Vísir - 22.12.1952, Síða 10

Vísir - 22.12.1952, Síða 10
JÓLABLAÐ VÍSIS 10 KROSSFERÐ RARNANNA Cftir JoL W J(Lin Herir kristinna manna höíðu ekki getaS stökkt vantrúarmönnunum úr hinni helgu borg. Var það mögulegt að hópur lítilla barna gæti unnið slíki stórvirki? Einn góðan veðurdag árið 1212 barst Innocent páfa hin- um III. fregn, sem fékk mjög á hann. Gröfin helga hafði um aldir verið í hönd- um vantrúarmanna, tilraunir höfðu verið gerðar hvað eftir annað til að ná henni aftur, en allar höfðu mistekist smánarlega. Vonin var dáin í hjörtum krossfara. En nú frétti Innpcent III., að hópar af börn- um söfnuðust saman fagnandi og hefði einsett sér að ná aftur gröf Krists. Þau komu úr öll- um áttum í Frakklandi og fylktu sér undir merki sveita- pilts, sem taldi sig vera útval- inn af Guði. Páfinn var duglegur maður og ákveðinn, og þessi fregn hafði djúp áhrif á hann. Stóð það ekki skrifað í biblíunni að af munni barna og brjóstmylkinga skyldu menn vizku nema? „Börnin gera okkur til skamm- ar“, hrópaði hann. „Meðan við sofum, leggja þau fagnandi af stað til Landsins helga, til að endurvinna gröf Krists, sem vanhelguð hefur verið af ná- vist vantrúaðra." Furðulegir atburðir. Margir og voldugir voru þeir konungar, sem höfðu lagt af stað í sama tilgangi í farar- hroddi fyrir miklum herj- um hraustra riddara. Jafn- vel Ríkharður ljónshjarta, hinn óbugandi herkonung- ur Englands, sem hug- prúðir menn óttuðust, jafnvel hann sneri frá, er hann leit virki og mjóturna Jerúsalem- borgar. Verið gat að hópur barna, sem gagntekin væru af •heilögttin, eldlegum áhuga gæti afrekað það, sem öðrum hafði mistekist. Hinn heilagi faðir íhugaði þessa fregn og vöknuðu þá nýj- ar vonir í brjósti hans. Jafn- framt gerðust hinir furðuleg- ustu atburðir í Cloyes, af- skekktu þorpi í hjarta Frakk- lands. Ungur sveinn, 16 ára gamall fjárhirðir, Etienne að nafni, tók sér pílagrímsstaf i hönd, kleif háan grjótstall á markaðstorgi þorpsins og sagði þar kynlega sögu. Pilturinn var óvenju mælsk- ur og gat þess að einkennilegur maður hefði hitt sig þenna sama dag. Hann var fátækur píla- grímur nýkominn frá Palestínu, er bað hann um gefa sér ofur- Iítinn bita af brauði og horfði urn' lsið bænaraugum á sögu- rnann. Bréf frá himnum. Piltinum fannst þegar, að hann gæti ekki neitað manni, sem verið hefði á þeim stað, sem hann þráði að sjá. Manni, sem hafði gist hina helgu staði, sem hann vildi fórna lífi sínu til að leysa úr ánauð. Hann sárbað hinn ókunna mann um að segja sér frá hin- um dýrlegu krossförum. Og undrun hans var mikil er hinn fátæki pílagrímur ummyndað- ist skyndilega í skínandi veru, og lýsti með töfrandi orðgnótt hetjunum, sem fallið höfðu í bardaga. En, mælti hann enn- fremur — svo er fyrirhugað, að barni skuli takast að ná því marki, sem hugprúðir menn hafa orðið frá að hverfa — og nafn barnsins var ,,Etienne!“ Á sama augnabliki varð hinn ókunni maður konunglega tig- inn á að líta og tilkynnti að hann væri Kristur sjálfur. Og hann rétti sveininum bréf, sem hann tók við feginshugar og bréfið var stílað til konungsins yfir Frakklandi. Etienne skundaði heim til foreldra sinna og sagði þeim frá heimsókn Drottins — en þau urðu undrandi og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hann sýndi þeim hið himneska hréf, rithöndin var hin fegursta og æfð. Hann ætlaði sér nú að hætta við að vera lítilmótlegur smaladrengur. Jafnvel hjörðin hans litla virtist tilbiðja hann nú. Hann sagði foreldrunum aðra einkennilega sögu. Einu sinni hafði hann farið út í hag- ann til fénaðarins, en sá þá að féð hafði dreift sér og fann það ekki fyrr en eftir langa leit. Þá sá hann að kindurnar hans voru komnar inn á kornakur. Hann reiddist og hugsaði sér, að reka þær þaðan, berja þær fyrir óhlýðnina. En þær féllu þá á kné eins og þær væru að biðja hann auðmjúklega fyr- irgefningar. Þetta hlaut vissu- lega að vera merki þess að hann væri sérstaklega útval- inn af Guði? Var talinn heilagur. Á þeim árum trúði fólk fús- lega á yfirnáttúrulega atburði, sérstaklega ef sögumenn töluðu af sannfæringarhita. Því var í fyrstu hlustað undrandi, en síðar af ákafri sannfæringu á brennandi mælsku Etiennes. Þegar hann talaði á markaðs- torgi hins heilaga Denis, varð autt og mannlaust kringum hið helga skrín dýrlingsins, en múgur manns þyrptist að, til að hlusta á Etienne. Það fregn- aðist að hann læknaði sjúka en þó að fáeinir efuðust, voru margir, sem álitu hann vera heilagan mann. En það voru börnin, sem hann hafði mest áhrif á. Var ekki Davíð aðeins drengur, þegar hann felldi hánn volduga Goliat? Hann ætlaði sjálfur að! vera í fylkingarbrjósti fyrir Davíðs-her og frelsa hina helgu gröf. Trúarlitlir menn myndi vaía- laust muldra um að þetta væn brjálæði, en Guði væri ekkert ómáttugt. Hafi ekki Móses leití Jsraelsmenn út úr Egyptalandi, þar sem þeir strituðu sem ánauðugir þrælar? Hafði hann ekki leitt þá þurrum fótum gegnum hafið rauða? Sannfærandi mælska. Hví skyldi þetta ekki geta komið fyrir öðru sinni? Ferðin yrði löng og máttur óvinanna ægilegur. Mikið haf lá á milli þeirra og vantrúarmannanna. En þegar þeir nálguðust myndi ’nið fjandsamlega haf opnast, trú þeirra myndi halda þvi í skefjum eg þeir myndi ganga þurrum fótum milli hárra vatnsveggjanna og ná mark> sínu, því að ef trúin gæti flutt fjöll, hví skyldi hún þá ekki geta breytt hafi í land? Mælska þessa undarlega pilts var svo heit og sannfærandi, að þeir sem komu til að hæðast að því, sem fram fór, krupu á kné til þess að biðjast fyrir. Hópar af börnum þyrptust að honum, ímyndunarafl þeirra blossaði upp og þau sáu him- neskar sýnir. Hrópin kváðu við: „Við skulum ná hinni helgu gröf og skíra hina vantrúuðu!" Og þau föðmuðust í brennandi trúarhita. Foreldrar þeirra sárbændu þau að koma heim, en þau þverskölluðust við því. Alla nóttina veifuðu þau logandi blysum og hlustuðu á hvatn- ingar Etiennes. „Þetta er í síð- asta sinn, sem ósigur er nefnd- ur!“ hrópuðu þau. „Nú skulum við börnin sýna brynjuðum stríðsmönnum og stoltum bar- únum að jafnvel mestu smæl- ingjarnir eru ósigrandi, þegar Guð er í farabroddi.“ Foreldrarnir vöru örvænting- arfullir og grátbændu Etienne að láta af þessu og ógnuðu hon- um að síðustu. Ferðin yrði löng og hættuleg, hindranirnar margar og ógnverkjandi, hinir vantrúuðu gráir fyrir járnum og miskunarlausir. Eru það ekki nú þegar fjölda margir kristnir menn, sem vanmegnast í daun- illum myrkrastofum? „Þú ert að leiða þau öll út í dauða!“ er sagt að foreldrarnir hafi hróp- að. Síðasta áskorun. „Til dýrðarinnar leiði ég þau!“ hrópaði hann og réð sér ekki fyrir fögnuði. „Getum við hikað þegar Jerúsalem grætur í eymd sinni?“ Og hann lýsti fyrir þeim saurgun grafarinn- ar helgu og kvalræði og þján- ingum kristinna manna í Pale- stínu. Skelfinarhrollur fór um áheyrendur hans, þeirn fannst þeir heyra sköltið í hlekkjum fói'narlambanna. Þá bar hann fram hina síð- ustu áskorun. Hvað gerði það til þó að hinir vantrúuðu væri ó- teljandi eins og sandur á sjáv- arströnd? Þeir yrði magnvana gagnvart þeim, sem Guð hefði vopnað, alveg eins og hinn guo- lausi faraó, sem í gullvagni sín- um veitti Israelsmönnum eftir- för, svo myndi þeir verða sigr- aðir og hverfa í haíið. Það fóru nú að renna tvær grímur á menn, jafnvel þá sem efagjarnastir voru. Nú — þetta gat hugsast — Etienne væri út- valinn af Guði. Þá væri það óguðlegt að leggja fleiri hindr- anir í veg fyrir hann. Þau kviðu engu. Þúsundir barna voru þess nú albúin að leggja út í þessa hættuför. Mörg af þeim voru lokuð inni af foreldurum sín- um. En það stoðaði ekki, þau smugu út um dyr og glugga, brutust út, til að kornast tii spámannsins. Þau kviðu engu. Hvers þörfnuðust þau? Fæðu? Fuglar himins myndu gefa þeim hana. Þyrftu þau skó? Klettarnir sjáf- ir myndu molna og vérða að sandi, mjúkum sandi undir þreyttum fótum þeirra. Nokkrir af foreldunum báðu þess kvíðandi og mæddir, að yfirvöldin gripi nú í taumana. Konungurinn, Filippus Ágústus, sá hvernig hrifningaralda þessi fór eins og æðandi eldur um ríki hans og hann varð skelk- aður. Hann gaf út tilskipan um, að öll börn skyldi hverfa aftur til heimila sinna og hætta við þessa brjáluðu fyrirætlun. Sagt var að hann hefði fengið hið himneska bréf frá Etienne, en að það hefði ekki haft áhrif á hann. Hann var sannfærður um, að drengurinn hefði verið blekktur af einhverjum slæg- um munki, sem hefði þótzt vera frelsarinn. Og að sjálfsögðu yrði að koma í veg fyrir flónsku barnanna. En þá heyrðist voldug raust frá Róm. Hinn heilagi faðir tilkynnti, að Guð hefði blásið börnunum þessu í brjóst. Þau áttu að gera fullorðnum skömrn, mönnum sem væri trúarlitlir. Í þúsundatali. Þetta hvatningaróp frá borg- inni eilífu, þar sem varakon- ungur Krists bjó í dýrð og ein- veru, varð börnunum hug- hreysting og hjörtu þeirra fylltust óumræðilegum fögnuði. Jafnvel hinir þrjózkustu for- eldrar létu sannfærast að lok- um. Sumar mæður neituðu þó að sleppa hendi af börnum sín- um — þau skyldu ekki fara ein í slíka hættuför. Allskonar undarlegt fólk slóst nú í för með þessum litla her, munkar, sem vonuðust til að komast í æsandi ævintýri í stað leiðindanna í klefum sín- um; lausungarkvendi og jafn- vel flækingar, sem efst var í huga að stela. Þarna voru líka margar stúlkur, sem fóru í karlmannsföt til þess að leyn- ast. Og nú streymdu börnin frá þúsundum heimila, veifur þeirra og grunnfánar blöktu hátt í lofti. Etienne hafði kvatt þau öll til Vendome, það er lítil borg en mikilvæg, hérum- bil 80 mílur fyrir suðvestan París. Skrautlegur hervagn. Að lokum gat Etienne ekki lengur á sér setið. Hann þreif fána sér í hönd og hrópaði „Guð getur ekki beðið lengur!“ og steig upp í skrautlegan vagn, sem auðugir, ungir aðdáendur höfðu lagt til. Vagninn var bú- inn dýrindis ábreiðum með lostfögrum litum. Tjaldhiminn, fagurlega skreyttur, var yfir vagninum og hlífði fyrir hita sólarinnar. Hópur fagnandi barna hélt vörð um Etienne, sum báru kesjur eða spjót, önn- ur héldu á vaxkertum eða ilm- andi reykelsiskerjum og yfir öllu blöktu útsaumaðar skraut- veifur. Hörmulegur atburður geröist í sambandi við þetta. Uppnám- ið var svo mikið og troðning- urinn í kringum vagninn, að sum af smærri börnunuíi voru troðin undir og biðu bana. A þessu tímabili harðlyndis og lénsstjórnar haði þó eitt kraftaverk þegar gerst: Öll stéttaskipting sópaðist á burt. Þarna gengu synir barúna og greifa samhliða umkomulausum smaladrengjum. Fylkingin var margar mílur Frh. á bls. 25. Þau gengu um fjöll og firnindi

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.