Vísir - 21.12.1957, Blaðsíða 33
JÓLABLAÐ VÍSIS
3S £i
l&tiífCÍU
fe
Nýársdagur var alltaf í miklu
Uppáhaldi áður fyrr vestur í
gömlu borginni minni, þar sem
ég átti heima í-æsku.
Þenna dag vinna menn þess
dýran eið að hætta einu eða
öðru, venjulega að hætta að
drekka. sem flestir eiga auð-
velt með á nýársdag, því að
jafnan eru menn svo eftir sig
eftir að heilsa nýárinu, að þeir
vilja helzt ekki sjá að drekka
eftir þetta, meðan þeir lifa —
-----eða að minnsta kosti ekki
fyrr en þeim líður betur.
Engin borg í allri Ameríku
fagnar betur nýárinu en gamla
borgin mín í vestrinu, og allir
borgarbúar vaka á gamlárs-
kvöld til að fagna því. Þegar
klukkan slær tólf, takast allir í I
hendur við þá, sem þeir hitta j
eða eru með og segja: Gleði-
legt nýár, hvort sem þeir meina
það eða ekki. f
En ef einhver utanbæjar-
maður er staddur í gömlu borg-
inni minni á gamlárskvöld,
verður hann mjög undrandi
yfir því, hve hljótt þar er. í
öðrum borgum er alltaf þessi
dómadags hávaði um miðnætti
á gamlárskvöld — eimpípur
glymja, klukkur hringja og
skothvellir drynja í öllum átt-
um. En í gömlu borginni minni
heyrist enginn slíkur hávaði,
þar heyrist aldrei annað hljóð
en ef til vill kliður af manna-
máli.
En það liggja sérstakar or-
sakir til þessara einstöku still-
ingar og hógværðar íbúanna í
gömlu borginni minni á garnl-
árskvöld — önnur kvöld er svo
sem nóg sukk og skvaldur.
Ástæðan fyrir þessu eru lög,
sem voru sett löngu áður en ég
fæddist, um að það' teldist ?.l-
varlegt brot á lögreglusam-
þykkt borgarinnar, ef menn
hefou í frammi hávaða eða ó-
læti á gamlárskvöld.
Afi minn segir mér söguna
af þessu, dag einn, þegar ég er
nýkominn heim frá Denver, þar
sem mikið gengur alltaf á á
gamlárskvöld. Eg var að kvarta
yíir því, að borgin okkar væri á
eftir tímanum.
„Sonur sæll,“ segir afi minn,
„litla borgin okkar fékk nóg
af eimpípublæstri, klukkkna-
hringingum og skotdrunum
löngu áður en Denver heyrðist
nefnd. Einkanlega þó“ — bætir
afi við — „af skothvellum.
í sannleika sagt,“ segir afi
svo, „voru það skotdrunurnar,
sem nýárinu var fyrst fagnað
með hér um slóðir og byssu-
skotin eru aðalástæðan fyíir
því, að hér er aldrei skotið af
byssu eða annar hávaði hafður
í frammi á gamlárskvöld.
Auðvitað hafa tímarnir
breyzt talsvert síðan þetta var,“
segir afi, „og að öllum líkindum
gætum við fylzt með tímanum
og gert allan þann hávaða, sem
við kærðum okkur um, þar með
taldar skotdrunur, en engum
hefur komið í hug að breyta
lögunum, og ef til vill er eng-
inn skaði skeður við það. Eg
læt það alveg liggja í láginni.
Þessi borg var ekki mikill
bær, þegar við fögnuðum fyrst
nýárinu,“ segir afi minn, ,,og
engum datt einu sinni í hug, að
nýárið væri' á næstu grösum
eða ástæða til að fagna því, fyrr
en maður einn að nafni Pétur
grafari — gullgrafari en ekki
líkgrafari — vakti máls á þessu
í knæpunni Hinzta tækifærið.
Pétur þessi var ekki talinn
með stærri spámönnunum hjá
. okkur, en hann hafði sínar á-
| kveðnu hugmyndir um nýárið
og fleira þess háttar og hélt
yfir okkur eftirfarandi tölu:
I „Góðir hálsar! Hið fagnaðar-
ríka nýár er að nálgast, og það
^er skylda okkar að fagna því á
viðeigandi hátt. Það á vel við,
að við sitjum hér í allt kvöld
og föngum nýárinu, þegar það
kemur, með hávaða og gaura-
gangi, og drekkum skál þess og
alls góðs sem því fylgir!"
Jæja, engum fannst ástæða
til að hafa á móti þessu,“ segir
afi enn, „því að við ætluðum
hvort eð var að sitja allt kvöld-
ið þarna að drykkju, en samt
þurfti Joe McGurk að pexa
lengi við Pétur grafara út af
því, að um nýárið væri alltaf
meiri snjór á jörðinni, svo að
það væri ekki komið.
En Pétur grafari sýnir öllum
fram á, að það séu svo margir
dagar síðan Sam Hall fékk jóla-
kortið austanað, að það hljóti
að vera rétt hjá sér að nýárið
sé komið. Allir eru þessu sam-
þykkir, einkum og sér í lagi
jvegna þess að öllum finnst al-
,'veg fyrirtak að hafa þessa
jauka-afsökun fyrir því að sitja
jfram á nótt og drekka full ný-
ársins.
| Jæja,“ segir afi minn, „þetta
er vissulega stórkostleg nótt.
Við sitjum í „Hinzta tækifær-
inu“ nokkuð af kvöldinu og
síðan sitjum við annan hluta
kvöldsins í „Gömlu blóðföt-
unni“, en á mínútunni tólf,
eftir úrinu hans Sam Halls,
ryðjumst við út á götuna með
glymjandi nautabjöllur og gelt-
andi skammbyssur og hefjum
gamanið.
Gkkur tókst vissulega að
hafa nægilega hátt til að full-
nægja öllum, er óskuðu þess að
nýja árinu væri fagnað með
kurt og pí; jafnvel Pétur gamli
grafari hefur naumast getað
annað en verið ánægður. En
hann heyrði nú minnst af öll-
um gauraganginum, því hann
steinsofandi í „Hinzta tækifær-
inu“, af því hann var búinn að
drekka of mörg nýárs-full.
En hvað heldur þú að komi
fyrir?“ segir afi minn. „Hvorki
meira né minna en það, að þeg-
ar allt er um garð gengið og
menn fara að líta í kringum
sig, þá liggja þrír Mexíkómenn
dauðir hér og þar í borginni,
og fjórir borgarbúar að auki
mikið særðir. Ennfremur voru
tvö kúlugöt gegnum kollinn á
hattinum mínum, sem naumast
gat stafað af slysni.
í þessa daga var ekki til sá
auli í borginni, að hann gæti
ekki hæft silfurdollar á fimm-
tíu skrefa færi með skamm-
byssu, hvort heldur fullur eða
ófullur; svo það lá hreint ekki
í hlutarins eðli, að annað eins
og þetta stafaði af eintómri
slysni.
Nokkrir okkar komum því
saman daginn eftir og sam-
þykkjum þau lög sem enn eru
í gildi hér í borginni, að fram-
Framh. á bls. 36.
SCOTC H
ER VDRUMERKl
MINNE5DTA MINING AND MFG.
I#&slsœís' rörúa* vrsa h vintsþrfcBi iar
í .. ....... .
} ÞAÐ ERU FRAMLEiUDAR YF!R □□□ TEGUNDIR AF
SCÖfCH LÍM DG KÍTTI FYRIR BIFREIDAIÐNAÐINN
ENDURSKINEFNI
LiMBDNDUM
PRENTVDRUR
SCÖTCH
SANDPAPPÍR5VÖRUR
1 L í M □ G ÞÉTTIEFNI FYRIS BYEGINGARIÐNAÐINN
(^in.Laíimloi) d J'jJ.anali