Vísir - 21.12.1957, Blaðsíða 13

Vísir - 21.12.1957, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ VÍSIS 13 Gils (mií önt ii n tíssntt; Alþingisumræðurnar 11 m ©g liótamerm Svo segir í Egils sögu Skalla- grímssonar, þar sem lýst er hirðlífi hjá Haraldi konungi hárfagra: „Af öllum hirðmönn- um virði konungur mest skáld sín; þeir skipuðu annað önd- vegi.“ Þorbjörn hornklofi orti um örlæti Haralds konungs í gai'ð skálda: Á gerðurn sér þeira ok á gullbaugum, at eru í kunnleikum við konung: Feldum ráða rauðum ok vel fagrrenduðum, sverðum silfrvöfðum, serkjum hringofnum, gylltum andfetlum ok gröfnum hjálmum, hringum handbærum, er þeim Haraldr valdi. Slík voru kjör mikilhæíra hirðskála á þeim tímum og all- lengi síðan. Skáldskapur var talinn ein hin dýrmætasta giöí guðanna, og þeir, sem slikri íþrótt voru búnir, áttu greiðan aðgang að sölum þjó&höfðmgja. Með einhverjum hætti urðu íslendingar einir til að halda uppi dróttkvæðum, þegar fram liðu stundir. íslenzk skáld ferð- uðust milli þjóðhöfðingja, fluttu þeim kvæðá og þágu að bragar- launum hirðvist og margvísleg- ar gjaíir, oft hinar mestu ger- semar. Var hirðskáldum allvel tekið í Noregi allt fram á 13. öld, en þá sáust þess þó ýmis merki, að bicmatímar drótt- kvæðanna væru senn taldir. Viðhorfið gagnvart skáldunum var breytt og veraldargengi þeirra þvarr stórum. Eftir að sleppir Snorra Sturlusyni og frændum hans, Sturlu Þórðar- syni og Ólafi hvítaskáldi, tókst fáum íslenzkum Ijóðasmiðum að ryðja sér braut erlendis til viðurkenningar og frægðar. Reyndar þótti ávallt nokkur heiður að yrkja vel, en þeir tímar voru hjá liðnir, að hin goðborna íþrótt væri vænleg til fjár og frama á veraldarvísu. Norskt skáld hlýtur skáldalaun írá íslendir.gum. Þess finnast dæmi á lýðveld- Istímanum, að íslen? r.ir höfð- ingjar gáfu skáldunum ' jafir og gultíLí jafnve: stundurn kvæba- Jaun fyrii umsámin verk. í Laxdæíu segir frá því, a£ Úlfi Uggasyni hafi verið goldið rausnarlega fyrir Húsdrápu, er hann orti um Ólaf pá í Hjarðar- holti og bæjarsmíð haiis. Heiðnir menn keyptu skáld til að yrkja níð um Þorvald Koð- ránsson og Fric'rik biskup, er þeir hófu kistniboð á íslandi. Skemmtilegt dæmi um íslenzk skáldalaun af almannafé fellst í frásögn Heimskringlu af við- skiptum íslendinga og Norð- mannsins Eyvindar skáldaspill- is Finnssonar. Þar segir svo: „Eyvindur orti drápu um alla íslendinga, er þeir launuðu svo, að hver bóndi gaf honum skattpening; stóð sá þrjá pen- inga silfurs vegna og hvítur í skor. En er silfrið kom fram á alþingi, þá réðu menn það af að fá smiði til þess að skíra slifrið; síðan var gjörr af feld- ardálkur, en þar af var greitt smíðarkaupið; þá stóð dálkurinn fimm tugi marka.“ Engum sögum fer um tilefni þess, að Eyvindur orti drápuna. En hér mun getið um fyrstu skáldalaunin, sem íslendingar lögðu fram sameiginlega, hvort sem alþingi eða almenn samtök j með öðrum hætti hafa staðið að þeirri ráðstöfun. íslenzkt skáld hlýtur viðurkenningu aí almannaíé. Nokkuð mun það hafa tíðk- azt, að íslenzkir höfðingjar á miðöldum launuðu skáldmælt- um mönnum verk þeirra. Þar var þó aðsins um að ræða sæmdir eða fé, sem einstaklin.gr ; létu falla í hlut skáldanns. Þjr.ðarheildin átti þar eng: hlut að máli. Það mun vera í fyrsta- skip i árið 1819. sem íslenzkt skáb hlýtur viðkenningu af almann fé. Það ár veit.ti Danakonungur séra Jóni ÞnHákssyni á Eægisá ,,en aarlig Gratification af 40 Rd. i Sölv.“ Um svipað leyti fékk séra Jón 270 ríkisdala gjöf frá félagi einu í Englandi, sem verðlaunaði skáld og rit- höfunda. Síðan kom það ekki fvrir, að skáldskapur íslenzks. manns væri launaður úr opin- berum sjóði. fyrr en alþingi hafði fengið fjárveiting; . :.!- ið í sínar hendúr með si , . - skránni 1874. »Gims - 7 -ainn ú r Skcftai'cUstýsIu". Hér á eftir verður reýnt að gefa nokkra hugmynd ura við- horf alþingis íslendinga áíýrns- um tímum til bókmennta og lista. Að sjálfsögðu er. ekki unnt að rekja umræður neriíá að mjög litlu leyti, því að mörg orð hafa fallið um þessi máJ, frá því er þau komu fyrst á dágskrá þingsins. Hljóta hátt- virtir alþingismenn að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, hvort sem einhverj- um kann að lika betur eða ver. Árið 1875 var í fyrsta sinn samið og samþykkt fjárlaga- frumvarp af löggjafarþingi á íslandi. Hvergi sést þai' að því vikið, að bókmenntir og listir skuli njóta stuðnings á fjárlög- um. Á öði'u fjárlagaþinginu, 1877, ríkti einnig órofin þögn um þessi mál. Það var fyrst á þing- inu 1879, að umræður nuj.ust um skáldalaun. Þá bar séra Páll Pálsson, þingmaður Skaftfell- inga, fram tillögu þess efnis, að veittur skuli „styrkur til skáld- anna Matthíasar Jochumsson- ar og Steingríms Thorsteinsson, 400 kr. á ári til hvors, og til Páls gullsmiðs Þorkelssonar 2000 kr. styrkur, til að ferðast til útlanda að læra að slípa gimsteina.“' Framsögumaður fjárlaga-! nefndar var Grímur skáld Grímur Thomsen. Thomsen. Hann var sparsamur lá fé landssjóðs, enda hlaut til- laga þessi eigi mjúkar viðtökur hjá honum. Spottaðist Grímur að tillögunni og kallaðd han; j „gimsteininn úr Skaftafells- sýslu“. Hér á landi væri margt ógert, og væri sú þörfin áreið- anlega ekki brýnust, að eyða ! landsfé til að kenna mönnum [að 'slípa gimsteina. Að því e: ; snerti viðurkenningu til skáld- • anna sagði Grímur, að gengið væri fram hjá Benedikt Grön- i dnl, sem ætti ekki síður verð- laun skilið en hinir. Ekki ’-vaðst hann þó mæla með því, að Gröndal yrði bætt í hópinn. heldur bæri að fella tillöguna um styrkinn til Steingríms o.g Matthíasar. Kvað Grímur rétt, að „hver þingmaður líti i sitt Steingrímur Thorsteinsson. eigið brjóst og íhugi, hvar það muni lenda, ef farið er að launa skáldum hér á landi, sem eru fleiri að tiltölu en í nokkru öðru landi.“ Úrslit atkvæðagreiðslu urðu þau, að styrkurinn til séra Matthíasar var felldur með 12, atkv. gegn 4, en til Steingríms með 11 gegn 4. „Gimsteina- slíparinn" hlaut 2 atkv. en 16 voru á móti. Á þinginu 1881 báru þrír al- þingismenn, þeir Bergur Thor- berg, Eiríkur Kúld og' Magnús Stephensen, fram tillögu um að veita „skáldunum Benedikt Gröndal, Matthíasi Jochums- syni og Síeingrími Thorsteins- son 1000 kr. hverjum". Tillagan var samþykkt í efri deild, en neðri deild felldi styrkveiting- una. Árið 1889 sótti Gestur skáld Pálsson um 600 kr. styrk á ári, tvö ár hin næstu, til rit- darfa. Þórarinn prófastur Böðv- arsson flutti tillögu um stuðn- ing við Gest. Hann mælti m. a. á þessa leið fyrir tillögu sinni: „Það sem aðrar þjóðir álíta einna mest menntandi fyrir sig, Gestur Pálsson. | sögur og leikrit, af því höfum jvér' nær ekkert haft í margar aldir. Nú stendur svo á, að vér höfum efnilegan mann, sem fús er á að gefa sig við sögurit- un og leikrita, en'er ekki svo efnum búinn, aS hann geti það, og því síður svo, að hann geti af eigin rammleik komið á prent því, sem hann ritaði. Eg álít því, að það gæti orðið land- inu til gagns og sóma í mörgum greinum, ef slíkur maður væri styrktur. .... Það er sjálfsagt, að þetta er nýmæli hér á landi, en það er nýmæli sem því heldur ætti að taka til greina, af því að það er viðurkennt, að skáldskapur og leikrit hafa meiri áhrif á þjóðarandann en. flest annað.“ Styrkveitingin til Gests var felld í neðri deild með þrettán atkv. gegn sjö. Maííhías og Torfhildur. Á alþingi 1891 voru í fyrsta skipti samþykktar tillögur uni skáldastyrki. Bar þá fjárlaga- nefnd neðri deildar fram tillögu um að veita frú Thorflhildi Þ. Hólm 500 kr. styrk á ári „til ritstarfa" og 1000 kr. „skálda- laun til séra Matthíasar Joch- iunssonar.“ Torfhildur Hólm var eina ís- lenzka konan, sem fékkst að ráði við ritstörf um þessar mundir. Voru bækur hennar mikið lesnar og nutu vinsælda, þótt skáldskapnum væri áfátt. Hlaut tillagan um styrk til Torfhildar góðan byr, þótt kynlegt megi telja að veita henni ritstyrk úr landssjóði fyrstri allra íslendinga, meðan skáld eins og Grímur Thomsen, Benedikt Gröndal og Stein- grímur Thorsteinsson höfðu enga viðurkenningu hlotið. Einn þingmanna kvaðst fylgja til- lögunni vegna þess að Torf- hildur væri „sá fyrsti kven- maður, sem hefur sent bænar- skrá til þingsins um styrk til bókmennta.“ Annar segist ekki vilja „dæma um „æsthetiska1* þýðingu ritverka frú Torfhildar Hólm, en ég dáist að þeirri „energi“, sem þessi fátæka kona hefur sýnt, og það er allr- ar virðingar og viðurkenningar vert.“ — Samþykkti neðri deild báðar tillögurnar. Nú kom til kasta efri deildar. Reyndist Torfnildur njóta þar slíkrar hylli, að styrkveitingin til hennar var samþykkt mót- atkvæðalaust. Allt aðrar undir- tektir fékk tillagan um fjár-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.