Vísir - 22.12.1952, Qupperneq 31

Vísir - 22.12.1952, Qupperneq 31
JOLAKLAÐ VÍSIS 32 Búðgæti til júlaima Kökur til jólanna. Fín möndluterta. 250 gr. möndlur, 250 gr. sykur, 7 gr. salt, 50 gr. kartöílumjöl, 6 egg. Gult hýði af 1 sítrónu. í glerung: 200 gr. florsykur og 2—3 matskeiðar af sítrónu- safa. Til skreytingar: Sykur kúlur, sykraðir ávextir og rósarblöð (sykruð). Eggjarauðurnar eru hrærðar með sykri þar til þær eru hvít- leitar, þá ér salt ögnin látin í, sítrónuhýðið (rifið), kartöflu- mjölið og möndlurnar (helzt rifnar í möndlukvörn þó að nota megi kjötkvörnina). Hvíturnar stífþeyttar eru settar í síðast. Deginu er helt í kring- lótt mót og á það að vera smurt með smjöri. Bakist við jafnan hita 40—50 mínútur. Flórsykur er hrærður út með sítrónusafanum í ■ þykkan glerung og er honum smurt á þegar kakan er farin að kólna. ■— Þegar glerungurinn er orð- inn þurr er dálítið af ávaxtalit látið í afganginn og honum sprautað á til skreytingar. Sykurkúlum stráð á og helst sykruðu góðgæti, sem áður er nefnt. Þessi kaka er fyrirtaks á- bætisréttur. * * Hreinréttír — . „Botnirm upp.“ Kaka með soðnum ávöxtum. 2y2 bolli hveiti, 3 tesk. lyftiduft. (teskeið á að taka 5 gr.) y2 tesk. salt. iy2 bolli melis. 8 matsk. smjör, (sem er hrært mjúkt). 2 þeytt egg. 1 bolli mjólk. 1 tesk. vanilludropar. 8 matsk. smjör. 1 bolli brúnn sykur. 200 gr. soðnar aprikósur. 200 gr. sveskjur hlutaðar í sundur í tvennt. Lyftiduftið er hrært í hveitið og er það síðan síað í hvetisíu. Salt og melis bætt í. Hrærða smjörið (8 matsk.) hrært í. Mjólk, eggin og vanillu er blandað saman og er síðan sett út í hveitið og hrært í þangað til hveitið allt er deigt. Þá er deigið þeytt duglega 2 mínútur. Seinni smjörskammturinn er bræddur í tveimur grunnum mótum (og má nota lok af kökukössum sé þessi mót ekki til). Brúna sykrinum er skipt í tvennt og er hann látinn í mótin og verður að hræra í þangað til hann er bráðnaður. Ekki má hann brenna við. Út í þetta eru svo ávextirnir látnir og snúi sárið upp. A að raða þeim svo, að gult og brúnt komi sitt á hvað eins og tíglar á skákborði. Deiginu er þá hellt yfir og eru kökurnar bakaðar héruiii bil 50 mínútur og hitin hafðu’- jafn. Þær eru losaðar á hlið- unum með spáða og er hvolft á knipplingadúk úr pappír. Eru þá ávextirnir efst. Kring- um kökuna , með röndinni, má sprauta rjómafrpðu-rósum, þegar neytt er. ★ ★ 'Negri í hvítri skyrtu. 125 gr. smjör. 125 gr. sykur 125 gr. súkkulaði (hálfur pakki suðusúkkulaði). 5 egg. 125 gr. möndlur. Möndlurnar afhýddar og saxaðar. Súkkulaðið rifið. — Sykur og smjör er hrært saman — súkkulaðið,'rifið, látið í. Síðan er degið hrært yfir hita þar til súkkulaðið er bráð- ið — þó ekki of lengi. Möndl- urnar látnar í. Síðan rauðurn- ar ein og ein og hrært vel. Þá þykknar deigið. Síðan eru hvíturnar stífþeyttar látnar í. Mótið er smurt vel og hveiti sáldrað í það. Sett í kaldan ofn og bakað 1 klst. Tekið úr mótinu meðan kakan er vclg. — Þeyttur rjómi borin með. ★ ★ Eplasnittur. x/4 kg. hveiti. Vé kg. soðnar og malað kart- öflur. % kg. smjörlíki. 1 matsk. melis. Sítrónusafi. Hakkaðar möndlur. Epli. Sykur á eplin. Egg. Smjörlíki og sykur hrært vel þangað til það er alveg hvítt. Síðan er hveiti og kartöflu- stöppunni blandað í. Deiginu skipt í tvennt. Flatt út mjög þunnt. Annar helmingurinn er lagður varlega á bökunarplöt- una og er þakinn með epla- sneiðum. Yfir þær er sáldrað melis og sítrónusafa. — Ekki er ráðlegt að spara eplin, því að þau rýrna um leið og kakan bakast. — Hinn helmingurinn af deiginu er lagður ofan á epi- in, penslaður með eggi, stráður sykri og fínt hökkuðum möndl- um. Kakan er bökuð hérumbil 20 mín. Skorin í smásnittur. Er bezt nýbökuð. ★ ★ Sandhnetur. (Smákökur). Vi kg. smjörl. Vi kg. sykur. 1 egg. y2, kg. kartöflumjöl. 125 gr. hveiti. 5 tesk. vanillusykur. Sykur og smjörlíki er hrært þar til er það er hvitt. Síðan er eggið látið í. Vanillusykurinn er látinn út í hveitið og hveiti og kartöflumjölið blandað í smjörið. Hrært vel. Smákúlur eru lagðar milli lófanna og látnar á kökuplötuna. ★ ★ ANNAÐ GÓÐGÆTI. Súkkulaðibrjóstsykur. 1 bolli mjólk. 3 bollar sykur. 1 matsk. srnjör. iy2 matsk. súkkulaði. 25 gr. möndlur afhýddar og sundurskornar. Sjóðið mjólkina með sykrin- um og súkkulaðinu þar til það fer að þykkna. Þá er bætt í möndlunum, sundurskornum., Nú reynir maður blönduna og-; lætur svolítið á undirskál, tiL þess að sjá hvort hún storknar án þess að renna út. Er síðan rennt á fat, sem hefur verið; smurt áður. (Fatið þarf helst að vera vel flatt í botninn.) Súkkulaðið er skorið í stykki eða tígla þegar það er orðið kalt. ★ ★ Tyrkneskt sælgæti. 35. gr. matarlím. V2 kg. sykur. Vz bolli sjóðandi vatn. Rifin skrælingur af einni appelsínu og safinn úr henni. Safi úr einni sítrónu. 1 matsk. romm. Rauður ávaxtalitur. Vz bolli hakkaðar hnetur eða möndlur. Matarlím er bleytt út. Sykur og vatn er sett á eldinn og er látið hitna alveg að suðu. Þá er matarlímið látið í, einnig ávaxtasafinn og er þetta látið krauma 20 mínútur. Þá er lit- ur látinn í og lögurinn síaður. Hneturnar látnar í síðan er þessu helt á blikkplötu með- rönd (einnig má nota köku- kassalok úr blikki) og þarf að væta blikkplötuna áður en leginum er hellt á. Svo er platan sett á kaldan stað og geymd nætur langt. Er þá hlaupið skorið í tígla og þeim velt upp úr melis. ★ ★ Dálítil aukageta með osti. Oststengur. 125 gr. smjör eða smjörlíki. Framh. á næstu síðu. Framh. af bls. 4. þess að oft var mér sem eg heyrði óma fortíðar okkar i eyrum mér í návist Lappanna. T.d. er eg eitt sinn fór yfir á eina og spurði hvað hún héti. „Njalláivi," sagði fylgdarmað- urinn, — Njálsá myndum við segja. Eg spurði hvort Njáll væri mannsnafn. ,,Já, náttúru- lega,“ var svarið. __ ___ __ í litla þorpinu við endá vatnsins var eyðilegt um að lít- ast, nokkurir skógarhöggsmenn og fátæklingar hýmdu í sk]óli við búðarholuna. Sumt petta fólk var í togleðursstígvélum og með ensk pottlok á höfði, en Lappakuflinn sýndi ætt þess og uppruna. Þetta voru uppflosn- aðir bændur af hreinaslóðum, sem gáfust upp í baráttunni við auðnirnar, eða ætluðu að græða peninga í skógarhöggsvinnu. Við kvöddum systkinin er bíllinn renndi í hlaðið, lögðum hægri hönd að hjartastað hvers annars og sögðum ,,Dúben“. — Þau veifuðu okkur þangað úl bíllinn fór í hvarf. Við átturn eftir að aka yfir 500 km. um hlykkótta vegi til höfuðborgar- innar Rovaniemi, en þar beið okkur flugvélin, sem myndi flytja okkur til Helsinki næsta dag. Eg minntist orða Thuris hreinkonungs er hann kvaddi okkur. „Þegar þiö kom- ið aftur þá er mitt hús ykkar hús, börn mín munu taka á móti ykkur ef eg verð farinn til feðranna.“ Mér fannst eg hafa skilið eftir hluta af mér hjá hinu hreinlynda fólki og , fjöllunum heilögu. Mtl Vér kjéíupi ijiuf TIMBUR Glugga Innihurðir, sléttar Innihurðir m. spjaldi Furu-útihurðir Teak-útihurðir Lista allskonar Krosswið, birki, fura Þilplötur, harðar, mjúkar Þilplötur, lakkeraðar, ýmsir litir Asbestplötur Þakpappa Saum, allar stærðir. VGNDUÐ VARA — ODÝR VARA. o # e © o o • © o o © © © © © o © Ö © © © © * © © Klapparstíg 1. — Reykjavík. — Sí?ni 81430. undimar PRENTAST BEZT 4 mijndcun ótin en i j-i'á PRENTMYNDIR Hi. Ja ucjayeai í — ddtmi 4003

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.