Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 5
íslenska vikan 1933. MORGUNBLAÐIÐ 1 JfflorguuWaMd H.Í. Árvakur, IUr*í»Ttk, Sititjðrar: Jön Kjartanaaon. Valtýr Stafánaaon. Sltatjörn og afgrainala: Auaturatrœtl 8. — Siaai 1*00. A.UKlýaln*raatjörl: H. Hafbarff. áUKlýalnaraakrifatofa: Auaturatrœtl 17. — Slaal 8700 SalHaalmar: Jön Kjartanaaon nr. <741. Valtýr Stefánaaon nr. 41X0. H. Hafberg nr. 1770. iakrlftaKlald: Innanlanda kr. 1.00 á mánuSl. Utanlanda kr. 1.50 á aaánuSl. t lauaaaölu 10 aura alntaklS. 10 aura maS Laabök. Trúin á landiö. * Verklegum framkvæmduin ís- lendinga miðar áfram með ári hverju. Ný fyrirtæki rísa upp, nýjar starfs- og atvinnugreinir bætast A-ið í athafnalífi þjóðarinnar. Hver er sá kyngimáttur, er þessu veldur ? Landið er hið sama og áður, hýður þjóðinni í raun og veru sömu atvinnu- og lífsskilyrði nii og fyr á öldum, meðan kyrstaða ríkti hjer á öllum sviðum. Hver er breytingin? Trúin á landið hefir aukist. Áður var sónninn þessi, þegar einhverjum nýmælum var hreyft: ..Það er ekki til neins“. Við erum svo fáir, fátækir, smáir, vanmegnugir, vankunnandi. Úrtölurnar drápu kjarkinn. Þjóðin hafði lært að berja sjer. Þjóðin var altaf að berja sjer. Barlómurinn var þjóðsöngur, ekki síður en „Eldgamla ísafold". Það er þetta sem hefir breyst. Nú trúa menn á landið, trvia á möguleika þjóðarinnar til fram- fara. Við það vex kjarkurinn, áræðið, framtakið. íslenska \dkan er ávöxtur þess framfarahugar, er ríkir meðal þjóðar vorrar. Einu sinni á ári er hugum manna að því beint, hvar við stöndum á sviði hinna verklegu framkvæmda. Þá taka íslenskir atvinnurek- endur, framleiðendur, fram það sem þeir hafa unnið, bera saman nútíð og liðna tíð, athuga og sýna hvað áunnist hefir síðan seinast. Og öllum almenningi er gefinn kostur á að veita þessu eftirtekt. íslenska vikan er árleg hátíðar- vika hins íslenska framtaks, hún er auglýsing þess, lyftistöng þess, hiin er þjóðleg vakning atvinnu- vega vorra, og mun því verða í heiðri höfð, meðan áfram er hald- ið og tniin á landið vekur menn til nýrra og nýrra starfa. r Islenska uikan. formaöur framkuŒmðanefnðar „íslensku uikunnar“ skýrir frd starfseminni. Forgöngumenn íslensku vikunn- ar í fyrra ætluðust til þess að starfseminni }Trði haldið áfram í framtíðinni. Þess vegna byrjaði framkvæmdanefndin þegar á þ\ú að undirbúa stofnun skipulags- bundins fjelagskapar um málefni þessi um land alt. Ekki var sá undirbúningur þó svo langt á veg kominn um síðustu áramót, að fært þætti að fela þeim fjelagskap framkvæmdir um íslensku vikuna á þessu ári. Forgöngumennirnir fólu því framkvæmdanefndinni frá því í fyrra að sjá um allar framkvæmdir að þessu sinni. jafn hliða því að halda áfram undir- búningi fjelagsstofnunarinnar. Morgunblaðið hefir átt tal við formann framkvæmdanefndar ís- lensku vikunnar, Helga Bergs framkvæmdastjóra og spurt hann um árangur íslensku vikunnar í fyrra og framtíðarhorfur þess- arar hreyfingar hjer á landi. Fer hjer á eftir frásögn hans. Samtal við Helga Bergs. Talið barst fyrst að tildrögum þess að íslenska vikan komst á. — Þegar fyrsta íslenska vikan var haldin hjer í aprílmánuði i fyrra, var um algert nýmæli að ræða hjer á landi, sagði Helgi Bergs. En hliðstæð starfsemi var fyrir löngu hafin í ýmsum lönd- um, fjær og nær, meðal þeirra þjóða, sem vildu búa að sínu. Margar af þessum þjóðum standa oss íslendingum miklu framar um það að geta verið sjálfbjarga með eigir. framleiðslu, en þær komu þó auga á það á undan oss hver nanðsyn það er, að búa *em mest að sínu og haga framleiðslu eftir því. Það var ekki fyr en hinn lam- andi hrammur viðskiftakreppunn- ar hafði snortið oss, að vjer fór- um að rumskast og fengum auga- stað á þessu. Það var hið fyrsta, sem vjer rákum augun í. að í algeru grand* varaleysi höfðum vjer árlega flutt inn fyrir stórfje allskonar fisk- tegundir, kjöt og aðrar landbún- aðarafurðir, þrátt fvrir það, að þetta eru lielstu framleiðsluvörur vorar. Og — meira að segja — höfðum vjer verið svo skamm- sýnir að flytja inn hey frá út- löndum í stórum stíl. Einnig höfð- um vjer flutt inn mikið af smjöri og ostum, sem eðlilega eiga að vera aðalframleiðsluvörur hins ís- lenska landbimaðar. Smjörlíki keyptum vjer um mörg ár frá þeim löndum, er engu betri aðstöðu höfðu til þess að fram- leiða það lieldur en vjer. 01 og gosdrykki keyptum vjer líka af útlendingum, þrátt fyrir það, að hvergi í heimi er til betra i*atn en hjer. en gott vatn er skilyrði þess að hægt sje að framleiða góðar tegundir öls og gosdrykkja. Sem betur fer mun nú þessum innflutn- ingi lokið að mestu. og hafa mi margir íslendingar atvinnu og hagnað af framleiðslu þeirra. Vjer höfum einnig flutt inn ógrynni af garðávöxtum og alls konar kálmeti, enda þótt víðast hvar í landinu sje skilyrði til þess að framleiða þær vörur. Egg höf- um vjer líka keypt frá útlöndum fyrir stórfje árlega, þrátt fyrir það að hjer eru afargóð skilyrði til alifuglaræktar, ef saman fer þekking óg glögg athugun. Alls konar fatnað, nærfatnað, ytri föt, yfirhafnir, soklta o. s- frv. höfum vjer keypt af öðrum þjóðum — ekki aðeins efnið, held- ur einnig vinnuna við framleiðsl- una, rjett eins og hjer væri ekki til fólk, sem kynni að tæta ullina vora, sauma og prjóna! Húðir og skinn seljum vjer enn til útlanda fyrir sáralítið verð, en kaupum í staðinn siituð skinn og alls konar tilbúnar skinnvörur. Með erlendum skipum höfum vjer flutt varning að og frá land- inu og eins milli hafna innan lands, og íslendingar hafa að nauðsynjalausu ferðast með út- lendum skipum, i stað þess að ferðast með sínum eigin skipum. Alt þetta og margt fleira kom til athugunar, þegar ráðist var í það í fyrra að stofna til ís- lenskrar viku. Árangur íslensku vikunnar. — En livernig er þá með ár- angur íslensku vikunnar í fyrra? spurði frjettaritari blaðsins. — Hann er t. d- sá, svaraði Helgi Bergs, að hugsunarháttur fólks hefir breyst mjög þannig, að nú gefur fólk meira gaum að því en áður hvort það kaupir ís- lenskar vörúr eða litlendar, og tekur nú íslensku vörumar fram yfir hinar. Af þessu leiðir að óna.u|ðsynleg kaup á útlendum varningi hafa farið stórminkandi, en innlend framleiðsla og iðnað- ur farið vaxandi að sama skapi. Má nú segja að það sje daglegur viðburður að sjá ný iðnaðarfvrir- tæki rísa upp, fyrirtæki, sem í framtíðinni taka að sjer að sjá landsmönnum fyrir hinum ýmsu nauðsynjum, og láta íslenskar hendur vinna að þeim störfum, og skapa þar með skilyrði til þess að fleiri og fleiri menn geti framfleytt sjer hjer í landi og orðið sjálfbjarga. Mun óhætt að fullyrða að starfsemi íslensku vik- unnar eigi sinn drjúga þátt í þeirri breytingu, sem orðin er til batnaðar að þessu^ leyti, enda þótt henni i'erði ekki þakkað það ein- göngu, því að sumt stafar af gjald eyrisskorti og knýjandi þörf lands manna að gæta meir hófs en að undanfömu. Hvað sem annars má segja um innilokun í verslun og viðskiftum milli þjóða yfirleitt, þá er það þó víst. að vjer íslendingar mun- um eiga einna lengst í land allra bjóða að því marki að vera sjálf-j um oss nógir. Þess vegna er ekkil hætta á því að nein þjóð, sem : vjer skiftum við hafi ástæðu tilj ’æss að líta oss hornauga fyrir það hvað vjer kaupum litið af henni tiltölulega. Enda þótt vjer gerum alt, sem í voru A'aldi stendur á komandi árum til þess að vera sjálfum oss nógir og full- nægja eigin þörfum, erum vjer samt upp á aðra komnir með svo ^ ótal margt og mikið, sem vjer verðum að kaupa. Hlutverk íslensku vikunnar get- ur því ekki orðið annað en spor í þá átt að fara sem best með þann takmarkaða gjaldeyri, sem I vjer getum búist við að hafa ráð yfir í framtíðinni, jafnframt því að hlú eftir megni að aukinni at- vinnu og velmegun í landinu. Undirbúningur íslensku vikunnar núna. Um undirbúning íslensku vik- unnar núna, sem hefst í dag, er þetta að segja: Framkvæmdanefndin hefir safn að til og gefið út vöruskrá i bók- arformi vfir þær íslenskar iðnaðar og framleiðsluvörur, er vitað varð um, og sent skrána öllum versl- unum. sem til varð náð í land- inu og einnig nokkrum öðrum stofnunum og einstaklingum. Er skrá þessi einkar handhæg fyrir þá, er kynnast vilja því hvað framleitt er af íslenskum vörum og hvað hinn íslenski iðnaður er orðinn fjölbreyttur. Auk þess eru í skránni fræðandi og hvetjandi ritgerðir um þau málefni, er ís- lensku vikuna varða. Á þessu ári hefir nefndin einn- ig látið búa til sjerstakt merki, sem ætlast er til að verði fram- tíðarmei’ki íslensku vikunnar. — Merki þetta er þríhyrningur og standa efst í honum stafirnir: L. f. V. Er það skammstöfun á nafni hins fyrirhugaða fjelags- skapar „Landssambandið íslenska vikan“. Næst eru í boga orðin: Notið íslenskar vmrur, og Notið íslensk skip, en neðst í oddinum er mynd af Heklu í geislaflóði upprennandi sólar. Merki þetta hefir nefndin lát- að prenta á spjöld til notkunar við gluggasýningar í verslunum og sent þau út um land. Einnig er merkið prentað í mjög smækk- aðri mynd til þess að selja á göt- um í öllum helstu kaupstöðum og kauptúnum landsins, meðan ís- lenska vikan stendur yfir, og verður því fje, sem fyrir þau fæst, varið til framtíðarstarf- seminnar. Enn fremur eru merk- in prentuð á límpappír, ætluð til þess að límast á brjef og íslensk- ar framleiðsluvörur í framtíðinni. Nefndin hefir einnig efnt til samkepni milli barna í barnaskól- unum i Reykjavík og Hafnarfirði og heitið verðlaunum fyrir bestu ritgerðirnar um íslenslgi vikuna og íslenskar vörur. Með þessu móti hefir hún viljað tryggja sjer áhuga og alúð æskunnar við mál- efnið. því ..hvað ungur nemur gamall temur“, og takist. það að vekja æskulýðinn til umhugsunar og starfa fvrir íslensku vikuna, þá trevstum vjer því að vel farnist. Reykjauík. Kaflar úr 5ögu höfuÖ5taðarin5. Um aldamótin var íbúatalan á íslandi 78.000, þar af í Reykjavík 6600. En upp úr því byrjar Reykjavík að stækka fyrir al- vöru. Er það sem kunnugt er út- gerðin, sem hefir verið lyftistöng hennar,- fyrst þilskipaútgerðin og síðan togaraútgerð. Með útgerðinni jókst fram- leiðsla hjer stórkostlega og eins atvinna og bjargræðismöguleikar. Fólk streymdi þá hingað úr öll- um áttum og settist hjer að. Versl un jókst að miklum mun og flutt- ist á hendur innlendra kaupmanna. Iðnaður og iðja í ýmsum grein- um tók að dafna. Árið 1920 voru íbúar borgarinnar orðnir 1S000, árið 1930 hafði þeim enn fjölgað um 10 þúsundir og nú eru þeir um 30 þúsundir. í staðinn fyrir það, að hjer átti 12. hluti þjóðar- innar heima um aldamót, hefir hlutfallið breyst svo, að nú er hjer rúmlega fjórði hluti allra landsmanna. Vegna hinnar öru fólksfjölgun- ar hefir bærinn stækkað stór- kostlega hin síðari árin og þan- ist út í allar áttir. Ný bæjar- hverfi hafa þotið upp bæði inni í bænum sjálfum og eins í nágrenni við hann, svo sem á Grímsstaða- holti, í Sogamýri og inni á Kirkju sandi. Og nú f-yrir skemstu var Skildinganesþorp innlimað. Bær- inn er í rauninni alt of stór að flatarmáli, en það stafar af því, að meðan nógar vovu lóðir og ó- dýrar. voru ekki bygð nein stór- hýsi til íbúðar. Það er ekki fyr en á seinni árum að slík hús hafa í’isið upp. Vegna þess hve götur bæjar- ins eru langar, . kostar i’iðhald þeirra tiltölulega mjög mikið; enn fremur kostnaður allur við skólp- ræsalagningu, gas og vatnsleiðsl- ur, rafmagn og síma- Þetta er þó í sjálfu sjer enginn höfuðókostur, því að með þessu hefir Reykja- vík skilyrði til þess að vera heilsu- samlegur bær; þykir það nú alls staðar höfnðnauðsyn að forðast þjettbýli og þröngar götur eft'ir því sem kostur er á. Og nú er svo komið að í staðinn fyrir það, að Reykjavík var áður óþrifa- legt fiskiþorp, hefir hún nú á sjer )>ann snyrtibrag, að liún þolir fyllilega samanburð við hafnarborgir í nágrannalöndun- um. Þetta viðurkenna útlending- ar, sem hingað koma. Margir þeirra þykjast verða fyrir von- brigðum. Þeir hafi átt von á að hitta hjer fyrir hálfgerða skræl- ingja eða frumþjóð, en reka sig þá á laglega borg, sem hefir á sjer snið heimsmenningar að fiestu leyti. Hjer er ágæt höfn, hjer eru malbikaðar götur, hjer er raflýsing og önnur þægindi í liúsum, sem mest eru metin. Og fólkið kemur vel fyrir sjónir, klæðir sig ekki miður en fólk í öðrum borgum NorðurálfunnaJr. Á undanförnum 15 árum liafa risið hjer upp hvert stórhýsið á fætur öðru. Hin fyrstu að vísu með viðvaningsbragði. En á síð- ari árum hefir kunnátta og smekk- vísi í húsagerð fleygt mjög fram. Fjölgar hjer nú með ári hverju sviphreinum, stílföstum bygging- um, er um ókomin ár bera vitni u'm þrótt og viljastyrk bæjarbúa,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.