Vísir - 22.12.1952, Side 12
,12
JÓLABLAÐ VÍSIS
M A R GRET JONSD□TTI R
Jólaminning 90 ára gamallar konu.
JHið, setn átti uá m*í)« rvfsing* vurö Eittub1
teHpunni aöeins tii ánœgju*
Gamla konan, sem sagði mér
þessa sögu, er nú 90 ára gömul.
En þegar sagan gerðist var hún
tæplega 5 vetra. Það eru því
liðin full 85 ár síðan.
Og nú skulum við reyna að
hverfa aftur í tímánn um nærri
því heila öld og ímynda okkur
að við séum stödd á afskekktum
bóndabæ langt austur á landi.
Skammdegismyrkrið grúfir
yfir. Að vísu liggur hvít fönn
yfir öllu, því að þetta er í harð-
indahéraði, þar sem snjónn
tekur ekki upp allan veturinn,
en jörðin er líka því iðgrænni
og safameiri að sumrinu til. —
Snjórinn lýsir því dálítið upp í
vetrarhúminu og þegar heið-
skírt er veður, stjörnubjart og
tunglsljós, þá er einatt fagurt
um að litast yfir fannir og
svell, og stundum eru glamp-
andi norðurljós. En oftast er
skuggalegt inni í bæjarhúsun-
um, því að gluggar e; u fáir og
smáir, aðeins litlir fjögurra
rúðna gluggar.
Þetta er fremur myndarlegt
býli, eftir því sem þá gerðist.
Eaðstofan er þrjú stafgólf, eða
rúmlengdir, og föst rúm eru
beggja megin við vegginn og
ekki mjög mjótt á milli rúm-
anna. Auk þess er afþiljað hús
í öðrum enda baðstofunnar, þar
sem hjónin sofa og nefnist það
hjónahúsið. Hjónin á bænum
eru ung og myndarleg og hafa
nýlega sett bú saman og byrjað
búskap. Hefur þeim enn þá
ekki orðið barna auðið. Ekkert
barn er því á heimilinu nema
litla stúlkan, sem saga þessi er
um. Er hún tökubarn og í
frændsemi við báða húsbænd-
ur. Forelarar hennar búa á öðr-
um bæ, langt í burtu, og er
hún næst yngsta barn af stór-
úm barnahóp fátækra hjóna.
Þessvegna hefur hún verið tek-
in til fósturs um tíma, til
frænda síns og frændkonu.
Eaðstofan er þiljuð í hólf og
gólf og hjónahúsið einnig. Þetta
er loftbaðstofa, og undir loftinu
er fjósið, þar sem nokkrar kýr
og nautgripir aðrir standa í
básum sínum. Leggur ylinn frá
skepnunum upp í híbýli fólks-
ins, en um aðra upphitun er
ekki að ræða.
Innangengt er úr baðstofunni
niður í fjósið, gengið niður
stiga, og þar fyrir neðan eru
fjósdyrnar. Hlaða er líka á
bænum, og er innangengt í
hana úr eldhúsinu. Það er
hlóðaeldhús, og hanga sauðar-
læri og lambakrof uppi í ræfr-
inu. OIl eru bæjarhús hlaðin
úr grjóti og torfi, og. öll með
tyifðum þökum. — Ekki er til
olíulampi á bænum og engin
lj 'satæki nema lýsislampar og
svo eru steypt tólgarkerti einn-
ig notuð til hátíðabrigða. Þar
er heldur engin saumavél.
Bæði olíulampar og saumavél-
ar eru óþekkt tæki á þeim tírn-
um í þessari sveit og varla víða
þékkt á öllu landinu. — En
\'efstóll er þar og spunarokkar,
kambar og snældur, því að all-
ur fatnaður og rúmföt er
heimaunnið, og allt er saumað
í höndunum, mest með tog-
þræði. Fólkið á bænum hefur
því nóg að starfa. Það er eklti
mjög margt, en þó ekki færra
en 10 manns. Gömul kona,
móðir húsfreyju, er ein heimil-
ismanna. Hún sefur í rúmi, sem
er innst í baðstofunni við dyr
hjónahússins. Hjá þessari gömlu
konu sefur litla stúlkan, til
fóta, eins og þá tíðkaðist oft.
Hinumegin við vegginn á móti
rúminu er lítið borð fest í vegg-
inn. Þar stendur ýmislegt, mat-
arílát og fleira. í dyrastafinn
við dyr hjónahússins er stungið
inn lýsislampa, og þar við
dyrnar situr húsbóndinn, er
hann les kvöldhugvekjuna,
eða er hann les fyrir fólkið til
skemmtunar, íslendingasögur
eða eitthvað annað.
Það er aðfangadagur jóla.
Allir keppast við verk sín og
undirbúning hátíðarinnar. Bað-
stofan hefur verið þvegin vand-
lega og einnig hjónahúsið,
sandskúruð gólfin og rúmstokk-
arnir. Moldargólf eru í búri og
eldhúsi og bæjargöngunum, og
hafa þau verið vel sópuð.
Hangikjötið tekið niður úr
ræfri eldhússins og soðið.
Piltarnir flýta sér að Ijúka
gegningum, og allir eru seztir
inn í baðstofu klukkan 6 um
kvöldið og búnir að hafa fata-
skipti. Fjárhús á þessum bæ
eru öll í túninu, nema beitar-
húsin, en beitarhúsamaðurinn
er líka heim kominn. Skepnun-
um hefur verið gefið óvenju-
lega vel. Nú sezt bóndinn fyrir
framan dyr hjónahússins und-
ir lýsislampanum, sem búið er
að kveikja á, og les hugvekju,
sem ætluð er til lestrar á að-
fangadagskvöld. Á undan og
eftir.eru sungnir jólasálmar.
Margir kunna sálmana og þurfa
ekki að hafa sálmabók, og
flestir taka undir.
Þegar lestrinum er lokið, er
borinn inn jólamaturinn, sem
húsfreyja hefur áður skammtað
frammi í búri. Fær hver maour
á sínum diski, og er ríflegur
skammturinn. Það er sviða-
kjammi á hverjum diski upp
úr súru, þrjár lundabagga-
sneiðar, þrjár ostsneiðar,
sneiddar af heilum osthleifi,
þrjár til fjórar laufabrauðs-
kökur, pottbrauðssneið og stór
sneið af smjörsköku. Einnig
fylgir stórt tólgarkerti hverjum
diski. — Karlmenn fá allt held-
ur betur útilátið en konur. Þeir
fá t.d. fjórar laufabrauðskök-
ur, en kvenfólkið ekki nema
þrjár. Sviðakjammarnir eru
stærri á þeirra diskum og pott-
brauðssneiðarnar þykkari.
Stærstan skammt fær þó hús-
bóndinn. Sviðakjammi hans er
af vænsta sauðnum, sem slátraö
hafði verið um haustið.
Fólkið sezt á rúm sín og ger-
ir sér gott af matnum. Sumir
kveikja á kertunum sínum.
Jólahelgin er byrjuð.
Litla stúlkan, sem sagan er
um, fékk auðvitað sinn matar-
skammt eins og aðrir, en nátt-
úrulega var hann minni en hjá
fullorðna fólkinu. Á diskinum
hennar var sviðakjammi af
litlu lambi og annar matur líka
minni, og hún fékk sitt jóla-
kerti eins og aðrir. Hún sat á
kistli við rúmið hjá gömlu kon-
unni, er hún svaf hjá, og borð-
aði jólamatinn og hlustaði á
samtal fólksins.
Sérhver heimilismaður hafði
fengið einhverja nýja flik fyrir
jólin og nýja íslenzka skó. Föt-
in voru öll úr heimagerðu efni,
vaðmáli eða prjónlesi. En þetta
aðfangadagskvöld hlotnaðist
litlu telpunni mikill dýrgripur.
Auk þess sem hún fékk sitt
jólakerti og fallega íslenzka skó
með nýjum rósaleppum, var
henni gefin ný svunta úr rauð-
dropóttu, útlendu lérefti, sem
hafði verið keypt í kaupstaðn-
um, og litla stúlkan var ákaf-
lega sæl, þegar hún var komin
í nýju svuntuna, sem var í snið-
inu líkust ermalausum kjól og
hneppt að aftan utan yfir ein-
skeptukjólinn. Það var svo góð
lyktin af nýju svuntunni, og
hún var svo mjúk viðkomu, og
rauðu droparnir voru svo marg-
ir, að hún gat ekki talið þá,
þótt hún reyndi.
Þegar búið var að borða,
þurfti að hugsa um mjaltir,
gefa kúnum ábæti, og ýmis-
legt fleira þurfti að annast, en
annars sátu menn rólegir á
rúmum sínum. Allir gengu frá
leifðu og geymdu matarleif-
arnar. Klukkan 10 var drukkið
sætt kaffi með lummum og
jólabrauði, annars var kaffi þá
lítið notað nema þegar mest
var við haft. Allt brauð og
balckelsi var búið til úr heima-
möluðu korni, rúmmjöli, banka-
byggi og hrísgrjónamjöli. Var
það malað í handkvörn á vetr-
um, en stundum í vatns- eða
vindmylnum að sumri til.
Kornið í lummurnar og annan
bákstur var malað afar fínt og
síðan sígtað. Var haft banka-
byggs- og grjónamjöl í þess-
hátíar.
Litla stúlkan kveikti á jóla-
kertinu sínu, sat með það og
horfði á ljósið, og henni fannst
það svo bjart og fallegt, og hún
var innilega glöð. En þá vildi
henni til dálítið óhapp. Neisti
af skari kertisins féll á nýju
svuntuna, og áður en varði var
komið á hana dálítið brunagat.
— Ó, að hugsa sér! Nýja
svuntan fallega og fágæta, sem
hún hafði verið svo fjarskalega
hrifin af. Hún fór að kjökra.
— Nei, sjáið þið stelpuna,
sagði einhver.
•— Er hún þá ekki búin að
skemma nýju búðarsvuntuna,
já svei!
Og nú fékk telpan ávítur hjá
húsbændum sínum. Ef það hefði
verið annar dagur, hefði hún
vafalítið verið flengd, að þeirra
tíma sið, og þó hafði þetta auð-
vitað viljað til gegnt vilja
hennar. Henni þótti of vænt
um rauðdropóttu léreftssvunt-
una sína til þess að hún vildi
eyðileggja hana viljandi. — Én
það var nú sama. Það þótti
sjálfsagt, að hún fengi ein-
hverja refsingu, því að þetta
var ógætni og klaufaskapur.
En jólahelgin var byrjuð. Það’
var varla viðeigandi að fara
að hirta barnið á þessu kvöldi.
Klukkan hálftólf um kvöldið
var siður að lesa jólalestur á
ný, og var nú ákveðið, að telp-
an skyldi halda sér vakandi
undir hinum langa Jónsbókar-
lestri. Átti það að vera refsing
fyrir afbrotið.
Húsbóndinn settist við dyr
hjónahússins, en nú hafði hann
kerti til þess að lesa við. Hing-
að og þangað í bæjarhúsunum,
göngum og búri logaði á kert-
um, og á bitum og rúmstólpum
inni í baðstofunni. Enn voru
sungnir sálmar, og síðan hófst
lesturinn.
Fólkið bjóst víst vfð því, að
telpan ætti bágt með að halda
sér vakandi, því að ekki var
laust við, að sumt af fullorðna
fólkinu syfjaði stundum undir
löngu lestrunum, ekki sízt
svona seint að kvöldi. Telpan
sat á kistlinum rétt hjá hús-
bóndanum. Það var ekki hætt
við, að hann sæi ekki, ef hún
dytti út af.
í þessum lestri Jónsbókar á
aðfangadag jóla er mikið rætt
um Jesúsbarnið í Betlehem,
fjárhirðana og undur hinnar
fyrstu jólanætur. Og svo und-
arlega brá við, að þetta sem
átti að vera refsing fyrir litlu
stúlkuna, var henni aðeins til
ánægju. Hún horfði á húsbónda ’
sinn og dáðist að því, hve ljós-
ið logaði glatt á kertinu, sem
hann las við, og hve bjart var
inni í baðstofunni, og henn þótti
gaman að heyra söguna um
barnið, sem var svo gott og
yndislegt og um Maríu móður
þess.
Þegar búið var að syngja á
eftir lestrinum bauð fólkið
hvei't öðru gleðileg jól og góðar
stundir með kossi eða handa-
bandi og þakkaði fyrir lestur-
inn.
En er litla stúlkan var lögzt
út . af á koddann sinn, þá var
hún mjög hrygg yfir því, sem
hafði komið fyrir hana og
fannst svo sárt að liún hefði
ekki farið nógu vel með fallegu
jólagjöfina sína og þurft að fá
áminningu á sjálfa jólanóttina.
Hún var ákaflega óánæg'ð með
sjálfa sig og ásakaði sig og
engan annan og grét sig að
lokum í svefn. Og þá dreymdi
hana fagrán draum.
Iíún þóttist sjá konu eina
koma upp á loftskörina. Var
hún ákaflega fríð ásýndum og
tígulega. Hún bar lítið barn í
faðminum, og fannst telpunni
í draumnum, að barnið vera svo
fagurt, að af því ljómaði geisla-
birta. Konan settist á borðið
við vegginn gegnt rúminu. Á
borðinu logaði kertaljós, því að
ljós var látið loga í baðstofunni
alla jólanóttina. Konan hafði
yfir sér bláan möttul eða hjúp,
og er hún horfði á telpuna, var
svo mikil mildi og kærleikur í
svip hennar, að ennþá, eftir 85
ár, finnst níræðu konunni, að
hún sjái þetta allt ljóslifandi.
fyrir sér. Og í svefninum vissi
hún, að þetta var María Guðs-
móðir með Jesúbarnið.
Ef gott var veður, heiðskírt
loft og hjarn á jörðu, var það
siður í þessari sveit, að ungir
Framh. á bls. 26. ,
Telpan sat á kistlinum rétt hjá húsbóndanum.