Tíminn - 20.06.1964, Side 3
HEIMA OG HEIMAN
Var Ófelía kanski
dálítið móðursiúk?
HIÐ FRÆGA leikrit, Hamlet,
gerist á Helsingjaeyri í Danmörku.
sem kunnugt er. Hvergi þykir
betur við eiga að sýna þennau
harmleik, þar sem mikið kemur
við sögu hið sorglega ástarævin
týri danska prinsins og hinnar
ungu Ófelíu, en í Krónborgarkast-
ala og hallargarðinum, þessu alda
gamla húsi, sem ótal íslendingar
þekkja aðeins tilsýndar, siglandi
á skipi inn Eyrarsundið eða út.
Stundum koma frægir leikflokk
ar um langan veg frá öðrum lönd-
um og heimsálfum að flytja leik-
inn um hinn dularfulla prins og
stúlkuna ungu, scm gekk af vitimu
Sjálfir setja Danir lei'kritið oft á
svið á þessum stað að sumarlagi
og þá leggja margir ferðamenn
þangað leið sína. En þar sem
mörg atriði geiust úti fyrir höll-
inni, er það undir veðri komið,
hvort af sýningu verður eða ekki.
Nú í ár, á 400 ára aftnæli Shake-
speares, verður Hamlet auðvitað
leikinn í Krónbergarkastala á Hels
ingjaeyri, og í þetta sinn með
einhverri yngstu leikkonu, sem
þar hefur leikið hina ógæfusömu
ungu ás'tmey prinsins. Þessi leik-
kona er aðeins 1E ára og heitir
Ann Mari Max Hansen, og fer hér
á eftir úrdráttur úr samtali henn-
ar við dönsku blaðakonuna Birgit
Rasmussen. (Þese er skemmst að
minnast, að í vetur leið var hlut-
verk Ófeliu einnig leikið af korn
ungri leikkonu hér á sviði Þjóð-
leikhússins, Þðrunni Magnúsdótt-
ur. Blöðin í Reykjavík birtu þá
viðtöl við hana, og gæti sumum
þótt forvitrdlegt að sjá, hvað hin
unga starfssystir liennar hefur að
segja um Hutvcrkið og sitthvað
fleira í sambandi við leiksviðið.
5etn hún hefur haft nokkur kynni,
af þó að hún sé kölluð yngsta itik
kona Danmerkur).
Þegar blaðakonan kom á fund
leikkonunnar ungu, hefur hinni síð
amefndu víst þótt vitfirringaratr-
iðið í Krónborgarkastala hreinasti
bamaleikur hjá því að lenda í
blaðaviðtali, og móðir hennar hef-
ur talið tryggara að vera dóttur-
inni til trausts og halds, sem var
ekki nema 15 ára.
Hvaða feril á Ann Mari svo að
baki á leiksviðr? Satt að segja
er hún orðin langeyg eftir hlur-
verki af léttara tagi, því að hingað
til hefur hún aðeins fengið hlut-
verk sem lýstu átakanlegum fyr-
irbærum. Fyrir fjóram áram lck
hún blindu telpuna í „Kraftaverk-
inu“ (sem 13 ára telpa úr Kópa-
vogi, Gunnvör Braga Björasdóttir.
á að leika í Þjóðleikhúsinu í
haust), því næst lék Ann Ma.ii
Önnu Frank í Dagbók Önnu Frank
(hlutverkið, sem Kristbjörg Kjeld
lék hér i Þjóðlcikhúsinu á sínum
tíma og varð fyrst kunn fyrir). Og
svo kemur nú Öfelíuhlutverkið, og
ekki fær það glaðleg endalok.
Blaðakonan byijar að spyrja
Ann Mari urn hin fyrri hlutverK
hennar. „Hefur það ekki tekið
talsvert á taugarnar að hafa frá
11 ára aldri orðjð að sökkva sér
ofan í raunaleg örlög Önnu Frank
og Helen Keller?*1
„Auðvitað hef ég orðið að hugsa
miklu meira um þessi alvarlegu
fyrirbæri en ég annars hefði ger*:.
Nú ber ég meira skyn á hvað það
er að vera fædd blind og geta
ANN MARl: „Ekki held ég að ég hefði missi vitið í sporum Ófelíu."
ekki skoðað heircmn utan frá. Or
í hlutverki Önnu Frank fékk ég
tækifæri til að skyggnast inn 1
kjör og örlög Gyðingafjölskyldu á
stríðsárunum sícustu. Önnur oörn
heyra bara um þetta í mannkyns-
sögutímum í skolanum og skilja
þetta ekki nógu r.áið.“
„Ertu búin að velta mikið vöng
um út af Ófelíu?"
„Ég hef lesið leikritið hvað eft-
ir annað og meira orð Ófelíu en
nokkuð annað, aður en sjálfar æf-
ingarnar byrja. Ég verð að segja
eins og_ er, sem. mér finnst, að
raunir Ófelíu sem ollu því að hún
l tr.issti vitið, séu líkar því, sem
mörg stúlkan nú a dögum verði
líka fyrir, án þcss að þær gangi
af vitinu út af s.liku. Ég held það
sé varla ástæða til að taka þetta
svona nærri sér, stúlkur verða afi
sýna af sér dáií'.ið meiri hörúu."
„Eða með öðrum orðum: Vai
Ófelía þá kannski pínulítið móður
sjúk?“
„Við komums* ekki svo að orði
nú á dögum. Á nútícnamáli heit-
ir það víst taugaveiklun eða því
líkt,“ skaut móðirin inn í.
„Ertu ekki kvíðin fyrir vitfirr-
ingaratriðinu?"
„Eg held að Helen Keller-hlut
verkið verði mér þar til hjálpar.
því að hún vav lika öll úr jatn.
vægi, nærri eins og villidýr.
„Gætirðu ekul hugsað þér að
leika stúlkur, sem bera ekki svona
þungar byrðar eins og í þessutn
hlutverkum? Eða ætlarðu kannshi
að verða tragísk leikkona?"
— Mig langar mikið til að ieika
í söngleik eða óperettu, einna
mest dreymir mig um að leika
fröken Nitouche x óperettunni með
sama nafni. Þar eru falleg lög,
sem ég kann upp á tíu fingur,
því að ég hef séð pabba leika í
þeirri óperettu xr.argsinnis. Og þeg
ar hann var kominn heim, settist
hann við píanóið og spilaði og
svo sungum við saman lögin úr
Nitouche.“
Hér grípur fruin inn í og seg
ir: „Maðurinn minn byrjaði líka
kornungur að koma fram á teik-
sviði. Hann var svo stuttur, að
hann stóð varla út úr hnefa, þeg-
ar han var suður i Miinchen tóif
ára gamall. Þar kom hann fram
í svokölluðum kabarett eða
skemmtidagskrá og söng fullum
hálsi. Og það secn hann fékk í laun
fyrir frammistöouna, sem /ak:i
mikla skemmtun, var gúllas og
buxnatala, sem átti víst að vera
peningur. Þessa sögu hefur hann
sagt mér oftar en einu sinni.“
„Gengur þú erm í skóla, An.n
Marj?“
„Ég hætti í öðrum bekk í gagn-
fræðaskóla, þegar ég fór í ieik-
ferðalag með leikritið Önr.i
Frank“.
— Fannst þér þú ekki fórna
miklu með því aö gera það?
— Ne-ei, sagði Ann Mari og
dró við sig svarið og brosti á ská
og skakk. Eg hef nú aldrei getað
melt reikning eða stærðfræði, en
tungumál og bokmenntasögu ge:
ég lært á eigin spýtur. Eg hef ein
sett mér að læia exns mörg tungu
mál og ég mögulega get, því að
ég álít það mjög mikilvægt.
Og þar sem aíiir spyrja unglinga
þeirrar spurningar á þessum síð
ustu og verstu 1imum, hvort haim
eða hún sé aðdáandi bítlanna, þá
læt ég ekki hjá líða að leggja
líka þá spurningu fyrir Ann Mari.
Og hún svarar ósköp blátt áfram
að það sé hún ekki, og hún liti
heldur ekki niður á þá. Hún seg-
ist ósköp vel getað hlustað á dæg
urlög í útvarpinu. en hins vegar
elski hún klassiska músík og óper
ettur. í tómstundum lesi hún bæk
ur og spili plötur. Líka hafi hún
gaman af að fa; a í útreiðarferðir
og á skíði og skauta, en það verði
hún ajð neita sér um, þegar hún
sé á samningi við leikhúsin. Það
sé ekki hægt að bjóða upp á
það, að mæta einn góðan veðurdag
fótbrotin eða eitthvað þaðan af
verra. Það séu peningar í veði,
og þvorki gúllas eða buxnatölur,
segir hún og brosir stríðnislega.
Svo ætla ég að biðja þig, þegar
þú skrifar þetta ' blaðið, að segia
ekki þú við mig.
A FÖRNUM VEGI
ÞAÐ mun hafa verið haustiS 1938
e8a 1939, ef ég man rétt, sem tekin
var upp sú nýbreytni að seinka
klukkunni um eina klukkustund, um
fyrstu vetrarheigi. Síðan hefur
þetta verið gert haust hvert, og
honni $vo flýtt aftur um fyrstu
heigi f apríl. Þetta hefur yfirlebt
verið mönnum til ama og óþurftar,
en engum til gagns.
Alveg sérstaklega mun þetta vera
hvlmleitt sveitafólkinu, sem hef'i-
skepnuhirðingu, og vinnur marg-
háttuð útistörf. Meira að segja
blessaðar skepnurnar kunna þessu
illa. Þær eru vanafastar og kunna
því bezt að fá gjöf, og aðra þjón-
ustu, á sama tima. Á haustin, þe-v
ar klukkunni er seinkað, sem eins
og fyrr segir, er um veturnætur, e'
undireins eins og komið sé blá
skammdegi, myrkrið er skollið a
fyrr en varir, til mikils óhagræðis
öllum þeim, sem úti vinna, en á
þeim tíma eru unnin margháttuð
útistörf, ef tíð leyfir, svo sem við
byggingar, jarðabætur, koma á-
burði á tún og í flög, við girðingar
o. fl. að ógleymdri skepnuhirðing-
unni, en I sambandi við hana gei'-
ur oft verið mikilsvirði að taka dag
Inn snemma, og þó alveg sérstaklega
meðan fé liggur úti, ef veðurbreyf-
ing fer í hönd. Ekki er vitað að
neina nauðsyn beri til að vera með
þessa tilfærslu á klukkunnl, og væri
efalaust hagkvæmast og heppileg-
ast að hafa hana alltaf á sama tíma,
og virðist þá sjálfsagt að hafa hana
alltaf á svokölluðum „sumartíma"
þ. e. einum klukkutíma á undan
sól.
Það er nú svo nú til dags, að
menn eru meira háðir klukkunni en
áður var, og getur ekki hver og
einn farið þar eftir sínum geðþótta,
þar sem svo margt sameiginlegt er
við hana bundið, sími, útvarp, áætl-
unarferðir margs konar o. s. frv.
Menn fara á fætur eftir klukkunni
hvort sem hún er fljót eða sein, og
haga störfum í samræmi við hana.
Af því leiðir að menn sofa meira
og minna fram á bjartan dag, bæði
eftlr að klukkunni hefur verlð
seinkað á haustin, og eins eftir að
(Framhald á 11. síðu).
Á VÍÐAVANGI
.
Kollhnís
Ef nokkur stjórn hefur
steypt sér kollhinís og farið í
hring þá er það núverandi rík
isstjótn á íslandi. Mönn-um er
enn í fersku minni skrif og
iræður núverandi forsætisráð-
herra 1958 er hami hæddist að
Hermanni Jónassyrd þáverandi
forsætisráðherra, fyrir að
leggja áherzlu á að vandann,
sem þá var vtð að eiga í efna-
hagsmálum, yrði að leysa í sam
ráði og samvinnu við verkalýðs
hreyfinguna Kallaði Bjam'i för
Hermanins á Alþýðusambands-
þing hina mestu óvirðingu við
Alþingi og sagði að efnahags-
málin ætti að leysa á Alþingi
en ekki á „skirílsamkomum“.
Það er kominn annar tótnn í
belginn þann núna og talað af
hógværð til verkalýðshreyfing
arinnar og lögð á það áherzla
að ríkisvaldið verði að letita
samstarfs við verkalýðshreyf-
inguna. Að vísu vitum við, að
ríkissljórnin var knúin t!il samn
iniga og varð að láta undan, en
fagna ber þessari hugarfars-
breytingu, þótt hún kuinni að
rista grunnt og nái ekki langt
inn fyrir varirnar.
Þá var öldin önnur
í samningum sínum féllst
ríkisstjórniin á verðtryggingn
kaupgjalds. Þegar hún kom til
valda var það eitt meginatriðið
í stefnu hennar að banna alla
verðtryggingu kaupgjalds.
Þessu til staðfestingar skulu
hér á eftir birtar nokkrar orð-
réttar tilvitnanir í Morgun-
Maðið frá 1960: „f því skyni
er lagt til að óheimilt sé að
m!iða kauipgjald við breytingar
á vísitölu . . . .telur ríkisstjórn
in að það eigi að vera hlutverk
samtaka launþega og atvinnu-
rekenda að semja um kaup o>g
kjör.‘ „Samtök atvinnuirek-
enda og lauoþega beri ábyrgð
á samr.ingum um kaup og kjör“
„Ríkisstjórnin verður ekki aðili
að vinnudeilum.“ — „Einn
megin þátcur hinnar nýju lýð-
ræðislegu stjónnairstefnu er sá,
að ríkið afsalar sér miklu valdi
og áhrifum, sem það hefur að
unda.iförnu haft á hina ýmsu
þætti atvinnuhfsins og stendur
framvcgis utan víð hagsmuna-
átök stéttann-a.“ (Mbl. 6. febr.
20. marz og 27. marz 1960)
Þetta var nú hiin yfirlýsta
stefna þá. Það tók þá 4 ár að
vitkast svolítið.
Stefnubreytlng
Það skal engin halda að ríkis-
stjórnin hafi breytt um mark-
mið þótt hún hafi nú látið und
an. Barátunini verður að halda
áfiram og knýja fram algera
stefnubreytingu í efnahagsmál-
um. f ara jákvæðu leiðina í
stað þeirra neikvæðu, sem nú
er farin. Beina fjármagniinu,
sem til ráðstöfunar er til fram-
leiðsluaukningar og taka tlilllt
til, þegar valið er milli fjár-
festingarmöguleika, hvor leiðir
ti'I mestrar firamleiðniaukning-
ar. Koma upp fullkomnum neyt
endaiðnaði á grundve'lli sjávair-
útvegs og landbúnaðar, hefja
skipulega markaðsleit og fram
leiðslutilraunir með aðstoð
ríkisvaldsins. Stjórniaus verð-
bólgufjárfesting eins og hér
hefur verið leiðir ekki áð þessu
marki heldur verður eingöngu
til að gera dýrtiðina óviðiráðan
legri. Vextiina verður að lækka
og verðtryggja spariféð. Við
verðum að temja okkur nýtízko
Framhald á bls. 11
T í M I N N, laugardaginn 20. júní 1964 —
3