Vísir - 22.12.1952, Síða 17

Vísir - 22.12.1952, Síða 17
JÓLABLAÐ VÍSIS 17 Gulmyitdur K. Eiríksson: □T Nær allan veturiim höfðu verið ráðagerðir miklar um þetta ferðalag, og mörg orð fallið um það — jafnvel stór- yrði. Það hafði verið rætt um þetta fram og aftur, líkt og þetta fyrirhugaða ferðalag væri umsvifamikil ferð umhverfis sjálfan hnöttinn. Ferðin mundi sennilega taka fjórar klukku- stundir á litlum strandferðabát — að viðbættri nokkurra daga dvöl á sjálfum staðnum. En loks hafði endanlega ver- ið frá öllu gengið í eldhúsinu i Sjávarborg og þar sögð hin síðustu orð, að viðstöddum tveimur þátttakendum ferðar- innar, Rósmundar skósmið og Flóka, en að hinum þriðja fjar- verandi, Arnoddi Dalfell fyrr- verandi óperusöngvara, sem oftast var þrætueplið á þessum heimilisfundum, enda tor- trj^ggnin mest í hans garð, um að ferðin yrði heillavænleg og öllum til sórna — bæði aðilum og aðstandendum. Fram á seinustu stund reyndi Rósniundur að sannfæra kon- una sína um afturhvarf sitt til betra líís. En Jófríður, kona hans, trúði því ekki að óreyndu, að .þeir brygðu .út af vana sín- um, Rósmpndur og Ðalfell, að drekka sig út úr ölvaða, úr því þeir væru saman á annað .borð. — Nei, nú er það alvara. Fullkomin alvara! Vín fer ekki inn fy.rir mínar varir í ferð- innijsagði Rósmundur sannfær- andi röddu- — Það er þýðing'arlaust að ræða þetta meira, ,eg vona að- eins, að þú sjáir sóma þinn í að ver.ða þér ekki til skammar í öðru plássi, sagði Jófríður, kona hans? þungbúin. — Andskotinn hafi það, að það borgi sig í.slíku þjóðfélag'i, að vera heiðarlega þenkjandi, þegar rnaður er aldrei tekinn alyarlega, sagði Rógnrundur með þjósti.. Þá var-barið að dyrum. Það bjargaði málinu enn einu sinni á þessu stigi. Inn um gættina rak Filipus útfararstjóri höfuð- ið, mjög alvarlegur og hákristi- legur á svip, og bauð gott kvöld. Honum var boðið kaffi, og allt hið fyrra tal féll niður. — Eg ætlaði að ná í þig á verkstæðinu, en þú varst þá farinn, Rósi, sagði Filipus, þeg- ar hann var byrjaður að sötra kaffið og bryðja sykurinn. — Nú? sagði Rósmundur heldur stuttaralega og enn með vott af þrjósku og hörku í málrómnum. — Er það ekki í'étt, að þú farir vestur í Mararþorp á morgun? —• Jú, sú var ætlunin að minnsta. kosti. — Jæja, Rósmundur minn, mér dat.t n.ú svona í hug, að biðja þig um að gera mér mik- inn greiða, úr. því þú ferð vest- ur á annað borð. Þannig er mál með vexti, að hún Þórkatla, konan hans Ólafs gamla Eilífs- sonar í Sandvík, er dáin. Þú þekkir haim Ólaf gamla eða er ekki svo? — Og í e.ma tíð þekkti eg nú karlsauðinn hann Ólaf gamla í Sandvík. — Hún er nú farin, gamla konan. Henni var mjög um- hugað um, að eg og enginn annar en eg smíðaði utan um hana, er þar að kæmi. Hún fór nærri um það, gamla konan, að kisturnar hjá mér eru ósvikn- ar og vandaðar. Hann Ólafur gamli falaði svo kistuna hjá mér, en fyrir afglapahátt og aulaskap strákstaulans á verk- stæðinu hjá mér, vissi eg ekki fyrr en í morgun, að seirda átti kistuna með síðustu ferð, svo að hún er þegar á eftir áætlun. Eg get varla á heilum mér tekið, að standa skuli á kistunni og eg næstum búinn að svíkja daúða manneskju. Mér er því mikið áhugamál, að einhver áreiðanlegur maður hafi eftir- lit með kistunni og sjái um að hún komist á leiðareirda hið fyrsta, sagði Filipus útfarar- stjóri. — Það ættu að vera einhver ráð til að fría þig við sálar- sturlun út af þessaiú kistu, ef ekki er amrað en að líta eftir heirni á leiðinni á bátnunr, sagði Rósnrundur. Þannig hafði þá líkkista bætzt við í ferðalagið.. — Flóki gat ékki annað, er Filipus út- fararstjóri hafði kvatt, en haft orð á því, að alltaf batnaði það. Nú væri engum lexrgur Ijóst, hvort þetta yrði skemmti- för eða jarðarför! — Spai'aðu þér allt spott og spé, drengur minn, sagði Rós- mundur hátíðlega. Okkur er öllum holt að hafa alvöi-u lifs- ins í huga öllum stundum. Þetta er ekki amrað eir kristi- legt góðverk og kristileg góð- verk margborga sig — alltaf. Sólskinsmorgunn. .Flóki hélt niður bryggjuira. Klukkan átta átti Hi'ímfaxi, flóabáturimr, að leysa festar. Það var ys og hávaði niðri við bátinn og mikil mannaferð. Uirgar stúlkur fóru í hópunr niður bryggjuna. Þær hlógu, skríktu og mösuðu saman há- værar; voru kátar og glaðvær- ar og flögmðu til og frá eiirs og fiðrildi — og' í fjai'lægðhrni biðu þeirra ef til vill hugljúf ævintýri. Fólkið streymdi um borð í bátiirn. Það var auðséð að það /rði mikill fjö.ldi nreð honum í þéssari ferð. þarna stóð þá Rósmundur Brándsson skósnriður. Hann var kominn rúður eftir; ætlaði ekki að láta standa á sér. Hann var klæddur gráunr rykfrakka, með ljósan hatt og trefil -— og hafði tekið með sér göngustafimr góða, með silfurhundshaus- handfanginu, sem hann notaði ekki nema við allra hátíðleg-, ustu tækifæri. Það var auðséð, að liánh ætlaði að láta það sjást í Mararþorpi, að ha.nn væri fyrirmaður. Jófríður stóð þarna hjá hon- um og Karen og Hugrún, tvi- burarnir. Flóki kastaði á þau kveðju. — Góðan dag. — Jæja, þá er maður mættur. Ekki ætlar ferðaveðrið að vera amalegt. Þau heilsuðu honum öll glað- lega. — Það er bezt að fara að koma sér um borð. Klukkan er alveg að verða átta, sagði Flóki. Rósmundur skimaði upp eftir bryggjunni og sagði: — Þú hefur víst ekki orðið var við Dalfell? — Nei, er hann ókominn? Ertu viss um að hann sé þá ekki kominn um borð? — Nei. Hann getur verið kominn urn borð, þó eg hafi ekki orðið þess var. En eg verð að hinkra eftir honum Filipusi. Eg skil ekkert í manninum :rað koma svona spint. Hann á það við sjálfan sig, ef hann verður af bátnum, með líkkistuna. Það yrði dálagleg uppákoma, ef i kerlingarhróið yrði nú enn einu sinni af kistunni, fyrir bölvaðan trassaskapinn í honum. — Klukkan er alveg að verða átta, sagði Flóki óþolinmóður — og rétti Jófríði höndina til kveðju. — Vertu sæll, Flóki minn, og skemmtu þér nú reglulega Vel. Þú passar upp á karlinn minn, sagði Jófríður kankvís- lega og glettin. — Æ, vertu ekki með þessa tortryggni og jag sí og æ, kona, sagði Rósmundur afundinn. í þessu aka .tveir menn skröltandi handvagni, með'lík- kistu, niður bryggjuna. Það glymur hátt undir hjólum vagnsins . í steinhellunum í bryggjunni. — Ó, Jesús-Pétur! Líkkista! Á hún að fara með? hrópar ein stúlkan á bryggjunni upp yfir sig. — Er kannske lík í hemii? — Auðvitað er ekkert lík í henni. Hún er galtóm. Held- urðu, að það væri komið með hana á handvagni, ef það væri lík í henni? segir rauðhærður, freknóttur og aðsópsmikill strákgapi, sem hefur snúið sér áfergjulega að stelpufansinum — og hugsar sér gott til glóðar- innar. — En púkó, að það skuli endilega þurfa að vera líkkista með — einmitt í þessari ferð, segir önnur. — Eg er alveg eins og fest upp á þráð, guð minn. Þetta eyðileggur allt! Eg veit eg skemmti mér ekki neitt. — Oj-bara! — Æ, blessaðar látið ekki svona barnalega, stelpur. Verið ekki með þennan óhemjuskap. Haldið þið, að maður láti nokkrar borðfjahr hafa slík’ áhrif á sig, segir einn strákur- inn borginmannlega. — Hver héldurðu að eigi að hugsa urn líkkistuna á leiðinni? Hæ — sjáið! — Lúðrasveitin er að koma, segir annar. IJann bendir upp bryggjuna. — Lúðrasveitin á að Vera með. Hún á að spila á sæluvikunni í Mararþorpi. Kannske verður dansað á leiðinni, manneskja. — ,,Þú varst minn æsku- engill — ást mín var helguð þér . . . . “ söng einn strákanna og greip utan um eina blóma- rósina, er rak upp óp. Hjá handvagninum méð iík- kistuna stóðu Rósmundur, Fili- pus útfararstjóri og Áslákúr lík- kistusmíðanemi. Filipus talaði flaumósa, með tóbaksdropa framan á nefbroddinum. — Jæja, vinur, þú ætlar þá að sjá um þetta fyrir mig. Hann Ólafur gamli í Sandvík tekur sjálfur á móti kistunni við bátinn. Eg . sendi honum orð með símanum í gær. Þú biður hann afsökunar á því, að eg skyldi ekki geta haft kist.una til á réttum tíma. Mig tekur það sárt, af því að hún Þór- katla sáluga var svo mikO ; mæðumanneskja í lífinu, að í einni svipan virtist maðnriun ganga úr skorðum. þetta skyldi nú þurfa að koma fyrir að síðustu. Það var kallað til þeirra frá bátnum, að renna handvagnin— um að bátshliðinni. Með snör— um handtökum var kistunnti kippt um borð, og komið fyrir- á lestarhlerunum, og kastað' yfir hana ábreiðu. — Jæja, vinur vertu marg- blessaður, góða og skemmtilegai ferð, sagði Filipus útfararstjórí. að síðustu. •—• Já, það er satt_ Andartak. Eg er hérna með* grafskrift, sem eg orti í einurra. logandi hvelli 1 nótt, eftir hana. Þórkötlu sálugu. Það er svolítil:. kveðja til gamla mannsins, till að bæta þetta allt upp, skilurðu.. En hún er, sko, algjörlegæ. gratís. Þú segir honum Ólafi. gamla það. Rósmundur sneri sér nú að» Jófríði og sagði: — Þá er víst bezt að kveðja- góða mín. Hann kyssti konunai til málamynda lauslega á kinn- ina og sömuleiðis dæturnar. — Vertu sæll og berðu öllurra beztu kveðju, sagði Jófríður. — Góða ferð, pabbi, sögðu* tvíburarnir einum rómi. Báturinn flautaði með hvellu.. jinjóu flautuhljóði. — í því að* báturinn seig frá bryggjunni, hóf lúðrasveitin að leika marz,. þar sem hún hafði tekið sér stöðu á brúnni. Fólkið á bryggjunni kallaðíi og veifaði — og báturinn fjar- lægðist óðum land. Rósmundur, ér stóð úti viS borðstokkinn og' horfði í land... vaknaði upp úr hugsunum sín-- um við það, að Flóki hnipti £ hann og sagði honum, að Arn- oddur Dalfell væri niður £ borðsal. — Jæja, anzaði Rósmundur., líkt og annars hugar. — Hamu er ekki að hafa fyrir því að* láta mann vita af sér. Þeir gengu því næst niður £ borðsal bátsins. Þar sat Arnoddur Dalfell í góðu yfirlæti, í uppveðruðunr. samræðum við miðaldra, feit- laginn, nauðsköllóttan ferða- lang, sem bar það greinilega með sér, að hanh hafði þegar teygað alldrjúgt af ferðapelan- mn. — Þetta eru vinir mínir, sagði Arnoddur Dalfell hátíð- lega og hressilega við sessu- naut sinn. — Jæja, þið eruð þá komnir. Eg var farinn að halda. að eg myndi ekki sjá ykkur fyrr en við kæmum á þanra. hinn mikla stað — Mararþorp- Fáið ykkur sæti. — Já, fáið ykkur sæti. Hans vinir eru mínir vinir. Hvað' sagðistu aftur heita — eg er svo gleyminn á nöfn? sagði sá feiti. — Jæja, það gérir ekk- ert, — nei, ekkert — eg gleymi því hvort sem er strax aftur. Nöfn eru nöfn. Við erum vinir — það eitt skiptir máli. Þú ert söngvari — eg man að þú sagðist vera söngvari. Stór- kostlegur söngvari. — En nú fáum við okkur allir bjór. — Halló, fjóra bjóra, takk, kallaði hann til skipsþernunnar. Rósmundur og Flóki settust

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.