Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
5
Gosdrykkir
Sódavatn
Saft
Líkjörar.
Allar þessar tegundir eru löngu þjóðkunnar.
Nöfnin „EGILL“ og „SIRIUS" tryggja gæðin.
Aðeins hjá okkur fáið þjer allar þessar tegundir á sama stað.
H.f. Olgerðin Egill Skallagrímsson
Sími 1390. Símnefni Mjöður.
Smágarðahverfí.
Smágarðahverfi í útjöðrum og umhverfi stórborg-
anna eru á margan hátt nytsamleg. Þar fá borgar-
búar að njóta sólar og sumars. Þat fá þeir holla
hreyfingu við útistörf. Þar uppskera þeir heilnæma
fæðu.
Alt þetta á heima við hin vaxandi smágarðahverfi
Reykvíkinga. Og þó má e. t. v. telja það mest um
vert, að með jarðrækt þeirri, sem fer fram í um-
hverfi Reykjavíkur, viðhalda bæjarbúar lífrænu sam-
bandi við það þjóðlíf, er á rót sína að rekja til jarð-
ræktarstarfsins.
Smágarðahverfi Reykjavíkur eiga að vera eftir-
læti bæjarbúa í framtíðinni.
Þeir, sem ferðe.st um meginland
Evrópu og Bretlandseyjar munu
liafa tekið eftir því, að í úthverf-
um borganna eru sjerstæð og ein-
kennileg borgarhverfi. Bera þau
alt annan svip heldur en önnur
hverfi borganna. Þar eru lítil og
snotur Inis, umgirt ávaxtagörðum.
Lóðirnar umhverfis hvert lnis eru
nokkurn veginn jafnar og rjett-
hliða. Milli þeirra eru þráðbeinir
gangstígar.
Það sem fyrst vekur eftirtekt
aðkomumanna er hvað alt er þarna
þrifalegt, vel og snoturlega frá
öllu gengið, og hvað hver blettur
•ev vel ræktaður. Sum litlu liúsin
I
getur maður varla eygt fyrir fögr-
um trjám, sem gróðursett hafa
verið alt umhverfis þau og breiða
lim sitt yfir þau. En alt um kring
eru smáreitir, þar sem ræktaðar
eru allskonar grænmetistegundir
og á milli þeirra eru raðir af
blómskrúði. Þegar maður lítur yfir
hverfi þessi langar mann ósjálf-
rátt til þess að eiga þar heima, og
líst sem þar sje fullsælu að finna,
finnist liún nokkurs staðar í múg-
bygðum mannanna. Þetta eru hin !
svo nefndu smágarðaliverfi, og
þeim er ætlað stærra og meira1
hlutverk heldur en vera aðeins1
augnagaman hnýsinna ferða-!
manna. Þau eru stofnuð til þess,!
að borgarbúar geti unnið að rækt-
un landsins, að þeir geti orðið!
framleiðendur þótt þeir stundi
daglaunavinnu, að þeir geti eign-
ast fagurt heimili í guðs grænni
náttúru, þar sem borgarrykið og
skarkalinn nær ekki til þeirra, að
þarna skapist þeim tækifæri til
þess að nota allar frístundir vel,
eigi aðeins heimilisföðurs, heldur
miklu fremur konu og barna. Hug
myndin með smágarðaliverfunum
byggist á því, að gefa borgarbúum
kost á að taka þátt í ræktun lands
ins, sltapa sjer og sínum heimili,
sem er eins og sveitabær. þar sem
gott er loft og börnin geta tekið
eðlilegum þroska, og þar sem hægt
er að kenna börnunum þegar á
æskualdi'i að vinna og nota starfs-
krafta þeirra í þágu heimilisins.
Jarðræktin og hinn fagri árangur,
sem mörg þessi smágarðahverfi
hafa víða náð, er hjáverk konu og
barna meðan heimilisfaðirinn
stundar atvinnu sína inni í borg-
inni. Og þetta hefir alveg sjer-
staka þýðingu fyrir liinn fátækari
hluta borgarbúa. Með þessu gefst
þeim kostur á því að ala börn sín
upp svo, að þau nái heilbrigðum
þroska, njóti í fullum mæli sólar
og sumars, í stað þess að vera að
flækjast á borgargötunum, sjer og
öðrum til ama, læri þar máske
margt Ijótt og spilli heilsu sinni í
menguðu andrúmslofti. Með þessu
er fátækum fjölskyldumönnum
líka sköpuð aðstaða til þess, að
láta börnin hjálpa sjer í barátt-
unni fyrir tilverunni, því að garð-
ræktin í smábýlahverfunum gefur
hverju heimili drjúgum auknar
tekjur af starfi kvenna og barna.
Smágarðahverfum má skifta í
fjóra flokka:
1. Hverfi, þar sem eru smáir
reitir ætlaðir eingöngu til
garðræktar, en ekki eru leyfð-
ar byggingar á-
2. Hverfi, þar sem menn mega
byggja lítil skýli til þess að
hverfa inn í ef veður er vont
og þar sem þeir geta geymt
garðyrkjuáhöld sín.
3. Hverfi, þar sem reitir eru
nokkru stærri, ætlaðir til
garðræktar, blómræktar og
trjáræktar og þar sem leyft
er að byggja sumarbústaði.
4. Hverfi, þar sem reitir eru
stærstir og þar sem leyft er
að byggja íbúðarhús.
Það eru nú rúm 80 ár síðan
Þjóðverjar byrjuðu á því að koma
upp smágarðahverfum í borgum
s'inum. Árið 1884 hófu Danir
fyrstu tilraunina í þessa átt með
smágarðahverfi í Áltborg. Svíar
byrjuðu 1888 í Landsxrona. Finn-
ar xun aldamótin og Norðmenn
1907.
Reynsla sú, sem fengin er af
þessum smágarðahverfum, hefir
fyllilega uppfylt allar þær vonir,
sem menn gerðu sjer um gagn-
semi þeirra. Og þess vegna eykst
hugmyndinni nú fylgi ár frá ári,
og framkvæmdirnar aukast jafn-
liliða.
Um framkvæmdir þessar á
Norðurlöndum þykir mest koma
til þess, sem Stokkhólmsbúar hafa
gert, og þykja smágarðahverfin
þar hrein fyrirmynd.
Á þessu ári eru 25 ár síðan haf-
ist var handa um þetta mál þar
5 borginni. Og með hinum alkunnu
skipulagshæfileikum sínum sköp-
uðu Svíar þessu fyrirtæki framtíð
þegar í upphafi. Lóðir voru vald-
ar fyrir smágarðahverfin, þeim
skipað niður eins og best mátti
verða, vegir gerðir á milli þeirra
og að þeim frá borginni, vatnsæðar
lagðar um alt, ennfremur ljós-
leiðslur, skolpræsi o s. frv. svo að
þeir, sem í hverfunum búa nyti
nauðsynlegustu hlunninda, sem
borgin veitir íbúum sínum. Enn-
fremur var sjeð fyrir því, að sam-
göngur væri svo greiðar, að allir,
sem þarna bxia gæti komist á
rjettum tíma til vinnu sinnar inní
í borginni og frá vinnu aftur
heini til sín.
Sjerstakur maður, kjörinn af
borgarstjórn, hefir yfirumsjón með
öllum þeim málum, er snerta smá-
garðaliverfin. Nú er það Axel
Dahlberg. Hann hefir nýlega skýrt
frá því opinberlega, að bærinn
hafi grætt á þessu á tvennan
hátt: skapað fátækasta hluta borg
arbúa bætt lífsskilyrði, og feng-
io miklar tekjur af lóðum, sem
annars hefði legið ónotaðar. Segir
liann að árið 1932 hafi borgin selt
á leigu 884 smágarðalóðir, og hafi
þá lóðagjöldin af smágarðahverf-
unum numið fyrir borgarsjóð nær
2 miljónum króna.. Hann lætur
þess jafnframt getið, að st-öðugt
aukist eftirspurn að lóðum í smá-
garðahverfunum. Með því er sýntr
að fólkið finnur hve heilbrigð
þessi smágarðahugmynd er, og
með því er líka sýnt að bæjarfje-
lögin græða margfalt á henni,
bæði beinlínis og óbeinlínis. Fram
leiðsla eykst, jörð er ræktuð, fá-
tækasta fólkið lifir við betri skil-
yrði en áður, heilsa og hreysti
ungu kynslóðarinnar eykst — og
borgirnar fá stórfje í afgjöld af
lóðum, sem annars myndi vera
ónotaðar.
Hjer 'á íslandi hófst þessi stefna
fyrir rúmum 30 árum, eða nánara
tiltekið aldamótaárið. Það var
Einar Helgason garðyrkjumaður,
sem flutti hana hingað og var
frumkvöðull hennar. Þá var stofn