kvæmdastjóri, varaform., Alexand er Stefánsson sveitarstjóri, Björn Islandsferðir Utsýnar í sumar mun Ferðaskrifstofan Útsýn gefa fólki kost á fjórum langferðum innanlands. Eru þær skipulagðar með nokkuð nýstár- legum hætti, því að hér er um ihringferðir að ræða, ’ og verður ferðazt ýmist á landi eða í lofti. Allar ferðirnar verða farnar frá Reykjavík og tekur hver þeirra 10 daga. Lagt verður af stað í fyrstu ferðina 8. júlí Verður þá farið landveg norður og austur um land allt til Hornafjarðar, en flog ið þaðan til Reykjavíkur þann 17. sama mánaðar. Næsta ferð verður farin dag- ana 17.—26. júlí. Verður þá fyrst flogið til Hornafjarðar, en síðan ferðazt með bíl um Austur- og Norðurland til Reykjavíkur og komið á sömu staði og í fyrstu ferðinni. Miðnætursóiarflug Eins og undanfarin ár efnir Flug félag íslands nú um og eftir Jóns messuna til „miðnætursólarflug- ferða“, en slíkt hefir verið fastur Afmælisfrímerki FB-Reykjavík, 18. júní Póst- og símamálastjóri gaf út frímerki í tilefni 20 ára lýðveld- ishátíðarinnar í gær. Verðgildi merkisins eru 25 krónur og á því er mynd af skjaldarmerkinu í lit- um á hvítum grunni, en fyrir ofan standa ártölin 1944 og 1964. — Merkin voru prentuð hjá Gour- voisier í Sviss. liður í starfsemi félagsins undan- farin ár. Ferðunum verður hagað þannig að lagt er af stað frá Reykjavík kl. 22,30 og flogið norður fyrir heim- skautsbaug. Á heimleið er lent í Grímsey og höfð þar stutt við- dvöl. Síðan er flogið suður yfir hálendið og komið til Reykjavík- ur um kl. 02:00 eftir miðnætti. í „Miðnætursólarferðunum" eru farþegum bornar veitingar og hver og einn fær' skrautritað skjal, til minningar um ferðina. „Miðnætursólarflugferðir" verða laugardagana 20. júní, 27. júní og 4. júlí. Þriðja ferðin verður farin dag- ana 5.—14. ágúst, og er hún skipu lögð eins og hin fyrsta, en fjórðu og síðustu ferðinni verður hagað eins og ferð nr. 2, og verður hún farin dagana 14.—23. ágúst. í öllum ferðunum verður þátt- takendum séð fyrir góðri hótel- gistingu og fæði, en þeim, sem kynnu að vilja ódýrari gistingu, gefst kostur á svefnpokaplássi á öllum gististöðunum. Kemst þá verðið niður í 3200 kr. Stefánsson kaupfélagsstjóri, Guð- röður Jónsson kaupfélagsstjóri og Grímur Thorarensen kaupfélags- stjóri. Endurskoðendur eru Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri og Kristleifur Jónsson aðalféhirðir, en til vara Magnús Kristjánsson kaupfélagsstjóri og Ólafur Sverr- isson kaupfélagsstjóri. Krjúl-Bolungarvík, 19. júní 14. júní kom Karlakór Akureyr ar til Bolungarvíkur og söng hér við mjög góða aðsókn. Kórinn kom með djúpbátnum Fagranesí frá ísafirði. Á ísafirði hafði kórinn áður haft söngskemmtun á laugardagskvöld ið og var það í boði bæjarstjórn- ar ísafjarðar. Er til Bolungarvík- ur kom beið tilbúið kaffiborð s$ng manna og annarra gesta, sem með þeim komu og bauð oddviti Jón- atan Einarsson kórinn velkominn til Bolungarvíkur. Söngstjóri Kórsins er Áskell Jónsson, einsörigvari Jóhann Daní elsson og við hljóðfærið Guð- mundur Jóhannsson. Var þeim öll- um ákaft fagnað og söngmönnum öllum. . . Minningarguðsþjónusta Sunnudaginn 7. júní var haldin minningarguðsþjóriusta í Bíldu- dalskirkju í tilefni af 100 ára af- mæli séra Jóns Árnasonar, og höfðu margir afkomendur hans og tengdabörn farið til Bíldudals með Esjunni til þess að verða við staddir þessa athöfn. Bíldudals- kirkja var þéttskipuð við guðs- þjónustuna og bárust henni ýms- ar gjafir við þetta tækifæri. Meðal annars var henni gefinn silfurskjöldur, sem ber áletrun og er með nöfnum allra gefenda, sem voru sóknarbörn séra Jóns í Selárdalssókn. Kirkjunni voru gefnar 36 sálmabækur með áletr- uðu nafni Bíldudalskirkju, og var sú gjöf frá barnabörnum séra Jóns. Börn hans gáfu kirkjunni girðingu, sem kom með Esjunni, en hún verður sett upp síðar. Að lokinni athöfninni var kaffi- samsæti um borð í Esjunni, og var þangað boðið öllmn Bílddæl- ingum, en þeim var einnig boðið í skemmtisiglingu með skipinu inn á Geirþjófsfjörð og í Dynj- andisvog. Gjafir til sjóðs Vísindasjóði Borgarsjúkrahúss- ins sem stofnaður var til minning- ar um Þórð Sveinsson, yfirlækni, og Þórð Úlfarsson flugmann, var 14. júní afhent kr. 10 þúsund frá vinum og æskufélögum Þórðar Úlfarssonar, en þann dag hefði Þórður orðið 25 ára. Um sama leyti afhentu vandamenn Vísinda- sjóðnum kr. 15 þús. 50 ára afmæli Sambands norðlenzkra kvenna HS-Akureyri, 18. júní. SAMBAND norðlenzkra kvanna hélt upp á 50 ára afmaeli sitt 8.-— 10. júní s. I. me1- fundahöldum og sýningum á handavinnu í Bjargi. — KEA bauð funda'konum til hádagls verðar að Hótei KEA 8. júní og þar var þessi mynd tekin. Við hé tíðaborðið situr sijórn sambands.ns f v. Aðalbjörg Sigurðardóttir, Had- dóra Bjarnadóttlr, Hulda Stefáns- dóttir formaður. Fremst til hægri sitja Sigurður D. Bjönsson stjórna-- nefndarmaður KEA og frú hans. (Ljósm.: GPK;. I T í M I N N, faugardaginn 20. júní 1964 — 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.