Vísir - 21.12.1957, Blaðsíða 35
35
JÓLABLAÐ VÍSIS
RISE STEVENS:
BEM ÉG HEF FENGfÐ
Dag þann, er eg var óham-
ingjusömust á allri ævi minni,
íékk eg bezta ráð, sem eg
nokkru sinni hefi fengið. Eg
hafði tapað í samkeppni um
stöðu, við Metropolitan-óper-
una í New York. Eg sat í litla
herberginu mínu og fól andlitið
í höndum mér.
„Eg hafði í sannleika sagt,
vænst þess að þér munduð
vinna í samkeppninni,“ hafði
forstjóri óperunnar, Edward
Johnson, sagt við mig í síma.
„En söngkonan, sem sigraði,
hefir fengið meiri æfingu en
þér“.
Eg hafði fengið þúsundir
dollara að láni til þess að geta
stundað söngnámið. Nú þótti
mér allt það fé tapað. Eg var
vonsvikin og svartsýn.
Anna Schön-Rene —
kennslukona mín — var hjá
mér. En hún sagði ekkert af
því, sem eg þráði að hún segði.
Eg vænti þess hún lýsti yfir því;
að mín rödd væri betri en söng-
konu þeirrar, sem sigurinn bar
úr býtum, að eg hefði verið
rangindum beitt og stafaði það
af því, að eg ætti ekki vini við
óperuna.
Nei, hún talaði ekki um þetta,
heldur það, að eg þyrfti að æfa
mig og byrja þegar daginn eftir.
Um leið og René fór mælti
hún: „Góða mín, það er nauð-
synlegt fyrir þig að gera þér
ljóst, að betur má ef duga skal.
Lærðu sjálfsgagnrýni.“
Mér féllu þessi ummæli henn-
ar illa. Það var ekki uppörv-
andi fyrir mig að hiusta á því-
líkt. Mér leið svo illa að ekki
var á bætandi.
i
Þó urðu þessi orð, sem Anna
Schön-René sagði við mig
daginn er eg hafði beðið ósig-
ur bezta ráðið, sem eg hefi
fengið.
Eg kenndi afar mikið í brjósti
um sjálfa mig. Alla nóttina lá
eg vakandi. Eg gat ekki sofnað
meðan ég kom ekki auga á, í
hverju mér var ábótavant. Eg
spurði sjálfa mig: „Hvers vegna
tapaðirðu í samkeppninni?
Hvernig geturðu sigrað í næsta
skipti?“ í fyrsta sinni viður-
kenndi ég fyrir sjálfri mér, að
rödd minni væri ábótavant.
Tónsviðið var ekki nógu yfir-
gripsmikið. Eg þurfti einnig
að bæta framburð textanna. Eg
kunni ekki nógu mörg tónverk.
Næstu mánuðina vann eg
átta til níu klukkustundir á
dag við söngæfingar og hljóm-
listarnám.
Svo söng eg aðalhlutverkið
í Orfeus, sem hljómlistarskóli
nokkur „uppfærði“. Edward
Johnson var meðal áheyrenda.
Á eftir kom hann upp til mín
og- bauðzt til að gera samning
við mig sem söngkonu við
Metropolitan-óperuna.
Þótt mér þætti þetta girni-
legt tilboð, neitaði eg þó að
þiggja það. Mér var ljóst, að eg
þurfti að ná meiri þroska.
Skuldir mínar voru komnar
yfir tíu þúsund dollara. En
Anna Schön-René treysti því,
að eg mundi sigra, og kostaði
Evrópuför mína. Hér um bil í
tvö ár var eg við óperuna í
Prag. Þar söng eg oft kvöld
eftir kvöld ný tónverk.
Nokkrir vina minna höfðu
sagt við mig að mér mundi
aldrei aftur gefast tækifæri til
þess að komast að Metropolitan
óperunni. En er eg þóttist viss'
um að hafa fengið nægan
þroska til þess að starfa þar,
sótti eg um atvinnu við þessa
frægustu óperu heimsins — og
fékk hana. í fyrsta sinn er eg
söng í Metropolitan-óperunni
fékk eg ágætar viðtökur og
lofsamlega dóma.
Hið góða ráð Önnu Schön-
René hjálpaði mér, einnig í
hversdagslífinu. Hún hafði
kennt mér að gagnrýna sjálfa
mig. Úm margra ára skeið
hafði eg þjáðst af óróleika í
hvert sinn, er gestir komu til
mín. Sama máli gegndi, er eg
var gestkomandi hjá öðrum.
Sjálfstraust það og öryggi, er
eg hafði á leiksviðinu, hvarf er
eg var innan um annað fólk—
að undanskildum fáum vinum
mínum. Mér féll þetta afar illa.
Þá fór eg að hugsa um ráð
Önnu Schön-René, kennslu-
konu minnar, og skildi; að eg
reyndi að vera eitthvað annað
en eg var. Eg vildi- vera áber-
andi í einkalífinu eins og eg
var á leiksviðinu. Ef einhver
sagði eitthvað skemmtilegt,
reyndi eg þegar að segja eitt-
hvað enn skemmtilegra. Eg
gerði mig hlægilega á þennan
hátt. Eg lét einnig eins og eg
vissi ýmislegt, sem eg bar lítið
eða ekkert skynbragð á. Eg
komst að þeirri niðurstöðu,
eftir að hafa gagnrýnt sjálfa
mig, að eg væri hvorki fyndin
né mjög gáfuð. Bezt væri að
látast ekki vera meiri en mað-
ur var.
Þegar eg haíði gert mér grein
fyrir takmörkunum mínum fór
eg að hlusta á mál rnanna og
spyrja, er eg var meðal fólks.
Eg gerði ekki framar tilraunir
til þess að hreykja mér. , Eg
komst þegar að því; að eg gat
lært margt af öðrum mönnum.
Eg hætti að strá gullkornum
umhveríis mig og lagði ekki
margt til málanna. Eg og vinir
mínir og kunningjar urðum
samrímdari eftir en áður.
Er eg hafði hætt því að láta
mikið á mér bera, lærði eg að
þekkja sálfa mig og koma eðli-
lega fram. Þetta varð mér til
ánægju. Eg varð vinsælli eftir
að hafa tekið ofan grímuna. Eg
varð róleg og mér leið vel.
Eg hafði verið of fljótfær.
Dómar mínir um menn og mál-
efni höfðu verið felldir án milc-
illar umhugsunar. Er mér varð
ljós þessi veikleiki minn
breytti eg um strik. Þessi breyt-
ing á mér mun hafa orðið þess
valdandi, að eg fékk þann mann,
sem eg er nú gift. í fyrsta sinn
er eg sá hann, geðjaðist mér
ekki sérstaklega vel að honum.
En sem betur fór beið eg með
að mynda mér ákveðna skoðun
á honum þar til eg hafði kynnst
honum betur.
Flestum er kunnugt um kostS
sína, en margir vilja loka aug-*
unum fyrir því, sem þeim eri
ábótavant.
Hið góða ráð, sem Annal
Schön-René gaf mér, varð mért
j leiðarvísir, og hefir hjálpaðl
.mér til þess að viðurkenna'og|
leiðrétta ýmsa ágalla í fari.
mínu er höfðu valdið mér mik-
i
illi sorg og óánægju. Eg er vissi
um að orð hennar geta hjálpaffi,
hverjum þeim, sem hugsar al-<
varlega um þau.
í veitingahúsi: — Pabbi ég
get ekki borðað þessa súpu.
— Þjónn komið þér með aðra
súpu handa syni mínum.
— Pabbi ég get heldur ekki1
borðað þessa súpu.
— Þjónn, komið með aðra
súpu handa þessum unga manni.
— Eg get enn ekki borðað
súpuna. 1
— Hvers vegna í fj.... ekki?f
— Mig vantar skeið.
— Eruð þér þjónninn sem
tókuð við pöntun minni?
haldið yður vel.
Hvernig líður barnabarnabörn-
unum?
frá A/S TITAN Kaupmannahöfn útvegaSar
meS stuttum fyrirvara.
GenS tímanlcga aSvart ef varahluti vantar
fyríi' næstu síIdarvertíS.
VÉLSMiDJAN HÉÐINN H. F.
REYKJAVÍK