Vísir - 22.12.1952, Page 1
JTóiahiað
1952
j'WWWVVVWVWVWVUWtfyvVWWVVWWWVWlflMWVWVWWSWVUWVWWWWWVUWWWUWWWVWWUWrfWWWUWWWVWVlrtftWVWWWWVyWUWW
Kom enn blessaða
bömum glaða
hátíð hátíða
himinrunnnin.
(Matthias Jochumsson)
JOLAHUGLEIÐING
eftir sr. ,Jón J*orvarðsson.
jtyjeð þessum orðum fagnaði skáldið komu jólanna
fyrir mörgum áratugum. Undir þau orð tökum
vér enn. Vér fögnum hinni blessuðu hátíð, sem kemur
til vor með gleðina, friðinn og kærleiksylinn, senr
hverjum jólum er samfara. Vér fögnum af hjarta komu
hinnar blessuðu hátíðar, sem á svo undramikinn mátt
til þess að færa birtu og yl sálum mannanna, gleðja
og göfga, og tihþess að tengja og styrkja kærleiks-
böndin miili ástvinanna. Og staðreynd er það, að til
meðbræðra sinna hugsa menn á jólum með meiri
hlýju og næmari skilningi en nokkumtíma annars.
En í hverju liggur hið mikla áhrifavald jólanna?
Hvað er það sem gerir þau að hinni blessuðu hátíð,
sem þau eru, svo að þau hafa hjá oss fengið nafnið
hátíð hátíða?
Ef til vill verður oss það ljósast með því að iíta
til baka og rifja upp minningarnar, sem tengdar eru
jólunum, athuga, hvað oss er kærast úr sjóði þeirra
minninga. Mun það þá ekki vera tvennt, sem fékk
mest á hugann og lengst mun varðveitast? Það var
kærleiksylurinn, sem oss vermdi, og það var helgin,
sem yfir hvíldi — tilfinningin fyrir nálægð hins heil-
aga. Það eru þessar minningar sem endurlifna í hug-
anum við komu sérhverra jóla. Rödd kærleikans
talar og mönnum finnst það eðlilegt og sjálfsagt að
reyna að skapa sjálfum sér og öðrum hina sömu jóla-
gleði og í minningunni Iifir.
En hvorttveggja þarf að fara saman, kærleiks-
Lúk, 2, I—14
ylur jólanna og hélgi þeirra. Þannig lifa jólin í minn-
ingu vorri. Vér fórum í anda rakleiðis til Betlehem
og sáum þann atburð sem orðinn var. Vér komum í
anda að jötunni og sáum barnið vafið reifum. Vér
fundum, að vér vorum stödd á helgum stað. Og vér
horfðum á dýrðina á Betlehemsvöllum, sáum himnana
opnast, heyrðum fagnaðarboðskap engiisins, sáum
englaskarann og heyrðum sönginn „um dýrð guðs föð-
ur, frið á jörð og föðurást á barna hjörð.“ Þannig
áttum vér jól, ékki aðeins í yl kærleikans og hjartan-
legri gleði, heldur í nálægð hins heilaga. Vér skynjuð-
um dýrð hans, sem „gerðist fátækur vor vegna til
þess að vér auðguðumst af fátækt hans.“
Vér fögnum enn heilögum jólum. En samfara
fögnuðinum skal vera þakklætið til frelsarans fyrir
allt það, sem vér mennirnir eigum honum að þakka,
já, mannkyn allt, því að hið fegursta, bezta og háleit-
asta, sem vér þekkjum, er frá honum komið -— einnig
jólagleðin. Og þegar litið er til framtíðarinnar, þá er
það mannkynsins eina von, að kærleiksboðskapur
Krists fái aukið áhrifavald, fái leitt þjóðirnar af hel-
vegi sundurlyndis á nýjar brautir samstarfs og friðar.
Guði blessi oss öllum heilaga jólahátíð. Hann
blessi hátíðina á heimilunum og í kirkjunum, að allir
megi vermast af yl kærleikans og fagna yfir elsku
Guðs, hans, sem vakir yfir oss, leiðir og verndar. —
Gleðileg jól. í Jesú nafni. Amen.
I
• ’fVVVfcrt/VVVVVVWVVVVVVVVW^AAfVVWVVWV^VVVVrtWVVrtíWVVIrfVVrtA/VV^A^VVVVVtfVVVVVVWVS/VVWV^dVV^VWVVV /VVWVWWWWVWVVVVWVUVWVVWVVWVWVWV'Jl