Vísir - 21.12.1957, Blaðsíða 18

Vísir - 21.12.1957, Blaðsíða 18
18 JÓLABLAÐ VfSIS fVy'/ -~*t° ' ' • ' ' i /•< Frá gosstöðvunum 1913. Mynd jjessa tók Kjart m Giiðinundsson Ijósmyndari, sem fór ásamt greinarliöfundi á gosstöðvarnar til l»ess að kanna eldstöðvarnar í aprílmánuði 1913. — ((juiwhdur (juftftundAMH: LDA að fjallabaki 1913. Það er forsaga þessa inóls, að þegar cldur koni upp ná- liegt Ileklu scint í apríl 1913, liringdi Ólafur Björnsson ritstj. til Guðinundar Guðinuudssonar, sem verið hafði umboðsmaður ísafoldarprentsiniðju, og spurði hamt tíðinda, svo og hvort ein- hver ma&ur mundi vera fáanlegur til að kanna eldstöðvarnar. Varð það úr, að Guðmundur fór fcrð þessa og lagði upp sam- dægurs og ritaði grcinina þegar eftir heimkomuna. Frá Eyrarbakka lagði undir- xitaður á stað, ásamt Kjartani Guðmundssyni, ljósmyndara, þriðjudaginn 29. apríl kl. 5l,í e. h. í förina bættist, hjá Tryggvaskála, Þorfinnur Jóns- son, gestgjafi. Við fórum skemmstu leið og beztu, upp Skeið og Hreppa, en riðum Þjórsá. Jón bóndi í Þjórsár- holti var leiðsögumaður okkar yfir ána og reið fremstur, ásamt Þorfinni. Ég teymdi „trússar- ,ann“ og var síðastur. Kjartan, með myndavéiina á baki í mið- ið. — Jón bóndi hafði lánað bát sinn fyrr um daginn og var hann Landmegin. —• Áin var venjulega í miðjar síður og virtist staksteinótt. Þegar komið var rúmlega hálfa leið yfir ána sá ég að hestar Jóns og Þorfinns gripu sund, þar eftir hestur ljósmyndarans. Ég var í klofháum vatnsstíg- vélum, og lyfti mér nú á hné upp í hnakkinn þegar nálgaðist sundstaðinn, sem ekki virtist breiðari en tvær til þrjár hest- lengdir. Þegar yfir var komið Land- megin segir Þorfinnur: . Hver djöfullinn, hvar fórst þú? Auð- vitað beint á eftir ykkur, svar- aði eg. Hesturinn þinn er ekki stærri- en okkar, synti hann ekki? segir Þorfinnur. Að vísu,! en ég er dálítill galdrakarl,' segi ég. Það má með sannii segja, segir nú Jón. Þeir voru Á Landinannaleið hinni nyrðri, ekki langt frá eldstöðvunum 1913, en þar liggur nú bílleiðin úr Lnndsvcit austur í Land- mannalaugar. aliir blautir upp undir 'h'endúr. Fóru þeir nú úr fötúhum og tóku að vinda vosklæðin. Ég náði í whiský-flösku af trússaranum tii að hressa þá á meðan þeir undu vosklæðin. Hún gekk ekki til þurðar. Jón tók helminginn til varðveizlu, þar til við kæmum aftur. Skyldi hann þá hafa bát tilbúinn ef við kölíuðum ferju, sem við gerðum ráð fyrir að yrðieftir einn til tvo sólarhringa. Nú vísaði Jón okkur veg heim að Skarði á Landi og að Galtalæk komum við kl. 10 um kvöldið. Fylgdarmann fengum við okkur á Leirubakka, Magnús, son Sigurðar þar. Hann reyndist okkur hið bezta: ötull, vegvís, kunnugur vel og kátur. Þéir komu jafnsnemma að Galtalæk, „innan úr eldi“, þeir nafnar, Ólafur ísleifsson í Þjórsártúni og Ólafur Jónsson í Austvaðsholti. Fræddu þeir okkur á öllu því, sem þeir vissu tíðinda innan að. Úr byggð. Frá Galtalæk héldum við fé- lagar kl. 10.30 um kvöldið og höfðum meðferðis hálfbagga handa hestum okkar. Veðrið var hlýtt, hægur and- vari af fjöllum, léttskýaður himinn. Leiðinni þarf ekki að lýsa. Við héldum Fjallabaks- leiðina nyrztu, inn Landmánna- afrétt. Vegurinn var yfirleitt greiðfær, snjólaus með öllu, þangað til komið var inn i rnitt Sölvahraun. Úr því fóru að koma snjódréfjar, sem ágerð- ust, þegar innar dró, og síðasta sprettinn, frá Nýja-hrauni, urð- um við að ganga. Vitinn framundan. Runnið á Ijósið, Skuggsýnt var að ríða inn- eftir og erfitt að halda vörðun- um, enda glapti okkur sýn, það sem framundan var alla leiðina, eldbjarminn niðri við sjónrönd- ina og glampinn og litbrigðin langt upp á himinn, dumbrauð- ir skýbólstrar fyrir ofan skær- ustu birtuna, þá þynnri skýja- táta með gullslit, sem náði víða vega austur og upp í loftið. Bjarminn skýrðist, þegar nær dróg. Samræður féllu niður. Við vorum hugfangnir af þessari sýn, er rak okkur áfram, allt hvað af tók, til þess að komast sem næst eldinum, fyrir dags- brún. Löng þóíti okkur leiðin inn fyrir Valahnjúka, sem allt- af skyggðu á sjálfan eldinn, en þar tóku þá við nýjar hæðir og yfir þær urðum við að fara. Öskulagið á snjónum, sem smá ágerðist eftir því, sem innar dró, var nú orðið, síðasta kafl- ann á leiðinni, að minnsta kosti 2 til 3 þuml. þykkt. Eldarnir í augsýn — stórfelld sýn og minnisstæð. Sjálfan eldinn sáum við ná- lægt óttu, þegar lýsa tók af degi. Og þá vorum við komnir inn undir brúnina á nýrunna hrauninu. Þar áðum við og snæddum náttverð, og nú varð ekki komist öllu nær með hest- ana. Þetta var á hæð og þaðan var afbragðs útsýn yfir eld- varpið og hraunið. Sú sjón, sem nú blasti við okkur, verður 'okkur minnisstæðari en allt, Sem við höfum áður séð. Ég treysti mér illa til að lýsa því, sem fyrir augun bar. Um jhin ýmsu gtærðarhlutföll, svo sem fjarlægð, ummál og hæð eldvarpsins gátum við ekki orð- ið á. eitt sáttir, enda erfitt að ætla á það í fljótu bragði. Að því er mér virtist, var eldurinn uppi um 400 m. inn af þeirri brún, hraunsins, sem við kom- um að, aðeins á þeim eina stað og hvergi annarsstaðar. Þar risu upp eldstrókar af jafnsléttu — en þó hraungúlll utanum — all- ir á sama stað, einn langhæstur í miðjunni, en smærri súlur ut- an með, alit funandi bál á fleygiferð, sem hríslaðist út og rigndi síðan niður með neista- flugi, sem sindraði meðan skuggsýnt var, en hrundi nið- ur eins og dökkar perlur, þeg- jar bjart var orðið. Eldstólparn- j ir tóku upp fyrir Hrafnabjörgin á bak við, frá olckur að sjá, og hæð þeirra ætla ég að láti nærri 100—150 m. Félagar mínir hugðu eldinn hærri. Þetta sí- fellda gos, sem var samt og jafnt allan tímann. sem við vor- um þarna, var ekki óáþekkt vatnsgosinu úr Geysi, meðan það er hæst. Við gátum að minnsta kosti ekki borið þetta saman við neitt líkara, en þetta gos bar vitanlega af því sem gull af silfri. Þykkan, svartan mökk lagði af gosinu sjálfu, en úr hraun- inu í kring stigu víðsvegar upp þykkildis gufubólstrar. Meðan ekki var fullbirt, virtist víða loga ofan á bráðinu, þar sem hraunið var yngst, en það hvarf með dagsbirtunni. Hraunið var annars allt grá- dökkt á.lit, svart í fjarska. Sólaruppkoman. Meðan við snæddum náttverð og störðum tyggjandi á þessa mikilfenglegu sjón, kom sólin upp yfir Hrafnabjörgum. Okk- ur varð starsýnt á hana, enda kom hún okkur all ókunnug- lega fyrir sjónir. Það var engu líkara en fallið hefði á hana aska, svo var hún upplituð og torkennileg orðin gegnum mökkinn og borin saman við glóðina fyrir framan. Hann hefur líklega séð hana eins á sig komna, sá sem þetta kvað, endur fyrir löngu: Sólin guðs sést nú bleik, sem gull það liggur í reyk. En sólin fór að taka sig, þegar hún hafði sig upp úr eimyrj-r unni. Þegar hún hækkaði á himninum, sló fölva á eldinn. - Umbrum brumr, { ambrum brambr. Við höfðum búist við dun- um og dynkjum úr eldinum, þegar nær drægi. En hljóðið, sem við heyrðum, frá því að við komum á áfangastaðinn og úr því, var allt annað. Það var ekki sá hávaði af því, að við þyrftum að brýna raustina í viðræðum, en þó var það mjög glöggt og áberandi. Ég var lengi að gera mér grein fyrir hverju hljóðið líktist. Tónninn í því nær ef til vill bezt vísu- byrjuninni hans Æru-Tobba: „Umbrum brumr, og ambrum brambr“, kveðinni með hæfi- legum drætti, þögnum og á-' herzlum. Én það var eins og saman færi hvæs, glamur og gnýr. Helzt datt mér í hug að það líktist því að heyra í fjarska stóra trjáboli falla í sífellu ofan á hrauk af bárujárni. En hvern- ig á þessu glamri gat staðið er erfitt að skilja. Uppdrátt landmælingamann- anna dönsku — Ilekla og um- hverfi hennar — hafði ég tekið með mér, en liann kom ekki að Á svæðinu norðiu' og austur af Heklu eru miklar eldstöðvar og 'þar hefur fjöldi gosa ótt séc stað á ýmsum öldum. Þar er sumstaðar ennþá. jarðhiti, en annarsstaðar eru gígar og hraun Á þessari mvnd sést lítill gígur skanunt frá Landnuumalaugum-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.