Vísir - 22.12.1952, Qupperneq 18
18
JÓLABLAÐ VÍSIS
þegjandi niður við borðið.
Rósmundur horfði stranglegu
og ákærandi augnaráði á Am-
odd Dalfell. Það hafði verið
ákveðið þeirra á milli, að öllu
áfengi skyldi vísað á bug í
ferðinni. En þarna virtist Arn-
oddi Dalfell fljótlega hafa
tekist að þefa uppi einn veik-
geðja bróður í syndinni og
sjálfur þegar linazt í hinum
góða ásetningi.
Hjnn feiti var að útskýra
fyrir Arnoddi Dalfell flókna
teikningu af einhverri list-
rænni kirkjubyggingu. Hann
var sérfræðingur í kirkjubygg-
ingum og hafði reist kirkjur
um landið þvert og endilangt.
Flóki virtist fljótlega fá nóg
af þessum samræðum; stóð upp
svo að lítið bar á og brá sér
upp á þiljar. Rósmundur sat
kyrr um stund og hlustaði ut-
angátta á hinar menntandi og
uppbyggilegu samræður.En all-
ar hinar flóknu útskýringar
þessa stórmenntaða manns fóru
fyrir ofan garð og neðan hjá
honum. Hann skildi hvorki upp
né niður í neinu. Og þó hann
hóstaði og ræskti sig öðru
hverju til, að vekja lítillega at-
hygli á sinni lítilfjörlegu per-
sónu, bar það engan árangur.
Hann var ekki til f 'T'ir þeim.
Loks gafst hann einnt; upp við
að hanga yfir þessum fjanda.
Það var bezt að lofa þessum
drullupelum að krúnka saman
í friði.
Það var í sama mund, að
&
Rósmundur stóð upp og skips-
þernuna bar að borðinu með
bjórinn. Kirkjumeistarinn
hætti að tala, vætti þurrar var-
irnar, rauðþrútinn í andlitinu,
og horfði afsakandi á Rósmund
og sagði:
— Ó, fyrirgefið ókurteisina,
setjist aftur fyrir alla muni.
Við höfum haft um svo mikið
að tala. Má ekki bjóða yður
einn lítinn út í?
Rósmundur gekk á burt, eins
og hann heyrði ekki til manns-
ins. Hann hafði sannarlega ekki
skap í sér þessa stundina, til
að fara að svara honum með
einhverri yfirborðskurteisi,
sem hann meinti djöfulann
ekkert með — eða horfa öllu
lengur upp á aumingjaskap
Arnodds Dalfells, sem ekki
gat fundið lykt af manni, frek-
ar en hundur af símastaur, svo
að öllum gefnum loforðurn og
góðurn fyrirheitum væri ekki
samstundis varpað fyrir borð.
— Annað hvort er vinur þinn
móðgaður eða fúll, sagði sá
feiti önugur.
Þe<?ar Rósmundur kom upp
á þiljar, var hljómsveitin byrj-
uð að leika danslög, og unga
fólkið tekið að stíga dansinn.
Hann sá Flóka sveifla einni:
lítilli, kátri nótintátu í dansi. I
Svo varð honum lítið þangað
sem líkkastan stóð, og sá að
unglinespiltur sat á ábreiðunni,
sem var breidd yfir hana.
Hann skáskaut sér á fnilli
dansendanna og eftir nokkra j
árekstra, olnbogaskot og smá-
vegis óþægindi, barst hann
þangað sem kistan stóð. Þegar
pilturinn, sem sat á kistunni,;
sá hann nálgast, stóð hann þeg-
ar upp, líkt og hann hefði ó-
sjálfrátt hugboð um það, að!
hann hefði einhver umráð yfir
kistunni.
— O, sittu kyrr, ljúfurinn.
Eg sé enga ástæðu fyrir því,
að þú megir ekki tylla þér
þarna. Eg ætla aðeins að ámálga
það við þig, að varast að berja
mikið fótastokkinn, meðan þú
ert þarna. Það gæti rispað
málninguna. He, he, það virðist
nú kannske hjákátlegur hé-
gómi að vera að hugsa um slíkt
varðandi kistu, sem á ekki ann-
að fyrir að liggja en að grafast
í jörðu. En hún er í minni um-
sjá, og eg vil sjá um að hún
komist ósködduð á leiðarenda,
og því bið eg þig, ljúfurinn, að
minnast hins sama, ef þú vildir
vera svo góður, ef einhver ann-
ar tekur sér þarna sæti, sagði
Rósmundur góðlátlega, alveg
eins og h.ann stæði þegar í mik-
illi þakkarskuld við piltinn.
Pilturinn hneigði höfuðið
þegjandi til samþykkis og sett-
ist aftur, þó eins og með hálf-
um huga, líkt og honum fynd-
ist hann taka með því á sig
ábyrgð, sem hann vissi ekki
hvort hann væri maður til að
standa við.
Rósmundur Brandsson gekk
út að borðstokknum, hallaði sér
fram á hann, og tók að virða
fyrir sér fegurð fjallanna.
Rósmundur hafði aðeins
staðið litla stund úti við borð-
stokkinn, þegar lágvaxinn,
miðaldra maður í gráum frakka
með gleraugu og harðan hatt
gekk í áttina til hans. Maður-
inn var eitthvað einkennilegur,
og vakti athygli allra — það
var eitthvað í fari hans, sem
skar sig úr fjöldanum. Hann
staðnæmdist við hlið Rósmund-
ar, rétti úr sér og hóstaði,
ávarpaði hann síðan, með ofur-
litlum klökkva í rómnum:
— Fyrirgefið framhleypni
mína, sagði hann um leið og
hann tók virðulega ofan harða
hattinn. — Með leyfi að spyrja,
eruð þér með líkkistuna?
— Jú, hún er á- minum veg-
um, sagði Rósmundur og horfði
spyrjandi á manninn.
—• Já, einmitt. Þetta var
rétt ályktað hjá mér — hár-
rétt. — Eg vissi þetta fyrir.
En má eg enn spyrja? —
Reiðist mér ekki, góði maður.
Er þessi líkkista ekki ætluð
utan um konu?
— Jú, rétt er það, sagði Rós-
mundur, horfði dolfailinn á
manninn og reyndi að koma
fyrir sig, hverskonar náungi
, þetta eiginlega væri. Og áður
en varði, var hann sjálfur far-
inn að taka þátt í þes.sum á-
gizkunarleik og álykta, hvort
heldur maðurinn væri hálfviti,
ofviti eða eitthvað tæpur til
sálarinnar. En það skipti svo
sem ekki miklu máli, hvort var,
þegar öllu var á botninn hvolft'.
— Já, utan um konu. Aftur
rétt ályktað hjá mér. Hárrétt.
! Eg vissi þetta fyrir, sagði mað-
| urinn alvarlegur, með sama
klökkvanum í rómnum. —■ Og
utan um góða konu, er eg viss
um?
— Já, það var góð kona; og
henni bráðliggur á kistunni,
! bætti Rósmundur við, eins og
honum fyndist að skeð gæti, að
manninuni vanhagaði um lík-
kistu og ætlaði að fara einhvern
1 bónarveg að sér í þá átt.
— Já, utan um góða konu.
Hárrétt álýktun. Eg var sann-
; færður um það. Undarlegt,
finnst yður ekki? Þó er það
ekkert undarlegt, skal eg segja
yður. Eg finn ýmislegt á mér,
sem í kringum mig er, án þess
að geta gert sjálfum mér full-
komna grein fyrir því. Það er
sérstök næmleiksgáfa og eg er
meðtækilegur fyrir ýmsa dulda
strauma. Heyrið þér, leyfist
mér að tala við yður? Eg veit
að þér skiljið mig. Þér eruð
sorgmæddur maður eins og eg,
— eg finn það á mér.
Það var rétt komið að Rós-
mundi, að segja manninum það
hreint út, að þarna hefði hon-
um brugðizt bogalistin, næm-
leiksgáfan svikið hann og hann
orðið uppvís að ómerkilegu
svindli. En þegar hann leit á
manninn og sá, hve angurvær
hann var á svipinn, gat hann
ekki fengið sig til að særa
hann. Maðurinn átti auðsjáan-
lega eitthvað bágt.
Maðurinn tók upp fleyg og
sagði: — Ekkert er eins hress-
andi, eða réttara sagt deyfandi,
augnabliksmeðal og vínið. Eg
veit, að það er blekking. En er
nokkuð verra að láta það ljúga
að sér en einhvern annan. Lífið
er fullt af lygum. Ef einhver
lýgur ekki að manni, þá gerir
maður það sjálfur. Vínið tekur
mesta sviðann úr hjartanu um
stund og gefur huganum vængi.
Maðurinn rétti fleyginn að
Rósmundi og sagði: — Leyfist
mér að bjóða yður?
Rósmundur horfði á fleyginn
í hendi mannsins með skelf-
ingu í augum. Hvernig var
þessu varið? Það var sem hann
gæti ekki snúið sér í hálfhring
fyrir áfengi, þegár hann var á-
kveðinn að afneita öllu sam-
neyti við það. Það virtist renna
í stríðum straumum allt í kring-
um hann. Það var engu líkara en
að ósýnileg öfl legðu allsstaðar
tálsnöru fyrir hami og verið
væri að sannprófa, hve stað-
fastur hann væri gegn freist-
ingunni. Honum langaði að
segja hreint og skorinort: „Vík
frá mér, Satan“, en er honum
varð litið á lágvaxna manninn,
með gleraugun og harða hatt-
inn, sá hann aftur þessi trega-
fullu augu og hann fann að það
var ekki réttmætt að hryggja
hann að ástæðulausu. Hann
vissi að hann átti eitthvað bágt
þessi maður.
Hann tók því við íleygnum,
rétt svona fyrir siðasakir og
dreypti á víninu. Það var
koníak — Rósmundur smjattaði
— meira að segja merkilega
gott koníak. Honum varð hugs-
að til Arnodds Dalfells og
kirkjumeistarans og fékk sér
góðan teyg í viðbót — af ein-
skærri gremju.
Maðurinn tók aftur við
fleygnum, stakk honum á sig
og sagði:
—- Koríur! Já, konur! Það
orð felur í sér óendanlega feg-
urð og hamingju, en sömuleiðis
fláræði og slægð og óheillaspá
um uggvænleg örlög og auðnu-
leysi. Þér segið, að þessi lík-
kista sé ætluð góðri konu. Það
eru til margskonar konur. Ast-
úðlegar og fórnfúsar konur;
slæmar og hættulegar kony.r.
Hafið þér gert yðui’ grein fyrir
því, að lífið og konan eru eitt
og hið sama? Að konan er ör-
lög mannsins? Að konan sker
úr því, hver örlög og líf ser-
hvers manns verða. Góð kona
gétur verið það guðdómlegasta,
sem lífið gefur manninum,
skapað alla þess fegurð og ham-
ingju til velfarnaðar og bless-
■ri--
unar, eins og vond kona getur
eyðilagt láf mannsins, gert það
að víti, lagt það í rústir, svo
maðurinn verður aðeins rekald
í sora mannlífsinS, krosstré
sem finnur ekki sína eigin gröf.
Rósmundur virtist hafa tap-
áð öllum áttum eftir þenna
ræðustúf, og þorði í engu að
mótmæla eða benda lítillega á
þá staðreynd, að þessu væri nú
víst líkt á komið á báða bóga,
ef litið væri á málin með sann-
girni. Hann horfði aðeins grall-
aralaus á ræðumanninn, líkt og
og afsakandi yfir því að hann
skyldi ekki ræðu hans til fulln-
ustu og þorði í engu að mót-
mæla neinu, og sagði því aðeins:
— Já, það má margur bera
ill og meinleg öriög í þessu lífi.
Svo varð ofurlítil þögn.
— Fyrirgefið, eg hefi gleymt
að kynna mig. Maðurinn rétti
Rósmundi höndina og tók enn
einu sinni ofan harða hattinn.
— Klængur Bárðarson úrsmið-
ur frá Gufuvík. Hann brosti
dapurlega og hélt svo áfram:
— Eg vona, að eg þreyti yður
ekki um of eða yður sé á móti
skapi að ræða við mig. Eg veit,
að þér eruð maður skilnings-
ríkur á þjáningar annarra, að
þér eigið gott hjarta, er tekur
þátt í raunum annarra og mis-
Virðið því ekki átroðning minn.
Stundum finnst manni að mað-
ur verði að ræða við einhvern
um einkamál sín, sem maður
geymir inst í huga, — svo erf-
itt getur það orðið, að manni
finnst maður ekki geta afborið
það öllu lengur, án þess að opna
hug sinn fyrir einhverjum og
leita sál sinni fróunar — svo
einmana getur maður verið og
vinasnauður, að maður varpi
öllu sínu nöturlega lífi fyrir
bláókunnugan mann og biðji
um ofurlítinn skilning og hlýju.
Svo lítill getur bróðurkærleik-
urinn verið, sem maður mætir
í lífinu, svo kaldranalegt og
næðingssamt getur lifið orðið
sumum. Þannig verða líka
margir úti í lífinu í storm-
hörkum þess og byljum. Já,
lífið er á svo marga lund, að
maður fær það aldrei skilið og
mannleg örlög svo margvísleg.
■— Og eins og eg sagði áðan,
örlög' mannsins eru falin í
þeirri konu sem verður á veei
hans í lífinu. Góð örlög eða ill
örlög. — Og mitt hiutskipti
voru ill örlög. ■— Eg eignaðist
sjálfselskufulla ko'mi, sem brást
mér, þegar mest á reyndi. —
Það er allt farið í hundana fyrir
mér — allt búið — allt farið
til fjandans, sjáið þér. -—Hús-
ið mitt, — heimilið, -— konan
farin frá mér — og mér leyfist
ekki einu sinni að sjá börnin
mín! Það á að svipta mig þeim
líka! Það á áð ala þau upp £
þeirri trú, að faðir þeirra hafi
frekar verið skepna en maður
— skiljið þér. — Já, konan
mín hefur umsnúist í hreinan.
djöful! Þó er þetta sú sama
manneskja, sem gaf méf hönd
sína og hjarta, af frjálsum vilja
fyrir altari drottins. Ó, guð'
minn góður, að hugsa til þess.
Það er ekki nóg, að rýja mann
inn að skyrtunni, gera mann
að sveitarlim. Nei, það er haldið
miskunarlaust áfram að draga
mann niður í drafið, þar til
maður er ærulaus og engin
mannleg taug fyrirfinnst í fari
manns í augliti heimsins. . -—-
Og þó elskaði eg konuna mina.
Það sver eg fyrir augliti guðs.
Þannig er líf mitt farið — eyði-
lagt — glatað. — Eg’ er aðeins
uppistandandi lík, sem á enga
gröf. Eg væri betur kominn í
þessa líkkistu, sem þér eruð
með, en ástrík og elskuð eigin-
kona, sem lifað hefur fómfúsu,
fögru og grandvöru líferni...
Maðurinn hélt látlaust áfram
— líkt og vitnandi persóna á
ofstækissamkomu, með óstjórn-
legum orðaflaumi — að þröngva
lífsskoðun sinni, dapurlegri
ævisögu og sorgum upp á Rós-
mund með æsandi, hljómsterk-
, um orðum, eða tregafullum
klökkva og grátekka í mál-
rómnum — og klykkti loks út
með því að segja:
— Það réttasta sem eg gerði,
væri að henda mér fyrir borð,
í náðarfaðm hafsins og binda
endi á þetta auma líf. Það er
hvort sem er ekkert líf.
Rósmundur vissi ekki, hvern-
ig hann átti að snúast við þess-
um ósköpum. Hann fann sig
ekki þess umkominn, að taka
að sér hlutverk hins huggandi
sálusorgara. En hvað átti að
gera? Einhverja líkn þurfti
maðurinn að fá — á stundinni
— í þessu ástandi, ef hann ætti
ekki að grípa til óyndisúrræða.
Honum virtist til alls trúandi,
— og hér virtist sannarlega
meira þurfa til, ef að gagni
ætti að koma, en aspirín eða
kaldir bakstrar.
Rósmundur ræskti. sig hátíð-
, lega og gerði samvizkusamlega
Frh. á 23. síðú.
Mtppir
og
trölofunar-
iirsogar
miklú ÚF77-*
Úr & skrautvörur
Laugavegi 39
Fraoeiiioíielsesi
0*