Vísir - 21.12.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 21.12.1957, Blaðsíða 8
£ JÓLABLAÐ VÍSIS in foi'na, hoi'fna menn i n g a i* þ jj ó ð á ^taií ía Gömul sögn hermir, að Et- rúskar hafi komið til Ítalíu yfir hafið frá Litlu-Asíu fyrir um 2500 árum. Skip þeirra voru ..gullrennd og árar fagurlega steindar. Seglin úr pelli og skreytt myndum, koparslcildir ■ og hjálmar glitruðu í sólinni :svo að Ijómaði af. Hið frjálsborna fólk var goð- um líkt, íturvaxið og tignarlegt. Sabínar, Umbrear og Drúsar voru fyrir í landinu og vestar ; Rómulusf ólkið, , .barbarar nir* ‘, sem lifðu eins og dýr merkur- innar og með sverðið í hendi ■dag sem nótt. Við Tiber og Arnóána voru fyrstu bækistöðvar Etrúska og landið milli Toskana og App- enninafjalla varð skjótt áhri'fa- ■svæði þeirra allt til Alpafjalla, þar sem Latínar og Illeríar áttu heima. Etrúskar bjuggu um sig í kastalaborgum, líkt og' tíðk- azt hafði í heimaborg þeirra Lydia og landinu umhverfis. Þaðan urðu þeir að flýja vegna þurrka, sem eyddu öllum gróðri, .svo að hungursneyð var í landi. Förinni stjórnað-i hinn goð- umborni konungsson Tyrrhenus af ætt Rasena. Það fólk var ýmist kallað Turskar, Etrúskar æða Týrx-henar af nágröhhúnum. Hann lét byggja skip sín þar :sem nú er Smýrna, en hafði .stöðvar á eyjum í Eyjahafinu og í Dalmatíu, því þar uxu þá hin stofnfögru sedrusviðaiv.e •og annar góðviður, sem hann þurfti á að halda til skipa- :smíða og hofa. Allt frá dögum Nóaflóðs haföi verið góðæiá í landi Rasena og hin fagra höfuðborg Lydia bar af öðrum borgum sem lilja af xnistilteini. Blómlegt líf í landi sólarinnar lagðist nálega í auðn sökum þess, að ekkert korn þroskaðist lengur á ökrunúm vegna þurrka og dýr skógarins dóu af þorsta. Konungur sólar- innar tók þá að ákalla framandi guð: Dyonysos, sem var góður til ákalls vegna gróða jarðar og frjóseminnar, og réð lífi og dauða í hinum fjai'Iægu löndum handan við hafið. Þá var upp tekinn geranos- ■dansinn — eða trönudansinn — í landi Rasena að hætti Kreta og fundin upp öll töfl og kúluspil heimsins, nema Damm. Þetta var vörn Etrúska gegn hung- ursneyðinni, því annan daginn skyldi hver maður. dansa og tefla, en engan mat hafa, hinn daginn vinna og eta. Segir sagan, að þurrkurimi hafi herjað svo lengi á land Rasena, að jörðin hafi víða sprungið eins og á dögum hala- stjöi’nunnar miklu. Þá ákvað konungur að skipta fólkinu í tvo jafna flokka og draga um það við elzta son sinn Tyrr- lienus, hvor helmingurinn Grein og myndir eftir Guömund Einársson frá Miðdal Hengilampi. skyldi flýja land. Konungsson- ur tapaði og varð að halda til strandar með allt sitt fólk. Möcg ár tók að byggja skipin og búa þau svo að sæmdi syni sólkon- ungsins. Það þurfti líka að læra sjómennsku og kanna löndxn handan við hafið og á eyjunum. Þá gei’ðist Tyri'henus mesti víkingur á höfum úti, þó var hann hvorki grimmur né hefni- gjarn. En hin hárbeittu kopar- sverð og spjót manna hans voru bezt vopna, og kapparnir beittu þeim eins og í leik. Þeir voru jafnglaðir, er þeir fóru til víga. Við Eyjahafið hefir engin hetja verið jafn rómuð í kvæðum og sögu sem Tyri’henus af ætt Raseha, nema ef jafna skal til Tesusar frá Aþenu, sem drap nautguðinn Minotaurus í völ- undai’húsi Kretu. Engai’ greinilegai’ sögur eru til um landtöku Etrúska á Ítalíu, en spor þeirra má þó rekja til ýmissa staða víöar við ! Miðjarðarhaf. Til eru einnig frásagnir af sjóorustum og strandhöggi þeirra. En boi'gir Etrúska, 12 að tölu, risu smám saman af grunni þar sem nú eru meðal annars Fie- sole, Aresso, Cortona, Volterra, Perugia, Chinse, Orviedo og Veji. Etrúskar byggðu boi’gir sínar glæsilega og traust og víg- ’girtu þær stundum með steiir- jveggjum, en hús og' hof voru iúr timbri. Húsbúnaður allur og j klæði fólksins var svo skraut- i legt, að einungis Grikkir, Kretu ! búar og Egyptar þóttu sam- i bærilegir. Listir og vísindi þró- juðust jafnframt. Gullöld var f Tandi, þótt kölluð hafi verið ■ bi’onsöld síðar. J Tólfboi’garíki Etrúska varð , brátt voldugt og sigursælt, borgirnar höfðu samband inn- byrðis og héldu þing eitt sinn ár hvert. En í hernaðarmálum varð hver borg að sjá um sig sjálf. Uppvöðsluseggir áttu ekki vinsældum að fagná, um einn þeirra er sagt í gi'afskrift: „Hann vakti ófrið og tapaði, var stegldur og hjólbrotinn lifandi. Síðan kasaður sem hundshræ.“ Fólkið elskaði friðinn, og að lifa hvei’sdagslega í fagnaði, við leik og dans. Jafnvel virman var þeim leikur einn, vopna- burður var iðkaður til skernmt- unar. Veiðimenn voru Eti'úsk- ar, bæði til sjós og lands, þá var í löndunum við Miðjarðarhaf gnægð veiðibráðar. Þeir fóru með slöngur og boga svo vel, að Odysseifur gamli gerði ekki betur. Veiðimennskan var þjóðaríþrótt, og ekkert jafn- ágætt nema dansinn, sem var helgiathöfn. Dansmeyjar Etr- úska voru frægar um öll lönd, og svo fagrar, að frumbyggjar unnu glaðir þrælavinnu til að fá að horfa á þær iðka listir sínar. Að vísu sögðu Rómverjar siðar, að meyjar Etrúska hafi vei’ið vergjai’nar. Gríski sagn-J f ræðingurinn Herodot hefur, margt ritað um lífsvenjur ogj sögu þessarar aðkomuþjóðar,! og af lýsingum hans má skynja, að hann bæði vii'ðir og öfundar fólkið frá Rasena. Einnig Livius hefir skrifað margt um Etrúska, og bert er, \ að höfðingjar hinnar foi'nu Rómaborgar hafa litið upp til þessa glæsilega fólks, en jafn-! framt verið hræddir við það, ’ til dæmis vitrun Júlíusar, að borg Romulusar skyldi verða miðdepill jai'ðar, og lét síðan syni úlfynjunnar æfa vopna- burð og aðrar íþróttir, sem meðal Etrúska. Þá var tekin upp sú aðferð að drepa tíunda hvern hermann, ef orustá tapaðist. Öldum saman voru Etrúskar ósigi’ándi, floti þéirrá alls ráð- andi á xxoi'ðanverðu íýliðjarðar- hafi, en með vélgengni og söfn- un auðæfa byrjar hnignunin. Það er sagt, að frá upphafi hafi hinum visu mönnum þjóðar- innar verið Ijóst, að veldi þeirra myndi ekki standa nema 9 aldir. f aðalmusteri Etrúska í Volsini var tákn þessa, vegg- ur mikill úr sedrusviði. f þann vegg var rekinn eirnagli ár hvert til að friðþægja gyðjunni Nortíu, sem var skapanorn. Naglarnir voru reknir í röð eftir settum reglum. Veldi hinna 12 borga skyldi standa örugg- lega þangað til búið væri að reka nagla í allan veginn. Stóðst það á endum. Rómverjar réðust á Veji-borg 405, en um 500 fyr- ir Krist var veldi hinna 12 borga mest. Þótt ekki sé langt undan, þá er saga þessa æfintýrafólks í molum. Rómverjar hafa reist veldi sitt og ménningu á rústum hinna 12 borga, kappkostað að afmá alla minningu og sögu Etrúska. En á síðari árum hef- ur margt verið uppgötvað, sem varpar skýru ljósi á líf þéirra, m. a. 10.000 letranir í grafhýs- um, sem fundizt hafa ásamt aragrúa listaverka og minja. Jafnvel mál þeirra liefur verið í’áðið af færum fornmálafræð- ingum. Hafa þar mest hjálpað línrenningar af múmíu, sem fannst i faróagröf hjá Fayuin á Egyptalandi. Það eru 35 cm. bréiðir renningar með ókenni- legri skrift, sem málvísinda- menn sáu skjótt, að var letur af indógermönskum uppruna. Norðmaðurinn Alf Torp gat þess tilf að þar væri offur- almának Etrúska, og var mjög um það deilt. Þetta var þó upp- haf að ráðningu þess týnda máls, ásamt lyklum að tölu- orðum og stafrófi, sem fannst í Danspar — Dansinn var helgiathöfn, og þetta er „geranosdans“. Hermaður (brot af styttu). vasa í Tormello. í Agram, Júgó- slavíu, er hægt að sjá þessar menjar, sem eru jafn mikils- verðar fyrir sögu Etrúska og Landnáma fyrir okkur. Flóttafólkið frá Rasena hef- ur verið úrvalskyn, afkomend- ur gamallar menningarþjóðar er hefur iðkað vísindi, listir og landbúnað með sameignarfyrir- komulagi. Skáldskapur og hljómlist er í hávegum meðal þess og smíði dýrra málma á háu stigi. Þeir vinna í stein, málm og leir aðdáunarverð myndhöggvaraverk, vasa og stór ker. Hinar hátimbruðu byggingar Etrúska 'hafa verið skreyttar - með útskornum súlnahöfðum úr tré, bitaendar með slegnum bronsmyndum, en veggir og gólf með glitofnum teppum og málverkum. Ala- bastur og leirsteinn var uppá- haldsefni myndhöggvara þeirra, en freskomálverk er mest not- að til veggskreytihga, má segja, að Etrúskar hafi komið þessari aðferð kalkmálverks til virðingar. Þeir byggja múra úr björg- um, sem stórvirkar vélar nú- tímans eiga fullt í fangi með að færa úr stað, og leggja vatns- veitur neðanjarðar, jafnvel gegnum fjöll. Steypa geysistór- ar myndir í brons, í heilu lagi. Lengi var talið, að Etrúskar hafi verið smávaxnir og frekar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.