Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ 7 illa lyktandi gúmmíplötum. í ■Sundhöllina vantar flísaklæðn- ingu. — Það er liægt að láta |)essa „filmu“ af vandræðaástand- inu „hlaupa“ lengur, en við þurf- um þess ekki, því þetta er eins og ljeleg neðanmálssaga, sem allir vita hvernig endar. Þegar steinstéypuhúsin fara að molna og við erum orðin leið á •ollu gullrandaglingrinu, þá munum við eftir að rjett við túngarðinn er ágætt efni til að klæða með Tiús okkar og skreyta þau að innan. Þá förum við að hugsa um að íslenski kynstofninn liefir unn- íð í 1000 ár að mannvirkjum og munum úr óvaranlegu efni, sem ekki sjest urmull af. — Eða hvað vildum við þá gefa til þess að skreytingarnar á stofu Ólafs Pá hefðu verið gjörðar í leir eða. ann- íið varanlegt efni? Fyrir nokkrum árum var rokið í að gera filraun með mold- steypu(!) á veggjum, ef jeg man rjett. — fenginn útlendur sjer- fræðingur — alveg eins og að við hefðum ekki verið búin að fá nóg af að rótast i moldargörðum. JÖtéinsteypurörum er smelt ofan í frámræsluskurðina enda þótt vit- að sje að þau eru sundur jetin af jarðsýrum eftir Örfá ár. m. Það er augljóst, að fyrstu leir- iðnaðarfyrirtækin eiga við mikla’ örðugleika að etja, þótt efnið sje gott, þvi það er langt stökk frá "þunglamalegum grjótveggjum og hárujárni til stálbentra. vandaðra steinsteypuveggja, sem klæddir eru með haldgóðum leirflísum. Eða þá að húsin verði ldaðin úr „Klinker“-steini í stálgrind og með þalthellum úr brendum leir. Við þurfum að lfeppa við út- lendar verksmiðjur, sem eru gaml- ar og grónar í reynslunni (nema ef við þá ættum engan erlendan gjaldeju’ir) og það sem mest er um vert: Að þ>jóðinni lærist að skilja þá einföldu staðreynd, að þarfur hlutur, sem unninn er í landinu, hefir meira verðmæti en verð segir til. Sambandsþjóð vor, Danir, flytja árlega út postulín og leirvörur fyrir 40 miljónir- Þeir eru m.eð fremstu þjóðum heimsins á þess- um sviðum, þó flytja þeir inn mestöll hráefni, að minsta kosti til postulínsiðju. | Listiðnað sinn hefir ríkissjórn- in byggt upp með aðstoð ýmsra sinna bestu listamanna nú um 200 ára skeið Fyrir nokkrum áratugum var ekki álitlegt að leggja út í sam- kepni á sviði listiðnaðargreina þessara, því þá voru aðferðirnar leyndardómar, sem gengu göldr- um næst. Þeir tímar eru nú liðn- ir, ,að vísindamenn liggja á fræð- um sínum eins og örmar á- gulli. Nú sigrar það landið, sem mest á af, hráefnum og hæfileika til að nota þau, én einmitt hvað hrá- efni snertir, er ísland eitt af önd- vegislöndum heimsins. Orltuna ættum við líka að hafa (saman- ber atvinnuleysisskýrslur og Sögsvirkjunarplöh). TTm listræna og verklega eiginleika íslendinga cfast jeg ekki að óreyndu. Innan skams gjöri jeg ráð fyrir að geta sýnt sýnishorn af ýmsum bvggingarvöruin. gjörðum úr ís- ienskum leir. í Þýskalandi er þegar búið að revna íslenskan leir og postulín í vjelavinslu með góðum árangri, og síðustu fregn- ir, sem eg hefi fengið, segja að tilraunir, sem gerðar hafa verið, um burðarmagn og þanþol leirs- ins liafi gefist óvenju vel. Sömu- Jeiðis að reynsla sje fengin fyrir því, að hann sje næstum ómót- tækilegur fyrir áhrifum lofts og lagar (sýi'urannsóknir). Nú ætti að vera nóg sagt, næst væri þá að byrja. Eímskípafjelag íslands. Arið 1881 var ákveðið með samn- ingi milli ráðherra íslands (sem þá var danskur) og danska gufu- skipafjelagsins, að það ljeti fara 11 póstferðir til landsins, þar af 5 umhverfis land. Ein ferðin var vetrarferð, en liún tókst svo að póstskipið, „Phönix“ fórst í ofsa- veðri aðfaranótt 20. janiiar undan Skógarnesi. Sló miklum óhug á landsmenn við þetta, og þóttust margir sjá af ]>essu. að erfitt mundi ganga að fá miðsvetrai'ferð komið á aftui', þar eð þetta slvs mundi verða liaft til afsökunar með að neita um liana. Enda kom það á daginn, því að gufuskipa- fjelagið aftók með öllu að senda skip liingað í janúar næsta ár. Ef vjer rekjum svo söguna síð- an, sjest ])að að vjer.attum altaf undir högg að sækj'a um sam- göngur vorar við útlönd, méðan þær voru í höndum erlendra gufu- skipafjelaga. Það er ekki fyr en Eimskipafjelag ísTands kennir til sögunnai' að lag fer að. komast á samgöngunar við útlönd og sam- göugur með ströndum fram á ís- landi. Nú á Eimskipafjelagið sex skip livert öðru betra. Eru það „foss- arnir“ Brúarfoss, Dettifoss, Goða- foss, Gullfoss, Lagarfoss og Sel- foss. Þessi skip fara á þessu ári nær 70 ferðir frá útlöndum til ís- lands og sigla jafnt sumar og vet- ur. Auk þess eru hinar mörgu ferðir milli liafna innan lands. Og ferðir hjeðan til útlanda eru álíka margar og frá útlöndum. Beri maður þetta saman við samgöng- urnar fyrir 50 árum, þegar hjer voru aðeins 11 ferðir milli fslands og útlanda, og engar vetrarferðir, þá sjest hinn gífurlegi mismunur. En hann verður enn meiri þegar tekið er tillit til þess hvað skipita eru nú miklu stærri og betri að öllu leyti, og eins hver framför hefir oi'ðið í samgöngunum hafna milli innan lands. Á hitt ber einnig að lita, að áður en Eimskipaf jelagið var stofnað, Voi'u skipasamgöngur að- allega við Danmörku. Nú hefir þetta breyst þannig fyrir framtak Eimskipafjelagsins, að vjer höf- um beinar samgöngur við Kaup- mannahöfn, 3 hafnir í Bretlandi, Antwerpen í Belgíu og Hamborg í Þýskalandi. Má nærri geta livað þessi breyting' á siglingum hefir haft mikla þýðingu fyrir verslun vora og verslunarsambönd erlend- is. — Eimskipafjelagið hefir árlega notið styrks úr ríkissjóði, en ekki samt hlutfallslega við þann styrk, sem erlendu skipafjelögin höfðu áður — síst þegar tekið er tillit til þess hve aukuar skyldui' það liefir tekið sjer á herðar vegna þessa, og hvað það hefir haft miklu betri slcip til siglinganna, en hjer voru áður. Á fyrstu starfsár- um sínum greiddi fjelagið aftur til hins opinbera rúml % miljón kr. í útsvörum, tekjusköttum og eignasköttum. Slíka skatta greiddu útlendu fjelögin ekki. Eimskipafjelagið hefir stórkost- Jega aukið atvinnu í landinu ár frá árí síðan það var stofnað. Á striðsárunum var það bjargvættur landsins — og það má aldrei gleymast- Það er eitt af nauðsyp- legustu sjálfstæðismálum vorum að tryggja sem best framtíð Eim- skipafjelagsins. Með því tryggjum vjer liag' allrar þjóðarinnar. Og það er vel farið að framkvæmda- nefnd íslensku vikunnar skuli eggja menn lögeggjan um að nota íslensk skip. Siglingar vorar ög verslun verða að haldast í hendúr. Sissons Brothers & Co. Ltd.Hull —mmm bafa framleitt allskonar mílaíngarvðrnr i meira enn 125 ár. -'SISSONS farfavðrnr hafa verið notaðar ájíslandl í rnm 20 ár og viðnrkendar fyrir ágæti sitt. Botnfarfi Lestamálning Skipamálning Húsamálning Lakk-farfi Lagaður olíufarfi. Japan lökk Olíufarfi, allskonar Hall’s DlSTEMPE Hinn heimskunni vatnsfarfi, sem gerir heimili yðar björt og hrein. Búinn til í 60 fej?- urstu litum og er mjöff ódýr. Zinkhvíta Blýhvíta Þurkefni Fernisolía Duft, margsk. Kítti Mennia Lökk, margsk. Penslar, margsk. í heildsölu hjá umboðsmanni verksmiðjunnar: _______|| i, í| ' Krlstjðnl 6. Skagijörð, Beykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.