Vísir - 22.12.1952, Page 29
JÖLABLAÐ 'VÍSrS • ■
29®';
IS&’týhJte r*k
Símar: 1570 (2 línur). Símnefni: ,,Bernhardo“.
Kawpir:
Þorskalýsi,
Síldarlýsi,
Síldarmjöl,
Fiskimjöl.
Selwr:
Kaldhreinsað meðalalýsi,
FóSurlýsi,
Lýsistunnur,
Síldartunnur,
Kol í heiíum förmum,
Salt í keilum förmum.
JVtj fwHkwwnin kteiei-
itreimswwwrstöð
Sólvallagötu 80. — Sími 3598.
Sími 1390 — Símnefni: Mjöður t
Ralp UrU:
liamlárik¥Öld,
Richard Marius lagfærði
smokingfötin sín, fór í yfir-
höfnina, kysti vinnukonuna um
leið og hann laumaði skilding
í lófa hennar og labbaði út í
kalda vetrarnóttina. Hann hafði
verið í gamlaárskvöldboði hjá
húsbónda sínum, hafði fengið
mikið að borða og þeim mun
meira að drekka, hafði af
kurteisisástæðum fundið sig
knuðan til þess að gefa hús-
móðurinni á heimilinu undir
fótinn og látið sér drepleiðast.
Nú var hann öllu heilli slopp-
inn úr prísundinni, og hann
ákvað að njóta gamlárskvölds-
ins á einhverjum skemmtistað,
því að gamlárskvöld er aðeins
einu sinni á ári.
Hann gekk niður götuna og
nam staðar við leigubílstöðina,
en þar var engan bíl að fá og
óvíst hvenær sá næsti kæmi.
Hann ákvað samt að bíða, því
það var alloft langt að leggja
land undir fót alla leið inn í
miðbæinn. Tíma hafði hann
nægan, klukkan var aðeins
tvö og allir skemmtistaðir voru
opnir til morguns. Hann kveikti
sér i vindlingi og tók lífinu með
ró. Innan skamms bar skugga
við næsta götuhorn og augna-
bliki síðar staðnæmdist lagleg,
rauðhærð kona í loðkápu og
með fallegan hatt við hlið hans.
Hún leit í báðar áttir eftir göt-
unni og sagði síðan:
„Drottinn minn dýri.“
„Þetta er það sama, sem eg
sagði áðan,“ sagði Marius. —
„Vonandi kemur bráðum bíll.
En það getur dregist, það er að
sjálfsögðu svo mikið að gera í
nótt.“
„Auk þess eruð þér á undan
mér,“ .sagði konan. „Eg verð
að bíða áfram í þessum kulda,
kannske langt fram eftir nóttu.“
Marius bauð konunni að hún
skyldi fá næsta bíl. Það vildi
hún að vísu ekki, en skjótt
tókust samt samningar um það,
að þau skyldu bæði fara sam-
an í bílnum. Fyrst yrði henni
ekið heim, en Marius héldi síð-
an för sinni áfram niður í mið-
bæinn.
Hann kynnti sig og hún
nefndi líka eitthvert nafn sem
hann hvorki heyrði né skildi.
„Heitið þér ekki eitthverju
öðru nafni?“ spurði Marius,
„einhverju nafni sem eg skil?“
„Eg hefi kannske talað eitt-
hvað ógreinilega, því eg hef
drukkið helzt til mikið í kvöld.
En eg er stundum líka kölluð
Lúcía, ef þér skiljið það eitt-
hvað betur.“
„Já, það finnst mér dásam-
legt nafn. En svo eg mætti vera
dálítið nærgöngull í spurning-
um mínum: Hvernig getur hann
leyft sér að láta jafn yndislega
veru sem yður reika svona ein-
samla og yfirgefna um miðja
vetrarnótt?“
„Því miður er ekki um neinn
„hann“ að ræða, því eg er
ekkja. Eg var í heimsókn hjá
vinfólki mínu. En' með leyfi að
spyrja hversvegna skiljið þér
konuna og börnin ein eftir
heima?“
„Þau eru þarna uppi,“ sagði
hann og ætlaði að benda á
stjörnurnar á dimmbláum
himnum, en höndin var óstyrk
og benti á götuljóskerið beint
framundan.
„Enn þá enginn bíll,“ and-
varpaði konan. „Við verðum
hér innkulsa.“
„Það er ekki nema um
tvennt að ræða til að drepa
tímann. Annað hvort teflum
við skák eða þá að við stigum
valsspor. hérna á götunni."
„Eg vil heldur dansa,“ sagði
Lúcía. „Auk þess mynduð þér
tapa skákinni."
„Eg tapa! Boðskapinn hefi
eg að vísu heyrt en mig brestur
trúna á hann,“ sagði Marius
með nokkuru yfirlæti, því hann
var skákmeistari í taflfélaginu
sínu, og vissi hvað hann mátti
bjóða sér. „Eg gef yður hrók
í forgjöf og samt skal eg vinna.“
„Það getur í ýmsum tilfellum
verið gott að hafa sjálfstraust.“
„Þetta finnst mér stappa
nærri storkun, og þetta er meira
en eg get þolað,“ sagði Marius.
„Eg hlakka til þess að hefna
mín á yður. En hvar eigum við
að tefla. Það er leiðinlegt að
maður skuli ekki geta farið
inn í eitthvert kaffihús á
gamlárskvöld og teflt í ró og
næði. Og aldrei þessu vant tók
eg ekki manntaflið mitt með
mér í kvöld.“
„Viljið þér lofa mér að sjá
framan í yður,“ sagði frú
Lúcía og sneri honum í áttina
að ljóskerinu. Marius tók ofan
hattinn og hneigði sig fyrir
henni. „Svona lít eg út,“ sagði
hann.
„Já, svona lítið þér út,“ sagði
konan. „Þrátt fyrir það ætla eg
að taka á mig áhættuna og
bjóða alókunnugum heim til
mín til þess að tefla við hann.“
„Eg skal reyna að bregðast
ekki trausti yðar,“ sagði
Marius. „Loks kom að því að
maður lenti í skemmtilegu
ævintýri á’gámlárskvöld. Hvað
fæ eg ef eg vinn?“
„Allt sem þér óskið,“ sagði
hin fagra’ kona og hló. í sama
vettfangiý’kom leigubíll fyrir
hornið og nam staðar fyrir
framan þau. ■'
Marius hugsaði sér gott til
glóðarinnar.' Þetta var fögur
kona og ýerðlaunin voru auð-
unnin. Hann var hættur að
hugsa um taflið og mundi ekki
eftir því fyrr, en hann kom inn
í litla erí ríkmannlega og
skrautlea íbúð gestgjafa síns, og
konan tók fram manntafl í
stofunni hjá sér og setti á borð-
ið á milli þeirra. Hún hitaði
handa þeim kaffi, en á meðan
raðaði hann taflmönnunum
upp, ákveðinn í því að sigra
andstæðing sinn í stuttri en
öruggri leiftursókn. Hann gaf
mótherja sinum hrók í forgjöf
og lét hana auk þess hafa hvítt.
Hann gat naumast slitið augun
af þessari fögru og tígulegu
konu til þess að horfa á gang
ieiksins þar til að hann hrökk
upp af dvala eitir 7 eða 8 leiki
að hún sagði: „Skák og mát.“
Marius hélt að hún væri að
gera að gamni' sínu, en við
nánari athugun kom í ljós að
hann var raunverulega orðinn
mát. „Eg hef tefit eins og fá-
bjáni, eg uggði ekki að mér,“
hugSaði hann- með sjálfum sér,
og gat engan vpginn fallist á
þá skoðun að mótherjinn væri
honum betri taflmaður. Hann
hlaut að hafa gert einhverja
regin kórvillu.
í næsta tafli gætti hann sín
betur, hann gaf henni heldur
ekki neina forgjöf og hafði
sjálfur hvítt. En allt kom fyrir
ekki. Það varð gífurlegt mann-
fall í liði hans og hvernig sem
hann reyndi fékk hann ekki
veitt nokkurt viðnám. Eflir
nokkra stund var hann aftur
mát.
„Þetta er brennivíninu að
kenna,“ hugsaði Marius með
sjálfum sér. „Það er eitthvað að
mér, eg get ekki teflt í kvöld.
Eigum við að tefla eina skák
enn?“ spurði hann mótherja
sinn.
Konan brosti, bauð honum
kaffi og líkjör og kvaðst reiðu-
búin að reyna ennþá einu
sinni. Marius sökkti sér alger-
lega niður í taflið og hugsaði
nú ekki framar um konuna
fögru, sem sat andspænis hon-
um. Hann ætlaði sér að sigra
og hann varð að sigra hVað sem
tautaði. Hann þoldi illa að lúta
í lægri haldi og sízt af öllu
fyrir konu. En ekkert du>-ði,
hann tapaði líka þessari skák.
„Nei,“ sagði hann, „þetta fæ
eg ekki skilið. Við teflum eina
skák enn frú mín góð, og þá
skák skal eg vinna. Fæ eg
nýárskoss ef eg ber sigur úr
býtum?“
„Já', en -— —“ sagði Lúcía
og það brá fyrir einkennilegum
glampa í augum hennar.
Taflstaðan var lengi vel tví-
sýn, en rétt undir lokin sást
henni yfir hættuna sem fólgin
var í síð'asta leik mótherjans,
og hún tapaði. :