Vísir - 22.12.1952, Síða 13
JÓLABLAÐ VÍSIS
13
HERVÆÐI I\IG
i.
dólginn. Gafst þá gott tækifæri inn, nema þá sjaldan að brimiö
Það var á árunum eftir að til að klekkja á óvinum sínum,
enda var þess oft neytt. Eigi
leið svo á löngu, áður en hinn
grunaði komst í dálítil kynni
við eld undirheima, því að hann
var þegar dæmdur til að brenn-
ast, og ættingjar hans til þess
að leggja fram nægilegt hrís í
myndarlegan bálköst.
Þannig var þetta í gamla
daga. Aumar og syndugar
manneskjur voru umkringdar
af hættulegum 'óvinum í jörðu
og á. Enginn gat vitað sig ó-
hultan fyrir útsendurum undir-
heimafurstans. Og nýlega hafði
ný og hræðileg plága bætzt
ofan á alla þessa eymd. Það
voru Tyrkir. Þeir höfðu komizt
alla leið til íslands stranda á
ræningjaferðum sínum. Mönn-
um brá undarlega við. Þegar
hinn fyrsti ótti og skelfing
hafði þokað um set fyrir róleg-
ari yfirvegun, minntust menn
sagnanna um víkingaferðir
fornaldarinnar, sem allir dáð-
ust svo mjög að. Og óþægilegar
hugsanir gerðu vart við sig. En
hvað sem um það var —
Hundtyrkinn var hættulegasti
óvinurinn, sem myrkrahöfð-
inginn hafði sent til að auka á
höi’mungar hins synduga lýðs.
Mennirnir urðu tortryggnir.
Skip Hundtyrkjans sáust hvar-
vetna með ströndum fram,
kunnáttumenn tóku sig til og
ortu löng og mergjuð kvæði um
þá, þar sem þeim var stefnt út
í hafsauga. Sumir sögðu, að
kraftakvæði þessi hefðu borið
mikinn árangur. En allskonar
undarlegar sögusagnir gengu
bæ frá bæ um yfii-vofandi
hættur, og margskonar ein-
kennilegir fyrirburðir höfðu
gerzt.
lægði, svo að fært var út með
bátum. Sóknin lá ekki allfjarii
Vestmannaeyjum, þar sem
Hundtyrkinn hafði gert svo
þungar búsifjar. Var því eigi
undarlegt, þótt þeir hörmulegu
viðburðir væru mönnum enn í
fersku minni og settu í þá ótta.
Og jafnvel þótt menn hlýðn-
uðust presti sínum og treystu
á handleiðslu drottins, var það
eiginlega ekki nema á yfirborð-
inu. Það var nú svo komið, að
menn gátu með fullum rétti
kveðið svo að orði, að myrkra-
höfðinginn hefði tekið völdin af
himnakónginum á þessum síð-
ustu og verstu dögum.
Séra Jón Jónsson naut hylli
yfirboðara sinna. Hann var á-
kaflega samvizkusamur í em-
"wsj%ruv.v%nj%^wvvvvrwvvvvfwvvv*
$rá
fyrri U4m eftir
Jch SjcrHÁMH. ji
Tyrkir rændu í Vestmanna-
eyjum. Rán og grimmdarverk
þessarar áhangenda spámanns-
ins voru mönnum ennþá í
fersku minni. Þeir höfðu ráð-
ist á hina fátæku íbúa eyjanna
með báli og brandi og hneppt
fjölda þeirra í ánauð úti í
Algier. Fáum einum átti það
fyrir að liggja, að sjá heima-
land sitt aftur, en flestir þeirra
dóu úr sjúkdómum, eða af illri
meðferð. En þjóðtrúin hefur
spunnið vef sinn um líf einnar
hinna herleiddu kvenna, Guð-
ríðar, er síðar giftist sálma-
skáldinu mikla. Trú fólksins
hafði umsvifalaust gert hana
blendna í trúnni, svo sem til að
skerpa andstæðuna við mann
hennar og skýra innileikann í
sálmum hans.
Var því alls eigi að undra,
þótt fólk í nálægum héruðum
lifði í eilífðum ótta um, að hinir
óhugnanlegu gestir frá fjar-
lægum löndum kynnu að vitja
landsins aftur. Hver vissi, hvort
þeir gætu ekki leynzt á ein-
hverri hinna óbyggðu eyja fyrir
Austurlandi, eða annars staðar,
þar sem lítið var um manna-
ferðir? Þetta var engan veginn
óhugsandi. Fólkið var illa statt.
Engar hjálpar var að vænta frá
'kóngsins Kaupinhafn, ef illa
færi, því að hinn háloflegi ein-
valdskonungur, Kristján fjórði,
var á herferðum suður í Þýzka-
landi, og eftir þeim fáu og ó-
ljósu fregnum að dæma, sem
bárust með kaupmönnum, leit
Út fyrir að hann hefði meira en
nóg á sinni könnu.
Nei, það var ekki fagui’t um
að litazt. Menn urðu að reiða
sig á sjálfa sig, trúa á mátt
sinn og megin, þótt þar væri
ekki af miklu að taka. Og svo
var sjálfur himnakóngurinn
eitthvað svo ólíkur sjálfum sér,
síðan þessi Marteinn Lúther
hafði komið til sögunnar. —
Hversu dásamlegt hefði það
ekki verið í þessum nauðum, að
geta óhikað snúið sér í bæn til
hinna mörgu og góðu dýrlinga,
sem menn höfðu gert í kaþólsk-
um sið? — Flestir tilbáðu þá í
hjarta sínu ennþá, þó að þeir
færi lágt með það. Siðabylting-
in hafði ekki haft nein veruleg.
áhrif, utan það, að kóngur varð
ríkari en áður hafði verið. Og
meira að segja sögðu menn, að
annar biskupinn væri eiginlega
hálf kaþólskur, enda mátti hann
ekki heyra niðrunarorð um Jón
biskup Arason, þótt kóngsins
menn teldu hann vera land-
ráðamann. —
Það var eins og menn væru
stöðugt á verði. Allt í kring
voru allskyns diilarfullar verur
á ferli, en mest hætta stafaði
frómum guðs börnum af
galdramönnum. Það var eins og
menn hefðu engan frið í sínum
beinum. Kæmi upp sjúkdómur,
sem var eitthvað öði’u vísi en
menn áttu að venjast, gat eng-
inn vafi leikið á því, að hér
voru galdramenn að vei’ki. Og
þar sem almenningur var yfir-
völdunum hlýðinn og auðsveip-
ur, svo sem vera ber, þá voru
nógir til þess að benda á söku- | En hcrflolikur þessi var einbeittur og fús á að sýna hreysti sína,
II.
Um þær mundir, sem saga
þessi gerist, bjó prestur að
nafni Jón Jónsson á Skarði.
Hann var dugnaðarmaður á
veraldarvísu, og hafði safnað
sér auðæfum í ríkum mæli. —
Sagt var, að peningar hans
væru ekki allir jafn vel fengnir
— að minnsta kosti hefði hann
stundum teflt full djarft, með
tilliti til þess, að hann var
kirkjunnar maður. En það e ■
önnur saga.
Kirkjusókn séra Jóns lá fyr-
ir opnu hafi. Hafnlaus strand-
lengjan svo langt sem augað
eygði varnaði fátækum almúg-
anum að sækja Sér björg á sjó-
bætti sínu. Fremur þótti hann
harður í kröfum fyrir kirkj-
unnar hönd, um tíundir og ann-
að þess háttar. Ræðumaður
þótti hann ágætur. Einkum
tókst honum upp, þegar hann
lagði út af skaðsemi galdra-
maima. Málaði hann samastað
syndaranna í öðru lífi með svo
sterkum litum, að það var
undantekning, ef enginn í söfn-
uðinum féll í yfirlið undir
messunni. — En hvað sem um
það er, þá er víst, að menn
þökkuðu séra Jóni, að galdra
menn höfðu ekki látið á sér
bæra í sókninni.
Sóknarbændur hans voru
flestir bláfátækir. Jarðirnar
voru litlar og rýrar og lágu
undir stöðugum ágangi sand-
foks. Útræði þaðan var fremur
lítið, því að sjaldan gaf á sjó-
inn. Var þetta ástæðan til þess
að mönnum veittist erfiðlega að
greiða tíundir sínar. En þar var
séra Jón ósveigjanlegur. Hafði
hann stundum gengið svo har.t
að mönnum, að þeir flosnuðu
upp.
Laugardagsmorgun einn um
vorið sat séra Jón í kamesi sínu
og var að semja ræðuna, sem
hann ætlaði að halda í kirkj-
unni daginn eftir. Hann var vel
skrifandi, og samdi flestar ræð-
ur sjálfur, en slíkt var fátítt.
I þetta sinn veittist honum ó-
venjulega erfitt að komast í
gang. Nú, fremur en nokkru
sinni, reið á að segja eitthvað,
sem hrifi. Guðspjallið fjallaði
um útrekstur þess vonda. Og
þar voru fleiri möguleikar til
túlkunai’, sem vekti þá syfjuð-
ustu, en við flest önnur tæki-
færi. Hann komst i slæmt skap.
Skyldi andinn hafa yfirgefið
hann algerlega? — Hann gekk
um gólf og nagaði endann á
fjöðurstafnum. Loksins var eins
og allt í einu lykist upp fyrir
straumi orðanna í huga hans.
En rétt í því er hann settist
niður við skrifpúltið aftur, var
barið all-hai’kalega að dyrum.
Hann lauk upp, og Einar sauða-
maður stóð úti fyrir og virtist
vera ákaflega æstur. .
,,Hvað er að þér, drengur
minn?“ spurði prestur forviða
yfir að sjá hann í slikum harn.
,,Tyrkinn — Hundtyrkinn —
er á leiðinni hingað!“ stamaði
hann og' lét sig fallast niður á
kistu, -sem stóð fyrir innan
dyrnar.
Svipur prestsins breyttist
skyndilega. Hann varð náfölur
og varir hans skulfu. Honum
fannst, sem það ætlaði að líða
yfir hann. En svo fékk hann
vald yfir ótta sínum og tók að
spyrja sauðamanninn nánar út
í þetta.
„Jú,“ hélt pilturinn áfi’am.
„Við vorum nokkrir saman
hérna frá næstu bæjum og vor-
um að leita að fé suður á sönd-
unum. Það leynist svo oft á
milli melkollanna. En er við
vorum komnir suður fyrir alla
melkolla og ætluðum að snúa
heim á leið, sáum við það. Eins
og þér vitið er ekki stingandi
strá á sandinum þar suður frá,
og fé fer þangað aldrei. En við
urðum varir við hreyfingu
langt vestur frá. Það var glaða-
sólskin, og það glampaði á
þetta í sólskininu, eins og það
væri málmur. Við vorum ekki
lengur í neinum efa. Þetta var
flokkur manna á leiðinni hing-
að, og það glampaði á hjálm-
ana og vopnin. Okkur grun-
aði strax, að þetta myndu vera
Tyrkir. og hlupum allt hvað við
gátum hingað heim til þess að
skýra frá þessu, svo að fólk
geti forðað sér.“
„Ertu alveg viss um að þetta
hafi ekki vei’ið missýning?“
Séra Jón gekk órólegur um
gólf.
„Já, alveg viss!“ svaraði
piltui’inn.
„Farðu stx-ax til meðhjálpar-
ans og segðu honum frá mér,
að hringja kirkjuklukkunum
til að kalla fólk saman. Og
fljótur nú!“ sagði prestur.
Prestur hafði fyrir löngu
fyrirskipað, að hringt yrði öli-
um klukkum, ef hættu bæri að
höndum.
i Pilturinn flýtti sér að fram-
kvæma skipun húsbónda sins,
og brátt ómaði klukknahring-
ingin í góðviðri vordagsins. —
Áður en langt var liðið, myndu
bændur streyma til kirkjunnar.
Séra Jón lét ræðuna niður í
skúffu. Nú var ekki nóg að
tala um útrekstur þess vonda.
Þvert á móti leit svo út, sem
menn yrðu að gera eitthvað
raunverulegt í því efni. Hann
gekk út til að líta eftir fólki
sínu. Allt var á tjá og tundri
á prestsetrinu. Karlmennirnir
stóðu og störðu framundan sér
í þögulli skelfingu, og konar
grétu og börmuðu sér hástoi'-
um. Sumar stráðu ösku yfir
höfuð sér og hrópuðu vei, eftir
fyrirmyndum úr gamla testa-
mentinu.
Prestur reyndi að talá kjarK;
í fólk sitt. Við karlmennina
sagði hann, að nær væri að
leita að einhverjum vopnum
og standa sig sem góðum stríðs-
mönnum sæmir, en að standa
eins og saltstöplar og hafast
ekki að. Hann hafði nefnilega
alls ekki hugsað sér að leyfa
Hundtyrkjanum að vaða yfir
allt, án þess að mæta mótstöðu.
Eftir skamman tíma voru
margir bændanna mættir við
kirkjuna. Þeir stóðu í hóp við
kirkjudyrnar og ræddu málið.
Konum var ekki leyft að vera
til staðar. Prestur hafði mælt
svo fyrir, að þær skyldu loka
sig inni í bæjunum, þar til þeim
bærust aðrar skipanir.
Angistin skein út úr svip
mannanna. Þeir voru vanari
við að annast heimilisstörfin,
en að búa sig út í hernað.
Skömmu seinna kom prestur
til kirkjunnar. Var hann í fuil-
um skrúða. Hann var virðuleg -
ur mjög, og enginn sá á hon-
um, að honum væri órótt inn-
anbrjósts. Allir störðu á hann,
eins og hann væri eina
huggun þeirra í mótlætinu.
Enda hafði hann oft áður sýnt,
að hann var góður hirðir fyrir,
sína hjörð.
Séra Jón hóf máls:
„Þið hafið sjálfsagt heyrt
um ástæðuna fyrir því, að eg
hef látið kalla ykkur saman,
kæru bræður! Ef til vill er
þessi sveit í alvarlegri hættu,
og við verðum því að viðhafa
ítrustu varkárni. Auðvitað, Jg
guð gæfi að svo reyndist, er sá
möguleiki fyrir hendi, að smöl-
unum hafi skjátlazt, að þeir
hafi orðið gripnir ofsahræðslu
og séð ofsjónir. Nú vil eg að við
send.um út tvo menn til að
njósna. Hæfastir til þess starfa,
sakir fi'æknleiks og gætni, sýn-
ist mér þeir Björn á Strönd og
Helgi í Koti vera. Við hinir
göngum í guðs hús á meðan.“
Tveir lágvaxnir en þrek-
legir karlar gengu fram fyrir
prest og kváðust reiðubúnir að
takast þessa ferð á hendur.
„Við verðum komnir aftur um
nónbilið," sögðu þeir samtímis.
„Þáð er ágætt,“ svaraði séra
Jón, „og svo göngum vér hinir
í dx’ottins hús og áköllum hans
hjálp í nauðum.“
Séra Jón Jónsson var enginn
venjulegur bullari. Enda þótt
hann væri lítill vexti og ólögu-
legur á allan hátt, sópaði þó
að honum, þegar hann var stig-
inn í stólinn. Prédikanir hans
voru einna líkastar þrumveðri.
Hann var ákaflega strangur í
refsiræðum sínum, en gat, ef