Vísir - 22.12.1952, Qupperneq 2
JÓLABLAÐ VÍSIS
Jólablað Vísis hefur á imdanförmim árum haft bá venju
að segja frá einhverjum ísíenzkum listamanni, listferli hans
og. ævi, og biría jafnframt myndir a£ listaverkum hans.
Nú bregður blaðið út af béirri venju, cn biríir bess í ]
stað stuíta frásögn um íslenzkan Imgvitsmaim, Magnús',
Guðnason að naíni, mann úr alþýðustétt, er lítiílar mennttín-
ar, hefur notið, en hefur fórnað ævi sinni á altari hugvits- ',
seminnar, án þess þó að njóta skilnings eða liafa borið ]
nokkuð úr býtum fyrir starf sitt.
Einn af góðkunningjum Magnúsar, Pétur Sigurðsson;
' erindreki, hefur skrifað um hann nokkurar línur, en Magnús
hefur sjálfur skrifað myndaskýringarnar.
Örlagadísir kemba oft ærið
ihandahófslega efnið í lífsvefi
:manna, og örlagaþræðina
ispinna þær ýmist gilda e'ða
bláþræði. Allmargir menn fá
:mjög ríflegan hæfileikaskammt
;á sumuni sviðum, en stundum
.xaunalega rýran á öðrum svið-
‘Oim. Þessir menn eru því ýmist
<einmana snillingar eða glopp-
óttir snillingar, og þeim hættir
:fil að verða byltingamenn, aðrir
ceru óhagsýnir snillingar, auð-
uugir af sumu, en fátækir af
■ öðru.
Kunningi minn, Magnús
'Guðnason, sem eg kalla hlé-
-dræga uppfinningamanninn, er
einn þessara óhagsýnu snill-
::inga. Þær örlagadísir, er gáfu
honura góða greind, gott hjarta,
hóglæti og grandvarleik, einnig
uppfinningagáfu, vanræktu að
gefa honum að sama skapi þi'ek
og þó sérstaklega þau hagsýnu
hyggindi, sem bezt duga í bar-
áttunni fyrir munn og maga. —
Þess vegna hafa lífskjör hans
orðið slæm, þótt hæfileikarnír
séu ekki litlir.
Þau 15—20 ár, sem eg hef
þekkt hann, hefur hann alloft
búið neðanjarðar, að heita má,
en alltaf við fremur rýr kjör,
og stundum ill. Nú er hann í
óvistlegri kjallaraholu, fulla
mannhæð niður í jörðu. Þar er
þröngt um smíðisgripi hans og
uppfinningar.
Magnús Guðnason er óþægi-
lega hlédrægur. Hann bannar
okkur, kunningjum sínum, að
skrifa um sig eða . segja frá
verkum sínum, en það, bann
brjótum við auðvitað. Magnus
er Vestfirðingur, fæddur í
Dýráfirði og' alinh þar upp til
30 ára aldurs, Þá bar örlaga-
sífaúmurinn hahn til' Reykja-
víkur, og hér hefur hann veriö
síðan'. Hann er haldihh einni
ástríðu, sem hefur ekki leitt
hann braut hagsældar. En ekki
er þetta ein af hinum venju-
legustu ástríðum manna. Hann
eltir ekki tízku, skemmtanir né
nautnir, reykir ekki, drekkur
ekki, og hefur ekki g'engið á
fund kvenna. Engin slík með-
hjálp hefur þá h’eldur orðið á
vegi hans, því ver, segi eg.
Ástríða Magnúsar er upp-
finningahneigðin. Hann unir
helzt ekki öðru, en slíkt gefur
lítið í aðra hönd. Hann svelti
sig í 10 ár meira og minna við
að búa til nýtt hljóðfæri. í
sambandi við það, og að til-
hlutun einhverra fyrirmanna,
veitti Alþingi honum þá 2000
krónur. Hljómplata eftir þetta
hljóðfæri var eitt sinn leikin
í ríkisútvarpið. Síðan ekki sög-
una meir. Hljóðfærið var
nokkuð umferðamikið, en
Magnús hafði ekki húsrúm,
reif því hljóðfærið sundur og
eyðilagði það. Þar fór illa
merkilegur hlutur og mikil
vinna. Síðan hefur Magnús
fengizt við að finna uþp qg
semja ný hljóðfæri, slysavarna-
tæki, fegrunartæki, veiðarfæri,
ýmislegt í sambandi við land-
Efri mynd til vinstri: 4ra strengja hljóðfæri, stigið. Tónninn vakinn með hægri hendi, gripið
Eneð vinstri. Tónninn svipar til lágfiðlu. Efri mynd til hægri: Tveggja áttunda strokhljóð-
. færi með nótnabörði, strengur fýrir hvern tón sem myndast þannig, að þegar stutt er á nót-
Una færist strengurinn til og nemur við reim.Vélgengur útbúnaður framleiðir tónkvik (vibra-
tion). Það verður afbrygðilegt (varierandi) að dýpt og hraða, með því að styðja á petala með
fæti. Hljóðfærið gengur fyrir rafmagni eða er stigið. Ófullgert. Neðri mynd til vinstri: 4ra
Strengja strokhljóðfæri. Strokútbúnaður og tónkviksstýring með petala. Með aðstoð klavía-
torsins, sem er til hliðar við strengina, eftir endilöngu (sést á miðri myndinni), má nota hvora
böndina, sem vill eða báðar á gripin, sem líkj ast að því leyti fiðlugripum, að tónninn hækkar,
f>ví ofar sem stutt er á strengina. Fjórgrip tiltölulega auðvelt. Ófullgert. Neðri mynd til
hægrí: 3 gerðir (fagteikningar) af hljóðdeyfara7 fyrir venjuleg strokfæri.
búnað, samgöngur og alls kon-
ar störf. Á "þessu höfðum/við
sýningu í fyrra, þó aðéins fyrir
boðsgesti, en sýningin var á
ó’hepþilegúm tíma, sÖkuhi hus-
rúmsins,
Margir þekktir menn og fyr -
irmenn skoðuðu sýningu þessa,
og flestum, ef ekki Öllum, mun
hafa þótt iðja Magnúsar all-
merkileg og athyglisverð, * og
ekki í'æ eg skilið annað, en að
Magnús Guðnason ætti fremur
skilið! einhverja viðurkenningu,
sem honum mætti að gagni
koma, en sumir þeirra manna,
er þjóð'in verðlaunar fyrir að
rubba upp einhverju mjög ó-
merkilegu lesmáli. Hér er £“"10
verið að höggva nærri hinum
verðugu á ritvellinum.
Getum við þá ekki gert neitt
fyrir þenna hlédræga uppfinn-
ingamann okkar? Höfum við
ekki ráð á því, hvorki ein-
staklingar né þjóð?
Eitt er það, sem eg óttast, að
þegar enn meira þrengir að
Magnúsi, og hann fær hvergi
húsrúm fyrir smíðisgripi sína,
og hefur heídur ekki ráð á að
borga geymslu fyrir þá, að
hann' geriþjeim þá'sömu'skil og
fyrsía hljóðfærinu, hðggvi allt
niður í eldinn, og er þá iila
fari'ð. Þá tekst aldrei svo tíl
með verk hans framar, að þau
finnist aftur, líkt og gamalt,
tý.nt bókarþlað.
Þessu þyrfti að afstýra með
einhverjum ráðum. En hver
vill nú hafa forustuna í því,
hver af þeim, sem eitthvað
getur og sér, hvað bezt hentar?
í Magnús bið eg afsökunar á
þessu' frumhlaupi mínu, en
treysti því, að einhverjir ráða-
góðir menn finni hvöt hjá sér
til þess, að bjarga munum
hans, hvað sem honum sjálfum
líður, en það skyldi aidrei
geymt til morgunsins, sem
hægt er að gera í dag.
Esías ©Irs myssdl af aspp-
©3* á feSs. ÍI4„
Efri myndin til vinstri: Ófullgert líkan af síldveiðiútbúnaði.
Beggja végna við trektar eða dæluop er komið fyrir rafmagns-
útbúnáði, sem myndar rafsegulsvið fyrir framan opið, verkar
það deyfandi á fiskinn, svo að hann rennur sjálfkrafa með
dælustraumnum, sem liggur upp trektina og barkann. Ofan á
trektinni er komið fyrir loftmótor, sem fær afl frá skipsvél-
inni. Hann er til þess að koma í veg fyrir að trektin dragist aftur.
Efri myndin til hægri: Olíukúla, til aðstoðar við björgun á sjó.
Hylkið er fyllt með olíu. Þá er lokað fyrir göt innri botnanna
með vaxi, síðan skal fylla holrúmið milli ytri og innri botnanna
með karbít og lokað svo vel, að ekki losni við meðhöndlun eða
geymslu. — Kúlan hugsast notuð þannig: Henni er skotið úr
þar til gerðri byssu, rakettu eða kastað af hendi. Þegar hún
kemur í sjóinn og vatnið umlykur karbítinn, breytist orkan í
hita, sem bræðir vaxið eða sprengir hylkið svo olían rennur út.
Vitanlega mætti hugsa sér fljótvirkari aðferð. Kúlunni mætti
skjóta móti vindi til að dempa brim við land, þar sem pkVi
yrði komist fram á bát ella, einnig á strönduðu skipi til að
verjast brotsjóum á kulborða. Öruggara væri að geyma kar-
bítshleðsluna sér og útbúa hana þannig, að fljótlegt væri að
leggja hana í hylkið ef með þyrfti. — Myndin að neðan sýnir
hraðbát, sem ætlaður er á vötn og skipaskurði.