Vísir - 21.12.1957, Blaðsíða 31

Vísir - 21.12.1957, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ VÍSIS 31 Nýr brjóstahaidari Biðjið um 8252 Dýra-Steinþór var fæddur og uppalinn á Ströndum. Hann festi snemma hug sinn við karlmennsku, og varð afrendur maður að afli og atgerfi. Dýra-Steinþór varð einkum frægur fyrir viðureign við bjarndýr. Sagt er að hann hafi alls drepið 18 eða tuttugu. Af því var dregið kenningarnafn hans. Steinþór bjó sig að fornum hætti. Gekk löngum við at- geirsstaf gildan og bitran. Hann lét líf sitt með þeim hætti, að hann mætti bjarndýri í fjallaskarði, þar sem leið hans lá. Dýrið var uppi á skarðsbrúninni og renndi ótrautt að manninum, sem var fyrir neðan skarðsbrekkuna. Steinþór bar fyrir sig atgeirsstafinn, studdan við brjóst sér, og beið bangsa alls óhræddur. Áhlaup dýrsins var svo hart, að stafurinn gekk á hol dýrinu og einnig í brjóst Steinþóri. Lét bangsi þegar líf sitt, en Steinþór skrönglaðist til bæja, og andaðist litlu síðar af sárum þessum. í kvæðinu er rakin heimsókn Steinþórs að Dröngum. Þaðan höfðu' engar fregnir borizt um skeið. Hafísar lágu við land. Aðkoman var köld. Sex bjarndýr höfðu gengið á land að Dröngum, og eytt öllu kviku. Mun Steinþóri hafa verið hefnd í hug, er hann sá aðkomuna, og lagði þegar til bardaga við bjarndýrin og drap þau öll. Dýra-Steinþór glímdi líka við tröll og forynjur, og var héraðshetja á Ströndum, meðan hann lifði. Þungan liaföi Þorri andaö, puliö marga bragi kalda, Is aö ströndum lengi landaö; Rafmatjns- ♦ . i r . ♦ ♦ af öllum ♦ tegundum ♦ ♦ ♦ HÚFUM VIÐ Á VALLT Á LA GEH V ♦ ♦ EVEREST TRADING COMPANY Garðastrtcti 4 — Stnti 10060 lamiö á flúöum bólgin alda. Herjaö um sveitir hríöarbylur, húsin flúiö birta og ylur. Maraöi byggö í klaka kafi, hvergi sást á tó né rinda; Foldin ísa fannatrafi faldaöi grundir, dali og tinda. Hní'pti þjóö við arineldinn ömurlegu vetrarkveldin. Þá var fátt um feröir granna, fréttir bárust seinagangi. Kreppti aö búum kotunganna; knappt var miölaö smáu fangi. Fyrir dyrum fellivetur fári’ og nauöum hótaö getur. Lúöi stál á steini sléttum, styrkum mundum aflinn knúöi, Steinþór, höggum heldur þéttum, heitur gneisti margur flúöi. Myndaöi atgeir höndum högum, hristist gólf af þungum slögum. Heröabreiöur halur þótti, hœöin ei aö sama skapi. Lýstu vöövar líkamsþrótti, leikfang myndi ei sá knapi; seintekinn aö seggja dómi, sagnafár og kaldur í rómi. TJndir hvössum ennisskörum 1 augun tindra snör og bitur. Ei sást brosi bregöa aö vörum$ bleikur og gullinn hárdlitur. Karlmennska og kulda róin hvíldi föst, í svipinn gróin. Enginn vissi afl hans gjörla, einrœnn fór hann leiöa sinna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.