Vísir - 22.12.1952, Qupperneq 21
22
JÓLABLAÐ VfSIS
Síðan varð lújótt. Eg var orðm
ákaflega myrkfælin, þorði ekki
að hreyfa legg né lið og svona
lá eg lengi unz eg sofnaði á
endanum. Eg sagði gömlu kon-
unum; frá því sem fyrir mig
hafði borið um nóttina og þær
sögðu mér að þessi org og ólæti
hefði verið í gamla fornfræð-
ingnum, sem þarna bjó og van-
ur var að fá martröð í svefni.
Ekki þótti mér þetta góðar
fréttir, en þó hátíð hjá öðru
verra. En hitt gátu þær ekki
skýrt, hvers vegna læðst var
um stigann og. andvarpað pg sá
eg að þeim kom illa að heyra
þetta og sögðust halda að mig
hefði verið að dreyma,:því eng-
inn sem byggi í húsinu hefði
verið á ferli en útidyrum harð-
lokað á hverju kvöldi um átta
leytið. Eg lét rriér lynda þessa
skýringu, fór til vinnu minnar
og kom ekki heim fyrr en orðið
var dimmt. — Þá fengust kerti
i stjökum í verzlunum til að
hafa í göngum og stigum. Eg
fékk mér slíkt kerti og kveikti
á því niðri við útidyrnar, en á
leiðinni upp slokknaði á kertinu
og eg heyrði djúpt kveinandi
andvarp að baki mér. — Eg
kveikti á eldspýtu í dauðans
ofboði og leit í kringum mig
en sá engan. Eg flýtti mér upp
og þegar eg var komin hálfa
leið. inn ganginn slokknaði aftur
á kertinu eins og blásið hefði
verið á það og ískaldan gust
lagði fyrir andlit mér. Aftur
kveikti eg í mesta flýti og hljóp
síðan eins og byssubrennd inn
í herbergi mitt. Mér fannst ein-
hver vera hjá mér, — standa
fyrir aftan mig. Sem betur fór
hafði eg herbergislykilinn til-
tækan, og um leið og eg lokaði
að mér var mér að verða svo
illt, af hræðslu að mér lá við
að reka upp hljóð. Eg hlustaði
og þóttist finna á mér að þetta
hið ósýnilega væri 'fyrir utan.
Eg þorð varla að draga andann,
og nú heyrðist aftur þetta
angistarfulla andvarp, það var
læðst í burtu og eg heyrði
marra í stiganum, síðan þögn.
Ekki hafði eg eirð í mér til að
fara að. lesa. Mig. langaði helzt
til að fara út og heimsækja
stúlku sem eg þekkti og bj I
í: grenndinni, en gat ekki kom-
ið mér til að ganga þessa leið
niður aftur. Eg fór að prjónn,
en hætti við það, fór að hlusta á
grammófónplötu og síðan að
hátta.
Eg lá lengi vakandi og ásak-
aði mig og. fannst sem eg mundi
ekki koma mér til að segja frá
þessu. —Klukkan var að.verða
12 og mér tókst ekki að sofna,
heldur hlustaði eg í myrkrinu.
Aftur heyrði eg læðst að stofu-
dyrunum mínum. Það logaði
dauft á lampanum minum og
eg starði á dyrnar. Þá sé eg
að húnninn á hurðinni fer að
hreyfast ofurhægt eins og tekið
sé í hann. Mér fundust hárin
rísa á höfði mér og mér lá við
að reka upp óp af hræðslu, en
eg vissi að dyrnar voru af-
læstar og hafði eg fullvissað
mig um það áður en eg fór að
hátta. Eg starði eins og berg-
numin á ryrnar, þaut upp úr
rúminu, barði á hurðina og
hrópaði: „Hver er þarna?“ —
Húnninn fór þá að fara í samt
lag, eg heyrði andvarpið djúpa
og að laumast var niður stig-
ann. Síðan þögn. En mér var
orðið svo um allt þetta að engin
leið var til að eg gæti söfnað.
Eg lét loga á lampanum, dró
borðkrýli að rúminu og las við
það og skrifaði þangað til orð-
ið var bjart að degi.
Eg sagði konunum frá því
sem fyrir mig hafði borið, og
vörðust þær fyrst allra frétta,
en hlutu þó að kannast við að
hinir fyrri leigjendur hefði
orðið fyrir hinu sama. Einum
þeirra, sænskum blaðamanni,
sem var við nám hérna í borg-
inni, hafði haldið við vitfirr-
ingu og hafði hann fullyrt að
ósýnileg vera hefði gengið inn
um dyrnar á herberginu sam-
síða sér og elt sig á röndum um
stofurnar og lagði af henni
kaldan gust. Hann fleygði bók-
um og bréfapressu í áttina
þangað sem honum fannst hún
vera, en þá heyrðist andvarpið
djúpa og samstundis slokknaði
á lampanum og við það varð
manninum svo bylt, að hann
þaut eins og óður maður út úr
herberginu, skellti aftur hurð-
inni og stökk niður stigann og
út á götu. Um nóttina kom
hann sér fyrir á hóteli og flutti
burtu daginn eftir.
Konurnar buðu mér nú að
leigja herbergið fyrir hálfvirði
og þær fullvissuðu mig um að
eg mundi ekki verða vör við
neitt ef eg kæmi heim áður en
dimmt væri orðið. Og þegai frá
leið fór eg að halda að allt þetta
hefði verið ímyndun, bæði það
sem kom fyrir mig og Svíann.
Það leið vika svo að eg varð
einskis vör, en svo íór eg aftur
að finna þennan kalda gjóst,
jafnvel í björtu, —- hann lagði
framan í mig á leiðinni upp
stigann. En þó fannst mer
skömm að því að gefast upp og
varla þorði eg að segja kunn-
i
ingjum mínum frá þessu svo að
þeir héldu að eg væri ekki með
öllum mjalla.
En að þeirri viku liðinni rann
upp hinn síðasti dagur minn í
reimleikahúsinu. Klukkan átta
að kvöldi kom eg heim að hús-
inu, kveikti á kerti rriínu fyrir
neðan stigann og lagði af stað
upp. Þá tók að gusta köldu, en
ekki slokknaði á kertinu. En
um leið og eg rak lykilinn í
skrána, þótti mér sem ísköld
hönd tæki utan um hönd mína
og hindraði mig í að snúa lykl-
inum. Eg ætlaði að ærast, eg.
vissi að einhver var fyrir aftan
mig, eg heyrði greinilega and-
varp. Samt tókst mér að komast
inn fyrir en nú brá svo við að
einnig var reimt þar. Hið ósýni-
lega hafði sloppið inn fyrir
dyrnar, og hvernig eg hef farið
að því að kveikja á lampanum,
veit eg ekki, svo skjálfhent sem
eg var.
Hið ósýnilega elti mig á
röndum. Á meðan eg skrapp inn
í svefnherbergið, kollsteyptist
stóll í hinu herberginu. Eg stóð
sem steini lostin, og eg heyrði
lágt kjökur að baki mér, síðan
þögn. Þungt angistarandvarp
við eyra mér og gustur fór um
stofuna, sem slökkti á lamp-
anum.
Nú var mér nóg boðið. Eg
þusti ofan stigann og út á götu,
örvita af hræðslu, náföl og
trufluð á svip, og lánið vildi að
eg hitti fyrir mér lögregluþjón,
sem að vísi leist ekki meira en
svo á þennan undarlega kven-
mann, en varð engu að síður
við beiðni minni um að fylgja
mér og koma mér fyrir á góðu
hóteli um nóttina. — Daginn
eftir sótti eg föggur mínar í
reimleikahúsið og eftir það sté
eg ekki þangað fæti oe er baS-
nú horfið
minningin um þessa
atburði hefur
langt.
operettusérfræðingur, vinnur
að því að
operettu-leikhús
Berlín. Nýlega gekkst hann,,
ásamt mörgum öðrum lista-
mönnum, fyrir skemmtikvöldi
og var inngangseyririnn
múrsteinn. Múgur manns
á skernmtun þessa og hver rnao-»
ur kom með sinn múrstein.
'Ui}) ^■cunhuœinum allt, Sem íýtlir aÍ lemiihr
irPAníun a [a.lnaói.
VÖMDUÐFAGVIXMA
Hattahreinsun
F atahreinsim
Illettahreinsun
Litun
Hattaviðgerðir
Peí s v«r mIe r ei ib su ji
Guiupressuu
NÝJA EFi\ALtlGIi\ H.F.
HÖFÐATÚN 2. - SÍMI 7264. - LAUGAVEQ 20 B.
ijóklæðagerð Islands hl
Skúlagötu 51,i Keykjavík. — Símar: 4085 & 2063.
Framleidir neðautaldan varning:
Guian oiíufatnað,
einnig svartar olíukápur fyrir börn og fullorðna.
Sjáklæði úr gúmmí- og plastefnum,
síðstakka, kápur og fleira.
Vinnuvettlinga úr sterkum loðstriga,
„triplon“ vettlinga, plastborna vettlinga og tvö-
falda vettlinga úr brúnum loðstriga.
UHarbuxur, sjómanna („Trawlbuxur“)
og ýmsan kápuvarning, fyrir konur og karla, úr
UUar- Gaberdine-, PopEn- og Rayonefnum.